Dagur - 18.04.1956, Qupperneq 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 18. apríl 1956
DAGUR
Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON.
AfgreiSsla, auglýsingar, innheimta:
Þorkell Björnsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166.
Árgangurinn kostar kr. 75.00.
Blaðið kemur út á miðvikudögum.
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
íhaldið er ósamstarfshæft
Blöð og ráðamenn Sjálfstæðisflokksins keppast nú
við að telja mönnum trú um, að aldrei hafi nokkur
ágreiningur risið í ríkisstjórninni um þær aðgérðir;
sem framkvæmdar hafa verið, leiðirnar hafi verið
valdar í fullu samkomulagi og einingu. Vilja jtcir
með })ví telja lólkinu trú um það, að strandið, sem
fram undan er, ef ekkert verður að gert í tíma, sé
alveg eins sök Framsóknarflokksins cins og þeirra
sjálfra. Þá gerast þcssir sömu aðilar langorðir um
það, að stjórnarslitin beri ekki að höndum eins og
})eir telja að hefði átt að vera, stjórnin klofni ekki
um neitt sér^takt mál, og að ráðherrar Framsóknar-
flokksins hafi ekki borið fram í rikisstjórn neinar
tillögur, sem miði að lausn efnahagsvandræðanha.
En ef þetta er athugað nánar, þá kemúr í Ijós, að
það hefðu aðeins verið sjónhverfingar, að bera frjtm
tillögur í ríkisstjórninni, sem lnin hefði svo verið
látin klofna um. Fyrirfram -var vitað, að ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins hefðu aldrei gengizt inn á þær
breytingar, sem Framsóknarflokkurinn telur öhjá-
kvæmilegar.
Gagngerðar breytingar
Framsóknarflokkurinn liefur koniizt að þeirri nið-
urstöðu, að aðgerðir þær, sem nauðsynlega verður að-
gera, verða ekki gerðar í samráði við fulltrúa auð-
valdsins, þær koma til með að ganga of nærri um-
bjóðcndum og eigendum Sjálfstæðisflokksins. En leið-
irnar eru fyrst og freinst þær, að útrýma óeðlilegum
og óheilbrigðum milliliðagróða. Það jiarf að gera víð-
tækar ráðstafanir til að lækka byggingarkostnað og
konia í veg fyrir allt okur í sambandi við húsnæðis-
málin. — Hverjum dettur í liug, að slíkt hefði náð
fram að ganga, þó að tillaga hefði komið fram um
það í ríkisstjórninni? Endurskipuleggja þarf banka-
kerfið, en Sjálfstæðismenn ráða tveim höfuðbönkum
þjóðarinnar, þeim sem með gjaldeyrinn verzla. Væri
sennilegt, að ráðlierrar Sjálfstæðisflokksins myndu
vilja taka þátt í þeim ráðstöfunum?
Þriðja aflið
Framsóknarflokknum er það ljóst af langri reynslú,
að engar af þessurn ráðstöfunum verða gerðar í sam-
ráði við Sjálfstæðisflokkinn. Það hefur verið reynt,
en jafnan mistekizt. Braskaraklíkan, sem ræður Sjálf-
stæðisflokknum, hclur alltaf notað sér aðstöðu flokks-
ins til þess að hlynna að gróðaöflunum og þannig
gert allar ráðstafanir óvirkar, nema til bráðabirgða.
Af þessum sökum hefur Framsóknarflokkúrinn og
Alþýðuflokkurinn ráðizt i það að hafa forgöngu um
myndun bandalags, sem njóti trausts liins vinnandi
fólks við sjó og í sveit. Þessum flokkum er það ljóst
að með því eina móti verði hægt að gera þær ráð-
stafanir, sem að gagni mega koma, án þess að ganga
of nærri þeim, sem eru lægst launaðir og sízt mega
við því. Þetta bandalag hefur verið nefnt Þriðj
aflið í íslenzkum stjórnmálum.
Gróðaöflin eiga að fá að borga sinn réttláta skerf
til viðreisnarinnar, og með þann ásetning efst í
Iiuga ganga þessir flokkar til kosninga í nánu sam-
starfi og biðja um traust þjóðarinnar. Fái þeir það,
gctnr alþýða þessa lands liorft fram á veginn von-
glöð og fullviss þess, að réttur hennar verður ekki
fyrir borð borinn.
