Dagur - 28.11.1956, Síða 2

Dagur - 28.11.1956, Síða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 28. nóv. 1956 Pálmi Hannesson rektor fæddur 3. jan. 1898 - (Flutt „á Sal“ í Menntaskólan- um á Akureyri að morgni hins 23. nóvember.) Síðdegis í gær var hringt til niín úr Menntaskólanum í Reykjavík og mér sagt, að Pálmi rektor væri látinn. Mig setti hljóðan. Daginn áður um sama leyti hafði Pálmi talað við mig í síma. Datt mér þá ekki í hug, að það yrði í síðasta sinn, að ég heyrði rödd hans, þcssa hlýju og fallegu rödd, sem var svo lík honum sjálfum, ef svo má segja. Pálmi rektor varð bráðkvadd- ur í Menntaskólanum í Reykja- vík. Hann féll á hólmi starfs og skyldu. Þó að hann væri ekki gamall, tæpra 59 ára, vissu allir, að hann hafði ekki gengið lieill til skógar undanfarin ár, og sjálf- ur hefir hann eflaust verið við því búinn að hlýða kalli dauðans á hvaða stund sem var, cins og hann hafði áður jafnan hlýtt kalli lífsins. Pálmi Hannesson varð rektor Menntaskólans í Reykjavík 1929 og hafði því gegnt rektorsstarfi rúm 27 ár eða lengur en nokkur annar, að ég held. Má fullyrða, að hann hafi slitið kröftum sín- um, sem ekki voru litlir, fyrir aldur fram í þjónustu þeirrar gömlu og merku menntastofnun- ar. Að vísu kom hann víðar við. Hann var þingmaður um skeið, sat í ýmsum nefndum og ráðum, t. d. Menntamálaráði, og kom margvíslega við menningarmál þjóðarinnar. En Menntaskólinn var liöfuðbólið. Það mun hann hafa fundið æ betur, eftir því sem lengra leið á ævi, og þar vildi hann standa Iengst á verði, — þangað til yfir lyki. Pálmi Hannesson var fæddur að Skíðastöðum í Skogafirði, kominn af kjarnmiklum bænda- ættum norðlenzkum og hafði hlotið að erfðum mikla hæfileika. Hann var karlmenni og glæsi- menni, svo að af bar. Hann var glaður í góðra vina hópi og betri félagi varð ekki fundinn. Hann var frábær kennari, skýr, lifandi og skemmtilegur. Hann var margfróður um náttúru landsins - dáinn 22. nóv. 1956 og Iandshagi að fornu og nýju. Hann unni landi og þóð. Hann var góður sonur sinnar ís- lenzku móður. Hann var ágætlega máli farinn og tal- aði og ritaði fegurri íslenzku og hreinni en flestir aðrir. Hann var listrænn og listelskur. Og að Iok- um: hann var mannkostamaður. Hann var drengur góður, hollur og velviljaður, hlýr og tryggur, svo að ekki brást. Pálmi Hannesson var gamall nemandi þessa skóla, gagnfræð- ingur héðan 1915. Og hér hóf hann kennaraferil sinn. Er hann hafði lokið háskólaprófi í nátt- úrufræðum, var hann kennari liér Jjrjá vetur, 1926—29. Alla stund síðan var hann einn holl- asti og tryggasti vinur þessa skóla, og breytti þar engu um, þó að hann hefði tekið annan skóla í fóstur. En hjarta Pálma Hannes- sonar var stórt. Hann var göfug- ur maður. Til þakklætis fyrir vináttu hans og drengskap og til virðing- ar við merkt ævistarf hans og til samúðar við syrgjandi ástvini og starfsbróður vorn, Menntaskól- ann í Reykjavík, verður kennsla látin niður falla í skólanum í dag. ÞÓRARINN BJÖRNSSON. Molskinnsjakkar °g kuldaúlpur fást í GRÁNU Þórhalla Jónsdóttir sjötug Á sunnudaginn var átti Þórhalla Jónsdóttir frá Brekknakoti, kona Konráðs Vilhjálmssonar skálds og fræðimanns hér í bæ, sjötugsafmæli. Þórhalla er Þingeyingur og var um langt árabil húsfreyja að Hafra- læk í Aðaldal en hefur nú átt heima hér á Akureyri um