Dagur - 22.02.1956, Blaðsíða 1

Dagur - 22.02.1956, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. — Kaupið Dag. Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út laugar- daginn 25. febrúar XXXIX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 22. febrúar 1956 10. tbl. Nýtt glæsilegt skip betta er skip Valtýs Þorsteinssonar, útgerðarmanns á Akur- eyri, smíðað á Skipasmíðastöð KEA, og hefur þess áður verið getið. Þau hörmulegu tíðindi gerðust að Blikalóni í Prestlióla- lireppi, að tveir aldraðir menn: Eiríkur Stefánsson, faðir lrús- freyju, og Jónas Sigmundsson, vinnumaður, létust í eldsvoða, er hæjarhús brunnu, á sunnudaginn var. Á Blikalóni búa hjónin Þor- steinn Magnússon og Margrét Ei- ríksdóttir. Þennan dag voru karl- menn úti við, við heyflutning o. fl. En gömlu mennirnir höfðu fengið sér miðdegisblund. Voru þeir á efri hæð hússins. Drengur varð fyrstur eldsins var, og var þá þeg- ar reistur stigi að húsgaflinum en húsið var þá þegar alelda og varð engri björgun við komið og brunnu þeir báðir inni Eiríkur Stefánsson og Jónas Sigmundsson. Húsfreyja, er var á neðri hæð, slapp nauðu- lega út með ungbarn á handleggn- um. Ibúðarhúsið að Blikalóni var úr steinsteypu en þiljað með timbri. Standa veggirnir, en munu vera ónýtir. Tvíbýli var áður á jörðinni og stóð hitt íbúðarhúsið autt. Var þegar hafin viðgerð á því og ætlar heimilisfólkið að búa þar til bráða- birgða. Allt var mjög lágt vátryggt og eignatjón því tilfinnanlegt. Einræðisherra í „alþýðuríki44 Fyrir nokkru viðurkenndu rússnesk yfirvöld, að til skamms tíma hefði starfað í Rússlandi dómstóll, sem dærndi menn til þrælkunar- vinnu, án þess að þeir gætu horið hönd fyrir höfuð sér. Mikoyan og Mólótov kepp- ast nú við að lýsa því yfir, að Stalin hafi verið ein- ræðisherra. Nú er rætt opin- berlega í Rússlandi, um ýmsa forustumenn, er tekn- ir hafi verið saklausir af lífi í valdatíð Stalins. Allt þetta hafa vestræn blöð sagt fyrir löngu, m. a. þetta blað, en þá kölluðu „Verkamaður- inn“ og „Þjóðviljinn“ það „auðvaldslygar“. Vilja nú ekki blöð þessi viðurkenna, að þau hafi haft rangt fyrir sér, er þau voru að hæla Rússlandi Stalins, eða segja núverandi valdhafar ekki satt? Hætt er við að einhver kommi ruglist í ríminu af fréttum þessum. Vinnuaæflun verður að standa! Verkamenn í Búlgaríu verða að baða sig fjórum sinnum á dag til að fullnægja áætluninni! I blaðinu „Streschel" í Sofía (höfuðb. Búlgaríu) birtist fyrir skömmu bréf frá verkamanni, sem barmar sér yfir því, að í verk- smiðju einni verði þeir að baða sig fjórum sinnum á dag til þess að fullnægja ákvæðunum um böðun verkamanna! Segir hann að í verk- smiðju þeirri, sem hann vinnur í, sé bað sem verkamenn eigi að nota á hverjum föstudegi. En svo Sœeipleiji fundur Framsókn- FrnmsókJiarféltigin á Akur- eyri og Eyjáfjar&arsýslu halda almennan og sameiginlegan fund á sunnudaginn kemur. Fundurinn verður lialdinn í fundarsal Landsbankans í Lands- bankahúsinu, ‘1. hxð, og hefst /:/. 3 siðáegi.s snndvíslega. A fundinum mætir prófessor Olafur Jóhannes- son, formáðnr skipulagsnefndar Framsóknarflokksins, og talar um stjiirnmálaviðliorfið. Að frámsögn- erindi hans loknu verða frjálsar umræður og fyrirspurnir, er fruin- mælandi mun svara. Framsóknar- fiilk, cldra sem yngra, er eindregið lnatt lil að mæta á fundinum. Sérstcik athygli skal vakin á þvt, að fundurinn verður í Landsbanka- húsinu en ekki á Hótel KEA, eins og 'ýnisum hafði verið tilkynnt. Rætt við Magníis Árnason járnsmið um súg- þurrkun og margskonar hjálpartæki landbímaðarins varð eitthvert ófag á baði þessu, og liðu 5 mánuðir áður en viðgerð var fokið. Einn góðan veðurdag kom svo verkstjórinn í hvelli. Við urðum