Nokkur orð frá F. K.
ÞEGAR EG verð reið ætla eg
að springa í loft upp. Til þess að
forðast það að svo fari, verð eg að
ausa úr skálum reiði minnar. Þess
vegna gríp eg nú pennann, en það
hjálpar mér stundum til þess að
lægja öldurnar. Þetta uppþot mitt
stafar af réttlátri reiði, að mér
finnst. Eftir því sem eg lifi lengur,
sé eg æ betur hvað mennirnir
gera tilveruna öfuga við það, sem
skaparinn hefur ætlast til. Þrosk-
aðir, reyndir menn eiga að vera
fyrirmynd hinna óreyndu, það er
hið rétta lögmál lífsins. Þeim er
sett ábyrgð og skylda á herðar.
Þeir eiga að leiða hina ungu, en
hin raunalega staðreynd er oft sú,
að þeir leiða þá fram á barm hyl-
dýpis og glötunar og skilja þá þar
eftir ráðvillta. Svo vantar ekki
harða dóma þegar illa fer, já,
sv'óna er nú það. Á margvíslegan
hátt gerast menn sekir, einn í orð-
um annar í verkum, og enn einn
með penna sínum. Hversu margir
skildu ekki þeir unglingar vera,
sem glata gæfu sinni fyrir Iestur
glæpasagna og annars slíks ófagn-
aðar? Hvað á það að þýða að vera
að halda á lofti glæpasögum eins
og þeirri er nú birtist í Morgun-
blaðinu? Eg fæ ekki betur séð
en að sú saga sé hreint og beint
leiðbeining í glæpum, námskeið
fyrir æskulýðinn, hún er vel skrif
uð, spennandi og hárnákvæmlega
kennt hvernig vinna eigi glæpi án
þess að upp komist. Þar er ofið
saman a djöfullegan hátt kaldrifj-
aðri síngirni, lygi, falsi og morð-
fýsn, sem verkar þannig á lesand-
ann, að hann verður nauðugur að
horfa á allar aðfarir hins glæsilega
óbótamanns, og fylgja honum
hvert spor. Hvers vegna birtir ekki
Morgunblaðið góðar sögur eins og
það gerði fyrr á árum? Það er
sjálfsagt af nógu að taka. Ritstjór-
ar og blaðamenn! Þið hafið
skyldum að gegna gagnvart les-
endum blaða, því hvílir ábyrgð á
herðum ykkar. Finnst ykkur ekki
nóg af, hvað mikið þarf að birta
af dómum, sem falla á ógæfusama
menn, unga og gamla, og ekki sízt
þá ungu menn, sem verða úti í líf-
inu og hljóta af þeim orsökum að
taka út sinn dóm. Það er marg-
reynt, að glæpasögur og vafasam-
ar kvikmyndir eiga sinn þátt í
ógæfu þeirra og undanhaldi. Eig-
um við ekki að hjálpa hvert öðru
til þess að lifa lífinu eins og Guð
hefur ætlast til að við gerðum, í
stað þess að grafa undan mann-
dómi og hamingju með hugsunar-
leysi og kæruleysi? Það er mikið
til af böli og vansælu. Þetta jarð-
neska líf er þannig. Menn vaða í
villu og reyk, en gefa ekki gaum
að orði Drottins, sem er hið eina
er gefur sanna hamingju. Tíðar-
andinn er sterkur og máttugur. —
Foreldrar ráða ekkert við börn
sín, þrátt fyrir góðan vilja, allt er
á fleygiferð. Hraðinn er næstum
því broslegur. Annríkið ætlar að
eyðileggja heilsu og sálarró, svo er
skyndilega öllu lokið. Menn eru
kominn á leiðarenda, kalliðkemur,
kallið, sem allir verða að hlýða,
og allslausir stíga menn yfir
þröskuldinn inn í annað líf. Sam-
ferðamenn og konur! Stöldrumvið,
gefum gætur að gömlu götunum,
þær eru að vísu ekki eins greið-
færar og nýju vegirnir, en þröng-
ur er sá vegur er til lífsins liggur.
