Dagur - 06.06.1956, Blaðsíða 2

Dagur - 06.06.1956, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 6. júní 1956 Skýrsla Æskulýðsheimilis femplara í Varðborg veturinn 1955-1956 Vetrarstarfsemi Æskulýðsheim- ilis templara á Akureyri hófst í Varðborg þann 7. nóv. 1955. Eins og mörgum er kunnugt er starf- semi þessi aðallega tvenns konar, þar sem annar hluti hennar fer fram í námskeiðum, en hinn i leik- starfsemi við leikáhöld og dægra- dvalir. NÁMSKEIÐIN. 1. Námskeið í föndri fyrir börn 8—12 ára hófst 7. nóvember og voru nemendur 45. Kennsla fór fram í tveim flokkum, drengir sér og stúlkur sér, og var kennt í tveim stofum í efstu hæð Varð- borgar og tveim stofum á miðhæð. Aðalhráefnin, sem unnið var úr voru pappír, bast og tágar, sem Æskulýðsheimilið lét nemendum í té .Kennarar voru Sigriður Jóns- dóttir, Rebekka Guðmann og Her- mann Sigtryggsson. Námskeiðinu lauk 17. desember. 2. Námskeið í flugmodelsmíði hófst 6. janúar og voru nemendur 39 sem tóku þátt í því. Námskeið- ið fór þannig fram, að nemendur gátu komið á hverju kvöldi og haft aðgang að smíðastofum heim- ilisins, en kennarinn mætti þrisvar í viku til leiðbeininga. Námskeiðið stóð ekki neinn ákveðinn tima og gátu því nýir nemendur komið hvenær sem var. Mánaðargjald var kr. 30.00. Fjölmargar svif- fiugur vom búnar til af ýmsum stærðum. Kennarar voru Dúi Eð- valdsson og Pétur Eggertsson. — Smiðastofurnar voru opnar til 20. marz. 3. Námskeið í skugéaskurði hófst 6. janúar og voru nemendur 22. Kennsla fór fram í tveim flokkum, yngri og eldri flokk, og var kennt í þrem stofum á miðhæð Varð- borgar. Aðallega voru búin til hillubretti (munu þau hafa verið 32), borðplötur, gardínukappar o. fl. Kennari var Jói) Bergsson. — Námskeiðjnu lauk 22. janúar. 4. Námskeið í ljásmyndun hófst 11. janúar og voru nemendur 29. Kennt var í þrem flokkum og var nemendum kennd meðferð ljós- myndavéla úti og inni, svo og að kopiera, framkalla og stækka ljós- myndir. Tvær stofur voru teknar undir þetta námskeið og var ljós- myndað í annarri þeirra, en hin var myrkrastofa og aðalvinnuher- bergi. Kennari var Kristján Hall- grimsson ljósmyndari. — Nám- skeiðinu lauk 27. febrúaar. 5. Námskeið í þjóðdönsum hófst 27. janúar og voru nemendur 66, aðallega 12 ára og yngri. Kennsla fór fram í stóra salnum í Skjald- borg og voru kenndir bæði is- lenzkir og erlendir dansar. Nokkr- ir nemendur af námskeiði þessu sýndu þjóðdansa á barnaskemmt- un er barnastúkurnar á Akureyri héldu í Samkomuhúsi bæjarins. — Kennari og stjórnandi sýningar- flokksins var Ásdís Karlsdóttir. -—- Námskeiðinu lauk 7. marz. 6. Námskeið í skák hófst 15. febrúar og voru nemendur 27, flestir 16 ára og yngri. Kennsla fór fram í einum flokki. Seinni hluta námskeiðsins tefldu félagar úr Taflfélagi Akureyrar fjölskákir og einnig voru skákkeppnir milli nemenda. Aðalkennari nám- skeiðsins var Jóhann Snorrason. Því lauk 19. marz. LEIKSTOFURNAR. Leikstofur Æskulýðsheimilis Leiðangur sá, sem fyrir viku síðan hélt til heimkynna heiða- gæsarinnar í Þjórsárverum, undir stjórn Dr. Finns Guðmundssonar, kom aftur til bæjarins í gærkveldi (fimmtudag). Sagði dr. Finnur við komuná'"híngað', áð ferðin hefði gengið að óskum, þrátt fyrir ei-gð-Veðurskilyrði, og að árangur af srarfi leiðangursins hafi orðið m jög. góður___ Auk dr. Finns voru í leiðangrin- um þeir Björn Björnsson, fyrrv. kaupmaður, sem kunnur er fyrir ljósmyndir sínar af fuglum, og tveir Menntaskólanemendur, Jón Baldur Sigurðsson og Agnar Ing- ólfsson. Voru þeir dr. Finni eink- um til aðstoðar'við athuganir hans og rannsóknir. Eins og áður hefur verið skýrt frá veitti varnarliðið í Keflavík aðstoð sína með því að láta í té tvær þyrilvængjur og ýmsan annan nauðsynlegqn útbún- að. Var fyrst slegið upp tjöldum að Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, og þar höfðu þyrilvængjurnar aðset- ur, en síðan fluttu þaer lei^angurs- menn inn í Þjórsár.ver. Dr. Finnur sagði, að heldur hefði verið