Dagur - 06.06.1956, Blaðsíða 7

Dagur - 06.06.1956, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 6. júní 1956 D A G U R i - Skýrsla um þvingun- arvinnu Húsmæðraskófinná Löngumýri (Framhald af 5. síðu). upplýsingum, sem fyrir hendi séu landi, Búlgaríu, Ungverjalandi, Rúmeníu, Júgóslafíu, umráðasvæði Portugala og í Suður-Afriku. Nú hafa Kína og Albanía bæzt í hóp- inn. I þessu sambandi bendir nefndin á, að álit hennar byggist að sjálfsögðu einungis á þeim frá þessum 12 löndum. Það sé engin ástæða til að halda, segir nefndin, að líkt ástand ríki ekki í öðrum löndum í heiminum, þótt ekki hafi borizt um það beinar kærur. Hinir ákærðu svara ekki. Gögn þau, sem nefndin byggir niðurstöður sínar á eru lög og reglugerðir frá viðkomandi lönd- um svo og vitnisburður manna, sem bera að þeir hafi verið dæmd- ir til þvingunarvinnu í fangelsum, eða í vinnubúðum. Um þetta at- riði segir svo í nefndarálitinu: „Með örfáum undantekningum voru sönnunargögn öll send við- komandi ríkisstjórnum. En í fáum tilfellum barst nefndinni nokkuð svar og engin tilraun var gerð af viðkomandi yfirvöldum að bera af sér kærurnar. Af slikri þögn verð- ur að álykta, að ákærurnar hafi haft við rök að styðjast.“ Kærur á hendur Kína um þving- unarvinnu voru nú í fyrsta sinni teknar fyrir í alþjóðlegri nefnd. Nefndin tekur fram, að hvað Kína snertir hafj. hún eingöngu byggt niðurstöður sínar á kínverskum Jögtiíh' og ségir: „Þungamiðjan í þessum lögum er, að menn, sem eru andvígir ríkisstjórninni — venjulega nefnd- ir „andbyltingarmenn“, „herra- garðseigendur" og „skriffinnsku- auðvald“ — má svifta stjórnmála- legum réttindum og gerð-ar eru tilraunir til að þvinga þá til að skipta um stjórnmálaskoðanir með hegningarvinnu." Nefndin er þeirrar skoðunar, að afleiðing þessara laga í Kína sé „útbreitt þvingunarvinnukerfi í fangelsum og vinnubúðum hins opinbera.“ Og nefndin bætir við: „Nefndin hefir gert sér ljóst, að í kínverskum lögum eru fyrirmæli, sem eiga að tryggja föngum og fólki í vinnubúðum góða meðferð, t. d. hvað snertir mat, læknis- hjálp, samband við fjölskyldu og mannúðleg meðferð á barnshaf- andi konum. En aðrar upplýsingar, sem nefndin hefir í höndum benda til þess, að þessum ákvæðum sé ekki ávalt fylgt í veruleikanum.“ ATVINNA! V antar unglingsstúlku til að gæta barns. Upplýsingar gefur Giinnar Kristjávssov. Sími 1455. PLÖNTUSALA við Eiðsvöll n. k. fimmtud., föstud. og laugardag kl. 9-12. LAUGARBREKKA. (Framhald af 1. síðu). námsmeyjanna, og samkvæmt ágizkun munu þeir að helmingi falla Skagfirðingum i skaut. En þegar litið var á nöfn nemenda á munum sýningarinnar, kom í ljós, að margir eru langt að komnir, en þó flestir úr Norðlendingafjórð- ungi. Þeirra á meðal gift kona og móðir úr Glerárþorpi, Þórunn Magnúsdóttir að nafni. Alls eru nemendur 35. Kennaralið skólans. Ingibjörg Jóhannsdóttir, for- stöðukona, kennir bókleg fræði, þvotta og ræstingu, Björg Jóhann- esdóttir kennir sauma og hannyrð- ir, Jóhanna Jóhannsdttir vefnað og vélprjón, Sigurlaug Eggertsdóttir og Hrönn Hilmarsdóttir kerina matreiðslu. Söngkennari er Árni Jónsson frá Víðimel og Jón Bergs- son frá Akureyri kenndi