Dagur - 31.05.1957, Síða 5
Laiígardaginn 31. mai 1957
D A G U R
5
ÞÓRARINN BJÖRNSSON, skólameistari:
Nýlega eru út komnar skóla-
skýrslur Menntaskólans á Akur-
eyri frá árunum 1948—1952. Auk
u.pplýsinga um nemendur og
skólastarf eru í riti þessu birtar
nokkrar ræður skólameistara,
sem ekki hafa áður komið á
prentio Allar eru þær ágætar og
hollur Jestur hverjum manni, og
því fór blaðiS þess á leit við Þór-
arinn skólameistara að hann
leyfði því að birta kafla ur einni
þeirra, skólaslitaræðu frá 1950,
og leyfði hann það. Fer ræðu-
kaflinn hér á eftir.
,.. .. í byrjun aldarinnar ríkti
tiltöluleg bjartsýni. Þá bjartsýni
má meoal annars lesa úr reistum
burstum þessa virðulega húss,
sem vér nú erum stödd í, en það
er reist ó fyrstu árum aldarinnar
(1904). Þá bjartsýni má sennilega
að nokkru rekja til þess, að vér
íslendingar vorum þá í þann
veginn að öðiast aukin völd í
sjálfra vcr málum. En aldan kom
lengra að utan, utan úr löndum.
Hinn vestræni heimur trúði á
framfarir. Vísindin höfðu þá þeg-
ar unnið ýmsa sigra, og menn
þóttust vissir um, að fleiri mundu
á eftir íara, sem ög varð. Margir
ætluðu, að með tímanum myndi
vísindunum takast að leysa hin
torræðustu vandamál, jafnvel
sjálfa ráðgátu tilverunnar. Eink-
unnai’orð vísindanna var „deter-
minismi“. Hann kenndi, að efnis-
heimurinn allur væri háður
ákveðnum lögmálum, þar sem
oi’sakalögmálið var allsráðandi.
Þegar þessi lögmál væru fundin,
væri fenginn lykillinn að leynd-
ai'dómum náttúrunnar og um leið
vald yfir þeirri orku, sem hún
hefði að geyma. Þannig gæfist
kostur á að taka náttúruöflin í
þjónustu mannkynsins. Oendan-
legir möguleikar til friðsamlegra
framfara virtust blasa við. Trúin
á vísindin og getu þeirra var sá
hoi-nsteinn, sem bjartsýnin var
reist á.
Og það var ekki aðeins, að
menn héldu, að vísindin myndu
ná tökum á hinni dauðu náttúru.
Aðferðum vísindanna skyldi og
beitt við sjálfan mannsandann,
sálina í líkamanum. Hún átti
einnig sín lögmál. Þær rúnir
vai’ð að ráða með vísindalegum
aðfei’ðum, tilraunum og rnæling-
um. Sama gegndi og um þjóðfé-
lögin. Þau áttu sín lögmál, hag-
fx’æðileg og siðferðileg. Lögmálin
varð að finna, og þá hlaut lausn
vandamálanna einnig að finnast.
Ollu skyldi að síðustu stjórnað
með skynsemi og vísindalegum
reikningum. Þá yrði trú og til-
finningum ofaukið. Þannig munu
ýmsir haía hugsað á fyrsta tug
þessarar aldar, áður en fyrri
heimsstyi-jöldin skall á. Vestræn
nrenning leit fi-amtíðina björtum
augum. Vísindin áttu að skapa
þægindi og farsælla líf, létta éi’f-
iði mannsins, bægja burt hungi’i,
kulda og sjúkdómum,_ færa mann
kyninu meira öryggi.
En mai’gt fer öðru vísi en
skammsýnir menn ætla. Vísindin
hafa að vísu haldið áfram að
uppgötva ný og ný sannindi, ná
valdi á nýjum og nýjum öflum,
auka margvísleg þægindi og
vinna bug á fái’legustu pestum.