kuldalegt um að litast í óhyggðum, snjpr víða á jörðu og frost um nætur. í leitarmannakof- anum i Þjórsárverum hefði verið þykk íshella á gólfi. Leiðangurs- menn dvöldu í tjaldi og leið vel og varð engum á neinn hátt meint af dvölinni þar efra. Allan tímann, sem leiðangurinn dvaldi undir Hofsjökli, var veður mjög risjótt, sífellt hvassviðri með snörpum éljum, slyddu og snjó- komu. Ekki hamlaði þetta þó störfum eða ferðalögum leiðang- ursmanna um varpstöðvarnar. Hins vegar hefði hvassviðri og slæmt skyggni komið í veg fyrir, að þyrilvængjurnar gætu farið eins margar ferðir frá Ásólfsstöð- um og inn í Þjórsárver eins og ráð var fyrir gert. T. d. var ráðgert, er leiðangursmenn höfðu verið fluttir á varpstöðvarnar, að færa þeim aukinn matarkost daginn eftir, föstudag, en ekki var viðlit að hreyfa þyrilvængjurnar fyrr en á templara voru opnaðar 10. nóv- ember og voru opnar þann dag kl. 8—10 e. h. Fyrir jól voru leik- stofurnar opnar kl. 5—7 e. h. fyrir 11—15 ára og kl. 8—10 e. h. fyrir 16 ára og eldri tvisvar í viku, og voru þær með sömu leiktækjum og undanfarna vetur, en þann 19. janúar var að nýju opnuð lesstofa og bókasafn heimilisins, og hafði því nú aukizt mjög bókakostur frá því að það var opið síðast. Bóka- útlán voru samtals 520 frá 19. til 20. marz. Alls sóttu 1450—1500 gestir Æskulýðsheimili templara í Varð- borg í vetur. Starfsemi Æskulýðs- heimilisins lauk 12. apríl. mánudag. Voru leiðangursmenn því orðnir matarlausir og lifðu í tvo daga á gæsareggjum, svarthak og kjóa, sem þeir skutu sér til matar. Höfðu verið gerðar ráðstaf- anir til þess að fljúga á mánudag- inn yfir svæði það, sem þeir dvöldu á, í tveggja hreyfla flugvél, og kasta matvælum niður til þeirra, en þar eð þyrilvængjunni tókst að komast til þeirra þann dag, þurfti ekki að grípa til þess róðs. An þyrilværigjánná hefði för þessi ekki verið farin um hávarp- tímann, sagði dr. Finnur, og lagði hann sérstaka áherzlu á, að flug- mennirnir tveir, sem stjórnuðu þyrilvængjunum, hefðu sýnt sér- stakan dugnað og kunnáttu, en þeir voru Catain Phillips og Cap- tain Harper, báðir úr landher Bandarikjanna. Á fimmtudags- kvöld, þegar dr. Finnur fór úr Þjórsárverum til byggða, var flog- ið í hörðum snjóbyl alla leiðina til Ásólfsstaða. Þetta er í fyrsta skipti, sem hægt hefur verið að heimsækja þessar miklu varpstöðvar heiða- gæsarinnar um hávarptímann, og hefðu þeir félagar nú vel getað at- hugað hætti þessa merka fugls meðan hann er við varp. Einnig hafi nú verið auðvelt að ákveða fjölda þeirra fugla, sem þarna verja árlega, þar sem hægt var að lita yfir stórt svæði í einu og telja hreiðrin. Þetta var tiltölulega auð- velt sökum þess, að karlfuglinn stendur jafnan við hreiðrið, en fuglinn er nokkuð stór og áber- andi og sést langt að í sjónauka. Áætlar dr. Finnur, að bér um bil 3000 pör hafi verið við varp á þessum slóðum. Þá hafi nú verið hægt að ganga úr skugga um með- alfjölda þeirra eggja, sem heiða- gæsin verpir, en þetta hafi áður verið fuglafræðingum ókunnugt. Þannig hafi tekist að fá ýmsar upplýsingar, sem áður voru ekki fyrir hendi, um hætti heiðagæsar- innar og leiðangurinn því reynzt hinn árangursríkasti, sagði dr. Finnur Guðmundsson að lokum. Varplcnd heiðagæsanna i Þjórsárveri Leiðangur Finns Guðmundssonar kominn til byggða Hvers vegna eru niðurstöður rannsókna ekki birtar? í júlí 1955 kom út hjá FAO, matvæla- og landbúnaðarsamtök- um Sameinuðu þjóðanna 65 blað- síðu ritgerð á ensku um beinaveiki í íslenzkum kúm eftir skozkan vísindamann W. Lyle Stewart að nafni. Hann var hér á landi árið 1954 —55 í lengri tíma og mun vera mörgum bændum að góðu kunn- ur. Ástæðan til að hann kom hing- að var, að rikisstjórn okkar fór þess á leit við FAO, að hún sendi sérfræðing í vöntunarsjúkdómi hingað til lands. Við munum þeg- ar nokkuð almennt hafa notið góðs af rannsóknum hans, vegna endurbóta á steinefnablöndu, sem er látin í fóðurblöndu og nú selst sem Stewart blanda. Skýrsla hans vekur