Dagur


Dagur - 22.02.1956, Qupperneq 4

Dagur - 22.02.1956, Qupperneq 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 22. febr. 1956 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Bjömsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Gjalddagi er 1. júlí. flutningur landbúnaðarvara liæfist að verulegu marki. Við ráðum að sjálfsögðu ekki verði vöru á heims- markaði, og þegar við flytjum út tfurðir okkar, verðum við að sæta jví verði, sem fyrir þær fæst. Sú staðreynd, að íslenzkar afurðir eru ekki útgengilegri erlendis en nú er, stafar af því, að framleiðslukostn- aður er hærri hér en víðast livar PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. R444$44444445444«4««444444í4«44S44«4454S44444í444í£ Búnaðarþing og starf þess UM ÞESSAR MUNDIR situr Búnaðarþing á fundi í Reykjavík. Verkefni þess eru nú sem fyrr mörg og munu væntanlega koma til með, að setja svip sinn á búskapinn um land allt á næstunni. Búnaðarþing hefur oft markað stefnuna í landbún aðarmálum og mun að öllum líkindum gera það enn sent fyrr. Gamalt máltæki segir, að mörg sé bú manns raunin, og eru verkefni þingsins einmitt þau, að fjalla um aðsteðjandi örðugleika og gcra tillögur til úrbóta. Eitt veigamesta viðfangsefni þingsins að þessu sinni mun vera að gera tillögu varðandi þurrkun heyja, þegar langvarandi óþurrkar steðja að. Er þetta við- fangsefni nú tekið fyrir að gefnu tilefni, ef s'vö mætti segja, vegna hinna langvinnu óþurrka á Suður- og Vesturlandi síðastliðið sumar. — Alþingi hefur haft þessi mál til meðferðar og vísað þeim til umsagnar Búnaðarþings. Öllum er ljóst, að á heyverkuninni á sumrin grundvallast alkomunuiguleikar bæiidanna allt árið, og oft jafnvel um miklu lengri tíma. Ef ekki reynist unnt að afla þeirra heyja, sem bústófn inn þarf yfir veturinn, verður að skerða hann, en ef til þess þarf að koma að einhverju ráði, skilur það eftir djúp sár, sem langan tíma getur tekið að græða Enginn ræður við veðurfarið, svo að við engan er að sakast, þó að illa viðri langtímum sáman. Ög það er heldur ekki sú hlið málsins, sem til umræðu 'er Búnaðarþingi, heldur hvernig hjá vandræðum verði komizt þrátt fyrir langvinn óþurrkasumur, Aður fyrr var ekki um annað að gera fyrir bóndann en að eigá allt sitt undir duttlungum veðráttunnar. Það má segja, að liann og allt hans hafi verið háð sól og regni. — Tæknilega séð þarf þetta nú ekki að vera svona lengur. Á þessu sviði sem öðru, hefur vísind unum fleygt svo fram, að unnt er nú að þurrka hey og verka, þó að illa viðri og aldrei sjái til sólar. En hér er þó enn um að ræða sýnda veiði en ekki gefna Tæki þau, sem til slíkrar heyþurrkunar í stórum stíl þarf, eru geysidýr, svo að enn mun algjörlega ókleift fyrir hvern bónda að eignast þau. Við setningu þingsins benti formaður Búnaðarfé lagsins á þessar staðreyndir og taldi, að hér mynd þurfa til að koma félagsleg úrræði svipuð því, sem átt liafa sér stað við notkun stórvirkra vinnuvéla, Er þess að vænta, að samtök bænda beri gæfu til þess að finna þá lausn, sem heppilegust er til úr- bótar á þessu þýðingarmikla viðfangsefni. íslenzkir bændur hafa með starfi sínu um langt árabil sýnt að þeir eru félagslega J>roskaðir og Iiafa á því sviði oft verið á undan sinni samtíð. Þeir sjá og vita, að með samhjálp og samvinnu komast þeir Iengra áfram í átt til bættra lífskjara og lifnaðarhátta. Á undanförnum árum hafa orðið mjög stórstígar framfarir í landbúnaðinum. Með dugnaði og atorku hefur bændastéttinni tekizt að fylgjast með tímanum