Dagur - 18.04.1956, Side 7
Miðvikudaginn 18. apríl 1956
DAGUR
7
Björgviii Guðmundsson:
StjÓFiimálaþáttur
„Blessaðir glókollarn-
ír rnmir
að njóta þess að staðaldri eða
hætta alveg, og það geta tiltölu-
lega fáir. Að likindum væri affara-
sælast að engin nautnalyf væru
til. Samt halda margir því fram,
að þau hafi sína þýðingu fyrir líf-
ið, sem friðandi orkugjafi, og er
eg ekki frá að svo lcunni að vera.
Notað tóbak frá barnsaldri.
Hef eg þó talsverða reynslu í
þeim efnum, þar sem eg hef notað
munntóbak svo að segja stöðugt
síðan innan við fermingu, og sér
þó ekki á heilsu minni, því að eg
mun vera hraustari en flestir jafn-
aldrar mínir, nema hvað eg á
stundum bágt með svefn, en það
hef eg alltaf átt. Hins vegar hefur
tóbakið vissulega veitt mér marga
róandi stund, og ekki treysti eg
mér til að hætta við það.
Um áfengið er öðru máli að
gegna. Eg hygg að allir, sem á
annað borð vilja, geti hætt við
það hvenær sem er, enda þótt um
fullkomna drykkjusjúklinga sé að
ræða. Það hefur A.A., félagsskapur
ofdrykkjumanna, sannað greini-
lea, og er það félagsskapur, sem
veit hvað til sinnar velferðar heyr-
ir og kann tökin á viðfangsefninu,
því að honum stendur einungis
fólk, sem hefur reynsluna á bak
við sig og byggir starfsemi sína á
henni. Kynntist eg nokkru af því
vestan hafs í sumar eð var og
geðjaðist vel að.
Er áfengi nautnalyf?
Raunar getur áfengi varla talizt
til nautnalyfja ,en það er hressing-
arlyf þeim, sem kunna með að
fara. Og að því lúta sennilega þau
ummæli, sem höfð eru eftir amer-
ískum lifeðilsfræðingi, að þeir sem
néyti áfengis að staðaldri fyrri
hluta ævi sinnar séu flón, en þeir
sem geri það síðari hlutann séu
erki-flón. Þvx eins og kunnut er
verða þáttaskil í lífi allra á aldr-
inum frá 45 til 55 ára. Ur því eru
ménn ekki lengur fullveðja eða
fullgildir (normal). Starfsorkan og
viljaþrekið tekur þá að láta sig, en
starfsþráin heldur áfram að vera
hin sama, a. m. k. hjá sumum, eða
jafnvel meiri, því að það er svo
margt, sem ljúka þarf undir sól-
setrið. En til að geta haldið áfram
að vera normal, þarf einhver lyf,
sem fólk geti haft við hendina og
notað eftir þeim reglum, sem það
finnur sér bezt henta, en slík lyf
eru ófundin enn, og hafa þó
læknavísindin ekki látið sitt eftir
liggja með að finna meðöl við ell-
inni. Fjörefnasamsetning alls kon-
ar, hormónar og jafnvel upþskurð-
ir ásamt sjálfsagt mörgu fleiru,
hefur verið reynt, en allt komð til
lítils í reyndinni.
Orkugjafi elliþungans.
Að ,svo komnu, og þar til hóg-
látara og hættuminna lyf verður
uppgötvað, mun því áfengið, eink-
um góð yín, þyí að það á ekki
saman nema að nafninu, vera
helzta hressingar- og orkulyf elli-
þungans. Og eg er sannfærður um,
að ef aldrei hefði vei'ið hróflað
við áfengismálunum hér á landi,
væri ástandið allt annað en það
er, að þá væru menn komnir upp
á að neyta þess sem meðals, sér
til hressingar og heilsubótar, en
ekki til lömunar og heilsutjóns
eins og nú tíokast. Og eg er enn-
fremur þeirrar skoðunar, að enn
gæti.sigið.í það hórf, og það kann-
ske fyrr. en varir, ef áfengið yrði
gefið algerlega frjálst eins og tó-
bak pða hver önnur munaðarvara,
enda er ekki nenia um tvennt að
gera, annað hvort það eða alls-
herjar.bann, sem hvarvetna hefur
reynzt óframkvæmanlegt. Eg trúi
á eintsaklingseðlið, að það sjái sér
farborða, svo fremi að það sé látið
óáreitt af utanaðkomandi áróðri
og íhlutun. Jafnframt trúi eg því,
að hvérs konar slettirekumennska
í tíma og ótíma, leiði einungis af
sér ringulreið, heimóttarhátt og
ósjálfstæði, bæði einstaklinga og
heildar, og raunar helzt alla þá
bölvun, sem líklegust er til að
stofna heilum þjóðum í „bráða
hættu“.
