Dagur - 22.02.1956, Page 6

Dagur - 22.02.1956, Page 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 22. febr. 1956 3 í I- ÞAK KARAVARP Í _ 0 i Innilegar þakkir votta ég öllum þeim, sem heimsóttu i | 7/7/g á sjötugsaf'/uæli mínu, 14. febr. s.l. og heiðruðu mig i með gjöfum, skeytum og veittu mér ánægjulega sam- % verustund. — Gz/á' Z?/evv/ ykkur öll. ^ | Áskell Sigurðsson. | ♦sw-©'^4;w-©^v;-^.©^i'^>©'^-:!w-©'^v;W-©'^í?f^©-^-;,s>©^-3';'rs-©^-sw-©^-íiw-©'^i;'cs-© Iíápuefni nýkomið Barnakápur mikið úrval Dragtir Kjólar svartar og graar, ný sending í storum numerum Skemmtisamkoma Skemmtisamkoma verður hald in í Þinghúsi Öngulsstaða- Iirepps að Þverá laugardaginn 25. febrúar n.k. kl. 9,30 e.h. Til skemmtunar verða gain- anleikirnir NíræðisafmæUð og Á lækningastofunni, báðir eft- ir Baldur Eiríksson. — Dans á eftri. Ágæt músík. Veitingar á staðnum. Kvenfél. Voröld. Dömur, athugið Höfum fengið nýja sendingu af mjög fallegum þunnum nylonsokkum á aðeins 28.90 parið. — Einnig þykkri tegund á 26,50, að-úgleymdum okkar góðu perlonsokkum. Anna & Freyja Allt með sama verði og áður NÝTT! - NÝTT! MARKAÐURINN Akureyri. — Sími 1261. Fjáreigendafélag Akureyrar heldur aðalfund sinn, sunnudaginn 26. febr. n. k. í Ás- garði kl. 14. — Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN. Poplinkápur á telpur, margar stærðir, margir litir. * Bezt! Bezt-úlpurnar vinsælu fást hjá okkur Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar h.f. Hafharstr. 96 — Sími 1423 Grafarhol! við Akureyri er til sölu og laust til ábúðar 14. maí í vor. Semja ber við eigandann Þorvald Björnsson. Til sölu, ódýrt Gamalt hjónarúm, einnig nýjar enskar dömureiðbux- ur og þykk dömuskíða- peysa. Uppl. í Oddeyrargötu 26. kjallara, gengið inn frá Hamarstíg. Félag verzlunar- og skrifstofufólks. AÐALFUNDUR verður haldinn í Verzlunar- mannafél.húsinu Gránufélags- götu 9 fimmtudaginn 23. þ. m. kl. 8.30 e. h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið og mætið stundvíslega. STJÓRNIN. ÍBÚÐ 1 herbergi og eldhús fyrir eldri hjón, óskast til leigu í vor. Uppl'. í símd F879. Vorannir og vökunætur (Framh.) Þegar stóra fjóshlaðan á Möðruvöllum var byggð, fóru timburflutningarnir fram, með nokkuð sérstæðum hætti. — Samkvæmt frásögn Eggerts Grímssonar, fyrrum vinnumanns á Möðruvöllum, var hann og Gísli Guðmundsson, sem var kaupamaður á Möðruvöllum og síðar útgerðarmaður í Hrísey og Vestmannaeyjum, sendir til Akureyrar eftir því. Þorsteinn Daníelsson á Lóni lánaði bát og hiafði á liendi stjórn ferðar- innar. Reru þeir svo inneftir. Snorri kaupmaður Jónsson seldi timbrið. Var svo þannig búið um timbrið, að úr því var gerður ,eins konar fleki og var hann ekkert smásmíði. Síðan var flekinn festur aftan í bátinn og róið heimleiðis. Logn var á. Þungur var róðurinn og voru þeir 12 klukku- stundir á leiðinni. Reru þeir út fyrir Gæseyrina og upp í Hörgá á móts við Lón. Þaðan var svo timbrið flutt á hest- vögnum. r I vegavinnu Stuttu eftir áranrót, veturinn 1908, var Sigtryggur Þor- steinsson staddur á Akureyri. Hitti hann þar Pál Árdal, en þeir voru kunnugir frá Möðruvöllum, þar sem Páll hafði meðal annars unnið að vegghleðslu. Stingur lrann upp á því við Sigtrygg að hann fari til sín um vorið og verði hjá sér verkstjóri í vegavinnu sumarið eftir. Rétt á eftir bar fund- <Um þeirra Sigtryggs og Hallgríms Kristinssonar saman, og segir Sigtryggur honum, að hann sé að hugsa pm að liætta vinnumennsku og starfa hjá Páli um sumarið. Hallgrími leizt mætavel á þetta, en segir síðan: „Svo kem- ur þú í haust og vinnur á sláturhúsinu hjá okkur.