Dagur - 18.04.1956, Blaðsíða 12
12
Bagum
Miðvikudaginn 18. apríl 1956
Slutt en góð reynzla þegar fengisi
iarðfiósinu á Norðurlandi
Tilraun gerð að Hofi í Arnarneshreppi
Stuttu fyrir síðastliðin áramót, var fyrsta hjarðfjósið, er
hyggt hefur verið á Norðurlandi, tekið í notkun. Var ]>að að
Hofi í Arnarneshreppi. Eigendur eru bræðurnar Bjarni og
Gunnlaugur Páhnasynir. — Hjarðfjósin eiga sér enga
sögu hér á landi og eru alger nýjung. Er því fróðlegt að fylgj-
ast með þessari fyrstu tilraun.
KYRNAR ERU HREINAR
OG FRJÁLSLEGAR.
Hjarðfjós var byggt við eldra
fjós og með það fyrir augum að
það yrði 20 bása fjós, ef reynslan
sýndi að básar hentuðu betur. Eru
nú 20 gripir í fjósinu og virðast
mega vera fleiri.
Við lauslega athugun og heim-
sókn í þetta nýja fjós var strax
auðséð, að vel gengur að halda
kúnum hreinum. Mykjan treðst
vel niður á milli plankanna í gólf-
inu og kýrnar eru frjálslegar og
stirðna ekki upp vegna þess hve
þaer hafa mikla hreyfingu. Þegar
komið er með heyið á fóðurgang-
inn, kemur hreyfing á hópinn, og
allar vilja verða fyrstar, og ekki er
laust við að ráðrikið geri vart við
sig, eins og hjá kindum á garða.
„MAN EG ÞAÐ EG
MOKAÐI FLÓR.“
Fjósamaðurinn er alveg laus við
að moka flórinn, og er það góður
verksparnaður. Það er líka gott að
vera laus við að setja upp dýrar
milligerðir, klafabönd og brynn-
ingardalla, eins og þurfa að vera í
básafjósunum og vel þarf að
vanda.
I hjarðfjósum er nauðsynlegt að
hafa sérstaka mjaltabása, þar sem
kýrnar eru mjólkaðar. Þar á að
vera svo hæg aðstaða að mjalta-
maðurinn geti staðið nokkurn veg-
inn uppréttur við mjaltastörfin, og
sagt er að kýrnar raði sér upp og
komi hver af annarri, og alltaf í
sömu röð, i mjaltabásinn, þegar
þær fara að venjast því. Að Hofi
vantar þetta ennþá, og eru allar
kýrnar mjólkaðar í gamla fjósinu,
og þar er þeim einnig gefinn fóð-
urbætirinn. Er því enn ekki hægt
að gera sér þess fulla grein hver
verksparnaðurinn kann að vera.
GELDUR HÖFUÐPRÝÐI
SINNAR.
Margir óttast, að kúnum hætti
til að stíga á spenana, hver á ann-
arri. Reynslutíminn á Hofi er ekki
langur, en ekkert óhapp hefur enn
hent af þessu tagi.
Kýrnar mjólka eins vel, að því
I Framsóknarfólk!
1 Athygli Framsóknarmanna l
l skal vakin á því, að skrifstofa j
| flokksins verður framvegis op- \
I in allan daginn frá kl. 9—12 og j
\ 1—7. Eru Framsóknarmenn úr i
j bæ og sýslu eindregið hvattir j
i til að hafa sem nánast samband 1
j við skrifstofuna. Síminn er j
I 1443.
er bændunum virðist, í nýja fjós-
inu. En ekki hefur þótt ráðlegt að
hafa þá einu homóttu kú, sem til
var á bænum, í nýja fjósinu. Hef-
ur hún goldið fyrir þessa höfuð-
prýði sína með þvi að hírast ein í
gamla fjósinu.
KALDA LOFTIÐ EINANGRAR.
Hjarðfjósið er fremur loftgott,
og er þó ekki hátt undir loft. —
Áburðarkjallinn þarf að vera vel
þéttur og loftsúgur má ekki vera
þar. Myndast þá kalt og kyrrstætt
loft yfir áburðinum og varnar upp-
gufun að miklu leyti. En á þennan
hátt aðskilst ekki mykja og þvag
og hefur það efalaust sina galla og
ef til vill kosti líka.
Grindurnar, sem kýrnar ganga
á eru úr 5x3” og tveggja þumlunga
bil á milli.
