Dagur - 18.04.1956, Page 2

Dagur - 18.04.1956, Page 2
2 1 D A G U R Miðvikudaginn 18. apríl 195S Hannibal hafður við stjórrivöl til að sýnast Hið rétta heiti. Enn er þjóSinni í fersku minni, að til var Kommúnistaflokkur Is- lands. Boðaði flokkur sá byltingu í landinu og lét dólgslega við flest það, sem almenningi var kært. — Hinir sönr.u flokksmenn tóku t. d. ekki ofan, er þjóðsöngurinn var leikinn eða sunginn, en því meiri var lotningin, er þeir litu í aust- ur, og básúnuðu þeir mjög fyrir ís- lenzku þjóðinni, hvílík dýrð væri og gleði í hinu mikla föðurlandi kommúnismans, én um það leyti, — það vitum við nú, — var Stalin byrjaður á sláturtíðinni. Flýja sitt eigið nafn. Ekki gazt íslenzkri alþýðu að flokki þessum, og að lokum var svo komið, að kommúnistanafnið var notað sem skamrnaryrði. Var þá fundið ráð til úrbóta. Náð var tangarhaldi á nokkrum auðtrúa og metnaðargjörnum Alþýðuflolcks- mönnum og þeir settir i háan sess í flokknum, sem nú skipti um nafn og kallaði sig hinu langa og meinleysislega nafni: Sameining- arflokkur alþýðu — Sósialista- flokkurinn. Alþýðuflokksmennirn- ir gömlu voru í virðingarstöðum í flokknum, en réðu engu. Þeir voru bara hafðir sem beita á öngl- inum á atkvæðaveiðum. Þótt nafnið hefði breytzt, þá réðu sömu menn og áður öllu, þ. e. þeir, sem mesta lotningu báru fyr- ir Stalin og unnu honum allt, sem þeir unnu. Hélt svo flokkurinn með nýja nafninu .áfram sinni fyrri iðju við það að grafa undan stoðum efnahags og þjóðmenning- ar, auk þess sem hann prísaði hinn mikla Stalin, sem nú færðist allur í aukana við dómsmorð og aftölc- ur, enda af nægu að taka þar austur frá. Fór til föðurhúsanna. Þar kom að lokum, að Stalin andaðist í rúmi sínu, og var hann sárt tregaður og lofaður af komm- únistum allra landa, ekki sízt hér. Þeir Sameiningarflokks alþýðu- og Sósíalistaflokksmenn, sem ekki áttu þegar mynd af marsskállcn- um, bættu úr skorti þeim og litu sér til sálubótar kvölds og morgna á andlitið milda og forkláraða, hvar það Jjómaði í gyllta ramman- um við hægri hlið Lenins hins blessaða. Úr heiðslcíru lofti. En svo kom reiðarslagið mikla. Núverandi forráðamenn Rússa lýstu því yfir, að Stalin hefði ver- ið blóðhundur hinn mesti og harð- stjóri, sem hefði látið myrða fjölda manns. Þetta var ægilegt áfall fyrir flokkinn, ekki sízt þar sem kosningar voru í nánd. Hvað skyldi nú taka til bragðs? „Þetta er hún Rauðhetta litla.“ Jú, ráðið fannst, og það var gamla ög góða; ráðið. Skipta um nafn! Fengnir voru örfáir auðtrúa Al- þýðuflokksmenn eins og áður, þeir settir á oddinn í nýja flokkn- um — til beitu — en sömu menn þó allsráðandi sem fyrr. Flokkúr- inn heitir nú hinu ósköp sakleysis- lega nafni „Alþýðubandalagið'S og ifsessu l»ýjá gSrvi,^. svo aö blekkja *** Tt - . , sIþýðudS til fvlafe 1 næstu kosn- ingum. . rJíe'Uá er húu Kawðlretta Iit!a,“ sagði úlfurinn utan vio dyrnar, og hoirum var hleypt inn. Islenzkur almenningur er elcki eins auðtrúa og amma gamla í sögunni. „<>, hya^.jujg tekur Ijað sárt að sjá.“ Fyrir mörum árum -stúð yfir kaupdeila í. Bolur.garvík,. og :f.