Dagur - 10.12.1955, Blaðsíða 8

Dagur - 10.12.1955, Blaðsíða 8
8 Baguk Laugardaginn 10. desember 1955 Drengjadeildin á föndurnámskeiði Varðborgar Drengirnir sitja við vinnu sína og kennararnir, Siéríður Jónsdáttir og Hermann Siétryggss. standa að baki. Föndurnámskeiði í Varðborg lokið - Leikstofurnar eftirsóttar Nauðsynlegt að fullnægja athafnaþörf barn- anna í hagnýtu námi og leik Stofnaður Samvinnubanki Evrópu og alþjóðleg innkaupastofnun Erlendur Einarsson forstj. SÍS, skýrir frá raun- hæfu alþjóða samstarfi samvinnumanna Vetrarstarfið hófst 10. nóv. Byrjað var á námskeiði í föndri. Var það brátt fullskipað og urðu margir frá að hverfa. Fast að 50 unglingar, allt frá 8 ára aldri, bæði drengir og telpur, sóttu námslceið- ið. Er því nýlokið. Kennarar voru Sigriður Jónsdóttir, Rebekka Guð- mann og Hermann Sigtryggsson. Kennd var bast- og tágavinna og ýmiss konar pappírsvinna. Margir hafa óskað eftir því að námskeið þetta verði endurtekið, svo fljótt, sem verða má. Barnaleikstofurnar voru opnað- ar u m 10. nóvember. Hafa þær verið mjög vel sóttar og nær alltaf fullskipaðar. Þar er, auk leiktækj- anna, sýndar kvikmyndir og fleira haft til skemmtunar. Strax upp úr áramótum hefst námskeið í „Skuggaskurði“ og verð ur Jón Bergsson kennari þar. Starfsemin í Varðborg er vinsæl. Starfsemin að Varðborg hefur náð mikilli hylli. Námskeiðin eru eftirsótt og foreldrar vilja vita af börnum sínum í Varðborg, fremur Skákeinvígi Friðriks og Pilniks Skákeinvígi þeirra Friðriks Oi- afssonar og stórmeistarans Pilniks lauk á mðvikudag. Þá var sjötta skákin tefld. Friðrik vann eftir 36 leiki og var það ein stytrta skákin í einvíginu. Einvíginu lauk þannig. að Friðrik Olaísson hafði fimm vinninga, en stórmeistarinn Pilnik einn vinning og er þetta því tví- mælalaust einn glæsilegasti sigur íslenzks skákmanns. en á öðrum stöðum. Knýjandi nauðsyn ber til þess að finna bömum og unglingum holl við- fangsefni á kvöldin. Með þá stað- reynd x huga, að fulloorðna fólkið hefur minni og minni tíma til að sinna brönum og unglingum, ekki sízt á kvöldin, ber að fagna hverri þeirri starfsemi, som að ein- hverju leyti fyllir í skarðið. 550 f jár á fóðrum á Hólum Hólum í Hjaltadal 8. desember. Tiðin hefur verið mjög hagstæð, það sem af er vetrinum. En nú er kominn lítils háttar snjór, þó ekki meiri en þúfnafyllir. Sam- göngur eru óhindraðar og allir veg- ir opnir. Fullorðna féð hefur gengið úti fram að þessu og því hefur ekki verið gefið, svo að heitið geti, og víða ekki strá, fyrr en nú síðustu dagana. Er það í góðum holdum og vel á sig komið, bæði vegna þess að jörð hefur verið snjólaus og líka hins, að veður hafa verið góð og ekki miklir umhleypingar. A skólabúinu eru 550 kindur á fóðrum, og er það meira en nokkru sinni fyrr. Þó má geta þess að í tíð Hermanns Jónassonar skólastjóra, voru einn veturinn 536 kindur á fóðrum. En þá var fátt nautgripa. Nú eru 60 naut- gripir á búinu. Hrossakynbótabú er í umsjó skólans og eru á því 2 graðhestar og 15 hryssur, auk tiyppa og folalda. Brúkunarhestum