Dagur - 22.02.1956, Page 5

Dagur - 22.02.1956, Page 5
Miðvikudaginn 22. febr. 1956 D A G U R 5 Friðgeir H. Berg, rithöfundur um bar, var þó hið hrapallega slys, Svarfárdalur aftur í byggð? Fréttabréf úr Lýtingsstaðahreppi eftir Björn Egilsson Þegar útvarpið flutti fregnina um andlát Friðgeirs H. Bergs, rithöi- undar, 11. í'ebr. sl., kom liún mér alveg á óvart. Að vísu hafði mcr verið vel kunnugt um, að heilsufar hans hafði árum saman verið langt frá því að vera gott, en að það færi verulega versnandi var mér ekki ljóst. Við höfðum ekki hitzt all- lengi og bréfaskriftir strjálazt, en heilsa hans liafði alltaf öðru hverju batnað nokkuð um hríð, og vonuð- um við vinir hans hér syðra, að svo niundi enn verða. Meira að segja kann okkur að hafa komið í hug, að heilsuleysið \æri ekki eins alvar- legt og okkur virtist hann ætla. Það er venjulegt lilutskipti sjúklings, er þjáist um niargra ára skeið og hef- ur þó karlmennsku til þess að vera daglega á fótum, að verða að þola það, skynja það og skilja, án þess að nokkurt orð sé sagt í þá átt, að hann niuni nú kannske geta hresst sig ögn upp og lirist af sér lasleik- ann, sem þrúgar hann niður. „Hug- ur einn það veit, er býr hjarta nær, einn er hann sér um sefa.“ Kynni nú ekki einmitt þessi grunnskyggna skoðun okkar: að væna sjúklinginn um of litla viðleitni til bata, að geta orðið ein af sárustu þrautum lians? Við spyrjunt þessa eftir á, þegar líf vanheils vinar er slokknað og engu verður um þokað. — Þá er rnanni bezt að horfast í augu við sjálfan sig í fullri hreinskilni, ein- setja sér að liafa framvegis meiri „aðgát í nasrveru sálar“ og senda horfnum vini hugskeyti fullt af allri þcirri ástúð, sem maður á til. Friðgeir Berg var vinur vina sinna, en var ekki við allra skap. Hann þótti stundum hvassyrtur og óvæginn í svörum og viðræðum. En liann sagði jafnan það, sem hann meinti, sannleikann hispurslaust, eins og liann kom honum l'yrir' sjónir. Hann var. alltaf heill, aldrei falskur né ragur. Það var sérstæður ferskleikablær ylir persónu hans og allri framkomu, svo að hann skar sig úr öllum fjöldanum og ef til vill mest af því, að álit hans og af- staða var allt saman að mestu heima vinnið en ekki aðfengið. Hann varð liverjum manni, sem þekkti hann náið, harla kær, vegna djúprar hlýju, óvæntrar viðkvæmni og næm- leika, og órofa tryggðar og dreng- skapar. Aðrir kunna hins vegar að hafa linotið um einhver hvassyrði hans eða tekizt á við hann um ein- liver málefni, og átt því erfitt með að meta kosti hans og hæíileika. En nú, þegar hann er á braut, mun það sannast, að menn sakna hins sérstæða manns og finna um leið, að: eftir situr svipur stór samt í ílestra minnum." Þegar Friðgeir varð sjötugur, 8. júní 1953, skrifaði ég ofurlitla grein um hann í Morgunblaðið. Æviat- riði hans liér eru tekin úr þeirri grein með nokkrum viðaukum. Friðgeir H. Berg var Suður-Þing- eyingur að ætt og uppruna, en al- inn upp að mestu í Hörgárdal í Eyjafirði. Seytján ára gamall hvarf hann vestur um haf með föður sín- um, Halldóri Bergfinni Jónssyni. En móðir Friðgeirs, Ingibjörg Hall- grímsdóttir, var þá látin. Mun Frið- geir hafa liaft mikla löngun til þess að ganga skólaveginn og vonað að færri torfærur yrði á vegi þar vestra en hér heima. Svo reyndist.