Dagur - 31.05.1957, Síða 4
4
D A G U R
Laugardaginn 31. maí 1957
DAGUR
Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON
'Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Þorkell Björnsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 116a6.
Árgangurinn kostar kr. 75.00.
Blaðið kemur út á miðvikudögum.
Galddagi er 1. júlí.
„Það sást til lians“
SÍÐUSTU VIKURNAR kvað hafa verið allfjör-
ugt á Alþingi. Mörg mál til umræðu, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn, — er lofaði „harðri stjórnarand-
stöðu“ — óttast. Finnst nú Sjálfstæðisflokknum
að vonum sem jörðin logi undir fótum sér. Svíður
í iljar, tvístígur því og hoppar stundum — og
gefur frá sér hljóð, sem suma furðar á.
Bjarni Benediktsson er höfuðkappi flokksins.
Hann er þjóðkunnur fyrir mikla ræðumanns-
hæfileika, en ef málstaðurinn er slæmur gagnar
orðfærnin ekki til réttlætingar.
Eitt frumvarpið, sem lá fyrir þinginu, var um
skatt af stóreignum. Allir vita að Sjálfstæðis-
flokkufinn er viðkvæmastur fyrir slíkum skött-
um. Bjarni gerði mikla hríð að frumvarpinu.
Sagði að af því mundi leiða atvinnuleysi og „ves-
öld“, — ef það yrði að lögum, — aukna dýrtíð og
verkföll.
Eysteinn Jónsson svaraði Bjarna með fyndni —
og stálhörku. Segir pallagestur héðan að norðan,
að mikil skemmtun hafi verið að hlýða á ræðu
hans, enda mikið hlegið á áheyrendapöllunum.
Höfðu menn sín á milli ýmsar getur uppi um
það í hverju „vesöld“ hinna ríku, — milljónamær-
inganna, sem eingöngu á að skattleggja, — myndi
helzt lýsa sér.
Eysteinn sýndi með ýmsum dæmum, hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn legði sig fram til þess að
vinna skemmdarverk um þessar mundir. Þar á
meðal grafa undan verðgildi peninganna í land:
inu. Beitti allri flokkslegri orku sinni til þess að
reyna að koma í veg fyrir að aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar og Alþingis í efnahagsmálunum gætu orð
ið að liði.
Bjarni Benediktsson skrifaði t. d. Sagði E. J., í
Morgunblaðið nafnlausar hvatningar til verka-
manna um að gera kaupskrúfur og verkföll og
hampaði þar storkunaryrðum til þeirra verka-
lýðsforingja, sem vildu viðhalda vinnufriði. En á
Alþingi létist hann vera hinn þjóðhollasti maður
á móti verkföllum.
Hann minnti á strák, sem kastaði grjóti í glugga
í myrkrinu, en hlypi frá og létist hvergi hafa
nærri komið. En það þýðir ekkert fyrir hann að
neita, sagði ræðumaðurinn. Menn vita hvað hann
hefst að í myrkrinu. Það sást til hans.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er með sinni
neikvæði stjórnarandstöðu að vinna skemmdar-
verk í þjóðfélaginu, þótt hann beri á móti því
Hann mun líka gjalda þess. Honum þýðir ekkert
að þræta fyrir og neita. Það sést til hans og
gleymist ekki.
Hinir almennu borgarar í landinu vita það mæta
vel að hlutverk stjórnarsamstöðunnar er þýðing-
armikið og því fylgir ábyrgð. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur kastað frá sér ábyrgðartilfinningunni og
lætur sér sæma að vinna skemmdarverk á við-
sjálum og hættulegum tíma. Af þeim skemmdar
verkum mun hann verða dæmdur að verðleikum.
Eðli flokksins og innsti kjarni varð mjög augljós í
umræðum um stóreignaskattinn. Þar var sem
komið væri við opið sér er þeir ríku átti að borga.
Síðastliðinn sunnudag boðaði
sóknarpresturinn að Möðruvöll-
um, séra Sigurður Stefánsson
prófastur, til messu cg hófst hún
kl. 2 e. h. Á fólkssíraumnum, sem
lá að kirkjunni var auðsætt að
eitthvað óvenjulegt stóð til, því
að þarna kom fólk úr öðrum
sóknum og meðal annarra all-
margt Akureyringa. , Og allir
vissu að þennan dag myndi fögur
tónlist hljóma að stirndum himni
kirkjunnar, en það sem olli eftir-
væntingu kirkjugesta var eink-
um sá boðskapur, að öll tónlist
messunnar, þ. e. sálmalögin, for-
spil og lokaþáttur hennar, væri
samið og.leikið á orgelið af org-
anista kirkjunnar, Jóhanni Ólafi
Haraldssyni. Einnig söng organ-
istinn sjálfur stólvers, einsöng
með eigin undirleik.
