Dagur - 08.02.1956, Page 8

Dagur - 08.02.1956, Page 8
Bagub Miðvikudaginn 8. febr. 1956 NállúrugripasafniS á Ák. í örum vexti. Opnað í nýjum húsakynnum á laugard. Líkan af gervihnetti Steinar og dýr frá Grænlandi - Strútsegg og kolibrífuglsegg - 10 spendýr frá dýra- safninu í Kaupmannahöfn Kristján Geirmundsson, taxeder- mist, safnvörður Náttúrugripasafns- itis á Akureyri, boðaði fréttamenn á sinn fund i hið nýja húsnceði safnsins i Hafnarstrœti 81 nýlega. Svo sem áður er sagt í blaðinu, varð safnið að yfirgefa fyrra luis- næði sitt í Slökkvistöðinni, þar sem vel liafði verið að því búið um skeið og endurgjaldslaust. Þriing húsakynni í Hafnarstræti 81 urðu fyrir valinu og vonandi til bráða- birgða, því það húsnæði svarar ekki til þeirra krafna, sem gera verður til safnsins og útilokar vöxt þess og torveldar sýningargestum að hafa af því full not. Þrátt fyrir þessa aðbúð, liefur safninu verið eins vel fyrir komið og verða mátti, og er það ánægju- efni, að margt ágætra niuna hefur bætzt því á síðustu tímum. Munir frá Grænlandi. Kristján Geirmundsson dvaldist um tíma í sumar sem leið á Græn- landi og flutti safninu margt ágætra muna. Má þar til nefna nokkrar menjar úr heimkynnum sauðnaut- anna. Þar er til dæmis sauðnauta- ull. Er hún harla einkennileg. Tal- ið er, að ullin sé 10 crn þykk á dýr- inu, og skiptist hún í þel og tog. Togið er gráleitt og allt upp í 70 cm langt, og er lengst á bógum. ÞeJið er mjúkt og fíngert og líkist kindaull. Einnig kom Kristján með steina- safn af 30 gerðum, steingervinga og dýrabein, hami af fuglum og fleiri dýrum og margt flcira. Vantar aðeins fjórar tegundir íslenzkra eggja. I eggjasafnið vantar nú aðeins fjórar tegundir eggja íslenzkra fugla, liaftyrðils, keldusvíns, jaðrak- ans og litla svartbaks. Mundi safn- inu vera hinn mesti greiði gerður, ef einhverjir gætu úr þessu bætt. Eins og kunnugt er, verpir haftyrð- illinn ennþá í Grímsey. en er ann- ars kominn til norðlægari slóða. Egg hans eru friðuð í Grímsey, og skvldu menn varast að flýta fyrir Bændaklúbburinn Næsti fundur verður mánudag- inn 13. febrúar á venjulegum stað og tíma. Fundarefni: Búfjáráburð- ur. Framsögumaður verður Ólafur Jónsson. burtför síðustu haftyrðlanna með eggjaráni. Alls eru 81 eggjategund í safninu. Góð viðbót frá Dýrasafninu í Höfn. Meðal útlendra eggja eru ný- komin strútsegg, ekkert smásmíði, og kólibrífuglsegg, sem eru heldur smávaxin. Þessi egg eru hingað kornin frá Dýrasalninu í Kaup- mannahöfn. Dýrasafnið í Kaupmannahtifn hcfur lika látið í té húfuapa, leður- blöku, broddgölt og höggorm. Ttu sjaldgæf dýr. Náttúrugripasafnið í Reykjavík hefur líka sýnt safni okkar örlæti, með því að leggja til breiðnef, hreisturdýr, vatnaotur, hamstur, naggrís, bifurrottu, greifingja og gibbonapa. Enn fremur kakadú, kólibrífugl o. fl. Skordýrasafn. Enn er von nýrra gripa til við- bótar þeim, sem fyrir eru, og er það skordýrasafn, er væntanlega kemur á þessu ári Það er frá Halldóri Björnssyni, Kvískerjum í Oræfum, ferðafélaga Kristjáns frá Græn- landsleiðangrinum í sumar. Nýir safnmunir á árinu eru 80—90. Náttúrugripasafnið opnað. Nú verður safnið opnað almenn- ingi næstkomandi laugardag, kl. 3 —5. En framvegis verður