Dagur - 29.05.1957, Blaðsíða 4

Dagur - 29.05.1957, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 29. maí 1957 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVlÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á miðvikudögum. Galddagi er 1. júlf. Prentverk Odds Björnssonar h.f. I ÓIAFN LEIIÍUR BLAÐLESENDUR þurfa tæplega að kvarta yfir því að stjórnmálum sé ekki gaumur gefinn. Ut- varpsumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fóru fram undanfarin tvö kvöld, sem eins konar viðbót fyrir almenning, svo að ætla má að þörf manna hafi verið svalað að nokkru á þeim vett- vangi. Fyrir þann hóp manna, sem aftur á móti er nægjusamur í þessu efni, hefur uppi ámæli um stjórnmálakppræður í blöðum og á mannfundum og afneitar eigin áhuga og skoðunum á landsmál- unum yfirleitt, er hollt að minnast þess að nokk- ur þekking á undirstöðuatriðum lýðræðis og lýð- frelsis, yfirlit yfir aðalstefnu stjórnmálaflokkanna í landinu og stærstu mála þings og stjórnar hverju sinni, er ein af lýðræðisskyldunum. Hitt er svo annað mál, hvaða kröfur — t. d. lágmarkskröfur — í málflutningi, almennir borgarar gera til stjórnmálaleiðtoga hinna pólitísku flokka. Mættu þær vera strangari. Stjórnmálaumræðurnar á mánudaginn voru mikill sigur fyrir ríkisstjórnina, og kom það eng- um á óvart, sem fylgzt hafa með stjórnmálum síðustu mánuðina. Málefnalega stendur Sjálfstæðisflokkurinn þrepi neðar en nokkur stjórnarandstaða á ís- landi hefur nokkru sinni gert og var því að vonum að leikurinn yrði ójafn í umræðunum. Þegar Hermann Jónasson gekk á strandstað fyrrverandi ríkisstjórnar og afmunstraði Olaf Thors, voru efnahagsmálin komin í algera sjálf- heldu og ekkert framundan annað en stöðvun út- vegsins og allrar útflutningsframleiðslu, stöðvun verklegra framkvæmda inn á við og hraðvaxandi verðbólga í landinnu. Fyrrverandi ríkisstjórn var svo ólánssöm að vera tortryggð af fjölmennustu vinnustéttunum og miklum hluta atvinnurekenda. Útvegsmenn neituðu að róa, verkamenn töldu ríkisstjórnina sér fjandsamlega. Bátaflotinn lá bundinn um hver áramót við hafnargarðinn og fjölmennustu samtök vinnandi fólks ógnaði vald- höfunum í kaupgjalds- og vex-ðlagsmálum. Bank- ar og aðrar lánastofnanir voru fjárvana og erlend lán til verklegra framkvæmda og aukningar fi-amleiðslutækja hafði ekki tekizt að fá, þrátt fyrir það að eftir væri leitað í mörgum löndum. Vegna fjárskorts voru húsbyggingar um land allt að stöðvast, rajmagnsmál dreifbýlisins stóðu þannig' ,að tugmilljónir vöntuðu á að framkvæmd gæti orðið eftir áætlun, Ræktunarsjóður var þurr ausinn, Fiskveiðasjóður sömuleiðis, sementsvei’k- smiðjuna vantaði 60 milljónir, fiskiðjuver á ýms- um stöðum stóðu hálfbyggð og í algeru strandi vegna fjái'skoi’ts og ekki hafði tekizt að fá lán til virkjunar Sogsins. Þetta og margt fleira beið úr- lausnar núverandi ríkisstjói'nai'. Ríkisstjórnin tók höndum saman við samtök vinnandi fólks til sjávar og sveita um úrlausn hinna þýðingarmestu mála í atvinnu- og efna- hagsmálum. Uppbótarleiðinni var haldið áfram, en í breyttu formi, sem miðaði fyrst og fremst að