Dagur - 22.02.1956, Síða 8

Dagur - 22.02.1956, Síða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 22. febr. 1956 Æðikollurinn frumsýndur á laugardaginn Menntaskólaleikurinn „Æðikollurinn", eftir Holberg, verður væntanlega sýndur í Sam- komuhúsinu á laugardaginn kemur. Leikendur eru 19 og allir úr M. A. Leikstjóri er Jónas Jónasson. Myndin er tekin af leikurunum á einni æfingunni. — Ljósm. Eðvarð Sigurgeirss. í framhaldi af því, sem áður var sagt í blaðinu, á laugardaginn, hef- ur þetta gerzt: A föstudaginn fóru leikar svo að Friðrik vann Randver, Júlíus vann Guðmund, Þráinn vann Unnstein. Margeir og Haraldur gerðu jafn- tefli og biðskák varð hjá Jóni og Kristni. Laugardaginn 18. febrúar voru tefldar biðskákir og fóru þær svo: Þráinn og Guðmundur gerðu jafn- tefli, Randver vann Guðmund, Jón vann Harald, Júlíus og Randver gerðu jafntefli, Jón og Kristinn gerðu lika jafntefli og Júlíus og Jón gerðu jafntefli. Mánudaginn 20. febrúar hélt skákin enn áfram og urðu þá úrslit sem hér segir: Júlíus og Þráinn gerðu jafntefli, Haraldur vann Randver, Kristinn og Margeir eiga biðskák, Guð- mundur og Jón eiga líka biðskák og Friðrik og Unnsteinn eiga bið- skák. Teflt var í gærkveldi og er blað- inu ekki kunnugt um þær skákir. En líklegt er að.Skákþinginu verði slitið á morgun. Friðrik teildi á 60 borðum. Á sunnudaginn tefldi Friðrik Ólafsson, skákmeistari, á 60 borð- um í Alþýðuhúsinu. Var þröng á þingi og vildu þó fleiri komast að en hægt var að koma fyrir. Frið- rik vann 51 skák, tapaði 6 og gerði 3 jafntefli. Þeir sem unnu Friðrik voru Guðmundur Benediktsson, Halldór Elígsson, Herbert Tryggvason, Jón Ólafsson, Kristján Jóhannsson (Dalvík) og Sigurður Halldórsson. Jafntefli náðu systkin frá Þverá í Öngulsstaðahr., Guðrún Árna- dóttir, hjúkrunarkona og Jón Árna- son, svo og Þorgils Sigurðsson, Dalvík. Guðrún var eini þátttakandinn af kvenna hálfu á mótinu og þótti hlutur hennar, eftir atvikum, góð- ur, þar sem hún var ein af þeim 3 keppendum er náðu jafntefli við Friðrik. Samtímaskák í Húsavík Friðrik Ólafsson mun tefla sam- tímaskák við áhugamenn í Húsa- vík og úr nágrenni, á föstudaginn kemur. Hefur Skákfélag Húsavík- ur gengizt fyrir þessu og mun hyggja gott til að kynnast skák- snilld Friðriks. Mjólk á flöskum. I gær var sú nýbreytni tekin upp í útibúi KEA í Brekkugötu 47, að selja þar flöskumjólk, en ekki í lausu máli og til þess ætlazt að mjólkinni verði ekki helt í önn- ur ílát þar á staðnum. Flösku- mjólkin er afgreidd beint úr kæli- skáp. Er þessi ráðstöfun gerð vegna áskorana fólks, er hefur við- skipti við útibúið. Aðalfundur ungra Framsóknar- manna í Eyjafirði Síðastliðinn sunnudag var aðal- fundur Félags ungra Framsóknar- manna í Eyjafirði haldinn að Hótel KEA. I stjórn voru kosnir: Þórir Valgeirsson, Auðbrekku, formaður, Eggert Jónsson, Hall- gilsstöðum, varaformaður, Jó- hannes Kristjánsson, Hellu, ritari, Kristján Hannesson, Víðigerði, gjaldkeri og Þórólfur Ármannsson, Myrká, meðstjórnandi. Þá voru einnig kosnir fulltrúar til að mæta á næsta flokksþingi Framsóknar- flokksins. Á fundinum mættu einnig Sig- urjón Guðmundsson, skrifstofustj. Frakkar kaupa 3000 lestir af áburði Um þessar mundir er verið að ganga frá samningum um sölu á um 3000 lestum af áburði frá Áburðarverksmiðjunni h.f. til Frakklands. Ekki hefur þó endanlega verið gengið frá formsatriðum þessarar sölu. Það eru sömu frönsku aðilarnir, sem kaupa þetta magn og þeir, sem keyptu af Áburðar- verksmiðjunni í fyrra, en þá nam magnið um 400 lestum. Hér er um að ræða köfnunar- efnisáburð (ammóníum-nitrat), og munu Frakkar hafa verið mjög ánægðir með áburðinn í fyrra og festa nú aftur kaup á verulegu magni. Ekki er enn ákveðið, hvaða skip flytji áburðinn út, en samningar munu einnig standa yfir um það. í Reykjavík og Björn Hermanns- son erindreki flokksins. Talaði Sigurjón um stjórnmálaviðhorfið og svaraði fyrirspumum. Urðu miklar umræður og almennar. F ramsóknarvistin Fjórða og síðasta umferð verð- ur spiluð næstkomandi föstudags- kvöld á sama stað og sama tíma. Að þeirri umferð lokinni verða verðlaun veitt, en þau eru fimm: Utvarpstæki, ryksuga, fatnaður, (herraföt, kápa eða frakki, saumað eftir máli) flugfar fram og til baka til Reykjavíkur og 12 manna kaffi- 'ttell. Að þremur umferðum loknum eru þessir hæstir: Ragnheiður Karlsdóttir, 531 slagir Þórhildur Skarphéðinsd. 