Dagur - 06.06.1956, Blaðsíða 4

Dagur - 06.06.1956, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 6. júní 1956 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Fyrsta boðorðið til endurreisnar NÍTJÁNDI SJÓMANNADAGURINN var há- tíðlegur haldinn um land allt á sunnudaginn var. Svalt en kyrrt veður var á Norðurlandi. Lítilsháttar hafði snjóað í fjöll en gras og annan gróður mun þó ekki hafa sakað. Sjávarútvegurinn, sem er stærsti og mikilvægasti útflutningsatvinnuvegur þjóðarinnar, er illa staddur um þessar mundir. Hann er rekinn með ærnum styrkjum, eins og aðrir atvinnuvegir landsmanna. Menn megi þó engan veginn gleyma mikilvægi hans eða þýðingu í þjóðarbúskapnum. Hann gefur mestan hluta gjaldeyristeknanna og stöðvun hans mundi á skömmum tima leiða yfir okkur algert gjaldþrot. Fiskiveiðar og landbúnaður hafa frá fyrstu tið verið aðalatvinnuvegirnir og raunar þeir einu fram- an af, og þeir eru það enn í dag. Segja má að sjómennirnir séu í fremstu víglinu. Þeir eru vel búnir skipum og veiðitækjum og þeir draga björg í bú. En heimatilbúnir erfiðleikar hafa að vissu leyti sett blett á íslenzka sjómannastétt með því að þurrka út arðvænlegan rekstrarmögu- leika báta og skipa. Hin öra og fumkennda efnahagsþróun siðustu ára, allmargra, hefur á vissan hátt yaldið alvarlegu tjóni fyrir sjávarútveg, landbúnað og fleiri atvinnu- greinar. Hún hefur slævt mjög virðingu manna fyrir heiðarlegustu og sjálfsögðustu atvinnuvegunum. Hún hefur, gagnstætt réttu eðli, metið meira hina mjúku hönd en þá hörðu og sigg-grónu, metið meira langa skólagöngu en erfiða og reynsluríka lífsbar- áttu og með allri virðingu fyrir hvers kyns íþrótt- um, metið meira að stökkva hátt upp í loftið og kasta sleggju en fletja fisk eða hlaða heyvagn. Þessi óheillaþróun í hugsunarhætti hefur laðað fólkið meira til skrifstofustarfa en á haf út að veiða fisk. Hún á þátt í því að skapa hið áður óþekkta lífsviðhorf, að það sé raunar óþarfi að vinna. Bein afleiðing af þessu eru þær þúsundir Islendinga, sem eru „flottræflar“ af verstu tegund. En þótt þjóðfélagsmeinsemdir smjúgi hvarvetna inn og sýki dáð og drengskap í öllum stéttum þjóð- félagsins, stendur sjómannastéttin á gömlum og nýjum merg, hraust, djörf og fengsæl. Hún er mátt- arstólpi þjóðfélagsins og verðug allra góðra hluta. Sjómannslífið er æfintýri og íþrótt og ætti að vera ungum mönnum eftirsóknarvert. Sú er þó raunin á, að um 1200 útlendingar eru hér á landi við allskonar störf og flestir á skipa- og bátaflot- anum. Á sama tíma gengur margfalt stærri hópur íslendinga iðjulaus í landi. Hið fyrsta og sjálfsagðasta boðorð allra þeirra góðu manna, sem heilhuga vilja vinna að heill og hamingju þessa lands, er að gera sér ljósara en verið hefur, að á Islandi er ekki hægt til langframa að lifa án þess að vinna. Þess vegna eigum við að hefja vinnuna til nýrrar virðingar. Þjóðartekjurn- ar og réttlát skipting þeirra eiga að tryggja öllum landsins börnum góða lífsafkomu á komandi dög- um, ef þetta fyrsta boðorð gleymist ekki í háværu vopnabraki stjórnmála og stéttabaráttu yfirstand- andi tíma. Megi heill og hamingja jafnan fylgja íslenzkri sjómannastétt. Ilialdið skerst úr