Dagur - 06.03.1957, Page 5

Dagur - 06.03.1957, Page 5
Miðvikudagiiin 6. marz 1957 D AGUR 5 UNGIR MENN HAFA ORÐIÐ Dalur dauðans Síðustu íbúar Fossárdals höfðu snúið baki við litla bænum sínum. Nú voru þeir á leið til nýs lífs — jarðnesks samt. — Dalur- inn var nú horfinn þeim að fullu og öllu — horfin framtíð þessa fólks — var aðeins minning ár- anna. En hið mikla geymir minn- ingin. Þess vegna var dalurinn baðaður náðarskini sumarsólar í hugum þeirra. Litli bærinn var einnig horfinn. Hann var dulinn ólokinni ævi þeirra, en lifði, eins og allur dalurinn, í móðu minn- inganna. — Upp frá þessu fengi illgresið að gróa óáreitt í varpan- um. Götuslóðarnir heim að bæn- um gréru — eftir örfá ár vissi enginn hvar spor ábúenda eyði- jarðanna lægju. Innan tíðar hyrfi Víðinestúnið — ræktunin lyti í lægra haldi — hlyti að verða undir í baráttunni við ásækinn holtagróður. — Brátt hryndi bær undir brattri hlíð, bær sem veitt hafði einmana fólki skjól í lífsstríði harðbýlisins. Hann var vinalegur þessi gamli torfbær - hann var lifandi í hugskoti fólks ins sem flutti búrtu. Hann var broshýr í skini aftánsólar. En nú ætluðu síðustu íbúar Fossárdals að flytjast brott, voru meir að segja komnir ofan úr dalnum — hann var orðinn auður. Þau höfðu fellt fjötur ein verunnar og öryggisleysisins — ætluðu aldrei í dalinn aftur. Ungi bóndinn uppgefni vill launa daln um umbun áranna. Hann þakkar dalnum, þar sem hann er fæddur og uppalinn — þakkar með orð- um innileikans. En skugga ber á andlit þakklætisins — skugga stritsins. Gömul kona, móðir bóndans skuldum vafða, tekm- að tala. — Hún man sinn fífil fegri. Þegar hún ólst upp í Fossárdal voru þar 9 byggð ból. Víða var mannmargt og ský lífsins lá yfir dalnum. En svo komu ár uppflosnunar og eymdar. Margir bændur — víst Agúst Sigurðsson einir 4 — urðu úti skömmu fyrir páska. Ekkjurnar ungu treystust ekki til að bera uppi bú sín — fluttust brott. Síðar fóru fleiri — eftir urðu tveir bændur. Þeir bjuggu nokkur ár og bjuggu vel. En ský dauðans læddist á vetrar- nóttu yfir dalinn. Snjóflóð féll yfir bæ undir bröttu fjalli. Allir dóu — fannst ekki urmull af fólkinu fyrr .en 'um, vorið er snjóa og ísa leysti. Þetta varð fyrir tíu árum. Öll þau ár höfðu þau þrjóskazt við straum flóttans, en uppgefizt nú í andstreymdum róðri — orðið undir í ójöfnum leik. En hvert var ferð þeirra heit- ið? Víst suður á land — til Suð- urnesja. Þingmaðurinn þeirra hafði komið í Víðines í vor — skömmu fyrir kosningar. Hann hvatti þau til að flytja. Hann sagði að of dýrt yrði að flytja UM ÞORRAVEÐUR OG ÞORRABLOT. Við lærðum það bæði af ljóðum og sögum að löngum var svalt á þorradögum, og bjargráða allra baim. Er Iýði fárviðri þorra þjáðu í þrengingum sínum oft menn háðu blót, til að blíðka hann. Það er staðreynd að þrávalt skcði þegar menn hurfu frá blótsins gleði aftur að hversdags önn, þá létu þcir sig það lítið varða hvort linaðist nokkuð frostið harða, cða komin var klofdjúp fönn. Til árs og friðar menn ennþá blóta, þótt ekki sé víst að sé til