hefur smá- fækkað og eru þeir ekki notaoir til annnars, svo að heitið geti, en fara á þeim í göngur. Bændaklúbburinn, sem stofnað- ur var í fyrravetur, hélt nokkra vel Þarfleg kennsla Vinsæl og þarfleg aukanáms- grein, sem hvergi sést á stunda- skrá, hefur verið tekin upp í Barnaskólanum á Akureyri. — Námsefnið er ákveðið fyrir hverja viku og taka kennararnir það til meðferðar, er þeim þykir bezt henta. I þessari viku var framkoma barna í verzlunum og skrifstofum og öðrum opinberum stofnunum, tekin til athugunar og leiðbeint um nokkur undirstöðuat- riði almennrar kurteisi o. fl. Áður var börnum veitt tilsögn í notkun síma og strætisvagna. Mun þetta mjög að óskum foreldra og ættu þeir ekki að láta sitt eftir liggja að glæða áhuga barnanna fyrir viðfangsefninu hverju sinni. heppnaða umræðufundi og hafa bændur hug á að endurvekja þá nú í vetur. Góður fiskafli á Raufarhöfn Raufarhöfn 8. desember. Nú setur niður allmikinn snjó og er tíðin heldur köld þessa dag- ana. Mótorbáturinn Þorsteinn hef- ur róið héðan í haust og vetur, öðru hvoru. Afli hefur alltaf verið góð'ur. Formaður og aðaleigandi bátsins er Indriði Einarsson. Hráolía er nú til þurrðar gengin á staðnum. Búizt er við að Hekla bæti úr brýnni þörf, þar til oliu- skipið kemur. Dráttarvélanámskeið á Grenivík Lómatjörn 8. desember. Nýlega er lokið dráttarvéla- námskeiði hér í svetinni, ó vegum Búnaðarfélags íslands. En Búnað- arfélag Grýtubakkahrepps gekkst fyrir að koma þvi á laggirnar. Námskeiðið var haldið í slátur- húsinu og þangað komu bændurn- ir með dráttarvélar sínar, flestar eða allar þær eldri, 14 að tölu. Þar voru þær svo teknar upp með Samvinnumenn hinna ýmsu landa eru um þessar mundir að auka verulega raunhæft samstarí sitt á alþjóðlegum vettvangi og hyggjast gera það með því að stofna Samvinnu- banka Evrópu, koma á fót al- þjóðlegri innkaupastofnun og efla mjög viðleitni sína til að koma á hagkvæmari rekstri og framleiðslu með aukinni framleiðni. Var Erlendur Ein- arsson, forstjóri SÍS, í London í sl. viku til að sitja fundi um þessi mál með þátttöku ís- lands fyrir augum. Erlendur skýrir svo frá, að fyrsti fundurinn hafi verið um hinn fyr- irhugaða Samvinnubanka Evrópu, sem á að afla fjár fyrir samvinnu- félögin til nýrra framkvæmda, sér- staklega til að gera vörudreifingu ódýrari með nýjum kjörbúðum og annarri tækni. Hafa bandarískir samvinnumenn beitt sér mjög fyrir bankastofnun þessari og heitið fé til henrnar, en vonir standa til að fá til bankans lánsfé frá Banda- ríkjunum. Á fundinum í London var aðalbankastjóra svissneska samvinnubankans, Dr. Kiing, falið að stjórna undirbúningi undir stofnun bankans, en hann mun hafa aðsetur í Sviss. Ástæðan til þess, að Bunda- ríkjainenn vilja stuðla að stofnun bankans, er, að því er fulltrúi samtaka vestan hafs aðstoð kennarans, Sigurþórs Hjör- leifssonar. Var því tvenns konar ávinningur að þessu námskeiði. Bændur lærðu nokkuð í algeng- ustu viðgerðum og viðhaldi vél- anna. Og þeir spöruðu stórfé, með því að framkvæma sjálfir hina dýru