Akureyri 9. apríl 1956.
Eitt kvöld fyrir skömmu labb- stjórn uppreisnarmanna í Algier,
Mér er það í rauninni ljúft og
skylt, að þakka honum þarna vini
mínum, A. G., fyrir Ijóðagerðina í
Degi, sko til, frá 42. martus 6591.
1 fyrsta lagi vegna þess, að hún er
þó orð í belg, og gefur greiðara
tækifæri til frekari umræðna, í
öðru lagi fyrir óbeinan stuðning
við fyrri grein mína, vegna aug-
ljósrar hræðslu höfundarins, þess-
arar hræðslu, sem er farin að nálg-
ast það, að gera sig að eins konar
þjóðar-einkenni okkar, og í þriðja
lagi, fyrir þá, raunar dálítið sér-
stæðu vináttu, sem mjög hefur
færzt í aukana, a. m. k. hér um
slóðir, hin síðari ár, þess innrætis,
að ef maður hoppar ögn út af
snúru meðalmennsku-flatneskj-
unnar, veður hún uppi með um-
hyggjuna fyrir skýluklút, svo
flumósa, að nálega getur hún í
hvoruga löppina stigið, en stingur
hins vegar umhyggjunni óðar í
vasa sinn, ef til þess kemur að
verja þurfi, og enda krefjast rétt-
mættrar viðurkenningar vinunum
til handa. Þá hefur enginn vit á
neinu, þó að menn hins vegar
þykist hafa heimild til að valsa á
hjartarótum hvors annars eins og
hörðu steingólfi, með broddstaf
sleggjudómanna til að styðjast við.
Þannig er mörg vináttan, þar sem
andrúmslofti múgsefjaðrar klíku-
mennsku hefur verið hleypt inn
um strompinn. Hins vegar finnst
mér hvorki framsetning vinar
míns, A. G., né innihaldið neitt
þakkarvert, svona frá listrænu
sjónarmiði skoðað.
En þar eð eg þykist sjá hvert
A. G. miðar sínu vinsamlega
skeyti, þykist eg þeim mun betur
settur, að ger@ hér bannmálið að
umtalsefni í grundvallaratriðum.
Umræður um þau mál hafa hingað
til orðið báðum aðilum til minnk-
unar, bannmönnum fyrir dólgsleg-
an og hlutdrægan málflutning, að
ekki sé fleira nefnt í bili, og and-
banningum fyrir heimóttarhátt og
loðmollu. Þessi mál eiga það
áreiðanlega skilið, að vera rædd í
bróðerni og í fullri hreinskilni. —
Hér er um miklu stærra mál að
ræða en það, að „Björgvin sé í
bráðri hættu“, enda kannske full
snemmt að fagna því, en þarna
vælir grýluhræðslan gamla, sem
mun hafa fylgt okkur síðan á
Þjóðveldistimum, þó að hún hafi
ekki notið beinlínis lögverndar
fyrr en nú á 20. öldinni. Og nú er
það fyrst og fremst áfengisgrýlan,
sem er í móð, svona eitthvað svip-
að og hrossakjötsgrýlan hérna á
árunum, þegar það kostaði fólk,
já heilar fjölskyldur, ef ekki
skyldmenni utar af, ekkert minna
en mannorðið, ef það lagði sér
hrossakjöt til munns. Ögn skot-
hent við skrum-auglýsingarnar
núna: „Folaldakjöt, tryppakjöt,
tryppakjöt, folaldakjöt. Allt í mat-
inn“, og hananú.
Tízkugrýlur. —
Afengisgrýlur.
En þannig hafa allar tízkugrýlur
látið sér til skammar verða, og
þannig mun einnig fara með
áfengisgrýluna. Því að enda þótt
hún hafi verið fóðruð á gagnsókn-
arlausum, einhliða áróðri ofbeldis-
hneigðrar klíku í hartnær þrjá ald-
arfjórðunga, og þó að hræðslan
við hana sé í sumu falli tekin að
jaðra við illkynjaða taugabilun og
mest öll þjóðin skjálfi þannig á
nástráum óttans, er samt ekki svo
illa komið, að allir séu ginnkeyptir
fyrir að flatmaga undir smásjá
forheimskaðrar tízku, sem hefur
það einkum sér til skemmtunar að
búa til syndir handa náunganum
til að drýgja, og hneykslast svo á
honum eítir á. Mundi margur feg-
inn vilja losna undan slíku fargi,
>ví að ekki munu þeir mikið
færri, sem verða a. m. k., éins
drukknir af taugaóstyrk og
hræðslu við þetta ólííræna aldar-
far, og áfenginu sjálfu.