þó ekki, enda átti liann engan styrktarmann vísan þar. Þeir feðgar settust fyrst að í N,- Dakota í Bandaríkjunum, en alls var Friðgeir 16 vctur vestra og fór víða um, bæði Bandaríkin og Kana- da. Vann hann ýmiss konar verk, en var mest við smíðar, og dreif margt á daga hans. En lang-örlaga- ríkasti atburðurinn, sem að hönd- er liægri fótleggur lians margbrotn- aði milli drilkeðju og tannhjóls í verksmiðju einni, sem hann vann í. Var um að kenna tómlæti eftirlits- manns um viðgerð á öryggisútbún- aði keðjunnar. Lá Friðgeir mánuð- um saman milli heims og heljar, og oítar en einu sinni eítir aðalleguna og beið þess aldrei bætur. Varð sárið á fætinum aldrei grætt að fullu, og gengu beinflísar út úr því iiðru hverju, og fylgdi þá stundum mikill verkur og ætíð illur ónoti, og var svo alla ævi. Háði þetta Frið- geir.i stórlega, sent nærri má geta, og var hann haltur æ síðan. Friðgeir mun aldrei fyllilega liafa lest rætur vestra og alltaf öðru- liverju hala langað heim. Lét liann verða af því að fara alfarinn til Is- lands 1916. Þá geysaði lyrri lieims- styrjöldin, eins og kunnugt er. Var skipið, sem hann fór með til Ev- rópu, hertekið í hafi og ílutt til enskrar hafnar. Tafðist liann þar skamma hríð, en komst að öðru leyti klakklaust heim. Eigi all-löngu eltir heimkömuna kvongaðist liann æskuvinu sinni og frænku, Valgerði Guttormsdóttur, Einarssonar, Ás- mundssonar í Nesi. Grunar mig, að þau hafi á' unglingsárum, áður en Friðgeir fór vestur, rennt' hýru auga hvort til anriars og að lifað hafr í glóðinni öll þessi 16 ár, sem liann dvaldist erlejidis. Nú á tímum kann þetta að þykja ótrúleg saga. En hvorugt þeirra liefur nokkru sinni verið neinn flysjungur. Og víst er um Jrað, að ineð giftingunni fékk Friðgeir frábæra konu, bæði að gæð- um, greind og geðprýði, og mundi enginn hafa samsinnt |)ví lúslegar en hann sjálfur. Þau eignuðust einn son, mannvænlegan, er Guttormur heitir. Friðgeir hafði mesta löngun til að búa í sveit. Keyptu Jiau lijón sér land og reistu nýbýli í Hofslandi í Möðruvallasókn en urðu að hætta liúskap eltir nokkur ár. Heilsa Frið- geirs Jxildi ekki landnáms- og bú- skaparerfiðið. — Síðan bjuggu Jiau lengstaf eða alltaf á Akureyri og höíðu Jiar atvinnu, sem stopul hef- ur þó reynzt. Mörg undanfarin ár og fram til banadægurs var Friðgeir íréttaritari útvarpsins á Akureyri. I'riðgeir var náskyldur Guðmundi skáldi Friðjónssyni og var sjálfur skáld, eins og kunnugt er. Honum var létt um að gera mergjaðar vísur, þegar honum var Jrungt í skapi eða glatt í geði. Hann ritaði allmikið, bæði frumsamið og J)ýtt; var þó tími til Jiess oftast af skornum skammti. Árið 1935 gaf liann út ljóðabók sína, „Stef", og mun engum, sem les hana vel, blandast liugur um, að J)ar kveði skáld. Þar eru livergi nein látalæti, engin heimóttarljóð og ekkert ónýti. Upplit og svipur kvæðanna er hreinn og ramm-ís- lenzkur, hugsun öll skýr og margt meitlaðra setninga og mynda. En Friðgeir orti mikið eftir að þessi bók kom út, sennilega mun meira en allt, sem