Dagur - 12.09.1956, Síða 4

Dagur - 12.09.1956, Síða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 12. sept. 1956 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON. Afgreiðsla, auglýsingar, innbeimta: Þorkell Bjömsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Gjalddagi er l. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Skæruhernaður stjórnar- andstöðunnar ENGUM, SEM FYLGZT hefur með málflutn- ingi Sjálfstæðisfl. undanfarna mánuði, dylst, að veruleg breyting hefur orðið á vinnuaðferðúm í þeim herbúðum. Um og eftir kosningarnar í sumar var íslenzkum málefnum meiri gaumur gefinn á erlendum vettvangi en áður hefur verið. Stafaði það einkum af samþykkt Alþingis um endurskoðun varnarsamningsins við Bandaríkin frá 1951 og þeirri yfirlýsingu þingsins, að samn- ingnum bæri að segja upp ef ekki semdist, svo sem við höfum fulJan rétt til samkvæmt ákvæð- um samningsins sjálfs. Var þessi afstaða okkar túlkuð á ýmsan veg erlendis og oft af vanþekk- ingu eða byggt á röngum og villandi upplýsing- um, sem fengust héðan að heiman. Starfsmenn Morgunblaðsins og Vísis sendu erlendum stórblöðum hverja rosafréttina af annarri um þessi mál. Var fréttum þessum hagrætt og þær litaðar af flokkshagsmunum Sjálfstæðisflokksins og þeim síðan slegið upp hér heima sem áliti útlcndinga. Gekk svo lengi og var málstaður Islands affluttur og rangtúlkaður. Svo langt gekk þessi áróðurs- herferð, að mönnum gat ekki dulizt um síðir, hvað hér var að gerast. Ekki minnkaði bægslagangurinn þegar myndun hinnar nýju ríkisstjórnar tókst. Keyrði þá fyrst um þver- bak. Svo virtist sem sigur yfir andstæðingun- unum ætti að vinna í cinni lotu með skyndi- áhlaupi. Nú er öllum ljóst orðið, að þessu herbragði íhaldsins lyktaði eins og til þess var stofnað, það mistókst með öllu. Þess vegna er nú skipt um áróðursaðferðir. MÁLSTAÐUR OG AFSTAÐA ÍSLANPS var affluttur og rangtúlkaður í þeim tilgangi að spilla fyrir sambúð landsins og Vesturveldanna. Einskis hefðu þessir ötulu starfsmenn Sjálfstæðisflokksins óskað fremur en að Vesturveldin gripu til hefnd- arráðstafana gagnvart okkur. Þeir óskuðu bein- línis eftir erlendri íhlutun um íslenzk málefni. Þannig er þá komið afstöðu þess flokks, sem kennir sig við sjálfstæði. í hinni gagnmerku ræðu, sem forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, flutti við embættistöku sína hinn 1. ágúst síðastliðinn, tók hann þessi mál m. a. til umræðu og leiðrétti þær missagnir og rangtúlkun, sem átt höfðu sér stað á erlendum vettvangi. Er ekki að efa, að meira mark hefur verið tekið á orðum hans en á röngum upplýsing- um frá starfsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Það sem hann sagði var skoðað sem rödd þjóðarinnar eins og eðlilegt var. Ber að fagna því að svo skyldi til takast. Eftir það hefur erlendu rosa- fréttunum um ísland fækkað og nú sjást þær ekki lengur. Athyglisverð er sú staðreynd, að starfs- menn Morgunblaðsins og Vísis hafa ekki sent fréttir af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efna- hags- og dýrtíðarmálum til erlcndra stór- blaða. Það hefur víst ekki þótt heppilegt til framdráttar hagsmunum hinnar „hörðu stjóm arandstöðu". I stað þess hefur styrjöld fhaldsins nú snúist