Dagur - 25.02.1956, Side 7
Laugardaginn 25. febr. 1956
DAGUR
7
Sængurveradamask
Blúndur og milliverk
Slankbelti*
allar stærðir
Flónel, margir litir
og m. fleira.
Verzlunin LOND ON
EYÞÓR H. TÓMASSON
Verkfæri
nýkomin:
Rifjárn
Þvingur
Skrúfstykki
Heflar
Tréborar
Járnborar
Smergelhjól
Brjóstborar
Véla- og búsáhaldadeild
Blómapottar — 6 stærðir
Skálar undir potta
Blómagrindur
Plast blómapottahlífar
4 stærðir
Blómamold
Undirbúið ræktunar-
störfin í tíma!
Blómabúð KEA
Telpukápor!
Fallegar og ódýrar poplih
kápur á telpur 4—14 ára
Verð frá kr. 187.00
*
Loðkragaefni!
Nýkomið brúnt loðki'agaefni
Verð kr. 218.00 mtr.
Helduúlpur!
Með giamla verðinu. — Aðeins
nokkur stykki óseld.
Klæðaverzlun
Sig. Guðmundssonar h.f.
Hafnarstr. 96 — Sími 1423
Björn Hermannsson
Lögjrœð iskrifslofa
íHafnarstr. 95. Sími 1443.
ir
Undanfarin 8 ár hafa skrifstofur
Loftleiða og farþegaafgreiðsla fé-
lagsins verið til húsa í Lækjargötu
2 í Reykjavík. Hafa Loftleiðir bú-
ið þar síðari árin í tvíbýli, fyrst
með Áburðarverksmiðjunni en síð-
ar Iðnaðarbankanum. Voru af-
greiðslur bankans annars vegar en
Loftleiða hins vegar í sal á fyrstu
hæð, en skrifstofur víðs vegar uppi
í húsinu. Var þetta fyrirkomulag
báðum aðilum ófullnægjandi og að
flestu leyti óhentugt.
Fyrir þvi tóku Loftleiðir að leita
fyrir sér um hentugt húsnæði fyrir
skrifstofur. Tókust samningar um
það milli Loftleiða og Sölufélags
garðyrkjumanna, að Loftleiðir
fengju leigt fyrir skrifstofur sínar
í húsi, sem Sölufélagið er nú að
reisa við Reykjanesbraut 6. Stend-
ur hús þetta rétt sunnan við gatna-
mót gamla Laufásvegar og Reykja-
nesbrautar. Fluttu Loftleiðir skrif-
stofur sínar þangað fyrir nokkrum
dögum. Eru húsakynni þessi rúm-
góð og verða hin vistlegustu.
Afgreiðsla Loftleiða verður
áfram í húsi því, sem Nýja Bíó er
í, Lækjargötu 2. Sú breyting verð-
ur þó á, að hún hefur nú verið
flutt úr afgrúiðslusal þeim, þar
sem Iðnaðarbankinn hafði einnig
bækistöð, í húsnæði það, sem á
sínum tíma var kennt við Bíóbúð,
en þar hefur á undanförnum árum
verið skrifstofa Loftleiða.
I afgreiðslu þessari munu veittar
allar upplýsingar um ferðir félags-
ins og farmiðar seldir, svo sem
fyrr hefur verið.
Símanúmer félagsins í afgreiðslu
og skrifstofum verður eftirleiðis
hið sama og fyrr, 81440.
Loftleiðir halda nú uppi sex
ferðum til og frá Rvík á viku
hverri. I aprílbyrjun er gert ráð
fyrir að fjölga þeim upp í 8 og eft-
ir miðjan maí er búizt við að
flugvélarnar verði 12 sinnum í
viku hér á leið vestur eða austur
yfir Atlantshafið.
- Lögtaksreglur
(Frarhhald af 5. síðu).
í ljós, hvort það væri samkvæmt
anda og tilgangi sjúkrasamlags-
laganna, að sumir framfylgjendur
þeirra mættu féfletta vissa ein-
staklinga. —
Mér var ekki að skapi að kosta
til þess að vísa lögtaksgjörningn-
um til Hæstaréttar, þótt það væri
opin leið, því á meðan að á sliku
vafstri hefði staðið, jafnvel um
lengri tíma, hefði jörðin orðið að
vera í þeim óþverraböndum, sem
lögtaksfremjendur hnýttu að henni
24. október s.l.
Páll gjaldkeri stynur því upp í
lok greinar sinnar, að hann þykist
hafa „orðið fyrir ámæli fyrir lin-
lega framgöngu við innheimtu
sjúkrasamlagsgjalda“ hjá mér.
Slæm „ámæli“ það! Og mættu
þeir, sem þau hafa viðhaft, birta
nöfn sín, en af þeim virðist hann
hafa stjórnast sér til vansæmdar.
—Ég var líka búinn að heyra, að
nokkrir hreppsbúar hefðu í hótun-
um að hætta að greiða sín iðgjöld.