í lienni er, og hefur llest af Jþví hvergi birzt. Fjórum ár- um eítir að „Stef" komu út, kom næsta bók hans, „I ljósaskiptum". Eru [)etta dulrænar smásögur, prvði- lega ritaðar, og sumar mjög sérstak- ar að efni. Þar er meðal annars ein draugasaga, einhver hin allra magn- aðasta, sem ég hef heyrt eða lesið á síðustu áratugum. Mér var að vísu áður kunnugt um skyggni Friðgeirs og dulvitund, en hafði enga hug- mynd um, að liann liefði tckizt eins rammlega á við draug og um getur í sögunni, en enginn, sem Jrekkir höfundinn, lætur sér til liugar koma, að hann skrökvi henni upp. Þá átti Friðgeir all-langt bókar- handrit, búið til prentunar, er hann nefndi „Staði og stundir". Þetta eru minningar frá fyrra hluta ævi hans, bæði austan hafs og vestan, margar bráðskemmtilegar og lróðlegar, J)ar á meðal sögur um Káinn og vísur eftir hann, sem livergi munu til annars staðar. Friðgeir hefur og Jiýtt nokkrar bækur úr ensku. Fyrst svonefndar „Toppusögur" í Jirem bindum, vel skrifaðar og skcmmti- legar, og því næst lerðasögu Páls Bruntons um Indland, sem er afar merkileg bók. Síðustu æviár sín gat Friðgeir sáralítið eða ekkert sinnt ritstörf- urn sakir þráláts lasleika og veik- inda. Opna sárið á brotna fætinum og fleiri vanheilindi þjáðu liann sí og æ. Þegar svo var komið, mun honum hafa verið hugleiknast að hverfa héðan sem fyrst. Forsjónin gal Friðgeiri H. Berg mikið í heimantnund. Þegar ég liitti liann fyrst vestan hafs fyrir 40 ár- um, fannst mér hann áberandi gjörvulegur maður, fríður sýnum og svipmikill, karlmannlega vaxinn, með hvelit brjóst og breiðar herðar, efalaust rammur að ai'li meðan hann var óbrotinn og heill heilsu. Gáfur lians voru bæði miklar og skarpar, talmál hans rammíslenzkt og fagurt svo að frá bar. Skáldlegar líkingar og kjarnyrði voru honum tiltæk næstum hvenær, sem hann tók til máls, og hugsun, orðaval og rómur ætíð þannig, að menn urðu að taka eftir J)ví, sem hann sagði. Hann gekk sínar eigin götur, sjálfstæður í skoðunum og dómum, sem stundum þóttu nokkuð liarðir, er hann ræddi um J)að, er honum virtist horfa til ófarnaðar, ranglætis eða mannskemmda. — En mannúð hans og vinfesti brást aldrei. Og af eigin reynslu er mér kunnugt um það, að ef í raunir rak eða mikils [)urfti við hjá einhverjum vina hans, reyndist enginn traustari, fljótari til lijálpar og fórnlúsari en hann. Svo að eðlilegt er, að vinum hans finnist nú skarð fyrir skildi, þótt J)eir fagni hins vegar yfir lausn frá líkamsþrautum. Og ég býst við, að líkt sé larið J)eim vini hans, er beztur og umhyggjusamastur var þeirra allra, hinni frábæru konu hans, frú Valgerði Guttormsdóttur. Henni og Guttormi syni Jreirra Friðgeirs sendum við í djúpri virð- ingu innilega samúðarkveðju. Jakob Krislinsson. Frá Búnaðarþingi Búið er að leggja fram 19 mál og vísa til nefnda. Eru þessi helzt: Fjárhagsáætlun B. I. 1956, um heyverkun, um fasteignamat, um lánastarfsemi landbúnaðarins, um innflutning verkafólks, um þátt- töku B. í. í kjarnorkumálastarf- semi hér á landi, um rafmagnsmál, um jarðvegsrannsóknir, um bygg- ingarannsóknir og um búfjártrygg- ingar. Fundir hafa enn verið stutt- ir, en nefndir