Bændur hafa ekki enn fundið
eða fengið þá fyrirmynd að fjós-
um, er að öllu leyti líkar. Jafnvel
mjög „vönduð“ og dýr fjós eru oft-
ar en hitt meingölluð. Þess vegna
munu hjarðfjósin verða til athug-
unar fyrir þá er enn eiga eftir að
byggja varanlega yfir nautpening
sinn. Hjarðfjósið að Hofi, sem er
það fyrsta sinnar tegundar á Norð-
urlandi, ætti að geta gefið nokkra
reynslu í þessu þýðingarmikla
máli bændanna.
Framsóknarvistinni lokið
Lokið er nú hér á Akureyri
þriggja kvölda spilakeppni, sem
Framsóknarfélögin hér gengust
fyrir. Síðasta umferð var spiluð
síðastliðið laugardagskvöld, og að
henni lokinni var tveim efstu
dömunum og tveim efstu herrun-
um veitt góð verðlaun. 1. verðlaun
kvenna hlaut Lilja Sigurðardóttir
og var það ávísun á dragt eða
kápu, saumaða á SaumastofuGefj-
unar. Önnur verðlaun kvenna var
armbandsúr, og hlaut það Pála
Björnsdóttir. Fyrstu verðlaun
karla hlaut Friðrik Eriðriksson, og
voru þau föt eða frakki, en önnur
verðlaun var armbandsúr, sem
Haraldur Oddsson hreppti.
Þá gengust Framsóknarfélögin í
Eyjafirði fyrir sams konar spila-
kvöldum víðs vegar um héraðið,
og eru úrslit þaðan nú kunn. Veitt
eru fimm verðlaun, þeim sem
hæstir hafa orðið yfir allt svæðið.
1. verðlaun, hrærivél, hlaut. Guð-
rún Jónsdóttir, Hrísey, hafði 538
slagi samanlagt. 2. verðlaun var
ryksuga og hlaut hana Helga Lax-
dal, Svalbarðseyri, með 520 slagi.
3. verðlaun er ljósakróna, en hana
hreppti Sigrún Guðbrandsdóttir,
Svalbarðseyri, 516 slagi. 4. verð-
laun er straujárn, sem Jórunn
Hrólfsdóttir á Eyvindarstöðum í
Saurbæjarhreppi hlaut, hafði 515
slagi, og fimmtu verðlaun, 12
manna kaffistell, hreppti Haukur
Berg, Svalbarðseyri, með 514
slagi. Verða verðlaunagripir þessir
sendir til ofangreindra eigenda
næstu daga.
Kýrnar eru að ljúka við gjöíina.
jasi spara
■
!i
Á aðalfundi Áburðarverksmiðj-
unnar, sem haldinn var nýlega,
skýrði formaður verksmiðjustjórn-
ar, Vilhjálmur Þór, frá því að
verksmiðjan hefði sparað þjóðinni
47 milljónir króna í gjaldeyri.
Lagði formaður áherzlu á, að
bætt yrði við verksmiðjuna, þann-
ig, að einnig mætti framleiða fos-
foráburð.
Afköst hafa farið fram úr áætl-
un og reksturinn gengið mjög vel.
Nú starfa 82 menn við margvísleg
störf við verksmiðjuna. En áætlað
var að starfsm. þyrftu að vera 125.
Á fyrsta raunverulega reksturs-
árinu voru framleiddar 18340 smá
lestir af Kjarna. Áburðarverðið
var aðeins lægra en verðið hefði
verið á sams konar áburði erlend-
um. Endurbætur hafa verið gerð-
ar á kornastærð áburðarins, svo
að hann er auðveldari í notkun og
geymist betur en áður.
Ulfliildur
Frá MjóSkursamíðgí K,Þ,
Endanlegt verð til bænda kr. 2.46,5
Miðvikudaginn 11. þ. m. var að- voru 25 þús. lítrar af rjóma. Úr
alfundur Mjólkursamlags Kaupfél.
Þingeyinga haldinn i Húsavík. —
Mættir voru á fundinum fulltrúar
frá öllum mjólkurdeildum sam-
lagsins, auk félagsstjórnar, kaupfé-
lagsstjóra og mjólkursamlags-
stjóra.
