Dagur - 10.12.1955, Blaðsíða 2

Dagur - 10.12.1955, Blaðsíða 2
2 D A G U K Laugardaginn 10. desember 1955 „Lifi dalakvæðin vel og lengi.“ Húnvetningaljóð er myndarleg viðbót við þau byggðaljóðasöfn, sem áður háfa verið gefin út. Hér sitja sextíu og sex ljóðskáld á Bragaþingii og bera fram sín lífsviðhorf og hugðarmál. Þetta fólk er af ýmsum stéttum: bændur, húsfreyjur, verkamenn, iðnaðarmenn, kennarar, guðfræð- ingar, skrifstofumenn, jafnvel for- setavaldshandhöfum og ambassa- dörum kann að bregða fyrir í hópnum. En þó að hópurinn sé fjölbrevti- legur að stéttarskiptingu, má raun- ar segja, að yrkisefnin og Ijóð- formin sé ekki fjölbreytt, að sama skapi. Við Islendingar erum flestir sveitamenn og segja má, að þessi bók sé enn ein sönnun þess, því að flestu fólki virðist í blóð borin sveitamennska, í orðsins beztu merkingu. Náttúran verður því óþrjótandi yrkisefni, ást þess er tengd vorinu og gróandanum, lífsbaráttan haust- inu og vetrarhörkunum, í íslenzkri náttúru endurspeglast jafnan fögn- uður þess og harmur. Þetta fólk, sem á sér æskudal, fyrir handan fjöllin: „Þar á æskan ótal spor ótal spor, sem geyma minningar um vorsins vor, vorin okkar heima.“ „Hér gæti eg kveðið mig sáttin við sorg mina og þrá og sungið mig inn í dauðann með vor í hjarta.11 Oft var fagnað vori, eftir erfið- an vetur: „Vetrarþilju hjaðnar hem, hljóðnar bylgja, strengur. Sér í iljar öllu, sem andstætt vilja gengur." Ástarævintýrin hafa endað á ýmsa lund, eins og gengur og ger- ist í mannlífinu: „Yndislegt er upp við fossinn og þar hlaut eg fyrsta kossinn. Ha’Iaðist að hennar barmi, hlýtt í sæludraum. Síðan gat eg sárum harmi svalað við þann straum.“ Sárt er að missa um sumarmál sólskinið úr bænum.“ „Þó að orni enn við fund ylur handabandi, finnst mér eins og seilst um sund sitt frá hvoru landi.“ Margur hefur líka einu sinni átt sér hest: „Sit eg hljóður harmþrunginn hugarmóði altekinn, kasta á góða klárinn minn kveðjuljóði hinzta sinn.“ Einn og einn hefur komizt i tynni við pólitíkina: „Æran glatast ýmsum hjá í þvi Satans vígi, þar sem matað allt er á öfund, hatri og lýgi.“ Þá bregður og fyrir heimspeki- rgum hugleiðingum: „Bjartsýni ber að lá brugðist samt hún getur þeim, er setja allt sitt á aðeins góðan vetur.“ „Yfir flúðir auðnu og meins elfur lífsins streymir, sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir." Það er freistandi, að halda áfram að taka fleii-ji sýnishorn ljóða og yrkisefna, en hér verður að láta staðar numið. Svo sem vænta má, er hér mis- jafnlega að verki verið, þar sem svo margir leggja hönd að. Hér eru ýmsir, sem ekki skara neitt fram úr þvi sern gengur og gerist með algenga hagyroinga, en hér má einnig finna marga af þeim, ,.er hlutu stærri pundin og hafa tendrað ljós.“ Eklci skulu þó nefnd nein nöfn til samanburðar, enda er þessi bók ekki vettvangur samkeppni, held- ur verour að líta svo á, að hér hafi allir sem hlut eiga að máli, hver eftir sinni getu, lagzt á eitt í þeim tilgangi að skapa góða Ijóðabók, sem væri höfundunum og hérað- inu til sóma. Ekki verður annað séð én þetta hafi tekizt meira en sæmilega. — Útgefandinn, Rósberg S. Snædal rithöfundur, sem safnað hefur ljóðunum og annast útgáfuna að mestu, ásamt Jóni B. Rögnvalds- syni, hefur auðsjáanlega unnið vandasamt starf af hinni mestu alúð og vandvirkni. Að vísu má segja sem svo, að bók þessi geti ekki í heild talizt merkilegt bók- menntaverk, þó að þar sé margt gótt að finna. En sem talandi vottur islenzkr- ar alþýðumenningar og brot úr sögu einnar kynslóðar úr dala- byggðum landsins, er hún gott verk og ánægjulegt. I bókinni eru myndir af höfund- unum og þar er einnig stutt en greinargott æviágrip þeirra allra. Bókin er einkar snotur útlits og frágangur allur hinn vandaðasti, svo sem gerist um bækur, sem unnar eru í Prentverki Odds Björnssonar. Hún má teljast skemmtileg tækifærisgjöf, ekki einungis Hún- vetningum, heldur og hverjum Ijóðaunnanda, sem getur tekið undir með Húnvetningaskáldinu: Oft mér hugljúft yndi bar ómþýð ljóðahending. Hún í erjum vetrar var vörn og þrautalending. Einar Kristjánsson. endursagðar fyrir börn. Bókin er