aldarfjórðungs- skeið. Hefur heimili hennar hér verið nánast eins konar Þingeyinga- hótel, og að kunnugra sögn ekki sérlega arðbært fyrirtæki á verald- lega vísu, en þó mun luisfreyjan nú eiga gildan sjé)ð þeirrar myntar, sem ein fcllur aklrei í vcrði. Er harla undarlegt, að það skyldi falla í hlut Þórhöllu að eiga svo lengi heima í húsi, sem kallað er „Norð- urpóll", því að heimili hennar lief- ur ætíð verið hlýlegt og bjart, og hlý og glöð er lnin sjálf. Dagur óskar henni innilega til hamingju. HURÐARSKRÁR og HANDFÖNG UNION, kromuð. INNIHU RÐ ARSKRÁR HANDFÖNG HLIÐLOKUR, KRÓKAR LAMIR, 3x31/9 tommu HURÐAGORMAR SMEKKLÁSAR og LYKLAR HENGILÁSAR Verzl. Eyjafjörður h.f. Vörubifreið til sölu Til sölu er lítið keyrð og vel með farin Clievrolet vörttbifreið, model ’46. - Afgr. visar d. Mænusóttarbólusetning Til leiðbeiningar fyrir það fólk, sem bólusetja lætur börn sín á aldrinum 1—6 ára, í Skjald börg, föstudaginn 30. nóv. og laugardaginn 1. des., skal eftir- farandi tekið fram: Á föstudaginn mæti þau börn, er hafa númer 1—50 kl. 10 f. h. Númer 51—100 mæti kl. 10.30 f. |h. Númer 101—150 mæti kl. 11 f. h. Nr. 151—200 kl. 11.30. Nr. 201—250 kl. 13. Nr. 251—300 kl. 13.30. Nr. 301—350 kl. 14. Nr. 351—400 kl. 14.30. Nr. 401—450 kl. 15. Nr. 451—500 kl. 15.30. Nr. 501—5L0 kl. 16. Nr. 551—600 kl. 16.30. Á laugardaginn 1. des. mæti fólk á sömu tímum eins og um getur á föstudag 30. nóv., og mætir þá fyrsti hópurinn nr. 601 —650 kl. 10 f. h., og 50 barna hópur áframhaldandi númer á hverjum hálftíma, eins og skráð er á númerakort barnanna. Það skal tekið fram að þau börn, sem bólusett hafa verið gegn mænu- sótt á heilsuverndarstöðinni eft- ir 1. nóvember, mæti þar aftur til annarrar bólusetningar mánuði eftir að fyrsta bólusetning fór fram. Sjá nánar auglýsingu í blað- inu. Héraðslæknir. - Sumartíð . . . (Framhald af 5. síðu.) nýræktum. Nokkrir grasblettir voru slegnir hér í bænum og Gunnar bóndi á Reykjum í Fnjóskadal sló túnblett með dráttarvél 16. nóv. Var þar all- vel sprottið. Állir vegir voru snólausir fram til síðustu helgar og jörð auð upp á fjallabrúnir og alveg klakalaus í byggð. Lítilsháttar snjóföl á sunnudaginn og 2ja stiga frost, minnti hógværlega á veturinn. Kvenarmbandsúr TAPAÐIST sl. sunnudags- kvöld á samkomu á Sval- barðsströnd. Skilvís finn- andi geri aðvart í síma 1623 Akureyri. Ottoman til sölu, 110 sm breiður. Uppl. i sima 2027. BLÚNDUR MILLIVERK KÖGUR SILKIBÖND SKÁBÖND FLAUELSBÖND HNAPPAR TÖLUR SMELLUR KRÓKAPÖR og margt fleira af smávörum. V ef naðar vör udeild. Saumavél til sölu Uppl. í síma 2148. IBÚÐ Stýrimann á togara vant- ar litla íbúð frá 1. janúar næstkomandi. — Upplýs- ingar Jijá Þórði V. Sveinssyni, sími 1955. Sjófatnaður 02 vinnufatnaður fæstí GRÁNU Skipagötu 7. - Sími 2393. K A P U R t. desemher gefum við W° afslátt af öllum KÁPUM. Hér sést á götu í Biúlapest rússneskur stríðsvagn, sem frelsisvinir hafa tekið. Köstuðu Jieir að lionum „Molotovcocktail“, gerðu hann úvirkan og stráfelldu J»á, sem í honum vöru. — Nafnið „Molotov- cocktail“ varð til í frelsisíríði Finna, sem eyðilögðu marga rússneska skriðdreka með honum, J». e. flösku fylltri með benzíni. Enn fremur seljum við 1. og 3. desem- | ber mikið af KÁPUM á krónur ; 9S5.0Ö og 1385.00 i Gerið góð kaup! •

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.