skugga- skurð á námskeiði. í stuttu samtali við forstöðu- konuna um skólann hennar, duld- ist ekki hinn brennandi áhugi fyr- ir starfinu. Og ferðamanni dylst heldur ekki sérstæðurpersónuleiki hennar sjálfrar og mjög ákveðin einkenni hins ábyrgðarmikla starfs, þótt hæglátri gamansemi bregði stundum fyrir. Að hlýða á og vinna. Skólastýran að Löngumýri legg- ur áherzlu á að æfa nemendur í starfi og bóklegu námi samtimis. I bóklegum kennslutímum eru nem- endur með handavinnu sína á lík- an hátt og yinnugefin húsmdðir hlustar á útvarp, en lætur ekki starf úr hendi falla. Úti við eru óþrjótandi ræktunarskilyrði. Þar var skurðgrafa að vinnu og gaman að sjá, að sandur var neðst í skurð inum. Þurrkunin er því auðveldari og vegur á móti þeim annmarka, sem hallalítið land hefur til rækt- unar. Skógur er að vaxa upp á skólalandinu og álmur, heggur og hlynur, sem sáð var til haustið 1954 dafnaði vel í fyrrasumar. — Heitar uppsprettur í Varmahlíð munu í sumar verða leiddar í skól- ann. Bílar sporlatir úr hlaði. Stór langferðavagn renndi í hlaðið að Löngumýri. Þar var - Þarfasti þjónninn Framhald af 5. síðu. góðhesti :i bak, eiga sinn drauma- liest. Að frádregnum þeim, sem yndi liafa af áflogum og ofstopa, munu flestir vilja vel viljugan, jafnvel fjiirugan, taumléttan, tauga- sterkan, og geðljúfan liest. Kröfur um ganghæfni eru mismunandi, einnig um orku til langferða. Kald- geðja klækjahesta á að strika út og ofsalegt íjör er sjaldan æskilegt. kominn 4. bekkur Kvennnaskólans í Reykjavík. Litli vagninn okkar stóð í hlaði, en „punkteraður" þeg- ar halda skyldi af stað. Bóndi af næsta bæ horfði á vandræði okk- ar skilningsríkum augum og sagði að bílar ættu vanda fyrir smábil- unum í hlaðinu á Löngumýri og tefði það stundum þægilega fyrir! En þegar hann hafði gengið úr skugga um að bilunin var „í al- vöru“ brást hann vel við og rétti hjálparhönd með ærinni fyrirhöfn þó. Það er gott að koma að Löngu- mýri. Öryggi og glaðværð fólksins, nýtt og gamalt í byggingum og húsbúnaði verkar aðlaðandi á komumann. Stofnandi skólans og forstöðukona, ungfrú Ingibjörg Jóhannsdóttir, hefur á sýnilegan og óyggjandi hátt tekið höndum saman við lærdóms- og þroskaþrá verðandi húsfreyja og mæðra með miklum árangri. 30. maí 1956.. FOKDREIFAR (Framhald af 4. síSu). opnar ekki, heldur er húsið opnað og garðurinn opnaður. Tekur auglýsingastofa útvarpsins við auglýsingum á hvaða hrogna- máli sem er? Ég hitti á dögunum mann, sem á heima í Byggðahverfi, og sjrurði hann: „Hvenær ætla þeir að tengja saman Byggðaveginn? Var ekki bæjarstjórn búin að santþykkja, að það skyldi gert í sumar?“ „Jú,“ sagði kúnningi rhinii, ',,en framkvæmdastjórnin er ekki alltaf mjög snögg upp á lagið. Það væri ekki vanþörf á að einhver slægi dug- lega í öxlina á henni.