upp í skæruhernað hér heima fyrir. Nú er allt kapp lagt á það að rægja saman bændur og verka menn og þá gegn ríkisvaldinu. ALLT KAPP hefur verið lagt á það, af málgögnum Sjálfstæð- isflokksins, að gera hinar nýju ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í dýrtíðarmálunum tortryggilegar í augum launþega og bænda. Ýmist er það staðhæft, að bænd- ur stórtapi á þessum aðgerðum, eða þá að verkamenn hafi verið svjknir um réttlátar kjarabætur sem þeim.bar samkvæmt saran- ingum og þurfi auk þess að greiða aukna skatta til þess að starida- straum af niðurgreiðslum landbúnaðarafurða, en bændur sleppi skaðlausir. Annað veifið er því syo haldið fram, að verið sé að framkvæma tillögur Sjálf- stæðisflokksins, sem þeir báru fram í síðustu ríkisstjórn. Þannig er tvísöngurinn iðkaður dag frá degi. Sýnir þessi málflutningur raunar betur en nokkuð annað, að flokkurinn á sér engin stefnu- mál, engin önnur en þau að brjóta á bak aftur þá ríkisstjórn, sem hefur tekið sér fyrir hendur að bjarga efnahagsmálunum frá algjöru hruni. Flestum er það því ljóst, að stefna flokksins er ekki miðuð við vilja fólksins, sem hef- ur stutt hann til áhrifa, heldur af gróaðhyggjumönnum höfuðborg- arinnar, sem meta fjárhagslega eiginhagsmuni ofar öllu. Áfram- haldandi verðbólga er þeirra lifi- brauð. Þeim er það lífsspursmál, að Sjálfstæðisflokkurinn eflist til áhrifa og valda, svo að þeir. verði ekki truflaður ífjárplógsstarfsemi sinni. Þeirra höfuðmarkmið er því að sölsa völdin undir Sjálf- stæðisflokkinn á ný, hvað svo sem það annars kann að kosta allan alrrienning og þjóðina í heild. — Hinar áhrifaríku að- gerðir hinnar nýju ríkisstjórriar virðast hafa fjarlægt óskadraum og höfuðmarkmið stjórnarand- stöðunnar. Frá Knattspyrnumóti Norðurlands Húsvíkingar hafa nú heimsótt Akureyrrnga til knattspyrnu- keppni. Háðu þeir tvo kappleiki, þ. e, við „KA“ og „Þór“. Lauk léiknum við „KA“ með 5 mörk- um gegn 0 „KA“ í vil, en leikn- um við „Þór“ með 6 gegn 1 marki fyrir „Þór“. Ekki gefur þessi markafjöldi rétta hugmynd um gang leiksins, því að „Völs- ungar“ i áttu oft góðan leik og skemmtilegan; samleik og ágengni með festu og góðri hugs- un fyrir uppbyggingu. Voru áhlaup þeirra allvel uppbyggð, en enduðu oftast utan vítateigs vegna auðsýnilegrar vöntunar á æfðum „skyttum“ og hörkuvarn- ar Akureyringa með markjöfur- inn Einar Helgason efst á varn- arlista. Heildargeta „Völsunga" virt- ist þó lítið minni en Akureyringa í þessum tveim leikjum, en þeir áttu hins vegar betri einstakl- inga og fleiri; einstaklinga, sem mörgum þeim, er vit hafa á, finnst að mundu sóma sér vel og skipa stöðu sína fullkomlega í landsliðsflokki knattspyrnunnar. Auðsætt var, að „Völsunga“ skorti marga hverja æfingu ,enda er mér tjáð, að lítið hafi verið hægt að æfa þar eystra undan- farið utan síðastl. hálfan mánuð. Valda því vitanlega atvinnu- hættir leikmanna. En harðir voru þeir af sér og úthald í leik með bezta móti. — Mætti segja mér að þeir yrðu brátt leikmenn góðir og sigursælir með bættum æfinga-möguleikum. — Mistæk- ur fannst mér leik-dómarinn vera og þá sérstaklega í fyrri leiknum. Eftirtekt ábótavant og stjórn leiksins þar af leiðandi í molum. Eiga línuverðir vissulega sinn þátt