En þessi óheilla-andi er nálega
allt, sem liggur eftir bindindis-
hreyfinguna hér á landi og fer það
raunar mjög að vonum, eins og
allt hefur verið í pottinn búið.
Fæstir af þeim mönnum, sem þar
koma við sögu, hafa nokkurn við-
hlítandi skilning á því málefni,
sem um er að ræða. Sú fylking
samanstendur mestmegnis, ýmist
af fólki, sem aldrei hefur bragðað
áfengi og þekkir ekkert inn á
áhrif þess annað en, ao það getur
gert menn drukkna, og suma hart-
nær brjálaða um stundarsakir,
eða fyrrverandi ofdrykkjumenn,
sem svo allt i einu hafa söðlað yf-
ir í gagnstæðar öfgar, þvi að allt
cfstæki stendur nákvæmlega á
sömu tröppunni. Og á slíkum of-
stækis-forsendum ' hefur þessi
starfsemi verið rekin, með tilheyr-
andi munnklökkva og farisea-
hætti. Þess vegna hefur starf
þeirra mistekist og runnið út í
sandinn.
Leiðinlegra en verst
getur orðið.
I stað þess að drága úr áfengis-
bölinu hafa þeir aulcið það, eða í
það minnsta gert það hálfu leiðin-
legra en verst getur orðið, með
alls konar ofbeldis-aðgerðum,
höftum, bönnum og hálfbönnum,
sem er líkast til versta fyrirkomu-
lagið af því öllu saman, enda
verkar allt slíkt nsikvætt við það
sem þvi er ætlað, því að þar. ér
sjálfu mann- eða lífseðlinu að
mæta, þessu eðli, sem í rauninni
hefur gert manninn að manni, eða
a. m. k. frábi'ugðinn öðrum skepn-
um. Eg h^'gg að banndýrkendur og
annað ofbeldissinnað fólk hefði
gott af að hugleiða alvarlega sög-
una um Skilningstréð, því að
hvergi veit eg komið hafa fram
dýpri skilning á lífrænu manneðli
en þar. Innan um þúsundir aldin-
trjáa, sem einar tvær manneskjur
hafa fuliar nytjar af, er aðeins
eitt, sem þeim er bannað að taka
ávexti af. En einungis bannið gerir
þetta. ti'é, eða ávextina á því, svo
girnilega og freistandi, að þau fá
ekki rönd við reist og setjast þar
að snæðingi. Nei. Það verður aldr-
ei ofbeldissinnuð klíkumenning
með vesælmennsku í rassvasan-
um, er ræður r.iðurlögum nautna-
lyfjanna, verði það einhvern tíma
gert, heldur læknavísindin á sín-
um tima, vinnandi fyrr en varir og
kem eg að því bráðum. En fyrst
held eg að sé ómaksins vert að
gera tilraun með að leggja niður
fyrir okkur, hvað nautnalyf eigin-
Iega þýða og hvers eðlis þau eru.
Nautnalyf eru róandi.
Flest nautnalyf munu vera hvort
tveggja í senn, örfandi og deyf—
andi, en umfram allt róandi. Það
er því sízt furðulegt þótt þau séu
eftirsótt af nútímafólki, sem verð-
ur að lifa og hrærast innan um all-
an þann múgsefjaða skarkala sem
nú geisar um veröldina. Eigi að
síður held eg það óráð, einkum
fyrir unglinga, að venja sig á
nautnalyf, bæði vegna þess að
þeir þurfa þeirra síður með en
aldrað fólk og slitið, og svo eru
líklega flest eða öll nautnalyf við-
sjál vara, m. a. vegna þess, að sá
sem einu sinni venur sig á þau,
einkum tóbak, verður annað hvort
aði Múhameð Belkacem inn í ]
kaffihús í Arabahverfinu í Lille í
Frakklandi, eftir að hafa unnið
um daginn að námagreftri. Mú-
hameð var einn af 300 þús. Al-
giermönnum, sem vinna í Frakk-
landi. Hann var ólæs, en þó skildi
hann auðveldlega skeytið, sem
kaffihúseigandinn rétti honum.
Það hljóðaði þannig: „Mamma
þín er veik, komdu strax.“ Daginn
eftir fékk Múhameð greitt kaup
sitt, tók saman pjönkur sínar og
sigldi af stað heim — til Algier.
