Dagur - 14.11.1956, Page 1
XXXIX. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 14. nóvember 1956
59. tbl.
Fylgist með því, sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Dagur
DAGUR
kemur næst út laugardag-
inn 17. nóvember.
Framsóknarfélögin efna til spila
kvölda í Eyjafirði
Framsóknarfélögin í Eyjafirði
hafa ákveðið að stofna til Fram-
sóknarvistar á sem flestum stöð-
um sýslunnar. Spilað verður
þrisvar á hverjum stað, og eftir
þessar þrjár umferðir verða veitt
glæsileg verðlaun, þeim fimm
sem heestir hafa orðið yfir alla
sýsluna. Þó verður sú breyting á
úthlutun verðlauna frá því í
fyrra, að ekki fara nema ein
þessara verðlauna í hvern hrepp.
Enn eitt umferðaslys
Á laugardaginn varð það slys
að jeppi, staddur á hlaðinu á
Fosshóli, rann aftur á bak og féll
niður í árgljúfur Skjálfandaflóts,
sunnan við brúna. Hafði bílstjór-
inn brugðið sér frá, en farþegar
tveir sátu eftir ,aldraður maður
og 6 ára sveinn, sonur Páls H.
Jónssonar kennara á Laugum. —
Maðurinn komst út á síðustu
stundu, en drengurinn ekki. —
Steyptist bíllinn fram af klettun-
um, 6—8 m. háum. Snerist hann í
fallinu, en kom niður á hjólin. —
Drengurinn höfuðkúpubrotnaði.
Læknar frá Húsavík og Breiðu
mýri komu fljótt á staðinn og
gerðu að sárum til bráðabirgða,
en sjúkrabíll, ásamt héraðslækni
frá Akureyri ók austur og flutti
sjúklinginn til Akureyrar. Ligg-
ur hann í Fjórðungssjúkrahús-
inu.
Verðlaunin eru: Strauvél, ryk-
suga, herraföt, dragt eða kápa,
ljósakróna og 12 manna kaffistell.
Undirbúningsnefndir á hverj-
um stað munu síðar ákveða og
auglýsa hvar og hvenær spilað
verður. Áætlað er að keppni
þessari verði lokið fyrir febrúar-
lok.
Á eftir spilunum verður dans-
að, þar sem því verður við kom-
ið. Fólki skal sérstaklega á
bent, að það getur ekki komið til
greina við verðlaunaúthlutun
nema að hafa sótt allar þessar
samkomur. Þó mega þeir, sem
ekki geta mætt í eitt skipti, senda
aðra, sem þá spila á nafni hins
upphaflega þátttakanda.
Er þess að vænta, að samkom-
ur þessar verði fjölsóttar eins og
síðastliðinn vetur, enda til góðra
gripa að vinna.
Eigum við að bíða?
Hin ægilegu umferðaslys að
undanförnu ættu að örfa til
nýrra aðgerða í umferðamál-
unum. Akureyringar eru enn-
þá ekki búnir að reyna reglu-
legt umferðaöngþveiti og hafa
vonum framar kornist hjá slys
um. Engu að síður er umferða-
menningunni ábótavant og
nauðsynlegt að bægja slysa
liættunni frá dyrum, áður en
lengra er farið.
Daglega eru svo að segja all-
ar umferðareglur brotnar á að-
alumferðagötum af allra stétta
fólki, akandi og gangandi.
Slíkt hlýtur fyrr eða síðar að
enda með válegum atburðum
Eflaust tæki alinenningur því
með þökkum, að hér yrði UM
FERÐAVIKA, þar sem félög,
skólar og einstaklingar aðstoð-
uðu lögreglu í starfi. Umferða-
vika, með ströngu eftirliti og
leiðbeiningum, gæti haft hin
ágætustu áhrif og e. t. v. fjar-
lægt að mun þá geigvænlegu
atburði, sem nú gerast tíðir og
færast nær okkur með degi
hverjum, ef sofið er á verðin-
um.
Tvær nýjar bækur eftir Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi,
koma út fyrir jól
Ný Ijóðabók, sem enn hefur ekki hlotið nafn og
leikritið „Landið gleymda“
Ný bók eftir Davíð Stefánsson
skáld er viðburður í bókmennt-
um okkar. Nú eru í prentun tvær
nýjar bækur hans: Ljóðabók, sem
enn er ekki vitað heiti á. Er það
áttimda ljóðabók höfundar, gef-
in út hjá Helgafelli í Reykjavík,
Eisenhower sigraði í forseta-
kosningunum
Slökkviliðið kallað út
Á laugardagsnótt kviknaði í
vélarrúmi Fjallfoss, er hann lá þá
hér við Torfunefsbryggju. Hafði
myndast skammhlaup í rafmagni
viðkomandi upphitunar olíunnar.