Aumingja mennirnir. Ætli þeim
hafi fundizt, að þeir væru ekki að
greiða gjöldin fyrir sig og fengju
lítið eða ekki neitt á móti fyrir
þau?
Þetta hefir nú líklega sem „bet-
ur fer“ jafnað sig allt saman, þar
eð fyrir skömmu varð sú breyting,
að samlagsgjaldkerinn gerði hinum
óánægðu gjaldgreiðendum til geðs
og ánægju að vinna eintstætt „af-
reksverk fyrir þá. Og líklega hefir
hann hlotið hrós þeirra að launum.
Þeir hljóta nú að vera óvenju sælir
og heilbrigðir eftir að hafa fengið
bót við „sjúkleika“ sínum fyrir á-
hrif meðalanna, er keypt voru fyr-
ir peningana, sem gjaldkeranum
heppnaðist svo „snilldarlega" að
ná af hjónunum frá Sörlatungu. —
Og fjárhag Sjúkrasamlags Skriðu
hrepps er borgið.
Gjaldkerinn aflaði fjárins með
sjaldþekktri „röggsemi“. —
En að síðustu vonar Páll gjald-
keri, að „menn geti ýmislegt lært
af hinni prúðmannlegu jólakveðju
G. Hafdals." Já, ég vona það líka.
Þeir mættu meðal annars læra
að rannsaka sálarástand mannsins,
sem ofsótti náunga sína!
Sauðárkróki 27. desember 1955.
G. S. Hafdal.. .
SVEINN EIRIKSSON
Kveðjuorð
llve tregt er tiingu a® lmera,
og tillinningar bæra
í brjóstum enduróm
frá æðri andans djúpum.
I auðmýkt hjartans krjúpum,
\ið mildan, mjúkan klukknahíjóin.
Því hvað er tár og tregi,
að traust á drottin megi
ei bæta allt vort böl.
Hann læknar sviðasárin,
bg sól hans þerrar tárin,
í unað breytir angri' og kvöl.
Hann lagði á loftsins vegi,
á ljósum vetrardegi,
hinn ungi, svási Sveinn.
Ur föður-, móðurfaðmi
og fjarðar mjúkum baðmi,
svo fjarri glaumi flaug hann einn.
En sólu sortinn huldi,
og sínar hæðir duldi
hin gamla fósturfold.
Hún faðrnar fagra drenginn,
en för hans tefur enginn,
því andinn lifir laus við hold.
Hann vildi vængjum líða
um vegi loftsins Jtýða,
og hugur stefndi hátt.
Nú enn ])á ofar stefnir
hans andi, en lijartað nefnir
Jjau öll, er hafa ást hans átt.
1 kærleik hann Jtau kveður,
og kraftj drottins meður
hann kyssir móðurkinn.
Og systkinum hanti sendir
sitt bros, er hærra bendir
og síðast faðrnar föður sinn.
Stefán Águst.
Möðruvallaklaustursprk. Messað
í Skjaldarvík sunnud. 26. febr. kl.
4 e.h. og á Möðruvöllum sunnud.
4. marz kl. 2 e.h.
Grundarkirkja. Til viðbótar áð-
ur auglýstu, hefur kirkjunni enn
borizt peningagjöf, að upphæð kr.
5.000.00 frá systkinunum frá Víði-
gerði, þeim: Hannesi Kristjánssyni,
Jónasi Kristjánssyni og Guðrúnu
Kristjánsdóttur. Fé þessu skal var-
ið til lýsingar kirkjunni og er gef-
ið til minningar um foreldra þeirra
Hólmfríði Kristjánsdóttur og
Kristján Hannesson.
Frá Ísl.-ameríska félaginu:
Kvikmyndasýningin fellur niður
n. k. mánudag. í þess stað verður
hún á fimmtudag kl. 9 e. h.
Skautamóti íslands, sem halda
átti um helgina, hefur verið frest-
að um viku, og verður háð dagana
3. og 4. marz n. k. Skráðir kepp-
endur eru 12, þar af 4 frá Reykja-
vík.
Námskeið í bókbandi hefst í
æskulýðsheimili templara í Varð-
borg miðvikudaginn 29. febrúar.
Kennari verður Lárus Zophónías-
son, bókbindari. — Námskeið í
teikningu hefst mánud. 27. febr.
Kennari Jónas Jakobsson. Vænt-
anlega verður námskeið í því að
brenna í tré (með Ungarntæki) og
kennir Emil Andersen verzl.maður
þá grein. Væntanlegir nemendur
geta látið skrifa sig í sima 1481
milli kl. 6 og 7 daglega. Á vegum
Æskulýðsheimilis templara eru nú
starfandi námskeið í þjóðdönsum
ljósmyndagerð, flugmodelsmíði og
skák. Leikstofur heimilisins opnar
á sömu tímum og vanalega. —
Æskulýðsheimili templara í Varð-
borg. ..
Gjafir til ekkjunnar á Einars-
stöðum í Glæsibæjarhreppi: G. J.
100, H. J. 100, Á. O. 100, S. O.
100, H. J. 100, S. G. 500, V. E.