bóta, þá drottna stormar og stríð. En það er þó bæði gagn og gaman, til gleðskapar þegar kemur saman blótkónga-fylking fríð. Nú er allt þakið þorra-fönnum, svo það er ci fært nema skíðamönnum út um alfarastig. Af þessu menn bæði þjást og njóta, og þeir eru líka farnir að blóta, — bæði saman, og hver fyrir sig. — DVERGUR. sima upp eftir til þeirra — og ekki kæmi til mála að vegur yrði lagður svo langt fyrir einn bæ. — Hann sagði meira sá góði maður. Þau gætu grætt á Suðurnesjum — gætu borgað allar skuldir við kaupfélagið. Þá létu þau til leið- ast. Ok skuldanna var erfitt að bera — þau voru satt bezt að kikna undan því fargi. Þarna syðra ætluðu þau að búa helzt ein sér — einhvex-s staðar í fi-ið- sælum dal, sögðu þau. •—o— Loks voru þau komin á þjóð- veginn. Þar beið þeix-ra bíll. Brátt fjai-lægðust þau foi-nar slóðir átthaganna — göturnar upp í Fossái'dal voru hoi-fnar. Á heiðarbrún naut fólkið út- sýnis. Gamla konan sá illa — hún var líka dálítið smeyk við þenn- an hraða. Hún dró upp myndir í hugskoti sínu, myndir úr dalnum. Hún sá safnið koma fram dalinn um göngurnar. Hún heyi-ði jarm- ið í fénu — Fossáx-dalsfénu. Hún sá voi-ið koma yfir dalinn. Sá snjóinn hverfa fyrir ötulu skini sólar. Hún sá grænkuna í Víði- nestúninu fann vox-þey í lofti. Hún þekkti þann þey — það var ilmur lífsins. — Alla leið suður lét gamla konan hugann reika um dalinn þar sem hún þekkti hverja þúfu. En er þau náðu til Suður- nesja var hún orðin veik. Hún kunni heldur ekki umhverfinu. Hér voru fjöllin svo fjarlæg. Hér óx enginn gróður, ekkert nema grjót — alls staðar aldeyða urð- arinnar. En hér voru mörg hús — bæði stór og smá. Öll voru húsin máluð sum hvít með rauðu þaki, rétt eins og kirkjan í sveitinni hennar nyrðra. Hér var enginn friður engar skepnur. Hvergi sá hún hund á hlaði bæjanna. Þetta var ekki staður fyrir sveitafólk — að minnsta kosti ekki fyrir af- dalafólk að norðan. Þau greiddu bílstjóranum mikið fé — allt sem þau höfðu fengið fyrir ullina sína þá um vorið. Þetta var staður peninganna. — Og nú stóðu þau á götunni og vissu ekki hvert halda skyldi. Þarna kom maður aðvífandi — bezt að spyrja hann. En hann bara hló og sagði eitt- hvað, sem þau ekki skildu. Þetta var eflaust einn þessara útlend- inga. Þeir voru víst ósköp góðir íslendingum, en skildu ekkert sem sagt var! — Þau spurðu marga, en fengu engin svör. Loks hittu þau svartklæddan mann. Hann var með allt eins hnappa og sýslumaðurinn, þegar „auksjón- in“ var haldin í Víðinesi. Þessi maður var vænn. Hann sagðist sjálfur vera úr sveit — sagðist sjá eftir sauðunum sínum. Hann fór með þau heim til sín. Á leiðinni þangað mættu þau fólki úr sveit sinni nyrðra. Það lék á als oddi. Það var orðið breytt. Drættir, ró- lyndisdrættir fjalla og fegurðar, voru horfnir úr svipum þeirra drættir dollarans komnir í stað- inn. Þessir gömlu sveitungar voru að flýta sér og kvöddu því í hasti. Rétt er þeir voru að hverfa inn í mannþröng strætis- ins hrópuðu þeir til afdalafólks- ins: „Við óskum ykkur til ham- ingju