Tókst fljótt og vel að slökkva
með kolsýru. Þó varð mikill hiti,
svo að íkveikja varð annars stað-
ar. Slökkviliðið beindi þá há-
þrýstiúða að eldinum og kæfði
hann þegar. Skemmdir urðu litl-
ar. — Á laugardag var slökkvi-
bíllinn aftur á ferðinni. Var eld-
ur í skúr í Lækjargili. Hann var
þegar slökktur og urðu skemmdir
ekki teljandi.
Þegar sýnt var, hver úrslit for-
setakosninganna mundu verða í
Bandaríkjunum, flutti Stevenson
ávarp ,og því næst sendi hann
orðsendingu til Eisenhowers for-
seta, þar sem hann sagði m. a.:
„Þér hafið ekki aðeins
kosningarnar, heldur hefur am-
eríska þjóðin einnig vottað yður
fullkomið traust sitt. Eg sendi
yður mínar innilegustu ham-
ingjuóskir.
í kvöld erum við hvorki demó-
kratar né repúblikanar, heldur
Ameríkanar. Við gerum okkur
grein fyrir þeim alvarlegu
vandamálum, sem bíða stjórnar
yðar, og sem Ameríkanar tökum
við öll höndum saman og óskum
yður allra heilla í starfi yðar á
ókomnum árum.“
i! Eisenhower forseti sendi um
hæl eftirfarandi
Stevensons:
þakkarorð til
„Eg er yður þakklátur fyrir
góðar óskir í orðsendingu yðar.
Stevcnson.
Á þessum erfiðu og óvissu tím-
um er það hvatning að fá full-
vissu yðar um það, að eining rík-
ir meðal þegna lands vors.
Eg er yður sérstaklega þakk-
látur fyrir loforð yðar um sam-
vinnu þegar í stað og næstu fjög-
ur ár.“
en prentuð í Prentverki Odds
Björnssonar á Akureyri. Er hún
rúmlega 170 síður og í henni ein-
göngu ný kvæði, flest kveðin á
síðastliðnu ári.
Einnig er í prentun leikrit Da-
víðs, áður óprentað, Landið
gleymda, og kemur það einnig út
fyrir jól. Er þetta leikrit hið
fjórða í röðinni frá hendi höf-
undar og landsmönnum að
nokkru kunnugt.
>|VIeð þessum tveim nýju bókum
Davíðs Stefánssonar eru bækur
lians alls orðnar 13 að tölu, þegar
með er talinn Sólon Islandus, sem
er í sérflokki.
Verið er að leika Gullna hliðið
í Stafangri í Noregi við mikla að-
sókn og ágæta dóma. Það leikrit
hefur áður verið sýnt í Osló og
Björgvin. Norðmönnum fellur
það mjög vel í geð og hafa sótt
fast þær 100 sýningar, sem á því
hafa verið þar í landi. Gulina
hliijíið hcfur lílta verið flutt í
útvarpi bæði í Noregi og Sví-
þjóð, tvisvar sinnum á hvorum
stað og er það óvanalegt. Leik-
ritið hefur Iíka verið sýnt í Skot-
Iandi ,Finnlandi og Kanada og
vakið mikla eftirtekt. Samtals
liefur Gullna hliðið verið sýnt
300 sinnum hér á landi og er-
lendis. Höfundurinn samdi það
hér á Akureyri fyrir 1940.
Hinar nýju bækur þjóðskálds-
ins verða hinum fjölmörgu aðdá-
endum hans kærkomnar fyrir
jólin og munu tæplega sökkva í
því bókaflóði er nú fer í hönd
næstu vikurnar.
Stjórnmálanámskeið
Ákveðið er að haldið verði
hér á Akureyri, á vegur Fram-
sóknarflokksins, stjórnmálanám-
skeið fyrir unga menn. Er í ráði
að það hefjist í næstu viku og
verði lokið í byrjun desember. —
Verða þar fluttir fyrirlestrar um
ýmis þjóðmál og haldnar mál-
fundaæfingar. Þá verða kenndar
fundarreglur og fundarsköp.
Þátttakendur geta látið skrá sig
á skriístofu Framsóknarflokksins
í Hafnarstræti 95, sími 1443. —
Verða þar gefnar nánari upplýs-
ingar um tilhögun námskeiðsins.
„Loginn lielgi
Leikfélag Akureyrar liefur
frumsýningu á Loganum helga
annað kvöld, fimmtudaginn 15.
nóv. undir leikstjórn Guðmundar
Gunnarssonar.
Leikendur eru: Frú Jónína
Þorsteinsdóttir, ungfrú Þórhalla
Þorsteinsdóttir, ungfrú Brynhild-
ur Steingrímsdóttir og ungfrú
Anna Þrúður Þorkelsdóttir, Jó-
hann Ogmundsson, Guðmundur
Magnússon Gunnlaugur Björns-
son og Jón Kristinsson.
Leikurinn hefur verið æfður af
kappi undanfarið, en tveir þættir
síðari liluta leikritsins töfðust í
póstsendingu mn hálfan mánuð
og seinkaði frumsýningu.