leik SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur þá furðulegu afstöðu í varn- armálunum, að hafna margyfir- lýstri stefnu Islendinga (að þeim sjálfum meðtöldum) að her skuli ekki vera hér á friðartíma. Þeir leyfa sér jafnvel að halda því fram, að í þessu máli hafi verið tekin einhver skyndiákvörðun. í 7. grein varnarsamningsins er ákveðinn uppsagnarfrestur. Is- lenzkir stjórnmálamenn, þar á meðal Eysteinn Jónsson og Her- mann Jónasson, hafa marglýst yfir þeim fasta ásetningi, að varnarlið- ið færi úr landi, samkvæmt þess- um samningi, þegar þær aðstæður sköpuðust, sem nú eru fyrir hendi í heiminum. Jafnvel Bjarni Benediktsson skrifaði um þetta atriði í vetur og sagði að herinn ætti að fara og vitnaði af því tilefni í samþykktir ungra Sjálfstæðismanna, sem samþ. einróma á fjölmennum fundi þá ályktun að tími væri þeg- ar kominn til þess fyrir Islendinga að segja varnarsamnngnum upp. Nú hafa Sjálfstæðismenn snúið við blaðinu og segja að við getum ekki lifað í landinu nema með til- styrk varnarframkvæmda. Þús- undir manna verði atvinnulausar Þetta er ósæmandi áróður í landi, þar sem tilfinnanlegur skortur er á vinnuafli. Þetta er sagt á sama tima og 1200 erlendir verkamenn hafa verið ráðnir hingað til margs- konar nauðsynlegra starfa. Þessi hugsunarháttur og þessi áróður er ekki samboðinn Islendingum. Hver kjósandi í landinu mun svara þessu 24. júní næstkom- andi. „Svanasöngur í Brekku“. „v“ skriíar blaðinu að þessu sinni á þessa leið: „liros bœjarins.“ Þvf miður tók 1. júní og bræður hans kuldalega blíðu brosi Kirkju- brekkunnar, sem þó hafði keppzt við að opna.faðm sinn mót sól og sumri, — þrátt fyrir það þótt „fegr- unarvöld" bæjarins sjálf hefðu gleymt að vekja og glæða bros henn- ar á páskurium, sumardaginn fyrsta og hvítasunnu — enn einu sinni! Bros, eru þó svo ódýr! En dásamlega örvandi, gleðjaridi og þroskandi! Óg hvers vegna skyldi Akureyri spara bros sitt við brekkunni og bæjarbúum yfirleitt? — En — senn kcmur 17. júní! KirkjubrélŒán. Ég hef. svo oft minnzt á Kirkju- brekkuna undanfarinn áratug full- an, að ég mun nit senn hafá „lokið máli mínu“ — og sennilega fyrir fullt og alltí Og í fýrra endurtók ég llest af því í smá-fokdreifum (27. apríl, í júní og 12. júlí). Var þar drepið á flest það, sem miður fer, og enn'er ólokið að fegrun brekk- unnar, en verður að sinna tafar- laust! Skal því hér að lokum endur- tekið sumt af þessu til varanlegrar áminningar. Kirkjutröppurnar. Þær voru í öndverðu ekki nógu vandaðar og þurfa nú mjög mikillar viðgerðar. Brúnirnar beggja megin (kantarnir) allt of veikar og þola tæplega festingu íánastanganna. Stallarnir hafa hvorki verið steyptir né hellulagðir, — sent sjálfsagt liefði þó verið, — og safna því for og poll- um í rigningartíð og stór-lýta tröpp- urnar á allan hátt! — Hellulagning ætti |)ó að vera fljótgerð, og verður hún nú sennilega framkvæmd sam- liliða nauðsynlegri viðgerð tröpp- unnar! — Ég hef áður drépið á, hve kirkju- tröppurnar, þessi „einstœði stofn mikillar og glæsilegrar bœjarprýði‘þ. hafa verið vanræktar mjög og marg- víslega! M. a. hve liandriðið í miðju spillir öllum svip tröppunnar! Sést það t. d. mjög greinilega