“ Hann stundi við og tók á sig stóran krók til þess að kornast heini til sín úr Mýrahverfinu. Bíil til sölu Nýuppgerður Ford-jeppi til sölu. — Uppl. hjá Málafluttimgsskrifstofu Jóvasar G. Rafnar og Ragnars Stembergssonar. Sími 1578. Skinnfóðruð karlmanns- úipa töpuð. Finnandi hringi vinsamlega í síma 1824. Bíll til sölu Chevrolet-vörubíll, nýupp- gerður, með nýjum mótor og skermum, model 1946, er til sölu. Upplv§Ingar gefur Hólmsteinn Helgason, sími 1826. Messað í Lögmannshlíðarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 287 — 314 — 137 — 335 og 203. Bílferð verður frá Grund í Gler- árþorpi kl. 1.30 e. h. — K. R. Messað að Bakka sunnudaginn 10. júní kl. 2 e. h. S. 1. lauéardaé voru gefin saman í hjónaband ungfrú Lucinda Gígja Möller Eiðsvallagötu 26 Ak. og Halldór Hallgrímsson sjómaður frá Dagverðará á Snæfellsnesi. Heimili þeirra verður að Odda- götu 3, Akureyri. Á föstudaginn var hófst veiðin í Laxá í Aðaldal. Um hádegi á* mánudag voru komnir 6 laxar á land, sá stærsti 18 pund. Brim hefur verið við ósinn sið- ustu daga og laxinn því ekki geng- ið. — ÍSKEX Vanillebragð Orangebragð Súkkulaðibragð Jarðarberjabragð Nýlenduvörudeild og útibú. .., Vandað peysufatasjal til sölu í Brekkugötu 7. Jóhanva Sigurðardóttir. Herbergi TIL LEIGU. Uppl. í sima 2395. '■ ■ ■ ? jj <»; ht; iiM , 4 j DRENGIR! FÓTBOLTARNIR eru komnir. Margar gerðir. Verð frá aðeins 54 kr. EINNIG: F ótboltapumpur, Reimar, Blöðrur 3 og 5, Reimarar á 5 krónur. Sevdum i póstkröfu. Brynj. Sveinsson h.f. GLADDING Kastlínur 15, 18, 25, 30 Ibs. Spinnlínur 12, 15, 20 lbs. Kaupið aðeins það bezta. Kaupið GLADDING Brynj. Sveinsson h.f. Síðastl. lauéardaé voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Sigurlaug Jakobs- dóttir, tannsmiður og Guðbrandur Sigurgeirsson húsgagnasmiður, bæði til heimilis að Engimýri 6, Akureyri. H jónaefni: Ungfrú Þórdís Tryggvadóttir, Þorsteinssonar í- þróttakennara Akureyri og Guð- mundur Ketilsson Aðalstræti 10, Isafirði. Lauéalandsskólinn. Handavinnu- sýning nemenda húsmæðraskól- ans á Laugalandi verður laugar- daginn 9. júní frá kl. 13—22. Leiðréttiné: Vísa þessi mis- prentaðist í síðasta blaði: Sjáltstæðið með kjafti oé kló kjörorð hefur smánað, þarf í nafnið upphafs-Ó! — Ólafur éetur lánað! (E. J.). I fréttum af aðalfundi KEA var vansagt frá kosningu í stjórn Menningarsjóðs. Bernh. Stefáns- son var endurkosinn og Brynjólf- ur Sveinsson í stað Hauks Snorra- sonar. Fimmtuéur. Á morgun verður Guðni Helgason bóndi á Kálfborg- ará í Bárðardal fimmtugur. Skóéræktarterð verður í Kjarna- skóg á fimmtudagskvöldið kl. 7,30 A laugardag í Miðhálsstaði kl. 3 e.h. Lagt af stað frá KEA. Rafmagnseldavél til sölu, tækifærisverð. Afgr. vísar á, DANSLEIKUR úerður haldinn að Sólgarði laugardaginn 9. júní og hefst kl. 10 eftir hádegi. Hljómsveit leikur. Veitingar á staðnum. DALBÚINN. ÁLFADR0TTN- INGARKÖKUR Elúsmæður! Reynið þessar gómsætu formkökur. Aðeins 9.50 pakkinn. Ný lenduvörudelidin og útibúin. TANNKREM! Kaupið tannkremið í rauðu hulstrunum. — 4.50 túban. Innlend framleiðsla. Nýlenduvörudelidin og útibúin. Knapanum þarf líka að kenna. Fátt mun unglingum hollara í tómstundum en annast reiðhestinn sinn og koma honum á bak öðru hvoru, en tilsögn í tamningu, ásetu og birðingu, er ungum mönnum ekki síður nauðsynleg en reiðhests- efnum tamningaskólinn. Rakvélablöð á aðeins kr. 0.25, stykkið. VÖRUHÚSÍÐ H.F. L Hraðsuðukatlar á kr. 110.00 og kr. 215.00. VÖRUHUSIÐ H.F. L

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.