Athygiisverður píanó-konserf
Síðastliðið föstudagskvöld hélt
undrabarnið Þórunn Jóhannsdóttir
píanó-konsert í Nýja-Bíó, sem ef-
laust hefur glatt marga velunnend-
ur hennar sem upprennandi lista-
konu. Reynslan hefur staðfest, að
full ástæða er til að hafa áhyggjur
nokkrar út af undrabörnum, og fer
það mjög að vonum, þar sem orð-
stír þeirra og velferð hvílir mest-
megnis á því að þau geti sífellt
slegið út sín eigin met, og er svo
raunar um allt túlkandi listafólk.
Ætti ekki að þurfa að innprenta
neinum hve geipilega erfið slík
aðstaða er, og þá ekki hvað sízt
fyrir undrabörnin, sem öll eiga
fyrir höndum sitt bláþráðótta
gelgjuskeið. Þannig mun líka hafa
staðið á með Þórunni þegar eg
hlustaði á hana síðast fyrir þrem
árum. En nú skeður það furðulega
fyrirbæri, að hún virðist að mestu
eða öllu leyti vera komin fram hjá
þessu tímabili, aðeins 16 ára göm-
ul. Raunar leynir sér ekki að hún
er enn í skóladeiglunni, en samt
farin að túlka sjálfstætt á köflum,
og kom það einkum fram í síðara
hluta skemmtiskrárinnar, því að
þá var hún meira komin til sjálfr-
ar sín, en það út af fyrir sig, eins
og raunar leikurinn all-víða ber
ótvíræðan vott um hraðvaxandi
þroska og snilli, þó að sjálfsögðu
sé hér ekki um neitt tónatröll að
ræða að svo komnu, enda væri
slíkt lítt skiljanlegra en undra-
bernskan, og í henni botnar eng-
inn.
Efnisskráin var öll há-klassisk,
smekklega valin og fjölbreytt. En
að fara út í bollalagðar sundur-
greiningar á hvað eina atriði,
hvorki nenni eg né treysti mér til,
enda hygg eg að fólk yrði litlu
nær fyrir því. En það sem eg
naut bezt í meðferð listakonunnar,
var Scarlattis-sónata í G-dúr,
Bach-Busonis-Chaconni í D
moll, og fannst mér sá þáttur fjöl-
breytnastur og tilþrifamestur í
höndum listakonunnar, fyrsti og
enda þriðji kaflinn í sónötu Griegs
og alveg sérstaklega, raunar held-
ur lítilhæft, Etude eftir Henselt,
sem mér fannst listakonan leika
eftir sínu hjartalagi og meðfæddri
snilli meira en nokkurt hinna við-
fangsefnanna. Annars fannst mér
því meira til um túlkun hennar,
(Framhald á 11. síðu).
Þýðiiigarmest af öllu er að þvo
á réttan hátt!
Vefnaðarvara slitnar og skemmist á mismunandi liátt
og af mismunandi ástæðum, en með réttri meðferð
getið þið ráðið miklu um það, að hún endist lengi —
og líti þokkalega út.
Vefnaftarvöru, sem ekki er verið ad' nota, á að geyma
ti dimmum stað. Þetta verður augljóst, ef þið athugið
hvernig t. d. gluggatjöld meyrna og upplitast, er þau
hafa hangið uppi um tíma.
Lrítið aldrei raka dúha i geymslú. Sveppagróður og
bakteríur, er valda rotnun, þrífast í rekju og geta
skemmt dúkana. í raka bómullardúka vilja t. d. koma
svartir blettir, sem erlitt er að ná úr, nema blettirnir
séu alveg nýir.
Geymið ekki óhreinan pvott of lengi. Óhreinindi
eru einnig tilvalin gróðrárstfa fyrir bakteríur og sveppi
og geta auk þess sjálf haft þau áhrif á dúkana, að þeir
skemmast og erfitt reynist að fá þá hreina á ný.
Áður en farið er að þvo, verður að ganga úr skugga
um, að efnið þoli þvott. Smáfellingar („plíseringar")
og margir aðrir frágangar á efnum skemmast venju-
lcga í þvotti, sum efni hlaupa og önnur láta lit. Ef þið
eruð í vafa, er réttast að efnahreinsa flíkina. En vegna
þess, hve gufur hreinsunarvökvanna eru hættulegar
(t. d. eldfimar), er ráðlegast að framkvæma ekki meiri-
háttar efnahreinsanir heima, heldur láta viðurkenncla
efnalaug annast þær.