í því. — Seinni leikinn dæmdi hann mikið betur og lét oft allmjög að sér kveða. Var sá leikur allharður á köflum og tíðar vítaverðar aðgerðir beggja liðanna, og þá sérstaklega „Þórsmanna", sem hann tók réttum tökum, að áliti margra áhorfenda. Sérstök ástæða hefði verið til að hafa lækni á vellinum af hálfu mótsstjórnarinnar, þar sem um kappleik var að ræða. Það fór líka svo, að 2 „Völsungar" urðu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, annar á höfði, en hinn á öxl eða handlégg og virtust þau meiðsl all-veruleg, (máske brot á viðbeini eða öxlin gengið úr liði)? En þeirri lagalegu eða a. m. k. sjálfsögðu skyldu að hafa lækni til öryggis og aðgerða á hlotnum meiðslum leikmanna, virðist mótstjórnin annað hvort hafa hundsað eða gleymt, sem og hiriu, að mæta sjálf á völlinn svo virk, að hún kæmi hinum slös- uðu til aðstoðar og flytti þá til læknisaðgerða. Fyrir því urðu Húsvíkingar sjálfir að sjá í eigin bíl og eru það lítil meðmæli mótstjórnar. Ef til vill er það við tekin venja hér að hafa ekki lækni viðstaddan á kappleikjum og mun það ,ef svo er, nær eins- dæmi, venja, sem vitanlega er sjálfsagt að leggja niður. Meiðsli, sem fyrir geta komið í knatt- spyrnukappleikjum, eru þess eðlis að læknishjálp, sem fyrsta hjálp, getur hæglega gert út um framtíðarheilbrigði hins slasaða leikmanns. Um gang leikjanna tveggja og einstaka leikmenn ætla eg ekki að ræða. Það munu aðrir gera, sem þekkja leikreglur og leik- menn betur en eg. Hins vegar get eg sagt, að eg bjóst við mikið betri leik Akureyringanna yfir- leitt á þessu móti, en raun varð á, vegna þess að eg var svo hepp- inn að sjá hinn glæsilega leik þeirra gegn úrvali knattspyrnu- (Framhald á 7. síðu). Heilsuverndarstöð Akureyrar Fimmtudaginn 13. sept. 1956 hefur Heilsuverndar- stöð Ákureyrar nýjan þátt í starfsemi sinni, sem er eftirlits- og ráðleggingarstarfsemi fyrir barnshafandi konur. Starfsmenn stöðvarinnar við þessa starfsemi verða þau Bjarni Rafnar læknir og yfirljósmóðir fæð- ingardeildar Fjórðungssjúkraluiss Akureyrar. Fyrst utn sinn fer starfsemi þessi fram á fimmtudögum kl. 4—5 e. li. í santa húsnæði og Berklavarnirnar eru nú, og er barnshafandi konum ráðlagt að snúa sér þangað til athugunar eftir þrjá fyrstu mánuði meðgöngutímans. Þar sem starfsemi þcssi getur komið að miklu gagni, vonar-Heilsuvermiarstöðin að.sem flestar barnshafandi konur notfæri sér hana. (Frá héraðslækni). (Jr nágrenninu í góðviðrinu sunnudagsmorguninn 9. þ. m. lagði v.b. lijörgvin af stað frá Ilalvík til Ólafsfjarðar með presta, safnaðarfuiltrúa og fleira lóik, en þar átti að endurvígja kirkjuna og lialda hinn árlega héraðsfund F.yjafjarðarprófastsdæmis að þessu sinni. Núverandi Ólafsfjarðarkirkja er fyrsta kirkjan, sem byggð hefur verið þar í þorpinu, og er hun orðin all- gömul og var farin að láta allmjög á sjá. Áður var sóknarkirkjan á Kvíabekk frammi í sveitinni. Stendur gamla kirkjan þar enn að vísu, en er nú orðin ntjög lirörleg að sögn. Kirkjunni í þorpinu var líka farin að verða ærin þörf á endurbótum, þegar söfnuðurinn lióf endurbætur þær, sem ýmist er lokið eða standa nú yfir. Innan húss er þeim lokið, en eftir er að mála kirkjuna að utan og rnáske eittlivað fleira. En þeim umbótum