það opið á sunnudögum aðeins frá kl. 1—3, nema sérsaklega standi á, svo setn í sambandi við kennslu skólanna, ferðafólk cða aðrar sérstakar ástæð- ur. — Safnvörðurinn á Akureyri er á- hugasamur maður í starfi sínu, og verður safnið væntanlega hið merk- asta í höndum hans, er tímar líða. — Bæjarbúar og ferðamenn munu njóta safnsins og eiga þangað erindi til fróðleiks og hugsvölunar. Nýtt safnahús á Akureyri. Þótt telja megi gleðifréttir, I hve öruni vexti safnið cr, verður þó að hafa það hugfast, að Náttúrugripa- safninu og fleiri söfnum í bænum þarf að búa betri stað, svo að sæmi- legt megi kallast. í því sambandi er vert að minnast góðrar blaða- greinar Steindórs Steindórssonar menntaskólakennára og tillagna hans í þcssu máli. Verður að taka það mál upp að nýju og hrinda í Irámkvæmd. Frá Bindmdismálasýninguiini Laxárvirkjun og Göngu skarðsárvirkjun tengdar I þessari viku verður Laxárvirkj- un vestra tengd Hvammstanga. Að undirbúningi þessa hefur verið unnið um tíma, og er innanbæjar- kerfið á Hvammstanga nú tilbúið. Jafnljliða þessu njóta góðs af þessu nokkrir hreppar og fá rafmagn. Torfalækjar- og Sveinsstaðahreppar fá rafmagn og hluti Þorkelshóls- hrepps. En síðar meir mun kerfið verða fært út. Fyrirhugað er einnig að tengja Gönguskarðsárvirkjun þessu kerfi. Ný veitingastofa Björn Axelsson hefur opnað nýja veitingastofu í Túngötu 2 hér í bæ er nefnist Skálinn. — Hefur hann orð á sér fyrir hæfni í starfi sem veitingamaður. Þeir áttu kost á að kynnast því, er gistu Forna- hvamm í fyrrasumar, þar sem hann stóð fyrir veitingum. Líkan þetta af gervihnetti var nýlega sýnt í Bandaríkjunum. Vísindamenn telja ekki ólíklegt, að gervihnöttur svipaður þessum verði sendur út í geiminn 1957 eða ’58. Inni í hnetti þessum eru ýmis mælingatæki og sjálfvirk senditæki, sem senda munu upplýsingar til manna þéirra, sem fylgjast munu með lneyfingum hnattar þessa í kringum jörðina. Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum A öðrum enda borðsms er ákavítisflaská og jafnvirði hennar af matvörum á hinum. Er dæmið glöggt og vel upp sett. — Góð netaveiði Reynihlíð, 7. febr. Nú er ekið á bílum um allt Mý- vatn. Netaveiði er byrjuð, og er veiði sæmilega góð. Veiðimenn fara á jeppum fram á ísinn og leggja netin undir ísnum með sérstökum aðferðum. Heyskaðar urðu nokkru meiri I rokinu I fyrri viku en fyrri fréttir hermdu. Sex fullorðnar ær komu í leitirnar nú fyrir skemmstu. Voru sumar austur í Búrfellshrauni en aðrar komu sjálfar heim rétt áður en rokið skall á. Allar voru þær í góðum holdum óg vel útlítandi. Skemmtilegt heimboð Hólum, 7. febr. A laugardaginn var buðu Hóla- sveinar nemendum og kennurum Löngumýrarskóla til fagnaðar að Hólum. — Var þetta hin bezta skemmtun. Snjólítið' er orðið hér og ágæt beitarjörð. Sauðfé er þó yfirleitt ekki mikið beitt á þessum tíma. Gott heilsufar í Lawgaskóla Laugaskóla, 7. febr. Ileilsufar er óven jugott hér I skólanum í vetur. Er það að nokkru þakkað hinura erfiðu samgiingum, scm lengst af Iiafa verið. Ovenjulega mikill skákáhugi greip um sig , og hcfur aldrei ver- ið teflt Iic'-r ntcira en nú. Elinn I. ferúar var að nokkru lielgaður bindindishreyfingunni. — Sátu allir að kaflidrykkju af