Öll vefjarefni þola þó þvott úr vatni og sápu, cf
rétt er að farið. Nýju syntetísku þvottaefnin (duft eða
lögur) slíta minna en sápa, þvottasócli eða sjálfvirk
þvottaefni. Þau eru sérlega hentug á ullarflíkur, svo
og flíkur úr silki og gervivefjarefnum, en síðri á bóm-
ullarefni.
Viðkvæmar flíkur á að þvo í höndunum. Varizt að
nota ol lieitt vatn við þvott á mislitum flíkum.- Hitinn
verður að fara eftir því, hvað litirnir þola (venjulcga
50—70°).
Ullarkjóla og karlmannsföt verður. að- efnaliroinsa,
cn aunan ullarfatnað, t. d. sokka-og nærfatnað, má
þvo.
Bómull. Bómullardúkar þola mjög vel þvott, bæði
mikinn núning og suðu (10—15 mín.) og þvott úr sápu,
þvottasóda og sjálfvirkum þvottaefnum. Enda er þess
oft þörf, þar eð ólireinindi festas’t' nljög í b'ómull.
IAn (hör). Hördúka má aðeins þvo úr 50—70° heitu
vatni. Þeir þola síður núning en bóm'úllárdúkar, og
ekki má nota þvottasóda eða sjálfvirk þvöttaefni. Þetta
'kemur þó ekki að sök, þar eð niún auðveldára er að
ná óhreinindum úr hör en bómull.
Ull. Ullardúkar skemmast af þvottasóda — þeim
mun fyrr, sem upplausnin er heitari. Þvoið ullarflíkur
úr sápu eða syntetískum þvottaefnum, en aldrei úr
sjálfvirkum þvottaefnum. Vatnið á að vera um 40°
heitt. Nuddið ekki, heldur kreistið flíkurnar varlega,
svo að þær þófni ekki eða slitni að óþörfu. Forðizt
að vinda þær í höndunum.
Silki. Silki skemmist einnig af lieitri sódaupplausn,
og sé silkidúkur núinn, er hætt við, að liann gliðni.
Silki er þvegið á sama hátt og ull.
Rayon og acetat. Eins og fyrr var sagt, er styrkleiki
votra rayon- og acetatdúka mtm minni en þurra. Forð-
izt því núning, ef liægt er. Hins er enda varla mikil
þörf, þar eð tiltölulega auðveít er að ná óhreinindum
úr þessum efnum. Vatnið á að vera um 40° heitt, og
bezt er að nota ekki sjálfvirk þvottaefni.
Nœlon og önnur al-syntetisk vefjarefni. Þessi efni
þola hvers kyns þvottaefni og suðuhita ílest þeirra, en
óþarft er að þvo þau úr svo heitu vatni, þar eð mjög
auðvelt er að ná úr þeim óhreinindum. Gætið þess, að
þvo aldrei hvítar og mislitar nælonflíkur saman, því
að hvítt nælon er mjög gjarnt á að taka lit. Flíkur úr
dacroni á ekki að vinda, heldur á að hengja }>ær til
þerris rennvotar, svo að brot festist ekki í þær. Sjálf-
sagt er að fara varlega með þunnu nælonsokkana í
þvotti, svo að ekki dragist til í þeim, og bezt er að
þvo þá eftir liverja notkun.
Lagt i hleyti. Sé þvotturinn lagður í bleyti og lát-
inn standa að minnsta kosti í 12 stundir, verður auð-
veldara að ná úr honum óhreinindum, þar sem vatnið
losar um sterkju og eggjahvítuefni og skolar burtu ryki.
Ullarplögg á ekki að leggja í bleyti, og ekki lieldur
mislitar flíkur, nema þær séu örugglega litfastar. .
Skolað. Skolið úr 3—4 vötnum. Þegar mislitur þvott-
ur er skolaður, er gott að láta ofurlítið af ediki út í
næstsíðasta skolvatnið, til þess að skýra og festa litina.
Þurrkað. Ullarplögg má ekki hengja til þerris,
heldur á að leggja þau á liandklæði og laga þau til,
svo að þau nái aftur upprunalegu lagi sínu, þegar
þau þorna. Mislitar flíkur má ekki hengja til þerris
í sól, því að þær geta upplitazt, og ekki má lieldur
láta þær liggja of lengi blautar. Flauel og rifflað flau-
(Framhald á 11. síðu).