Ór Hannibal Valdimarsson þantgað til þess að blása að kolunum. Heima- mönnum surnum fannst kann ekki eiga . þangað gott erindi, og tóku nokkrir sig . til, mönnuðu bát og fluttu Hannibal nauðugan til baka til Isafjarðar. Foringi samsæris- manna var spaugsamur og söng- maður ágætur. Var sagt, að hann hefði sungið „Fuglar í búri“ yfir Hannibal mestalla leiðina, en Hannibal Iítt kunnað að meta sönginn. Var brosað að þessu ferðalagi á Vestfjörðum í þá daga. Nú er stjórnmálamaðurinn Hannibal Valdimarsson kominn þangað, sem hann á miklu verra erindi en forðum, ef hann ætlar að hjálpa óhappamönnum ís- lenzkra stjórnmála til þess að ginna kjóser.dur með því að gerast agn á öngli þeirra, og væri ósk- andi, að hann flyttist heim aftur á báti skynseminnar, og myndu þá kjósendur syngja fyrir hann þann söng, sem honum léti betur í eyr- um en söngurinn i bátnum forðum. A. Árshátíð Framsóknar- manna í Svarfaðardal Á laugardaginn var héldu Frám- sóknarmenn í Svarfaðardal ársliá- tíð sína í þinghúsinu að Grund. Helgi Símonarson á Þverá, for- maður Framsóknarfélagsins, setti samkomuna með ræðu. Aðalræð- una flutti Bernharð Stefánsson al- þingismaður og þótti hún stórfróð- leg og snjöll. Þá söng Hjálmar Júlíusson á Dalvík gamanvísur um félagsmenn, með undirleik Olafs Tryggvasonar á Hvarfi, Friðjón Kristinsson, Dalvík, las sögu, Steingrímur Bernharðsson skóla- stjóri, sýndi kvikmyndir og að síð- ustu var dar.sað fram eftir nóttu. Árshátíðin var ágætlega sótt og fór hið bezta fram. Firmakeppnm Firmakeppni Bridgefélags Ak- ureyrar stendur yfir um þessar mundir. Spilað er að Hótel KEA á þriðjudagskvöldum. Eftirtalin fyrirtæki taka þátt í keppninni, talin í þeirri röð, sem þau voru dregin út til keppni: Amarobúðin. — Fatahreinsun- in. — Þórshamar h.f. —■ Prentverk Odds Björnssonar h.f. — Drangur. — Jóhannes Kristjánsson h.f. ■— Málaflutningsskrifstofa J. Rafnars og R. Steinb. — Gufupressan. — Brauðg. Kr. Jónss. & Co. — Bíla- salan h.f. — Flugfélag íslands h.f. — Islendingur. — Skipasmíðast. KEA. — Kjötbúð KEA. — Dag- ur. — Guðmundur Jörundsson. — Heildv. Valgarðs Stefánssonar. — Kaffibrennsla Ak. h.f. — Rikku- búð. — K. Jónsson & Co. h.f. -—- Herrabúðin. -—- Vélsmiðjan Oddi hi. — Rakarast. Valda og Bigga. —- Frystihús KEA. — Gullsmi vinnustofa Sigtr. og Eyjólfs. — Vélsm. Atli h.f. — Linda. Bern- harð Laxdal. — Litla bílastöðin. — Glerslípunin h.f. — Ragnar Ól- afsson h.f. — Efnagerð Akureyr; ar h.f. — Hótel KEA. — Sjóvá, umboð Jóns Guðm. —- Verzlun Eyjafjörður n.f. — Skipaafgreiðsla Jakobs Karlssonar. — Pylsugerð KEA. — Utgerðarfél. Akureyringa h.f. — Gefjun. — Húsgagnab. Magnúsar Sigurjónss. — Iðunn. — Raftækjavinnust. Viktors Krist- jánssonar. — Vélsm. Steindórs h.f. — Efnagerðin Flóra. — Tómas Steingrímsson & Co. — Sápuverk- smiðjan Sjöfn. — Stefnir. s.f. Skuggaskurður í Köldukimi Ófeigsstöðum 13. apríl. Lítill snjór er hér og hvergi fyr- irstaða á vegum, nema á Fljóts- heiði. Hún hefur aldrei verið skaf in í vetur. Yfir standa námskeið í Skugga- skurði. Kennari er Þórhildur Vil- hjálmsdóttir frá Rauðá. — Munir margs konar eru gerðir á nám- Glitrar á perlur í götu, á gamlar minningar slær, brosandi Ijúfum ljóma, þar í laufskrúði stendur bær. Það leika sér börn hjá bænum, blómilmi að vitum slær, yfir höfði þeim hvelfist himinn svo hreinn og fagurtær. Og bóndinn á dalabænum ber í hjartanu ást á öllu, sem andar og lifir, engum hans drenglund brást. Berjalyngið hjá bænum, blánar þar undir haust. I Þverbrekku graslaukar gróa, á grundum er heyið laust. En vindhviðu slær á voga, veturinn heldur í bæ. Gráhvítar gluggarósir, hann gefur og kaldan snæ. Bráðum er bærinn auður, blómið horfið í skafl. Engirm skilur né skynjar. skeiði þessu og þykja fallegir. Tvö kvenfélög, sem kennd eru við Þór- oddsstaða- og Ljósavatnssóknir, standa fyrir þessum námskeiðum og er kennt til skiptis hjá félögun- um. Samsöngur í Húsavík- ur kirkju Húsavík 17. apríl. Sunnudaginn 5. þ. m. hélt kirkju- kór