verkstæðisvinnu. Þótti þvi verulegur ávinningur að námskeið- inu. Það stóð um hálfsmánaðar tíma. Bátasmíðar í samkomu- húsinu Hofsósi 6. desember. Hér hagar svo til, að samkomu- hús vantar algerlega. Gamla sam- komuhúsið, sem var nú o'rðið held- ur hrörlegt, var selt Þorgrími Her- mannssyni bátasmið. Þar rekur hann nú bátasmíðastöð síðan í sumar. Er fyrsti báturinn þegar hlaupinn af stokkunum. Er það 3 tonna trillubátur. Félagsheimili er nú efst í hugum manna til úrbótar þeim vandræð- um, að eiga engan samastr.ð til samkomuhalds og skemmtana. Snjólaust er aö kalla rná og vegir góðir, nema til Haganesvík- ur. Verzlunar- og skrifstofubygging kaupfélagsins er komin undir þak og búið að taka hana út. Sennilega verður ekki flutt í þetta nýja hús- næði fyrr en síðla næsta sumar. skýrði frá, sú, að samvimui- hreyfingin hefur í Evrópu tek- ið forustu í því af miklum krafti að taka upp fullkoinna tækni í verzlunarháttum og gera vörudreifingu þannig hagkvæmari en áður var. Erlendur kvað ekki hægt að segja á þessu stigi, hversu mikil þátttaka íslenzkra samvinnumanna yrði í máli þessu, þar væri m. a. til stjórnarvalda að sækja. En stofnun bankans er hið merkileg- asta mál, ekki sízt fyrir þá, sem eiga eftir að byggja mikið og gera margt í löndum sínum. Alþjóðleg samvinnuverzlun. Annar fundurinn, sem Erlendur sótti í Lundúnum, var um stofnun á alþjóðlegri samvinustafnun til þess að annast innkaup fyrir hin ýmsu samvinnusambönd og veita þeim margvíslega alþjóðlega þjón- ustu á sama hátt og NAF, sam- vinusamband Norðurlandanna,ger- ir fyrir þau með ágætum árangri. Var kosin nefnd, skipuð nokkrum af fremstu samvinnuleiðtogum Evrópu, til að undirbúa stofnun- ina, og er meðal annars í henni einn helzti frumkvöðull allra mál- anna þriggja, Svíinn Albin Johans- son. Erlendur kvað slíka stofnun geta reynzt mjög nýta fyrir ís- lenzku samvinnufélögin, ekki síð- ur en NAF hefur verið. Hún mundi, ef að líkum lætur, geta gert hagkvæm innkaup á ýmsum vörum, og gæti vel opnað nýja möguleika á sölu íslenzkra afurða, því að dreifing matvæla verður ón efa mikilsverður þáttur í starfinu. Aukin framleiðni. Þriðji fundurinn, sem Erlendur sat, var í alþjóðlegri framleiðni- nefnd samvinnumanna, en sú nefnd hefur unnið mikið starf við að rannsaka ó hvern hátt hægt er að gera framleiðslu, og þó sérstak- lega vörudreifingu, hagkvæmari. Hefur verið gert margt til að dreifa meðal samvinnumanna reynslu á sviði kjörbúða, vöru- geymsluhúsa og fleiru, á svipaðan hátt og t. d. Iðnaðarmálastofnunin hefur starfað hér á landi. Hafa samvinnumenn raunar gert mikið af því að miðla hverjir öðrum reynslu og þekkingu og samtök þeirra þvt verið mörgum til mikils gagns. Hafa íslenzkir samvinnu- menn til dæmis notað sér slíka tæknihjálp í allstórum stíl undan- farin ár. Jafnframt því, sem Erlendur sótti þessa fundi og gegndi fjöl- mörgum erindum fyrir SÍS, sótti hann samkomu í tilefni af 60 ára afmæli alþjóðasambands sam- vinnumanna, sem var á þessu sumri. Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.