hjá manni margs konar um- hugsun um það, sem er sérstakt í veðurfari um jarðveg og búskap- arhætti þessa lands og heilabrot um hvernig bezt verði bætt úr ýmsum vanda. Álit hans um íslenzka kúakynið er, að það í reynd er of mjólkur- lagið og hefur það sameiginlegt með Jerseykyninu að geta mjólk- að sig dautt og gerir það líka ískyggilega oft, því íslenzkt gras og hey, verkað úr því, er mjög auðugt af auðmeltanlegum eggja- hvítu- og kolvetnasamböndum, en yfirleitt mjög rýrt af steinefna- og málmsaltasamböndum og þá sér í lagi úr nýræktum. Meginástæðan fyrir því mun vera hinn lági jarð- vegshiti og víða of lítið úrkomu- magn yfir gróðrartímann. Það mun oftast vera hægt að hækka fosforsýruinnihald grassins og heyjanna með áburði, en ein- hlítt er það ekki, því í mörgum tilfellum vex aðeins magn en ekki gæði heysins. En meginskorturinn er vana- lega kalk og með óbreyttum bú- skaparháttum mun hann ágerast með hverju ári, því köfnunarefnis- áburðurinn, sem nú er notaður, gerir kalkforða jarðvegsins ónot- hæfan fyrir plönturnar, og þess vegna þurfum við að leggja mjög ríka áherzlu á, að sementsverk- smiðjan, sem nú er verið að byggja á Akranesi framleiði á- burðarkalk á hóflegu verðj, því annars er hreysti bústofnsins og gróðurmagn túna í veði innan fárra ára á flestum bæjum, en það mikið steinefnamagn almennt í heyjum, að það muni fullnægja hámjólka kúm. Það er í sjálfu sér ágætt að steinefni er bætt í fóðurblöndur, en kýr þurfa einmitt á því að halda þegar þær eru lágmjólka og geldar og þess vegna mun það oftast reynast bezt að skammta daglega blöndu af steinefnum, málmsöltum og D-fjörefni, miðað við efnagreiningu á heyinu yfir veturinn, því á milli þessara efna þurfa að vera viss hlutföll, ef vel á að fara til lengdar. í Bretlandi og Noregi og líklega víðar rekur ríkið og bændasamtök efnarannsóknarstofur svo bændur þar geta snemma á haustin áætlað fóðurbætiskaup sín og sett saman rétta steinefnablöndu. Búnaðardeild Háskólans mun upphaflega hafa verið ætlað slíkt hlutverk og í fyrrnefndri ritgerð munu vera um 174 steinefnagrein- ingar gerðar hjá henni og ein á heyi af nýrækt hjá mér og það hefði verið mér gulls ígildi að hafa vitað fyrir nokkrum árum hve sorglega lítill fosfór var í því. Eg man ekki eftir að hafa séð eða heyrt auglýsingar frá þessari stofnun, þar sem hún leggur áherzlu á að bændur láti efna- greina hey sitt, vott eða þurrt, svo þeir geti snemma á haustin áætlað fóðurgildi þess. Hvergi í heiminum mun þó vera jafn knýjandi þörf til þess og hér. Því mun vera borið við að ekki sé til neitt fé til slíkra athuguna, og er það heimskuleg afsökun, því allir sjá hve heimskulegt það er að spara fé í slíkum tilgangi, og fjármagn hefur verið til og er til. Við munum ekki hafa efni á því að láta. vinnapdi. menn til sveita og sjávar vera. setta hjá á pllum sviðum, jafnt fjármagns, sem fræðslu, og þess vegna hefur það verið mér gleðiefni að geta velt fræðslu þessarar ritgerðar í huga mér, en það er líka orðin áleitin spurning hjá mér. Hvers vegna er slíks rits hvergi getið opinberlega en geymt eins og margar aðrar innlendar og erlendar skýrslur í skrifstofuskápum í Reykjavík, engum til gagns. Eg mun ekki gera tilraun til, að rekja innihald skýrslunnar, hún mun að líkindum vera í höndum dýralækna landsins. Eg vil aðeins minna á að mjög góða raun hefur það gefið að gefa fjörlitlum og fóðurvana kúm og kvígum ásamt beinveikissjúklingum, 85 grömm á dag af Stewart-blöndunni, og með aukinni nyt hafa þær vanalega margborgað tilkostnaðinn. Auk þess er svo sú ánægja, sem hver bóndi hefur af að virða fyrir sér hraustan og arðsaman búpening. Ejnar Petersen, Kleif. Afgreiðslnmaður Okkur vantar duglegan af- greiðsluniann, nú [tegar. KjÖT & FISKUR. STÚLKUR! Þær stúlkur, sem unnu í uiðursuðuverksmiðju okkar sl. sumar og ætla að vinna hjá okkur nú, eru beðnar að gefa sig fram fyrir hclgi. K. JÓNSSON & CO. h.f.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.