enn að störfum, þó urðu nokkrar umræður á föstudag um skýrslu búnaðarmálastjóra. G. H. Síðastliðið sumar mátti heita gott hér í sveit. Grasspretta mun hafa verið nálægt meðallagi, eða naumlega það, utan túns. Sláttur hófst almennt, frá 7. til 10. júlí, en þó á nokkrum bæjum fyrr. Hey verkuðust vel, þégar á heildina er litið. Fyrsta hálfan mánuð sláttar- ins var þó erfitt að þurrka og aft- ur eftir höfuðdag, en hey náðust viðast inn fyrir göngur. Siðari hluta júlímánaðar og í ágúst, var ríkjandi sunnan- og suðaustan-átt og stormasamt í meira lagi. Hey fuku þó ekki víða til stórskaða, en heyskapartíðin var þreytandi. Flesta daga gerði skúra, en þeir voru litlir og fljótt þomaði aftur. Rigningin var eins og bæld bakteria, þegar hún kom sunnan yfir fjöllin. Verklegar framkvæmdir voru miklar á árinu sem leið. Þrjú íbúðarhús voru tekin til íbúðar, sem byrjað var að byggja árið áð- ur. Auk þess var hafin bygging íbúðarhúss á einum bæ. Á 8 bæj- um voru byggð fjárhús, sem munu taka um 1500 fjár samtals. Á 6 bæjum voru þessi hús byggð úr stöinsteypu, en á tveimur voru )að braggar, sem eru hvort tveggja fjárhús og heygeymsla. Annar )essi braggi yar reistur á Tungu- hálsi. Tekur hann 200 fjár auk heygeymslu. Þar eru grindur í gólfi og er það nýmæli hér í. sveit. Samkvæmt skýrslu jarðrasktar- ráðunauts Búnaðarsambandsins voru þurrheyshlöður mældar á 8 bæjum í Lýtingsstaðahreppi árið 1955, að rúmmáli samtals 2300 rúmmetrar. Skurðgrafa vann á 19 bæjum í hreppnum og gróf skurði, sem voru 19 kílómetrar á lengd og var rými.,þeirrg , 96771 rúm- metrar. Mæld riýrækt var 30 hekt- arar og túnasléttur 14 hektarar. Opinberar framkvæmdir voru einnig miklar, Sími var lagður á 4 bæi og voru það alllangar lín- ur, því nokkuð er langt á milli þessara bæja. Brú var byggð á Svartá hjá Reykjum, mikið mann- virki. Hún var byggð úr stein- steypu og er um 40 metrar á lengd. Nokkru styttra er þó á milli stöpla. Mikil þörf var á þessari brú, því þarna liggur vegur yfir til 7 bæja austan árinnar og auk þess er þar barnaskóli og samkomuhús. Árið 1900 var byggð göngubrú á þess- um stað, en hún stóð ekki lengi. Stormur eða flóð braut þá brú fáum árum síðar. Þá var Mælifellsrétt endur- byggð úr steinsteypu. Hún er hringjaga, með 11 köntum. Þver- mál hennar er 70 metrar og á hún að geta tekið 12—14 þúsund fjár. Vinna hófst í júnímánuði við rétt- arbygginguna. Seint í júlí var svo komið, að verkamenn fengust ekki á frjálsum vinnumarkaði. Vega- vinna stóð þá yfir og svo voru heyannir. Var þá tekið það ráð, að bændur úr hverju dilksfélagi, skyldu vinna einn dag í viku. Með því móti var vinnunni haldið uppi skipulega allt sumarið og verkinu langt komið fyrir réttir. Féð var svo réttað í nýju réttinni við svip- aða víndrykkju og vanalega. Áfall- inn kostnaður við réttarbygging- una er 240 þúsund kr., en það sem eftir er að vinna, áætlað 30 þús. kr. Verkamannavinna kostaði 108 þúsund og 500 kr. og var svo að segja öll unnin af innansveitar- mönnum. Véla og bílavinna kost- aði rúmlega 36 þúsund kr. Kostn- aðinum við réttarbygginguna var jafnað niður á lengdarmetra í vegg og verða því dilkarnir misdýrir