En það, sem eftirtektarverðast
er við sögu þessa er það, að Mú-
hameð þessi átti alls enga veika
móður, og þúsundir af Algier-
mönnum í Frakklandi hafa fengið
svipuð skilaboð og hlýtt kallinu.
Um 250 þeirra yfirgefa nú Frakk-
land daglega og sigla heim.
Franska leyniþjónustan veit
gjörla, að skilaboð þessi koma frá
það er verið að kveðja þá til
vopna, en hún getur ekki sannað
það og ekki stöðvað mennina, sem
eru franskir ríkisborgarar.
Mennirnir, sem frömdu „Tyrkja-
ránið“ hér forðum, voru frá þessu
landi, Algier, og við Islendingar
erum búnir að fyrirgefa þær mót-
gerðir. Nú óskum við afkomend-
um þeirra frelsis, og okkur þykir
leitt, að það skuli vera vestræn
vinaþjóð okkar, sem ekki vill
veita þeim það.
Enn er talað um Mossadagh.
Múhameð Mossadegh hinn
„tárablauti" (sbr. „meyjunni tára-
blautu", í ástarljóði hjá núlifandi
skáldi), fyrrum forsætisráðherra í
Iran, er nú að verða áttræður, en
ekki er óhugsandi, að enn eigi
hann eftir að láta að sér kveða.
Hann situr nú í fangelsi og afplán-
(Framhald á bls. 11.)
Sú saga gengur manna á
milli og höfð fyrir satt, að eitt
sinn hafi Ólafur Thors komið
þar að, sem menn ræddu um
Þjóðvarnarílokkinn, og þá
sem hann skipa, og féllu orð-
ræður ekki sérlega vinsamlega
í garð Ljóðvarnarmanna.
Varð þá Ólafi að orði: „Talið
varlega, mér er að mæta, þeg-
ar í hlut eiga blessaðir gló-
kollamir mínir.“
Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins er viðurkenndur leikari
og hefur stundum gaman af
því að segja hug sinn allan í
skjóli leikaraskapar. Finnst
þá sumum flokksbræðrum
hans, sem varfæmir eru og
þögulir um leyndarmál flokks
ins, glannalega mælt af for-
manninum. Svo mun þeim
hafa þótt að þessu sinni.
Eitt af því, sem Sjálfstæðis-
flokkuiinn vill halda leyndu,
er það, hvað honum þykir
undur vænt um Þjóðvarnar-
flokkinn. -~ Þjóðvainarmenn
eru „blessaðir glókollarnir
hans“.
í kosningabaráttunni 1953
tókst Þjóðvarnarflokknum að
fella fulltrúa Framsóknar-
flokksins í Reykjavík og
draga fylgi frá Alþýðuflokkn-
um. I Vestur-Skaftafellssýslu
lagði hann Ihaldinu hald-
kvæmt lið, til þess að fella
fulltrúa Framsóknar.
Á Alþingi hefur hann alls
engu áorkað, sem gagnlegt er,
í nokkru máli.
Sú er saga hans.
í kosningum þeim til Al-
þingis, er í hönd fara, liggur
ljóst fyrir, að hann getur engu
öðru til leiðar komið en að
trufla samstöðu lýðræðissinn-
uðu vinstri aflanna, kljúfa
þau, sundra þeim, og styrkja
þannig Ihaldið.
Framboð Þjóðvarnarflokks-
ins, sein tilkynnt liafa verið, t.
d. í Barðastrandasýslu, Borg-
arfjarðarsýslu og á Akureyri,
eru hvalrekar fyrir þá íhalds-
menn, sem þar eru í kjöri.
íhaldið lítur um þessar
mundir á Sigurð Elíasson,
Jón Helgason og Bárð Daní-
clsson, sem ljúflinga sína. —
Þótt þeir séu dökkliærðir,
ljóma þeir sem „blessaðir gló-
kollar“ í föðurlegri kærleiks-
vitund formanns Sjálfstæðis-
flokksins.
En vel á minnst „blessaðir
glókollar“, ætlið þið að veita
Sjálfstæðisflokknum hinn
mikilsverða, óbeina stuðning
í kosningunum, til að tryggja
áframhald hersetunnar á Is-
landi?
Eða er það hæsta hugsjónin
að tryggja formanni yklcar,
Valdimar, lán hjá Sjálfstæð-
inu til bókaútgáfu lians —
framhald hersetunnar fæst
svo í leiðinni?
B r a n d u r.