og taka nýja tækni og ný tæki í þjónustu sína. Stór aukin ræktun hefur gert bændunum kleift að auka verulcga bústofninn, jafnvel á þeim jörðum sem áður voru taldar rýrar og kostalitlar. — Nú er svo komið, þrátt fyrir stöðugt vaxandi fólksfjölda landinu, að landbúnaðarframleiðslan er orðin meiri en landsmenn geta torgað. Og gleðilegt er það, að framlciðsla landbúnaðarins skuli vera að komast það stig, að hún skuli vera samkeppnisfær, gæðanna vegna, á heimsmarkaðinum. Ef framlciðsla landbún- aðarins nyti sömu fríðinda og sjávarafurðir til út flutnings, þá væri ekkert því til fyrirstöðu, að út- annars staðar. Elér er því einungis við heimatilbúna örðugleika að etja. Jafnframt því, sem afla þarf íslenzkri landbúnaðarvöru öruggra markaða erlendis, þarf að stefna að lækkuðum framleiðslukostnaði. Það er hagsmunamál þjóðarinnar í heild, en ekki einnar stéttar ann- arri freniur. ORÐADALKUR Móðurmálið góða. Oft er búið að segja okkur íslendingum, ýmist í ræðu eða riti, að við eigum einhverja fegurstu og orð- spökustu tungu í víðri veröld. Og seinast var okkur sagt í Útvarpi fyrir örfáum döguni eftir kunnum, út- lendum málvísindamanni, að íslenzkan væri annað hreinasta mál í Evrópu. Þó er eins og þjóðin viti ekki um, hvern kjörgrip hún á, og er ætlað að varðveita, í móðurmáli sítiu. Menn sletta sýknt og heilagt útlend- m orðum og talsháttum, af því að þeir heyra aðra hafa það fyrir sér, — líklega til að sýna lærdóm sinn og menningarþroska! — Þeim mörgu samseku mönn- um mætti enn að ósekju benda á, að þetta sá og skildi lþýðuspekingurinn og skáldið Bólu-Hjálmar, ólærður Hér heldur H. J. áfram máli sinu. „Alvörumálið mesta. STEFNAN væri dæmd óalandi og óferjandi, sökum þess að einn og einn kaupfélagsstjóri hefur ekki verið starfi sínu vaxinn, eða bind- indishreyfingin fordæmd vegna ress að einhverjir þróttlitlir fylgj- endur hennar hafa laumast undan merkjum. Nú mun einhver spyrja: Hver er >á aðalorsök hinnar vaxandi óvirð- ingar fyrir kristindómi á okkar tíð? Orsakirnar eru án efa fleiri en ein. Nefna má: Oheilbrigt skemmtana- líf, og þá ekki sizt hinar siðspill- andi og æsandi kvikmyndir, sem miskunnarlaust er haldið að þjóð- inni'. Þær eitra hugarfar, a. m. k. æskúlýðsins, og þarf ekki æskulýð til. Nýlega sagði maður, að ekkert væri varið í myndir, þar sem engir glæpir væru sýndir. Maður sá var þó af æskualdri, var kominn um þrítugt. Þá er hið lélega lestrarefni fjöldans alldrjúgt í áhrifum sínum til að kæfa niður háleitar hugsanir ög fágra siði. Viðbjóðslegar glæpa- og ástafarssögur á hrognamáli. Og ekki á illa við að hnýta þessum ei- lífu dægurlögum aftan í, ásamt textum þeim, sem oft er andlaust samsafn af væmnum smekkleys- um. Svo er ennþá eitt, sem ekki mun ’oft talað um, eða kannski aldrei. Það eru útvarpsmessurnar. Ekki svo að skilja, að ræður þær, sem útvarpað er í sambandi við gUðsþjónustur, séu ekki oft góðar og sumar ágætar, aftur á móti aðr- ar lélegar eins og gengur. Nei, það er ekki það. Heldur hitt, að mjög Iítið er á þær hlustað almennt nú orðið, en þó enn verra hitt, hve illa er á þær hlustað. Það er haft opið fyrir þeim, svo er skrafað og skvaldrað um ólíkustu efni. Það er t. d. ekki fátítt, að heyra fólk, sem verið hefur á skemmtisamkomu á sunnudagsnóttina, vera að spjalla um atburði, sem þar hafa gerzt. Eru það oftast einhver afrek, sem sýnd hafa verið í sambandi við neyzlu áfengis,og annað álíka upp- byggilegt. Og þeir, sem heima hafa setið, drekka í sig fréttirnar með mestu áfergju, en