því tileíni, þegar rokið gekk yfir. Var það heppilegt, að matmaferðir voru litlar utanhúss, því að járnplötum af þaki skólans rigndi eins og hrá- viði allt um kring. A Daðastöðúm, Lýngbrekku og Hjalía urðu ntiklar skemmdir á úti- húsum og hey fuku. Þó er ekki út- lit þ'rir að heyskortur verði til- finnanlegur á þessum bæjum í vet- ur eða vor. Skaðar á öðrum hvor- um hæ Blönduósi, 7. febr. Hér varð geysilegt tjón af völd- utn óveðursins. Má heita svo, að skenmtdir hafi orðið á öðrum hvor- urn bæ. Mestur heyskaði varð á Þverá í Norðrárdal. Þar fuku tvö hey, og voru í þeim um 200 hestar. 1 Stóradal fuku um 40 hestar af heyi. Þök skemmdust víða, til dæm- is hálft þak íbúðarhúss að Þverár- dal og Miðgili. Á Syðra-Hóli fauk það af fjóshlöðu og braut inn þak á fjósi, og á Súlheimum tók þak af fjóshlöðu. Elzu menn muna ekki annað eins ofsarok. í húsi á Skeggjastöðum drukknuðu 23 kindur og 7 kindur á Efri-Mýrum. Á Blönduósi urðu litlir skaðar, og Ásahreppur virðist einnig hafa sloppið við versta veðrið. Veðrið var harðást frá kl, 6—11 en gekk þá í vestrið og dró úr mesta ofsan- um. Bændafundur var haldinn hér á laugardaginn og þótti vel takast. Var hann með líku sniði og Bænda- klúbbsfúndirnir á Akureyri, og cr framhakl þessarar starfsemi fyrir- hugað. Gott cr til jarðar fyrir hross og sauðlé. Allir vegir eru akfærir. Námskeið hílstjóra Sauðárkróki, 7. febr. Námskeið bifreiðastjóra til meira prófs stcndur yfir og fer kennslan fram í húsakvnnum barnaskólans síðari hluta dagsins. Kennarar eru þeir Vilhjálmur Jónsson, Bergur Arinbjörnsson pg Geir Bachmann. Mótorbáturinn Stígandi er byrf- aður róöra og aflar sæmilega, um 41/2 tonn í róðri. Góður afli, þegar á sjó gefur Ólafsfirði, 7. febr. Aðeins tveir trillubátar eru á floti. Gæftir eru stopular. En í fyrri viku öfluðu þeir sæmilega vel, eða allt að 3 þús. pund í róðri. Margt fólk er farið á vertíð, og er því daufara heima fyrir en annars hefði verið. Frá Skákfélagi Akur- eyrar Eyrir nokkru síðan tefldi Jóhann Snorrason skákmeistari samtíma- skák við meðlimi Skákfélags Akur- eyrar og fleiri á 20 borðum. Fóru leikar þannig, að Jóhann vann 12 skákir, gerði 4 jalntefli og tapaði 4 skákum. Næstk. fimmtudag teflir Jón Ingimarsson samtímaskák við með- limi Skákfélagsins og aðra, er vildu vera með. Menn komi með töll með sér. Teflt verður í Ásgarði, og hefst skákin kl. 8.30 e. h. Nýlokið er skákkeppni í Skákfél. Akureyrar, svokölluðum klukku- tíinaskákum. Hafði hver keppandi hálftíma til að Ijúka skákinni. Fóru leikár þannig, að Júlíus Bogason varð efstur með 13 vinninga, 2.-3. Róbert Þórðarson og Jón Ingimars- son með 12 vinninga. 4. Björgvin Árnason 11 vinningn, 5. Haraldur Ólaísson lOi/ó v. 6., 7. og 8. urðu þeir Randver Karlsson, Haraldttr Bogáson og Guðin. EiðsSon. Kepp- endur voru 16. Síðastliðna sunnudagsnótt tefldi Skákfélag Akureyrar við Taflfélag Hafnarfjarðar. — Teflt var á tíu boröum. Leikar fóru þannig, að -Hafnfiröingar uniiu rueð 5i/> vinn- ingi gegn 4i/2. Þeir sent unnu hértan voru Júlftts Bogason og Kristinn Jónsson. Jafn- tefli gerðu Jón Ingimarssón, Albert Sigurðsson, Jónas Stefánsson, Jóh. Snorrason og Guðm. Eiðsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.