517 slagir Steingerður Pálmad., 516 slagir Fanney Eggertsdóttir, 512 slagir og Jón Kristinsson 510 slagir. Mjólkurflöskur sprungu Kuldarnir í Evrópu hafa haft margt illt í för með sér. Skip og önnur farartæki komast ekki leið- ar sinnar, og margt fólk hefur króknað. En margt annað hefur gerzt, þótt ekki sé um það getið í heimsfréttunum. Um daginn sprungu í Kaup- mannahöfn 75 þúsund mjólkur- flöskur, vegna þess að mjólkin í þeim fraus. Ýirsis fíSindi úr nágrannabyggðum Þessi mynd er frá samtímaskákinni í Alþýðuhúsinu á sunnu- daginn. Skákmeistarinn Friðrik Ólafsson og Guðrún Árna- dóttir, hjúkrunarkona, athuga taflstöðuna. Þau gerðu jafn- lefli. — Ljósm. Eðvarð Sigurgeirsson. Fyrsti sjónleikurinn í Skjólbrekku Reykjahlið 25. íebrúar 1956. I gær 16. febrúar hafði Ung- mennafélagið Mývetningur frum- sýningu í Skjólbrekku, á leikritinu „Upp við Fossa“, eftir Pál H. Jónsson á Laugum. Leikritið er í þremur þáttum, samið upp úr sam- nefndri skáldsögu eftir Þorgils Gjallanda, sem kom út árið 1905 og var þá umdeild og vakti mikla eftirtekt. Áður en sýning hófst tal- aði Jón Gauti Pétursson, oddviti, um frumhöfundinn og þau áhrif, er sagan hafði, er hún kom út og gat þess að vel hefði þótt hlýða að fyrsta verkið, sem flutt væri á þessu leiksviði, væri eftir Mývetn- ing. Hófust æfingar snemma í vet- ur, en hafa tafizt vegna ótíðar og burtfarar sumra leikenda. Þráinn Þórisson stjórnaði æfingum og var leikstjóri. Búningana annaðist Ás- gerður Jónsdóttir. Leiktjöld mál- aði Hóimfríður Pétursdóttir. Leik- sviðsstjóri var Þorgrímur Starri Björgvinsson. Ljósameistari, Sig- fús Bárðarson. Hlutverkaskrá er þessi: Brandur, bóndi á Efra-Fossi (Ketill Þórisson), Gróa, kona hans (Hildur Ásvaldsdóttir), Jón, vinnu- maður (ívar Stefánsson), Sigga, vinnukona (Elín Inga Jónsdóttir), Gunna, vinnukona (Vilborg Frið- jónsdóttir), Séra Jósteinn (Böðvar Jónsson), Þuríður (Birna Björns- dóttir), María (Vilborg Friðjóns- dóttir), Sveinbjörn (Hreinn Her- mannsson), Geirmundur (Pétur Þórisson), Bjarni á Felli( Stein- grímur Kristjánsson), Fyrsti bóndi (Ivar Stefánsson), Annar bóndi (Steingrímur Jóhannesson), Fyrsta bóndakona (Helga Axelsdóttir), Onnur bóndakona (Elín Inga Jón- asdóttir). Höfundur, Páll H. Jóns- son, var viðstaddur. Húsfyllir var og margt fólk úr öðrum sveitum. Búizt er við að sýna á Húsavík og aftur í Skjólbrekku. Leiksvið hins nýja húss er ágætt og tóku sýningarnar sig mjög vel út þar. Frammistaða leikenda, sem flestir eru viðvaningar á þessu sviði, þótti ágæt. Leikritið vakti mikla athygli og er mjög áhrifamikið á köflum. Pétur Jónsson. Góður afli í Hriseý Hrísey 21. febrúar. Þrir 7—8 tonna dekkbátar hafa róið undanfarið og fengið mjög sæmilegan afla. En þeir hafa sótt fram undir Grímsey. Fiskurinn er heldur smár og er hann ýmist salt- aður eða hertur. Rauðmagi er far- inn að veiðast lxtilsháttar. Fjölsótt skíðanámskeið Dalvik 21. febrúar. Ekkert af stærri bátunum er á floti en trillubátar hafa róið öðru hvoru og fengu góðan afla eftir síðustu helgi. Skíðanámskeið stendur yfir á Dalvík og er kennari Jónas Ás- geirsson frá Siglufirði. Þátttaka er mikil og veðurblíða á hverjum degi. Eru æfingar hinar ánægjuleg- ustu og snjór er nægur, en of harð- ur. Páll heitinn Friðfinnsson var jarðsunginn að Ufsum í gær, að viðstöddu fjölmenni. r A jeppa þvert yfir Fljótsbeiði Fosshóíi 21. febrúar. Samkomur hafa verið haldnar að Ereiðumýri, í Kinn og víðar, eftir að veður og vegir bötnuðu. Kjartan Stefánsson í Holti í Reykjadal ók á jeppa þvert yfir Fljótsheiði, nú fyrir skemmstu og gekk vel. Harðfenni er á heiðum og bilfært á snjó. Sigurður á Foss- hóli hyggur gott til veiðiferða á heiðarvötnum, ef veður og færi haldast óbreytt næstu daga.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.