eftir stærð. Yfirsmiður var Krist- ján Guðmundsson, en grindur all- ar, sem eru úr járni smíðaði Jó- hann Jóhannesson. Byégð í Svartárdal. Frá því var sagt í „Tímanum“ nýlega, að' fyrirhugað væri, að endurreisa byggð í Svartárdalnum og að Landnámi ríkisins hefði ver- ið gefinn dalurinn. Frá þessu skal nú sagt nánar. Eftir síðustu aldamót voru 7 bæir í Svartárdaln- um. Austan Svartár: Ánastaðir, Ytri-Svartárdalur og Fremri-Svart- árdalur. Fremri-Svartérdalur fór í eyði 1906, en búið er góðu búi á Ánastöðum og Ytri-Svartárdal. Á þeim jörðum hafa verið gerðar miklar umbætur síðustu árin. Að austan í dalnum er Irafell. Þar hefur verið búið að nafninu til fram að þessu, en hús jarðarinnar fallin að mestu. Þá eru Grímsstað- ir, fóru i eyði 1944, Miðvellir, fóru í eyði 1914 og Olduhryggur, fór í eyði 1928. Síðastliðið haust fór Pálmi Einar?son, landnámsstjóri, fram í Svartárdalinn og með hon- um, Jón, alþingismaður, á Reyni- stað, Egill Bjarnason, jarðræktar- ráðunautur, og oddviti Lýtings- staðahrepps. Þessum mönnum leizt vel á dalinn, ræktunarmöguleika þar og aðra landkosti. Gerð voru drög að samkomulagi um, að land- námið fengi eyðijarðirnar. Mér vitanlega hafa engir samningar verið gerðir enn þá, nema ef til vill um Irafell. En landnámsstjóri hefur fengið heimild nýbýlastjórn- ar til þess að vinna að málinu. Eg hygg að það sé fjarri sanni :að landnámið fái dalinn gefins, hsád- ur verði landið selt, með sviptið- um kjörum og annars staðar. Ef til framkvæmda kemur er vegarlagn- ing fyrsta verkefnið. Enginn veg- arspotti er til að vestanverðu í dalnum og brú þarf að byggja á Svartá hjá Irafelli, en þar er brú- arstæði gott. Mikið er nú rætt um fjárfest- ingu og hún talin allt of mikil. Eg held, að mest fjármagn hér, hafi verið fest síðustu árin í sauðfjár- stofninum, sem komið hefur verið upp eftir fjárskiptin. Við fjárskipt- in 1948—1950 voru fluttar inn 3170 kindur, flest lömb. Framtal- ið sauðfé í árslok 1954 var hátt á 10. þúsund fjár. Þó að bændur í Lýtingsstaðahreppi stundi það eklci, sem sérgrein, að draga und- an skatti, má gera ráð fyrir að eitthvað sé undan dregið. Það er því nokkurn veginn öruggt, að sauðfénu hefur fjölgað um 7 þús. fjár á 5 árum. Með núgildandi verðlagi er hægt að reikna þennan bústofnsauka á 4 milljónir króna. Á órinu sem leið fjölgaði fénu dálítið, en mjólkurframleiðsla minnkaði þó ekki. Árið 1954 var innlögð mjólk í samlagið 264 þús. og 700 litarar, en 1955, 268 þús. og 300 lítrar. Bústofninn hefur aukizt hröðum skrefum að undan- förnu og ræktunarlöndin hafa líka mikið stækkað, en þó er ekki sjá- anlegt, að hér verði nein offram- leiðsla af heyi næstu ár. Árið 1954 var raflína lögð fram að Mælifelli og rafmagn leitt á 27 býli í utanverðum Lýtingsstaða- hreppi. Auk þess var leitt rafmagn i barnaskóla, samkomuhús, Mæli- fellskirkju og Reykjakirkju. Það er von manna, að rafmagn komi lengra fram í hreppinn á næstu ár- um, ef landið fer ekki á hausinn. Til stórtiðinda má telja heim- sókn biskups, sumarið 1955. Mess- að var í Goðdölum og vísiterað ,22. (Framhald á 7. síðu). ;

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.