því að létta byi'ðar hinna fátæku. Verðlag og kaupgjald var alveg stöðvað fram að ái’amótum, en síðan lögð megináhei'zla á að halda uppi kaup- mætti launa og verðgildi krónunnar. Ákveðið að kaupa til landsins ný atvinnutæki fyrir dreifbýl- ið, og lán fengin til stórframkvæmda innan lands. Á þessum tíma hefur atvinnu- lífið verið lítt truflað, bjartsýni manna og áhugi aukizt fyrir að- alatvinnuvegunum, og síðast en ekki sízt, finnur almenningur að núverandi ríkisstjórn er hennar stjói'n ,en ekki stjói’n auðugi'a fé- sýslu- og stórgi'óðamanna, sem gex'ir út Sjálfstæðisflokkinn. — Sjálfstæðisflokkurinn fékk nýtt hlutverk í stjórnmálabaráttunni. Nauðugur tókst hann það á hend ur, og hefur leyst. það með en- demum það sem af er. Vei'ðui' vikið að því síðar og hinum ójafna leik á vettvangi stjórn- málanna síðustu kvöldin. Halda skaltu livíldardaginn heilagan. NÚ ER EINNA MESTUR anna- tími sveitafólks. Bændurni reru bókstaflega í kapphlaupi við vor- ið. Þessa vors, sem allra annarra, bíða fjölmöi'g störf, bæði þau, sem daglega þarf að vinna og ennfremur óteljandi framkvæmd ir við nýræktir, byggingar o. fl. Bændui'nir taka sér engan frídag á þessum árstíma og þeir miða vinnutíma sinn ekki við klukk- una, heldur eigin orku og vinnu- þol og ganga þó glaðir að störf- um. En halda skaltu hvíldardag- inn heilagan, stendur í helgri bók og bæt fleirum við, segja mai-gar stéttir þjóðfélagsins. Sunnudagar eru 52 á árinu. Á ski-ifstofum og við iðnað eru hálfir laugardagar unnir og miðar allt í þá áttina að vinna þar ekki á laugardögum. Þar sem það er þegar komið í framkvæmd, verða frídagarnir 104. Þá bætast við hátíðisdagar 14, bæði gamlir og nýjir og orlof 3 vikur. (Sumir hafa reyndar or- lof í 3 mánuði og þykir ekki mik- ið.) En við lauslega athugun á þessu, kemur það fram að frídagr- arnir eru frá 100—145 á ári. Fyrir utan þetta er svo fimmti hver ís- lendingur í skóla frá hausti og fram á sumar. Fínt skal það vera. í hinu hai'ðbýla landi okkar, sem menn þrástagast á, að sé á möi-k- um hins byggilega heims, hefur mönnum nú á síðari árurn verið tíðrætt um það vandamál, hvern- ig ætti að drepa tímann. Vinnuvikan hefur stytzt, og er það raunar eðlileg þróun samfara vélmenningu og verktækni. En það er háskaleg þróun að stöðva atvinnutækin vegna hinna ótelj- andi frídaga. Það er smækkuð mynd af vei'kföllum. Héi' hefur verið brugðið upp tveimur myndum, frá landbúnaði annars vegar, þar sem bóndinn sjálfur er atvinnurekandinn og vinnur eins og orkan leyfir mestu annatíma ársins. Hins vegar skrifstofu- og iðnaðai'fólki, sem hefur á annað hundrað vissa frí- daga og í þeim hópi eru líka þeir, sem stunda daglaunavinnu. Menn skyldu nú ætla að bóndinn bæri meii'a úr býtum, en. svo er ekki. Vei’ðlag á fi'amleiðsluvörum hans eru við það miðaðar að hann fái sömu laun og verkamenn í bæj- unum. „Ed var einu sinni fátækur." ÞAÐ VAR Á ÁRUM hinna miklu síldveiða. Hreppsómagi nokkur kom af aflaháu síldar- skipi með íullar hendur fjár. — Hann leigði sér bíl, ók milli búða og keypti girnilega hluti. Hann hitti gamlan sveitunga sinn og bauð honum í bílinn. Sá hafði orð á að hátt væi-i lifað. „Já, eg skil þig vel,“ sagði sjómaðurinn, „eg var einu sinni fátækur líka.