guðsþjónustan fer fram fyrir lokuðum eyrum. Þá er oft undir útvarpsmessum rætt af miklum ákafa um kaupgjald, mjólkurverð, fiskverð og önnur efnahagsmál, að ógleymdum lævís- legukn óhróðri um náungann. Sem lítið dæmi um háttvisi hlustenda í sambandi við útvarpsmessur, má nefna að fyrir skömmu var stúlka við störf sín í eldhúsi. I næsta her- bergi var útvarpstæki og stóð yfir messa. Prestur var að tóna. Stúlk- an hafði verið að masa, en lagði nú allt í einu eyrun að því, sem heyrðist í tækinu, og sagði svo: „Mikið andsk. er sætt tónið hjá honum,“ hélt svo áfram að rausa um sín hjartans mél. Hvernig má nú til þess ætlast. að messur, sem svona er hlustað á, hafi nokkur áhrif? Það er nú síður en svo. Meira að segja þær hafa þveröfug áhrif við það, sem ætti að vera. Fólk venst á að hlusta á kristilegar ræður sem hvert annað hégómlegt skvaldur. Þetta var ekki svona á fyrstu dögum íslenzka útvarpsins. Þá kom jafnvel fólk af öðrum heimil- um, til þess að hlusta á messur, þar sem tæki voru. Þá var þetta nýjung. Síðan útvarpstækin urðu algengari og einkum vegna þess að messurnar eru fastur liður í dag- skránni á sunnudögum, hafa þær orðið hversdagslegur atburður og sópazt hefur af þeim allur helgi- blær. Og það er einmitt aðalkjarn'i þessa máls. Það, sem á að vera heilagt, má aldrei verða hversdags- legt eða vanabundið. En það er nú einmitt orðið svo, að útvarps messur eru af öllum fjöldanum skoðaðar sem meiningarlaus há- vaði. Sumir hafa þann sið að skrúfa fyrir tæki sitt, þegar messa hefst. Og það er vafalaust mun skárra en að hafa opið og vera símasandi. Aðrir hlusta á sönginn, en aldrei á ræður, rétt eins og þeir álíti, að það geti aldrei verið annað en marklaus hégómi, sem prestur fer með. Annars á það, sem hér á undan er sagt, við um fleiri útvarpsefni en messur. Það gerist alloft, að verið er að flytja gott erindi eða gott leikrit. Einhver kemur að, Hlustar á nokkra setningar, skilur hvorki upp né niður í neinu, setur upp vandlætingarsvip og segir, að þetta sé eintómt bull. Þannig er þáð oft, að þeir sem minnst og verst hlusta, eru hvað harðastir í dómum sínum um út- varpsefni, og má með sanni segja, að þeir dæmi eins og blindur mað- ur um liti. Nú er orðin venja að lesa Pass- íusálma í útvarpi á vetri hverjum Hefur svo verið um allmörg ár, Þar gegnir sama máli og með messurnar. Það er haft opið fvrir lestrinum, en hvernig er hlustað? Það er kannski setið með hávaða og ljótu orðbragði yfir spilum, og jafnvel ekki dæmalaust, að áfengi sé haft um hönd. Einnig raula sumir danslög. Ekki er langt síðan kona ein sagði, að skelfing þætti sér alltaf þessir Passíusálmar leið- inlegir. Þannig er það, að sumt verkar öfugt við það sem til er ætlazt Ekki þarf að efa það, að forráða- mönnum útvarpsins hefur gengið gott til með því að láta það ílytja messur og Passíusálma. Þeir hafa hugsað sem svo, að það mundi glæða áhuga landsmanna á krist- inni trú. En reynslan hefur orðið önnur. Að vísu eru í hverri sveit og hverjum bæ örfáir, sem hlusta á þetta útvarpsefni í hljóðri lotn- ingu. Og það getur verið ein og ein persóna á heimili, sem gjarna vill hlusta, en hefur engan frið til þess fyrir skvaldri annarra heimil ismanna. Verður oft út af því hin megnasta óánægja. En hvað er þá til ráða? Á að hætta að útvarpa messum? Vafalaust væri réttast að fækka þeim að miklum mun. Á hátíðum ætti að flytja þær og auk þess nokkrum sunnudögum. Þyrfti þá að tryggja, að eigi töluðu aðrir klerkar en þeir, sem einhvern boð- (Framhald á 7. síðu). ög