“ Var svo ekki meira talað um þetta í bráð. Þetta samtal varð þó til þess, að Sigtryggur varð starfsmað- ur Kaupfélágs Eyfirðinga og átti eftir að vinna því lengi og dyggilega, svo sem síðar verður að vikið. Um vorið hófst vegavinnan og var þar margt manna. Sig- tryggur var verkstjóri. Oft var glatt á hjalla, svo sem siður er, þar sem margir ungir og frískir menn eru við vinnu. Einna mestu f jörkálfarnir voru Jón Sigurðsson, nú rnynda- smiður á Akureyri og Þorsteinn Sigurðsson, síðar kennari í Reykjavík, og dáinn fyrir nokkrum árum. Þeir voru báðir skáldmæltir og létu fjúka í kviðlingum og fundu auk þess upp á ýmiss konar smábrellum. Ekki lét Páll Árdal halla á sig í kveðskapnum. Einu sinni var Þorsteinn að gera við ræsi. Pál ber þar að og skoðar vefkið og finnur ekki að. En litlu síðar kemur Iiann aftur að ræsinu og finnur þá að. Þorsteinn sagðist ekki vita hvernig ætti að skilja þetta, þar sem Páll hefði rétt áðan komið og þá ekkert séð athugavert við viðgerðina. Lét hann af þessu tilefni vísu eina f júka, og er hún á þessa leið: „Skáldsins góð og göfug sál gekk úr réttum skorðum. Nú hljóp illur andi í Pál eins og svínin forðum." Á þessu sumri var kosið um Sambandslagafrumvarpið svo- kallaða. Var hiti í mönnum, eins og tíðkast um kosningar. Vegavinnumenn fundu þá upp á því snjallræði að vegavinnu- flokkurinn ætti líka að kjósa þingmann. Kjördæmið var nefnt Brautarkjördæmið. Var þá farið að svipast um eftir þing- mannsefni. Urðu menn nokkuð sammála um að skora á Indriða nokkurn Indriðason, að gefa kost á sér. Varð Inann fúslega við áskoruninni og mun hafa fundizt nokkur nýlunda að vera kvaddur til andlegra star.fa, því að þeim var hann sízt vanur. En til að uppfylla lýðræðisskyldur, þótti þó réttara að fá annan frambjóðanda en enginn treysti sér á móti Indriða. Þá var lagt að Sigtryggi og vildi hann ekki bregða fæti fyrir góða skemmtun með því að neita. í miðdagsmatartímanum var svo haldinn undirbúningsfundur og þingmannsefnin beð- in að taka til máls. Indriði var tregur og lítt vanur ræðu- mennsku og bað hann Sigtrygg að tala fyrst og gerði Sig- tryggur það. (Framh.) Til sölu 80 ær, 20 gemlingar og 4 hrútar. Árni Stefánsson Hólkoti Skriðuhreppi Lítil íbúð fyrir eldri hjón, 2 herbergi og eldhús, til leigu 14. maí í Eyrarlandsvegi 14B. Til viðtals frá kl. 10—4. Myndavél „Luxette“ til sýnis og sölu á afgreiðslu Dags. Skemmtiklúbburinn ALLIR EITT Dansleikur í Alþýðuhúsinu föstudaginn 24. þ.m. kl. 21. Stjórnin. Eldri-dansa klúbburinn heldur dansleik 25. þ. m. kl. 10 e.h. í sal Landsbank- ans. — Uppselt. Stjórnin. DANSLEIKUR að Sólgarði laugardagskvöld 25. þ. m. og’ hefst ld. 10 e.h. Hljómsveit spilar. — Veit- ingar. Nefndin. ÍBÚÐ 2—3 herbergi og eldhús óskast frá 14. maí. Upp- lýsingar í síma 2254. Samkomusalurinn í Skjaldborg fæst leigður um helgar og einnig nokkra aðra daga í viku hverri, til skemmtana og fundarhalds. Veitingar í sambandi við skemmtanir, fást keyptar á staðnum. — Útlán salarkynna og um- sjón veitinga annast frú Soffía Sigtryggsdóttir — sími 1124. Hússtjórn. TIL SÖLU: Sófasctt, dívan, stofuskáp- ur, borð, eldavél (Norge), ljósakróna, 2 bókaskápar, bækur o. fl. — Tækifæris- verð. Vppl. i sima 1142. Morsö-eldavél til sölu með mjög vægu verði (í góðu lagi) í Oddeyrargötu 19, sími 1193.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.