Grenjaðarstaðarsóknar sam- söng í Húsavíkurkirkju. Söngstjóri Ágúst Halblaub, en við hljóðfærið Högni Indriðason. Á söngskránni voru 14 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Ein- söng í einu laginu söng frú Jó- hanna Halldórsdóttir. •— Söngnum var ágætlega tekið og varð kórinn að endurtaka- sum lögin og syngja eitt aukalag. Að söngnum loknum 1 þakkaði séra Friðrik A. Friðriksson kórn- um fyrir sönginn. og. komuna, en séra Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað þakkaði fyrir hönd kórsins. ..... íslenzkt skáM í norsku Maði Þegar Olav Gullvag, norski rit- höfundurinn og blaðamaðurinn, varð sjötugur, fékk hann hlýlegar kveðjur frá gömlum vini og sam- starfsmanni frá Islandi. Helgi Valtýsson rithöfundur á Akureyri sendi honum afmælis- kveðju í bundnu máli. Það ljóð var prentað á virðulegum stað í bíaðinu Norsk tidend. Fyrri hluti ljóðsins er á íslenzku, en síðari hlutinn á norsksu, snjallt kvæði og fallegt, svo sem við mátti búast af Helga Valtýssyni. skaparans mikla tafl. Á sumrin er brekkan blómgast, blámóða er út við sæ, sólskríkjan syngur á kvöldin í sól yfir föllnum bæ. Sólskrxkjan syngur um bóndann við sofandi hreiðurbörn. í sporum hans viðkvæm vaxa vorblómin ástagjörn. En dalurinn dreyminn hlustar dulur og mannafár. Um síðkvöld er sól var gengin eg sá honum falla tár. i ■ ’ i ■+ '. ... Engin er þörf að æðrast, því enn er bjartur og hýr bóndinn, sem blómi hlúði, brosandi hjartahlýr. Vorið með vængjum sínum vermi þig innst í sál, beri þér blómavindar brekkunnar þögla mál. Cuðmunclur L. Friðfinnsson. Kappskák tclld á nýafstöðnu meistara- móti Sovétrílcjanna. ENSK BYRJUN. Hvítt: Averbach. Svart: Spassky. 1. c2—c4 Rg8—f6 2. Rgl—f3 e7—e6 3. Rbl—c3 . d7—d5 4. e2—e3 Bf8—e7 5. b2—b3 0—0 6. Bcl—b2 d5xc4 7. b3xc4 c7—c5 8. Bf 1—e2 RbS—c6 9. 0—0 b7—b6 10. d2—d3 BcS—b7 11. Rf3—el DdS—c7 12. f2—f4 Hf8—d8 13. Be2—f3 HdS—d7 14. Ddl—e2 : Ha8—dS 15. a2-^7a3 a7—a6 16. Hal—bl Rf6—eS 17. Bb2—al Bb7—aS 18. Rc3—-e4 Dc7—a7 19. g2—g4 ' ' 1 bð—b5 20. g4—g5' “' b5xc4 21. d3xc4 Re8—d6 22. Re4xRd6 Hd7xRd6 23. De2—b2 Be7—fS 24. Rel—g2 . Rc6—a5 25. Db2—c3 Ba8xBf? 26. Hf lxBf3 Da7—a8 27. Hb 1—-f 1 Hdó—dl 28. Hf3—f2 Ra5—c6 29. f4—f5 Hd8—d3 30. Dc3—c2 DaS—d8 31. f5xe6 HdlxHflt 32. Hf2 xHf 1 f7xe6 33. Dc2-—f2 Dd8—e8 34. Rg2—f4 IJd3xa3 35. Bal—b2 Ha3—b3 36. Rf4xe6 Bf8—d6 37. Re6xg7 Bd6xh2f 38. KglxBh2 De8—b8t 39. Kh2—gl Hb3xBb2 40. Df2—f 7f Kg8—h8 41. Hfl—f2 Db8—g3t Gefið. í 38. leik hefði hvítur átt að fara með kónginn. á h.l og þá átt unna skák, en hann var í mjög mikilli tímaþröng. I 41. leik getur hvítur enn náð jafntefli með því að leika D7— e8f og koma upp úr því drottning- arkaup og ekki verri skák hjá hvítum. Tímahrakið er oft örlagaríkt. Skafti Eiríksson Kveðju- og jrakkarorð frá Sigríði Jónsdóttur, Gríms- stöðum og börnum hennar, Kæri vin eg kveð þig heitt hvíld þú þráðir feginn. Þig hefur Drottinn ljúfur leitt á landið hinum megin. Er mér ljúft að þakka þér með þessum fáu línum, samúð marga er sýndir mér á sorgarstundum mínum. Gott var að eiga góðan að, þá grét mitt brostið hjarta. Ljúfur Guð mun launa það við landið sólar bjarta. Þú hefur verið mætur mér, munans geislar skína. Guð mun sjálfur greiða þér greiðviknina þína. Þig af hjarta kveðjum klökk — kallið fljótt á dynur. Hafðu okkar ástar þökk allra kæri vinur. Þakkir fyrir mína og mig, minning yljar hjörtum. Vorsins englar vefji þig vængjum sólarbjörtum. H. J. ijo i ciai Stefán Goðmundssoii sjötugur 15. apríl 1956.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.