Prófastur flutti skörulega ræðu
og að lokinni messu ávarpaði
hann organistann og þakkaði
honum sérstaklega fyrir þessa
óvenjulegu og hugðnæmu tónlist
og söngkórnum fyrir hans þátt í
athöfninni. Taldi hann að það
myndi vera einsdæmi hér á landi
að öll lög við einu og sömu messu
væru samin og flutt af organista
kirkjunnar. Einnig þakkaði pró-
fastur eldri organistanum, Jóni
Kristjánssyni, Hjalteyri, er fyrir
nokkrum árum hætti organista-
starfi fyrir aldurs sakir. En í dag
væri hann meðal söngmanna í
kórnum og hefði fært kirkjunni
að gjöf orgelstól góðan og vand-
aðan grip, er hann fyrir hönd
sóknarbarnanna tæki á móti með
þakklæti.
Þessi stund í kirkjunni var öll
hin virðulegasta og með miklum
hátíðablæ og innileik.
Strax er Jóhann hafði í messu
upphafi lokið forleik sínum,
fannst mér sem hugur kirkju-
gesta hefði samstilzt og opnast
fyrir áhrifum æðri máttar, og er
hann lék tónverk sitt í f-moll á
hinni hljóðu og áhrifaríku bæn-
arstund, náði loígjörð messunnar
til innstu hjartaróta. Og þsgar
síðustu tóna rorgelsins dvínuðu í
lok tónverksins, er hann lék að
messulokum, mun mörgum hafa
fundizt sem augnablik frá upp-
hafi hennar og var messan þó
lengri en venjulega gerist. Menn
undruðust einnig hve vel organ-
istanum hafði tekizt að laða fram
hrifnæman og fágaðan söng eftir
aðeins tvær æfingar ,og er það
ekki í fyrsta sinn, sem eg hef
orðið þess var að Jóhann býr yfir
sérstökum töframætti til áhrifa á
þá, sem syngja undir stjórn hans.
í sálmalögum Jóhanns kemur
ekki fram nejnn þungi sterekra
storma, né buldur brims við
klettótta strönd, en þau eru hvert
öðru fegurra, eins og Eyjafjörð-
urinn, þar sem hann er fæddur
og uppalinn við mjúkar línur
blárra fjalla, og í hverju lagi
opnast innsýn í nýjan vog og vík
fjarðarins og um leið í þeim
heimi trúar og vonar, sem við öll
stefnum að. Það er auðfundið að
lögin eru með miklum skyld-
leikablæ hvert við annað, en allt-
af eitthvað nýtt í hverju lagi, og
þau minna öýll á þá fögru must-
erisbyggingu, sem Eyjafjörðurinn
r, baðaður í vorsins sól.
Það er staðarlegt og fagurt að
líta heim að Möðruvöllum í
Hörgárdal, þegar farið er eftir
veginum vestan Stórhæðar. Og
margar minningar eru bundnar
við þennan merka stað fyrr og
síðar. Og í dag er enn mikil
reisn yfir húsaskipan þar, en
kirkjan setur lotningar- og
virðuleikablæ á staðinn. — Þetta
veglega tákn um hagleik og list
byggingameistarans - Þorsteins
Daníelssonar frá Skipalóni.
í ræðu sinni óskaði prófastur
að þessi sunnudagur mætti í hug
um kirkjugesta verða minninga-
ríkur í sögu staðarins. Og það er
mér kunnugt um, eftir að hafa
talað við ý"msa kirkjugesti, að
prófasti mun verða að ósk sinni.
Messan jók enn hróður hins
gamla og góða sögustaðar fyrir
tilstilli prófasts og hins fjölhæfa
organista, enda þrungin af lotn-
inga og tilbeiðslu fegurðar og
trúartrausts.
Kirkjiígestur.
í kappleik milli tveggja danskra
knattspyrnufélaga um daginn
vann annað með 1—0, og er slíkt
ekki í frásögur færandi, en er
leikmennirnir, sem lægra hlut
höfðu beöið, voru að klæða sig í
búningsklefanum eftir leikinn,
kallaði einn úr liðinu: „Nei,
heyrið mig piltar! Við höfum
leikið allan leikinn með 12 mönn
um!“ Það var farið að telja, jú,
það reyndist vera svo. Enginn
hafði tekið eftir því, að þeir voru
einum fleiri en þeir áttu að vera,
og þoir komust heldur aldrei að
þeirri niðurstöðu, hverjum þeirra
hefði verið ofaukið!