verður víst senn lokið. Kirkjan hefur fengið þessar umbætur innanhúss: Veggir hafa verið einangraðir, á gólf sett svo kallað „linotcl", söngloft stækkað og bætt og lýsingin endur- bætt, ef ég veit rétt. Er kirkjan Taflýst, bæði nteð „beinni" og „óbeinni" Iýsingu. Hún,er og iiituð frá hitaveitu bæjarins. Kirkjan er hvítmáluð að mestu, ltvelfingin er Ijósblá með mörgum gylltum stjörnum. Er hún hið prýðilegasta guðshús eftir aðgjörðina og söfnuðinum til sæmdar. Uppi ylir altarinu er stór lýs- andi kross, gjörður úr plasti, að ég held, af'Jóni Þórð- arsyni þaðan úr sveitinni, Dregur krossiun atliygli trianna að sér, enda er hann kirkjuprýði, að áliti þess, er þetta skrifar. Altarið er ljósum' prýtt og fögru klæði. Auk þessa var kirkjan blónnim skreytt við þetta tæki- færi. Endurvígslan hófst ki. 14. Prestar gengu skrúðgöngu í kirkju. Fremstir gengu prófasturinri og prestur stað- aritis alskrýddir og svo viðstaddir prestar, tveir og tveir saman, skrýddir rykkilínum. — Til vígslunnar mættu fimm prestar pyrófaltsdæmisins, auk prófasts og sóknar- prests staðarins, og einn prestur úr Suður-Þingeyjar- prófastsdæmi (sr. Þorvarður í Laufási). Þjónustu íyrir altari önnuðust prófastur, sóknarprestur staðarins og Akureyrarprestarnir, en sóknarpresturinn, séra Ingólf- ur Þorvaldsson prédikaði út af guðspjalli dagsins. — Vígsluna framkvæmdi prófasturinn með aðstoð prest- anna. Fór athöfnin mjög virðulega fram. Kirkjan var fullskipuð og meira en það. Meðal kirkjugestanna voru konur prestanna flestra. Söng annaðist kirkjukór Olafs- fjarðar undir stjórn organleikarans, Guðm. Jóhanns- sonar. Enn fremur söng Kristinn Þorstcinsson söngvari frá Akureyri með kórnum liið fagra lag Ora pro nobis. Var söngurinn hin mesta messuprýði. Strax að lokirini vígsluguðsþjónustunni flutti pró- fasturinn setningarræðu héraðsfundarins og að lienni lokinni fór Vald. V. Snævarr með fjóra sálma frumorta og þýdda. Var þá gengið úr kirkju í kaffiboð sóknar- nefndar og bæjarins. Samsætinu stýrði bæjarstjóri As- grímur Hartmannsson. Undir borðum voru fluttar nokkrar ræður og sungið á milli. El’tir samsætið var héraðsfundinum haldið áfram í kirkjunni. Hclztu mál fundarins, auk lögmæltra mála, voru þessi: Rafmagnsmál kirknanna, kirkjugarðarnir, endurreisn biskupsstóls nyrðra og gamla kirkjan á Kvía- bekk. í sambandi við síðasttalda málið lýsti Kristinn Sigurðsson, formaður sóknarnefndarinnar, því yfir, að liann myndi gefa kr. 10.000.00 til endurbóta á gömlu Kvíabekkjarkirkjunni, ef hún fengizt viðurkennd af kirkjustjórninni. — Tillögur í framangreindum málura voru samþykktar, en þær liggja ekki fyrir liér. Að héraðsfundi loknum neyttu aðkomnir fundar- menn kvöldverðar hjá bæjarbúum, svo scm prestinum, bæjarstjóranum, íækninum o. tl. Allir aðkomumenn munu liafa átt liinum beztu móttökum að fagna, og munu geyma minninguna um daginn og Olafsfirðinga í þakklátum huga. — Góðviðrið hélzt óbreytt allan dag- inn. — Má þess að lokum geta, að svo blíðlyndar voru Ægisdætur þann daginn, að enginn varð sjóveikur á leiðinni að og frá Dalvík. Voru þó margir óvanir sæ- ferðum. En gott er, þegar slík ævintýri gjörast. 10. sept. 1956. V. Sn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.