þessa dag- ana, þar sem hefli hefur verið rennt yfir handriðið, svo það er nú áber- andi hvxtt og sýnilegt! — Hér hljóta augu máttarvalda bæjarins og íegr- unar-aðila þeirra að að opnast, — á næstunni! „Ganila rabbið." í júlí-fokdreifum mínum í fyrra drap ég á tvenn nýmœli í „rabbi mínu“l Var annað urðin mikla á vegamótum ofarlega í Kaupvangs- stræti, og hitt skriðan óhrjálega upp að kirkju(svaðinu)! Nú helur urðin verið jöfnuð nokkuð — og þar hálflokið ein- hverri framtíðar-liugmynd. En liér er enn margt og mikið eftir, — ekki sízt kirkju-megin, og urnhverfis kirkjuna! — Hve lengi á sú víta- verða vanræksla að vara? Boglinur Brelikunnar. Þá kem ég að lokum að því, sem ég lief velt fyrir mér árum saman, en dregið að hreyfa við því, þar sem ég bjóst við, að það myndu réttir aðilar gera þegar í stað! Eiti mesta prýði kirkjubrekkunn- ar voru ætlaðar lrá öndverðu — og eru enn að nokkru leyti — liinar reglulegu boglinur brekkuþrep- arina, sem talsvert hefur verið vand- að til frá upphafi! — En fyrir fáum árum, er loks — eftir „sífellt rabb“ — var vikið að því að tyrfa hin tvennu ljótu íleiður í neðstu þrep- unum sunnan tröppunnar, og þrep- unum síðan haldið áfrarn norðaxi hennar, hefði mátt búast þar við vönduðu verki, því að hagt var farið og mjög gætilega, að því er virtist, í fyrstu! En síðan, er norður fyrir tröppurnar kom, virtist sem öll verkhyggni yrði utangátta og unnið væri með lokuðum augum, þótt enginn hafi á það minnzt, op- inberlega — fyrr en nú! — Þá hefði auðvitað átt að halda áfram nýju þrepunum í sœmilega vel gerða boglínu inn eftir brekkunni að baki „Caroline Rest“ og láta þau að lokum hverfa þar inn í slétta „hlíðina". — En í þess stað voru öll þrepin, upp úr, þegar brotin i horn og tvíbrotin með skásneiðingu upp á við í beina línu inn eftir „hlíðinni"! Hér með var hinni fyrirhuguðu prýði brekkunnar svo umhverft og gerspillt, að allmiklir erfiðleikar munu verða á að bæta úr því! Lýsir þetta allt frámunaleg- um skorti á verkhyggni og verks- vöndun og algerðri örbirgð af feg- urð og smekkvísi! Vil ég svo ljúka„rabbi mínu" að jxessu sinrii — og sennilega fram- vegis — með sömu orðum og 12. júlí í íyrra: Hér skortir augljóslega ofur- lítið atriði — og eiginlega ekki ó- merkilegt heldur: þ. e. Heildarhug- sjón um fegrun Akureyrarbæjar!" Jón skrifar: Árum saman hefur Tivoli auglýst í útvarpinu á þessa leið: „Tivoli opnar í dag,“ o. s. frv., sþr. dönsk- una Tivoli aabner. Þetta er á íslenzku: Tivoli opnað í dag. Húsið opnar ekki, garðurinn Framhald á 7. síðú). VALD. V. SNÆVARR: Þegar þysinn hljóðnar „Enn er himnaríki líkt kaupmanni ein- um, sem leitaði að fögrum perlum, og er hann hafði fundið eina dýra perlu, fór hann og seldi allt, sem hann átti, og keypti hana." — Matth. 