myndum prýdd og prentuð með stóru letri. Eg ráðlegg öllum, sem vilja gefa börnum góða jólabók, að biðja bóksalann um þessa bók séra Garðars Þorsteinssonar. Hún ætti í raun og veru að vera til á hverju einásta barnaheimili. Hér er hvort tveggja snilldar- lega gert: Efnisval og þýðing. — Bókin leiðir hug barnanan inn í heim Nýjatestamentisins. Þau lesa um fæðingu Jesú, skólagöngu hans, fullorðinsár, kraftaverk hans, dæmisögur og margt fleira. Hrynj- andi málsins er skýr og orðfærið Iétt. Frásagan er lifandi og sér- staklega við barna hæfi. Ættu foreldrar ekki að draga það að gefa börnunum þessa bók. Pétur Sigurgeirsson. Fögur barnabók Eins og endranær hafa komið út margar bækur fyrir jólin. — Því miður eru ýmsar af þeim bók- um í hreinni mótsögn við hina heilögu hátíð og ættu aldrei að hafa orðið til. Sá, sem ætlar að gefa bók í jóla- gjöf, verður að velja úr bókafjöld- anum, sem nú er á boðstólum. — Það er mikill vandi, einkum þar sem börn eiga í hlut. — Eg rita þessar línur til þess að vekja at- hygli á barnabókinni: Ó, Jesú brúðir bezti, sem séra Garðar Þor- steinsson í Hafnarfirði hefur þýtt og er fáanleg í bókaverzlunum. Bókin er ensk að uppruna og hefur hlotið miklar vinsældir hjá ungu kynslóðinni. Hún er eftir enska skáldið Vera Pewtress. Efni bókarinnar er úr Nýja- testamentinu, valdar frásagnir Fjórar barnabækur eftir íslenzka höfunda Barnablaðið „Æskan“ sendir að þessu sinni frá sér fjórar barna- bækur og eru þær allar eftir ís- lenzka höfunda. „Æskan“ er þekkt að því að senda aðeins frá sér góðar bækur. Frágangur þeirra er einnig smekklegur. Bækurnar eru þessar: Cott er í Gtaðheimum eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Þetta er framhald af bókum hennar um þau Hörð og Helgu, sem notið hafa mikilla vinsælda. Verið er að flytja söguna í barnatímum út-‘ varpsins. Todda í tveim löndum eftir Margréti Jónsdóttur. Þetta er þriðja bókin um Toddu og gerist bæði í Danmörk og hér heima. Todda er nú orðin svo þroskuð að bókin mun einkum vera fyrir stálpuð börn og unglinga. Ekki þarf að lýsa því, hvernig Margrét skrifar fyrir börn. Það þekkja all- ir, sem lesið hafa „Æskuna" með- an hún var ritstjóri hennar. Bjallan hringir eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. Þessi bók er einkum fyrir yngri börn og var sagan lesin í barnatímum útvarps- ins í fyrravetur. Höfundarnir eru þekktir fyrir Oddu-bækurnar og sami léttleiki og einkenndi þær í stil og frásögn einkennir þessa bók. Hörður á Grund eftir Skúla Þor- steinsson er fjórða bókin. Þetta er saga drengs í sveit og samskipti hans við dýrin. I bókinni felst mikill fróðleikur um íslenzkt sveitalíf og er bókin skrifuð á ágætu máli. Hún er fyrir stálpaða drengi og unglinga. Hnökrar Ný Ijóðabók með þessu nafni er nýkomin út. Höfundurinn er Jak- ob O. Pétursson ritstjóri. Er þetta fyrsta bókin frá hendi höfundar- ins og mun mörgum leika forvitni á, hversu til hafi tekizt. Þótt bók þessi verði ekki gerð frekar að umtalsefni í bráð, dylst engum við fljótlega yfirsýn, að margt er þar vel sag.t..og skem,mtilega.og.kemur það kunnugum ekki á óvart, því ao Jakob er ljóðelskur maður og orðhagur. Það nýjasfa frá FLÓRU er SULTA í plastumbúðum. Kostar aðeins kr. 7.50 pakkinn (V2 kg.) Ódýr og góð í jólabaksturinn. KJÖTBÚÐ KEA. Pantið fímanlega í jólamatinn Eins. og ávalt áður verður úrvalið mest og bezt hjá oss. Bara að hringja Allt sem yður þóknast er yður sent heim. KJÖTBÚÐ KEA. Er ekki hagkvæmt að fá sér MJÓLKURÍS sem ábæti um JOLIN. Hann fæst I '§niék'k 1 eouin pappaumbúðum í mismun- andi stærðum ásamt jarðarberjasósu, ananassósu súkku- laðisósu og apelsínusóu. TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM. ISBARINN Hajnnrstrœti 98. Döölur Njótið suðrænna ávaxta í skammdeginu. Höfum miög góðar DÖÐLUR í pökkum. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeildin og útibú. Húsmæöur! Sparið pcninga og kaupið FLÓRU-sultu í plastpokum. AÐEINS IÍR. 7.50 1/2 KG. POKI. Þér sparið 3 kr. á kílói miðað við venjuleg glös. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeildin og útibú.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.