“ Eft- ir tvo mánuði voru síldrapening- arnir búnir og hreppui'inn tók við fi'amfærslunni á ný. íslendingar hafa verið á vei'tíð síðan stríðið skall á, ekið í bíl og keypt mikið. Nú er vei'tíðin búin og buddan tóm. Okkar hlutur var þó mikill. Við höfum komizt yfir 1700 milljónir króna með léttu móti: Vamarliðstekjur, gjafafé og lán. Ekki hefur það heyrzt að menn hafi fundið neitt óbragð að gjafakorninu frá Bandan'kjunum, nokki’a hefur klýjað við varnarliðstekjunum, en flestum hefur fundizt nokkuð í varið að geta slegið lán erlendis. Allt frá stríðsbyrjun og til þessa dags, hefui' mönnum veitzt léttara að afla sér daglegs brauðs við önnur stöi’f en landbúnað og fiskveiðar. Flótti hefur verið frá þessum tveimur undirstöðuat- vinnuvegum þjóðarinnar, sem af- koma okkar hvílir þó á. Reykja- vík og nágrenni hefur spennt all- ar dyr opnar og fagnað hverdjum flóttamannahóp úr dreifbýlinu og eignum hans ekki síður og gleypt hvoi't tveggja án þess að depla augum. Hlunnindi sjómanna hafa vei'ið aukin verulega og meira af sam- eignarfé þjóðai'innar rennur nú til uppbyggingar úti á lands- byggðinni en áður var, sam- kvæmt ákvörðunum núverandi stjórnai'. Vonandi mai’kar þetta tnnamót í sögunni. Viimnskólinn Vinnuskólinn er nýlega tekinn til starfa, undii' stjói’n Guðmund- ar Olafssonar kennara í Glerái'- þorpi. í skólanum eru 35 börn frá aldrinum 10—13 ára og bætir úr bi'ýnni þörf. Börnin setja niður kartöflur í 10—12 þús. m- og mun því vei'ki brátt lokið, og verður þá eyða í vinnuna, nema önnur störf komi til. Vinnuskólanefnd mun hafa hugsað sér að taka að sér hii'ð- ingu ski’úðgarða og matjurta- garða í sumar og ennfremur að athuga möguleika á sjósókn. — Fjölda unglinga vantar vinnu og má segja að tugir sækir um hvert stai'f, t. d. í Gróðrarstöðinni og skógræktinni og mun svo víða vera. Bæjarfélagið hefur enga rausn sýnt þessu máli og vinnuskóli bai'na á Ak. er á tilraunastigi. — Bæjarsjóður styrkir stai'fsemina með 40 þús. krónum að þessu sinni. Má furðulegt heita, ef mikill ái'angur næst með svo lít- illi aðstoð. T. d. kostar útsæði og áburður í garða skólans um 15 þús. kr. Vinnuskólamálið þarf að taka föstum tökum í næstu fi'amtíð. Við verðum að tryggja börnunum vinnu á sumi'in með einhverjum ráðum. Vinnuskóli getur vissu lega bætt nokkuð úr skák, en til þess verður að efla hann og skipuleggja og ætla til hans meira fé en nú er gert. Seljnm semarblómaplöiitur Blómabúð KEA SUMARBÚÐIR Þjóðkirkjunnar að Lönumýri í Skagafirði. Það hefur nú verið ákveðið, að efnt verði til dvalar fyrir börn og unglinga að Löngumýri í Skagafii’ði í sumar á vegum Þjóðkii-kjunnar. Staðurinn. Forstöðukona Húsmæðraskólans að Löngumýi'i, fi-k. Ingibjög Jóhannsdóttir, hefur af mikilli vinsemd og áhuga á þessum málum, lánað húsakynni staðarins fyrir starf þetta og á ýmsan hátt greitt fyrir því, að af þessu geti orðið. Starf þetta mun verða í námskeiðum, sem standa í tíu daga hvei't. Verða þau fjögur, eða á eftirfar- andi hátt: 2,—12. júlí, fyrir telpur 10—12 ára * 17.