örfátækur kotbóndi, er hann kvað: fslenzkan er orða frjósöm nié>ðir, ekki þarf að sníkja, bræður góðir. — Á blómaskeiði ungmennafélaganna (1908—1920) birt- ist hjá æskumönnum hér á landi all-ríkur áhugi um málvöndun, enda var eitt af stefnuskráratriðum þess góða félagsskapar „að fcgra og hreinsa móðurmálið". Mállýtanefndir voru kosnar eða skipaðar á fundum félaganna, og var hlutverk þeirra að finna að óvönd- uðu máli í ræðum og ritum félagsmanna á fundum og benda í allri'vinsemd á J>að, sem betur mætti fara. Til >essa völdust að jafnaði færustu mennirnir, sem völ ar á i félögunum, og höfðu þeir óneitanlega nokkur áhrif, þar sem ég þekkti til. Og svo mun víðar haía verið. En J>essi lofsverða áhugaalda, sem reis og ólgaði fyrir um J>að bil 40 árum, virðist síðan hafa dofnað nokkuð og dvínað. — Jafnvel í sjálfu Ríkisútvarpinu, sem virð- ist J>ó hafa tilvalin skilyrði til að lialda hátt á lofti kyndlum og leiðarljósum íslenzks má'ls og menningar, sýnist slíkur áhugi fara Jjverrandi heldur en hitt. Því til stuðnings má benda á J>að, að fyrir allmörgum ár- um tók Útvarpið upp svonefndan íslenzkuþdtt og fékk alda menn, eins og dr. Björn Sigfússon og cand. mag. Bjarna Vilhjálmsson, til J>ess að svara fyrirspurnum víðs vegar að um íslenzkt mál. Þetta gekk vel, og vin- sældir þáttarins hjá [>jóðinni má 'af j>ví marka, að fyrirspurnir söfnuðust fyrir og unnust ekki upp fvrr en é. t. v. seint og um síðir. Til þessa þáttar mun J>á liafa verið varið a. m. k. hálfri stund á viku. — En nú hefur Útvarpið leekkað segl íslenzkunnar að þessu leyti. Þátturinn Daglegt mdl hangir enn uppi. En til hans virðist mér aðeins varið 10 minútum d viku. Ungum menntamanni, Eiríki Hreini Einnbogasyni, cand. mag, eru skammtaðar J>essar 10 mínútur, til þess að andæfa íslenzkri málspillingu. Þessi ungi maður stendur vel í stöðu sinni og ber mjög skelegglega fram merki ís- lenzkunnar á þessum stuttu stundum. En allir liljóta að sjá, hve starfstími sá, sem honum er skammtaður, er allsendis ófullnægjandi. Útvarpið hefur í sinni þjónustu ýmsa snjalla ís- lenzkumenn, og ættu þeir sannarlega að lialda í liönd með J>essum veglega viðnámsj>ætti um velfarnað ís- lenzkunnar. En i þess stað hleypa J>eir hvað eftir annað í Útvarpið Itljóðvilllum ræðumönnum, — vit- andi þó J>að, að Útvarpið lilýtur að liafa mikil áhrif á málfar þjóðarinnar — og einnig J>að, að ekki læknast hin hvimleiða hljóðvilla í héruðum við J>að, að lnin sé látin hljóma í röddum hljóðvillinga frá Ríkisút- varpinu sjálfu. Margir liljóðvilltir menn vilja að lík- indum ástunda að leiðrétta framburð sinn. En sé slík- ur framburður verndaður af Útvarpinu, vara J>eir sig síður. — Aftur á móti mun liverju hljé>ðglöggu eyra slík afbökun á sérhljóðum lungunnar hin mesta hugraun. I næsta Orðadúlki verður að líkindum vikið að fá- einum algengum mállýtum í islenzku nútíðarmáli, og á þessi smágrein að vera inngangur að því spjalli. — Er ]>ess vænzt af tíllum góðum mönnum, að þeir virði á bctra veg, J>ó að vandað sé um mállar J>eirra. K. V. SAMKVEÐLINGAR Tveir skáldmæltir smábændur í Aðaldal um miðbik 19. aldar: Jóhannes Oddsson á Tjörn og Jóhann Ás- grímsson á Hólmavaði — faðir Sigurbjörns skáld i Fótaskinni — hittust, og yrti Jóhannes svo á Jóhann: Hermdu mér í hróðri frá, — hvort er yndi meira: unga íaðma auðar Gná eða jóinn keyra: Jóhann svaraði: Hvorutveggja í sjálfu segi eg jafna gleði. Þó af hinu öðru er auðna manns í veði. sér K. V.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.