að vera laus úr afdalnum — já, og greninu, sem þið bjugguð í, — allritght." — Nokkur tár runnu niður kinnar oömlu kon- n unnar — tár tregans. — Kona svartklædda mannsins tók á móti þeim. Hún var vingjarnleg og sagði að sig langaði alltaf aftur í sveitina sína. Hún var að austan. Þar var ósköp fallegt, sagði hún, og ekki var nú beitin amaleg. Hún gaf þeim nóg að borða. Að vísu var maturinn skrítinn — var víst bæjarmatur. Þau þurftu að venjast honum. En viðmóts- þýða konan að austan hafði lítið hússpláss. Þau fengu að gista í stóru húsi þar skammt frá. Þar þurfti að greiða fyrir gistingu,- — Aldrei hafði fé verið tekið af ferðafólki á Víðinesi. En- her- bergið var stórt. Þar var engin skarsúð eins og heima, engin hlýja. Á herberginu var afskap- lega stór gluggi og allt logandi bjart inni. Gamla sveitakonan gat ekki sofnað í þessu annarlega umhverfi. Hún lét því hugann reika norður yfir fjöllin. Henni fannst hún vera komin heim aft- ur. Hún var að bjástra við lambá. Það var Golsa gamla, tvílembd að vanda. Blessuð skepnan. — Bros færðist yfir andlit búkon- unnar brottfluttu, bros þakklæt- isins — yfir gjafmildi Guðs. Um morguninn eftir, er hitt fólkið vaknar, var brosið stirðnað á andliti hennar. Hún var dáin. Loftpressa sprengdi fyrir gröf handa húsfreyjunni frá Víðinesi í Keflavíkurkirkjugarði. „Dortinn gefi dauðum ró — hinum líkn sem lifa“. — saga Það var troðinn og óhreinn snjór á götunum. Það hafði ekki snjóað lengi. Síðdegissólin glamp aði á gluggarúður húsánná ög birtan kastaðist frá snjónum, þar Pétur Jónsson. sem hann enn var hvítur. Það var þá, sem eg hitti aftur hanfi Jón- gamla skóara. Eg hafði ekki séð’ hann síðan eg fór að heiman fýr- ir fjórum árum. „Ja, hjarna.“ Hann ætlaði ekki að þekkja mig aftur. Eg hafði breytzt. Ójá, víst var um það. Og mér gekk sæmiíega í skólanúm. „Ekki spyr eg að þessum náms- mönnum nú á dögum.“ Hann horfði einkennilega á stíf brotin í buxunum mínum og hvíta skyrt- una. Eg minntist þess þá, að eg hafði einhvern tíma heyrt að hann Jón hefði dvalizt einn eða tvo vetur erlendis, sumir sögðu í skóla. Hann gat lítið sagt í fréttum, nema þetta basl á henni Möngu hans Odds heitins sem fórst með bátnum hérna um árið. Við gengum um bæinn í góða veðrinu og klofuðum sums staðar (Framhald á 7. síðu). Jón Einarsson. Ári heilsað Við heilsum nú ári með vaxandi von á velmegun okkur til handa, en hver, sem vill telja sig traustan son, skal trúlega á verðinum standa. *( S'f -. f > t • .* Þjóð vor er fámenn og fjármunasnauð, forlögin rétta okkur klóna, látum ei stjórnast af erlendum auð, íslandi skulum yið þjóna. Kalt er í byggð og við "sjávarsand, svalur er gamli þorri, glötum ei trúnni á Guð og land, gætum að tungu vorri. Störfum að því, sem er göfugt og gott, góðvildar hugur skal treystur, sýnum við fátækum vinsemdarvott, verður oss bautasteinn reistur. Hamingjan fylgi fátækri þjóð um frelsisvegina bjarta. Vel sé þeim sem á verðinum stóð og vermdi sitt þjóðarhjarta.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.