13, 45—46. Oll erum vér alltaf að leita að einhverju, sjálf- rátt og ósjálfrátt. Einn að þessu, lrinn að hinu. Kaupmaðurinn, sern textinn segir frá, var að leita að fögrum perlurn, og hann var svo hepp- inn að finna eirra dýra perlu, sem hann áleit jafnvirði alls þess, er hann álti, og ef til vill bet- ur þó. Hann selur þvi állar eigur sinar og liaupir perluna. — Vera má, að einhverjum, sern les eða hcýrir þessa dœmisögu, þyki kaupmaðurinn hafa farið ógeetilega að ráði sinu, er hann lét af liendi aleigu sina fyrir eina perlu. Perlan gceti hafa verið fegurri i sjón en reyncl og ekki eins verð- rtrccl og kaupmanninum sýndist i fyrstu. En eliki verður það ráðið af sögunni. En — mönnum get- ur svo setn missýnzt. Þeir geta oft girnzt ýmislegt, setn gengur i augun, en stenzt ekki próf reynsl- unnar. Menn hafa þvi oft lagt i sölur lif og heilsu fyrir einberan hégórnann, sem að visu hefur verið jafn fagur á yfirborðinu, eins og hann reyndist vita gildislaus, þegar á reyndi. Ei: hvers leita menn og eftir hverju scckjast. menn helzt? Við þeirri spurningú er tcepast hcegt að géfa eitt svar. Margir scekjast eftir að kaupa perlu a u ð l e g ð a r i n n a r og fórna jafn- vel heilsu sinni fyrir hana. Þeir virðast trúa þvi, sern oft er sagt, að „allt megi fá fyrir peningana". En það er ekki s a t t. Mal má kaupa fyrir peninga, en rnatarlyst ekki. Mjúka scstig, en svefn ekki. Skemmtanir, en gleði ekki. Lags- bracður, en vini ekki. Rólega daga, en innra frið ekki. — Margir sækjast eftir p e r lu v al d s - i n s og telja hana öðru verðmœtari. En — „ekki er hollt að hafa ból liefðar uppi á jökullindi,“ segir eitt skálcla vorra rneð sannindurn, enda rnunu valdhafarnir sjaldnast lengi scelir þess. — Þá sækjast sumir eftir perlu gle.ðinnar, — þerlu liinnar háværu, ytri gleði. Surnir selja jafnvel erfðaóðul sin, til þess að kornast i glaurn- inn. En hringiða glaumsirrs getur verið háska- sarnleg og freistingarnar þeirn ofurefli. „I glysinu og glaitmnum gildra er á laun, en æskan fer sér ólt. Og kvika er í straumnum. Það kostar marga raun að komast leiðar sinnar að marki.“ Eri hver er hún þá, hin dýra perla i dærnisög- unni? Jesús segir: „E n leitiðfyrst r i k i s hans (þ. e. Guðs) og réttlætis, og þá mun al It þ e t t a v e i t as t y ð u r að a u k i.“ (Matth. 6, 33). — It í k i G u ð s — það er þerlan, sem vér öll ætlurn að leila og kaupa hvaða verði sem vœri. Þá myrtdi oss veitast allt, sem vér þörfnumst að aulti. — Algóði Guð! — „K o m i þ i 11 r í lt i,“ — einnig til vor. Um grös Maga mínum er þannig farið, að hann lætur ekki bjóða sér allt. Þetta er mesti duttlungarokkur. Hann vill ekki steikt og brasað, kaffi er honum illa við, og brennivín læzt hann ekki vilja. Ef allir hefðu slíkan maga, væri óþarft að halda matreiðslunámskeið. „Nú heimta ég grasaysting og grasate", sagði ég við konuna, því að strákur minn hafði tínt grös í pokaskjatta í fyrrasumar. Konan hlýddi auðvitað. Og viti menn! Maginn hefur verið vanur því að reka upp allskonar mótmælaóp, ef honum hefur ekki líkað fæðið, en nú steinþagði hann, nema hvað hann sagði húrra og bravó. Fjallagrösin voru það bezta, sem hann hafði komizt í kynni við á sinni duttlunga- ævi. Ef eiginmenn ykkar, konur góðar, hafa uppreistar- gjarna leiðindamaga, þá ráðlegg ég ykkur að fara á grasaheiði í sumar. Eins og ^llir vita, er ást eigin- mannsins að allmiklu leyti matarást, og á sá hluti upptök sín í maganum. Þess vegna er ekki lítilsvert, að malakútur sé í sæmilegu lagi, en fjallagrös eru það bezta, sem hann fær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.