Forstjóri General Motors verk-
smiðjanna, Harlow H. Curtise,
fékk lækkun launa sinna á síð-
asta ári, svo að nam 80300 doll-
urum. Ekki er þó talið, að hann
hafi soltið heilu hungri þess
vegna, því að laun hans voru
samt 696100 dollarar.
Dönsku vikublöðin, Hjemmet
og Familie-Journal, hafa í mörg
ár keppt um það, hvort hefði
stærra upplag. Um langt skeið
hefur Familie-Journal haft for-
ustuna, en nú.er Hjemmet komið
fram úr. Það er gefið út í 303
þús. eint. á viku, en Familie-
Journal í 297 þús. eintökum. —
Talið er, að sögur eftir Ib Henrik
Cavling, sem birtast í Hjemmet,
eigi sinn þátt í umskiptuiium.
Gagríræðingar frá Gagnfræðaskóla
Ákureyrar 1957
Bóknámsdeild.
1. Aðalbjörg Rósa Jónsdóttir I. 7.91
2. Anna Lilly Daníelsdóttir I. 7.95
3. Anna María Jóhannsdóttir I. 7.52
4. Ásdís Elva Jónsdóttír I. 8.64
5! Ásta Einarsdóttir I. 7.73
6. Björg Ásdís Kristjánsdóttir I. 7.92
7. Elín Guðmundsdóttir III. 5.88
8. Gígja Hermannsdóttir II. 6.33
9. Guðjón Reynir Valtýsson I. 808
10. Guðmundur Frímannsson I. 728
11. Guðrún Sóley Sveinsdóttir I. 8.40
12. Halldóra S. Ágústsdóttir I. 8.15
13. Heiðdís J. Norðfjörð II. 6.60
14. Héðinn Baldvinsson II. 6.00
15. Hildur Bergþórsdóttir II. 6.22
16. Hildur M. Sigursteinsdóttir II. 6.92
17. Heiðar Orn Gíslason II. 6.13
18. Ingibjörg Hafliðadóttir II. 6.58
19. Ingólfur B. Hermannsson I. 7.54
20. Jónína Jónsdóttir II. 6.94
21. Klaus H. H. Scheel III. 5.79
22. Margrét Rögnvaldsdóttir I. 7.88
23. María Björk Eiðsdóttir II. 6.84
24. María Jóhannsdóttir I. 8.07
25. Sigurður Kr. Oddsson I. 7.89
26. Smári Þröstur Leiísson II. 6.65
27. Ævar Karl Ólafsson II. 6.87
V erknámsdeild.
1. Bryndís Þorvaldsdóttir II. 6.29
2. Davíð G. Jónsson II. 6.36
3. Elinborg J. Pálmadóttir II. 6.90
4. Erla Þ. Ingólfsdóttir II. 6.38
■ 5. Guðmundur Rafn Pétui’sson I. 7.94
6. Guðrún Sigurjónsdóttir II. 6.00
7. Gunnlaugur M. Jónsson I. 7.33
8. Helen Þoi'kelsson II. 6.82
9. Hrafn Óskai'sson III. 5.90
10. Hreindís Guðmundsdóttir I. 7.70
11. Hörður Svei’risson II. 6.52
12. Jóhann Fi'iðþórsson II. 6.57
13. ísveig Ingibjörg Sigfúsdóttir II. 6.70
14. Karly Björg Karlsdóttir II. 6.02
15. Marta A. Þói'ðardóttir II. 6.63
16. Ólafur Larsen II. 6.96
17. Ólöf Hallbjörg Árnadóttir II. 6.66
18. Rúna Hrönn Kristjánsdóttir II. 7.01
19. Sigríður G. Toi’fadóttir I. 7.77
20. Sigríður Jóna Þorvaldsdóttir I. 8.18
21. Sigríður Þorvaldsdóttir III. 5.80
22. Sigurður Þ. Guðmundsson III. 5.35
23. Sigurjón E. Sigurgeirsson III. 5.60
24. Sonja Gunnarsdóttir II. 6.22
25. Sólborg Árnadóttir II. 6.42
26. Sólveig G. Snæland II. 6.53
27. Svanhvít A. Magnúsdóttir II. 6.09
28. Vébjörn Eggertsson III. 5.87
29. Völundur Heiðreksson II. 6.10
30. Þórey Jai’þrúður Jónsdóttir II. 6.43
31. Þyri Þorvaldsdóttir II. 7.14
32. Örn Óskarsson II. 6.32
Væotanlegt eftir næstu helgi
GÓLFTEPPI ..
ýmsar stærðir.
ELDHÚSGLUGGA-
TJALDAEFNI
fjölbreytt úrval.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Vefnaðarvörudeild