forviða og spurðum, hvað nú væri á seyði. — Nú væri baðið komið í fag, sagði hann, og við ættum að baða okkur! Morguninn eftir, er við komum til vinnu, stóð verk- stjórinn í hliðinu og sagði, að við ættum að baða okkur. Og það gerðum við líka. KI. 10 var bruna- bjöllunni hringt og okkur sagt, að nú ættum við aftur að baða okk- ur. Og sama var upp á teningnum um hádegið í matartímanum, og að lokum urðum við að baða okkur að lokinni vinnu! Við vorum heldur en ekki hissa á öllu þessu og þá skýrði verkstjór-1 inn okkur frá, hvernig í þessu lægi: — Þið vitið, félagar, að við höfum vinnu-áætiun, þar sem á- kveðið er, hve oft við eigum að fara í bað á hverju misseri. Nú eru senn sex mánuðir liðnir,-íQg við erum orðnir langt á eftir vegna þess, að baðið var svo lengi í ólagi. — En verið óhræddir! Við skul- um vinna þetta upp aftur---- Svo virðist sem afkasta-áætlun- in sé smávægileg í samanburði við bað-áætlunina, segir verkamaður- inn að lokum. Einn af hagleiksmönnum samtíðarinnar er Magnús Arnason, íyrrum bóndi í Eyja- firði, en nú unr langt árabil járnsmiður á Akureyri. Svo að segja á hverju ári, hefur hann liaft í smíð- um ný land- búnaðarverk- færi, er ýmist eru fundin upp af honum eða farið eftir erlendum fyrir- myndum ög breytt eftir ís- lenzkum staðháttum. Leitaði blaðið fregna af því hjá Magn- úsi, livaða verkefni væru fram- undan í smíði nýrra tækja fyrir landbúnaðinn og bað hann að svara nokkrum spurn- ingum þar um. Um súgþurrkun. Barst talið fyrst að súgþurrk- un en um þau mál er Magnús allra Norðlendinga fróðastur og hefur sett upp flestöll súgþurrkunartæki, sem til eru við Eyjafjörð. Bað ég hann fyrst að segja álit sitt á súg- þurrkun almennt. Svaraði Magnús því á þá leið að nú væri svo kom- ið að bændur þörfnuðust mest af öllu hentugra, fullkominna tækja til að þurrka heyið. Hverskonar vélar leystu af höndum flest erfið- ustu verkin við heyskapinn og nú væri hægt að heyja stórt land á örskömmum tíma, ef fyrir hendi væru góð súgþurrkunartæki. Ekki ijórði hver bóndi. Hve margir bændur í Eyja- fjarðarsýslu hafa súgþurrkun í hlöðum sínum? Magnús segir að af um 400 bændur á svæðinu frá Grýtubakkahreppi og til Svarf- aðardals að báðum meðtöldum, séu um 90 hlöður með súgþurrk- unartækjum. Þrír hreppar iremstir. Þegar Magnús er spurður um, hvaða hreppar hafi flest tæki, svar ar hann hiklaust: „Þrír hreppar skera sig úr, og eru langt á undan, en það eru: Svalbarðsstrandar- hreppur, Ongulstaðahreppur og Svarfaðardalshreppur. Og hver einasti bóndi telur súgþurrkun mik ils virði. Aðeins á tveimur stöðum hefur hey skemmzt verulega í hlöð um með súgþurrkun. En í bæði skiftin bilaði mótor, svo ekki var hægt að blása um nokkurn tíma.“ En reynslan hefur sýnt að heyið er bezt þegar það er minnst þurrk- að úti.“ Litlu eftir 1940 voru fyrstu súg- þurrkunartækin, hér í landi, sett í hlöðu á Vífilstöðum. Skoðaði Magnús þau og heyið, sem verkað var með þeim. Varð hann hrifinn af hvoru tveggja. Það var Ágúst Jónsson rafvirki í Reykjavík er fyrstur flutti tækin hingað til lands og má telja hann brautryðjanda á því sviði. Hverjir iramleiða blásarana? „Síðustu árin hef ég smíðað flesta blásarana, sem settir hafa verið í hlöður í sýslunni. Annars eru þeir smíðaðir í Reykjavík. Hvað heita blásararnir, sem þú smíðar? „Fyrstu blásararnir, sem fluttir voru til landsins voru kallaðir viftublásarar, en reyndust ekki vel nema í vissa gerð af hlöðum, og útbreiddust ekki. Eg hef kallað Framhald á 7. síðu). Mjólkuiflutningasleðar Magnúsar Árnasonar koma að góðu gagni þegar leiðir lokast vegna snjóa. Þá eru þeir tengdir beltisdráttarvélum og notaðir til þungaflutninga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.