Innvegin mjólk yfir árið varð
1.917.127 kg. og 20.225 kg. rjómi
og reyndist mjólkurmagnið 13%
aukning frá árinu áður. 15.8% af
mjólkinni fór beint til neyzlu, úr
hinu var unnið, nema hvað seldir
Á fullskipuðum fundi í stjórn
og fulltrúaráði Framsóknarfélag-
anna á Akureyri, ,var eftirfarandi
tillaga samþykkt með atkvæðum
allra viðstaddra:
„Fundur í Fullti’úaráði Fram-
sóknarfélaganna á Akureyri, 12.
apríl 1956, samþykkir, fyrir hönd
Framsóknarflokksins á Akureyri,
að ganga til samstarfsVið Alþýðu-
flokkinn í væntalegum alþingis-
kosningum á sumri komanda og
vinna að fremsta megni að kosn-
ingu frambjóðanda Alþýðufl. -
Samþykkir fundurinn að kjósa
3ja manna nefnd til þess, ásamt
jafn fjölmennri nefnd frá Alþýðu-
flokknum, að leggja frumdrög að
væntanlegu samstarfi flokkanna
við kosningarnar."
I nefndina voru kosnir eftirtald
ir menn:
Ásgrímur Stefánsson, forstjóri.
Brynjólfur Sveinsson, mennta-
skólakennari.
Arnór Þorsteinsson, verksm.stj
mjólkinni var unnið: 35 tonn
mjólkurostur, 6 tonn mysuostur,
55 tonn smjör, 57 tonn skyr og
auk þess töluvert af kasein.
Endanlegt verð til bænda varð
kr. 2.46,5 pr. ltr.
I fundarlok var Haraldi Gísla-
syni mjólkursamlagsstjóra þakkað
fyrir ágætt starf á árinu, bæði af
form. féiagsstjórna rog fulltrúum.
Rakarastofa Valda
Undanfarna daga hefur farið
fram breyting á húsakynnum Rak
arastofu Sigvalda og Birgis i Hafn-
arstræti 105. Hefur stofan verið
stækkuð nokkuð og máluð, innan-
stokksmunir fengnir, smekklegir
að gerð. Gólfrúm hefur aukizt
mikið, og i alla staði er hin ný
breytta rakarastofa hinum tveim
ungu mönnum til sóma.
Rakarameistararnir Sigvaldi Sig-
urðsson og Birgir Sigurðsson hafa
rekið rakarastofuna við Hafnar-
stræti undanfarin 6 ár og notið
vinsælda.
sjónleikur Páls H. Jónssonar, hef-
ur nú verið sýndur af Leikfélagi
Akureyrar nokkrum sinnum og
fengið góðar viðtökur leikhúss-
gesta. Leikfélagið hefur undanfar-
in ár reynt að þóknast bæjarbú-
um með leikritavali til sýninga,
þannig, að skiptzt hafa á gaman-
leikir og leikrit alvarlegs efnis. —
Einnig hefur félagið reynt að sýna
íslenzk leikrit, að öðru jöfnu, en
Ieikrit, sem þurfa mikils með í
leiktjöldum, búningnum og þess
háttar, eru að sjálfsögðu kostnað-
arsöm í sviðsetningu og krefjast
því meiri inntekta í aðgangseyri
en þau leikrit, sem minna þarf að
kosta til.
Þar sem leikhúsið er leigt öðr-
um fljótt upp úr næstu mánaða-
mótum, þarf að hraða sýningum
svo sem unnt er og svo, að þeim
verði lokjð um mánaðamót.
Það eru vinsamleg tilmæli
Leikfélagsins, að þeir, sem ætla að
sjá sjónleikinn Úlfhildi, geri það
sem fyrst, svo að þeir missi ekki
af því að sjá rammíslenzkan leik
eftir norðlenzkan höfund.
Upplýsinga- og aðgöngumiða-
sími 1639 milli kl. 1 og 2 alla
daga.
Lúðrasveitin leikur á Ráðhús-
torgi kl. 2 e. h. á sumardaginn
fyrsta, ef veður leyfir.
fíadmintonmót K. A.
Fyrri hluti Badmintonmóts KA
fór fram um sl. helgi. Úrslit urðu
þessi: Jón Stefánsson—Haraldur
Sigurðsson 11:2, 11:0, Kristján
KriStjánsson—Haukur Leósson
11:2, 11:3, Jón Bjarnason—
Gunnar Hjartarson 11:5, 11:5,
Kristján Kristjánsson—Haraldur
Sigurðsson 11 : 7, 10: 12, 12 : 10,
Gunnar Hjartarson—Haukur Le-
ósson 11 : 5, 11 : 1, Jón Stefáns-
son—Jón Bjarnason 11 : 2, 11 : 2.
Frarnhaid mótsins verður á
sunnudaginn kemur.