100, H. J. 100, Á. Þ. 500, B. J.
150, E. E. 200, ónefnd 200, Pál-
ína 100. Frá starfsfólki á fiskverk-
unarstöð Utgerðarfél. Akureyringa
kr. 2255. Alls kr. 4605,00. Með
þökkum móttekið. Anna og Þorkell
Björnsson.
Slysavarnarfélagskonur Akur-
eyri. Aðalfundur deildarinnar verð-
ur í Alþýðuhúsinu, föstudaginn 2.
marz kl. 8,30 e. h. — Gjörið svo
vel og takið með ykkur kaffi. —
Stjórnin.
Framsóknarvistin í sýslunni.
Framsóknarvistin hélt áfram að
Sólgarði í Saurbæjarhreppi á mið-
vikudaginn. Þorleifur Þorleifsson
stjórnaði. Að Árskógarskóla var
spilað á sunnudaginn var. Marinó
Þorsteinsson stjórnaði.
Skíðamót Akureyrar
hefst við Ásgarð á morgun
(sunnud.) kl. 2 e. h. Keppt
verður í svigi A- B- C- og
drengjaflokki. Keppendur
og starfsmenn mæti stund-
víslega kl. 10 f. h. við Hótel
KEA.
Stjórn Þórs
* i ■ 111111 ■ 1111111 ■ ■ ii 111 ■ ■ 11 ■ 111111111111 ■ 1111 ■ 111 ■ i ■ i ■ 1111111111 ■ 11 • •
*iiiiiitii*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
ið í DEGI
- Grænmetisverzlunin
(Framhald af 5. síðu).
Sveinn Guðmundsson, Akranesi,
skrifar 5. apríl þ. á.:
„Eg get ekki séð, að það sé á
neinn hátt hagkvæmt framleiðend-
um, að G. R. sé lögð niður og sölu-
nefnd stofnsett í hennar stað; ég
hef aldrei heyrt neinn framleið-
anda tala um slíkt.“
Eins og málum er nú skipað, er
mikið vald í höndum framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins, þ. e. fulltrúa
bænda, að því er tekur til verzlun-
ar með kartöflur. Þannig er á valdi
þess að ákvarða verð kartaflna á
hverjum tíma. Það er einnig á
valdi ráðsins að skipa matsmenn á
kartöflum. Hvort tveggja þetta:
verð,lagið og vörugæðin — skiptir
höfuðmáli bæði fyrir framleiðend-
ur og neytendur, hvort sem er um
þessa vöru eða aðrar, eins og kjöt-
vörur og mjólkurafurðir.
Framleiðsluráð hefur hins vegar
ekki á hendi verzlun með þessar
né neinar afurðir, hvorki beint né
óbeint. Að fá því þetta hlutverk
eða stofnun, sem það stjórnar, er
nýmæli í íslenzkri löggjöf, og getur
ekki verið æskilegt né heppilegt
að binda slíkt með lögum, og er
áður að því vikið. — Hitt er svo
rétt að taka fram, að samkv. gild-
andi lögum er verzlun með inn-
lendu kartöflurnar frjáls, en niður-
greiðsluskipulagið hefur eftir fyrir-
mælum ríkisstjórnarinnar orðið til
þess, að kartöfluverzlunin hefur
nær öll komizt á hendur Græn-
metisverzlunarinnar. En hvenær
sem niðurgreiðslunar hætta, getur
verzlunin komizt á hverjar aðrar
hendur. — Framleiðendur munu
hér eftir sem hingað til telja það
höfuðatriði fyrir sig, jafnhliða verð
ákvörðuninni, að geta selt fram-
leiðsluna á heppilegum tíma. Þetta
hefur þeim að jafnaði tekizt með
aðstoð verzlana sinna og Græn-
metisverzlunarinnar, og hefur nú-
verandi skipulag ekki á neinn hátt
verið þeim til trafala x því efni.
Áhugi framleiðenda almennt
fyrir breyttu skipulagi virðist ekki
fyrir hendi, með örfáum undan-
tekningum, en vakni sá áhugi, geta
þeir eða félög þeirra tekið málið í
sínar hendur að óbreyttum lögum.
Breytingar á núverandi skipu-
lagi eru því aðeins æskilegar og
forsvaranlegar, að þær séu til
bóta, en slíkt ekki sjáanlegt um
þessar tillögur að þeirra manna
áliti, sem lengst og mest hafa unn-
ið að þessum málum og ættu að
þekkja þau bezt.
Að lokum skal á það minnst, að
í tveimur bréfum, sem rituð voru
landbúnaðarnefnd neðri deildar
29. apríl og 2. mai þessa árs um
þetta mál, er nokkru nánar bent
á ókosti einstakra ákvæða í frum
varpi því, er Alþingi þá fjallaði
um, og á margt af því einnig við
hið nýja frumvarp. Um einstakar
greinar frumvarpsins verður ekki
rætt að þessu sinni fram yfir það,
sem sagt er um frumvarpið í heild.
Er það gert í því trausti, að frumv.
verði ekki afgreitt.