—27. júlí fyrir drengi 10—12 ára. 31. júlí til 9. ágúst, fyrir stúlkur 12 ára og eldri. 12.—22. ágúst, fyrir pilta 12 ára og eldri. Foreldrar eða aðstandendur sæki um dvöl fyrir börn og unglinga og sendi umsóknir til sóknar- presta sinna. Kostnaður: Dvalai'kostnaður verður kr. 350.00 fyrir hvern þátttakanda í þessa tíu daga. Þar er og talinn kostnaður af ferðalögum, sem farin verða um nágrennið, meðan námskeiðin standa. Far- gjaldi til og frá Löngumýri mun verða stillt í hóf eftir megni. Kennsla, starf og leikir: Á námskéiðum þessum mun leitazt við að búa þátttakendum tækifæri til þess að dvelja á fögi'um stað við nám, starf og leiki. Tilsögn verður veitt í þessum greinum, Kristmun fræðarn. f viðræðuformi verður farið í níu af dæmisögum Jesú Krists og boðskapur þeirra skýrður fyrir þátttakendum. Söngur. Veitt verður tilsögn í söng og leitazt við að kenna sálma, ættjarðarlög og ýms lög við hægi unglinga. Garðrækt og jurtasöfnun verður kennd og iðkuð. Handíðir (föndur) af ýmsu tagi verða kenndar. íþróttir og leikir verða ríkur þáttur í starfinu. Áhugafólk í þessum greinum mun annast kennsl- una og hefur mjög vel tekizt um val þess fólks. í sambandi við námskeiðin veröur efnt til ferða- laga um nágrennið og merkir sögustaðir skoðaðir. A sunnudögum verður farið til nálægra kirkna og væntanlega koma þar einnig börn og unglingar úr söknunum. Lögð verður áherzla á prúðmannlega framkomu, umgengni og reglusemi í hvívetna. Takmark. Oll böi’n eða unglingar á nefndum aldri eru velkomin til þessarar dvalar í sveit að sumri og ýms félög vinna ötullega að því, að svo geti orðið. Á kristilegum grundvelli hafa K. F. U. M. og K. unnið merkilegt starf í þessum efnum. Við teljum æskilegt Við teljum æskilegt, að kirkj- an í heild sinni starfi að þessu í varandi mæli og er þetta ein fyrsta tilraunin í þessa átt. Það er von okkar, að vel muni takast um stai’fið í sumarbúð- unum að löngumýri og foreldrar gefi börnum sín- um tækifæri til þessarar dvalar við heilbrigð og þroskandi viðfangsefni. Gæðamat á innfluttmn matvælum Áskorun Læknafélags Suðurlands á heilbrigðisyfirvöldin. Læknablaðið (10. tbl. 1955) flytur frétt á aðal- fundi Læknafélags Suðurlands, m. a. af erindi, sem Jónas Kristjánsson yfirlæknir heilsuhælis N. L .F. í. í Hveragerði flutti þar um manneldismál, og ályktun, sem fundurinn gerði í því sambandi. Segir blaðið svo frá: „Miklar umræður urðu um ei'indi Jónasar og voru á einu máli um hið mikla hlutverk mataræðis- ins í heilsufarslegu uppeldi þjóðarinnar. Sérstak- lega var rætt um, hvei'su þýðingarmikið væri, að vel væri vandað til matvælainnflutningsins, en upplýst var, að sumt af því korni, sem flutt væri inn ómalað, væri gamalt og skemmt af langi'i keymslu, t. d. spíraði ekki. Um malaða kornið væri ekki gott að segja, en víst væri um hveitið, að það væri algerlega bætiefnasnautt, og máske lang- geymt, án þess að um það væri vitað með vissu fyrirfram. í sambandi við mál þetta samþ. fundurinn eftinj* farandi ályktun til heilbrigðisstj. í landinu: , (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.