En eru menn að sama skapi ham-
ingjusamari en áður eða öryggis-
kenndin meii’i? Munu ekki sumir
telja, að sjaldan hafi ríkt meii-i
óvissa og uggur í mannheimi en
einmitt nú?1) Jafnvel efnisheim-
ui'inn, sem menn töldu, að væri
skoi’ðaður óhagganlegum lögmál-
um, virðist á leið að gliðna sund-
ur í höndum vísindamannanna
sjálfra. Oi’sakalögmálið sjálft,
sem verið hefir hornsteinn heims
mj'ndai’innai’, lxefir beðið hnekki.
Þið vitið, að í atóminu eru ör-
smáar agnir, sem alltaf eru á
fleygiferð. Hi-eyfing sumi-a þess-
ara agna virðist frjáls og óháð
lögum, eftir því sem mér er tjáð.
Duttlungar einir eða hending eða
dulinn fi’jáls vilji vii’ðist í’áða
kasti þeirra. Hér vei’ður ekki allt
séð fyrir né reiknað út. Hér þi’ýt-
ur veldi orsakalögmálsins. Hefir
mér jafnvel skilizt, að sumir hafi
látið sér detta í hug, að það frelsi,
sem þai’na hefir fundizt í innsta
kjarna efnisins, kynni að eiga
eitthvað skylt við það frelsi;
frelsi til að velja og hafna, sem
oss mennskum verum finnst, að
búi í sjálfra vor bai’mi. Innsti
kjarni tilverunnar væi’i frjáls.
Orsakalögmálið næði aðeins til
skux-nsins. Efnið sjálft er ekki
lengur efni, líkt og það var áður
skilið, heldur oí’ka, hreyfing,
bundin hið yti’a, en fi’jáls hið
innra. Að baki öllu byggi hinn
óháði máttui’.
Og um mannsandann er það
svo, að þar sem menn höfðu von-
að að finna skynsamleg lögmál,
verður það nú Ijósai-a, að rökvís
hugsun nær einkum til efsta
borðsins. Undir niðri í hugar-
djúpum þruma villtar hvatir,
sem erfiðlega vei’ður komið lög-
um yfir.
Eins og nú er komið með öll
þau sannindi, sem vísindin hafa
leitt í dagsljósið, og alla þá ox-ku,
sem þau hafa leyst úr læðingi,
vitum vér ef til vill síður en
nokkru sinni áður, hvar vér
stöndum, efnislega og andlega.
Þið vitið, að hálfmenntuðum
mönnum hættir til að miklast af
þekkingu sinni og ætla sér lærð-
ari en þeir eru. Mér vii’ðist, að í
byrjun aldai’innar hafi vísindin
vei’ið ískyggilega nærri þessu
stigi hálfmenntunar. Nú er lengra
komið. Ymsir vísindamenn virð-
ast hafa öðlazt auðmýkt hinnar
1) Þetta er sagt ,þegar horfur
í heimsmálum voru einna
ískyggilegastai’.
sönnu þekkingar. Þeir viður-
kenna vanmátt mannlegrar rök-
hyggju frammi fyrir innsta
kjai-na tilverunnar. Þeir gerast
dultrúarmenn, viðurkenna hinn
óræða mátt alheimsins, hvei’ju
nafni sem þeir kunna að nefna
hann, hvort þeir kalla hann guð
eða eitthvað annað. Trúin á al-
mætti vísindanna er bi’ostin. Vís-
indin geta aðeins verið þjónn. En
þjónn hvei’s?
Hér vandast málio, og ég ætla
mér ekki þá dul á þessum fáu
mínútum að svai-a þeiri’i spui’n-
ingu. En ég' held, að fleirum og
fleirum sé að skiljast, að við-
fangsefnin, sem bíða úrlausnar,
eru ekki fyi’st og fremst vísinda-
legs eðlis, heldur mann’legs eðlis,
siðferðilegs eðlis, jafnvel trúar-
legs eðlis. Vísindin, sem eru lög-
málsbundin, ná ekki til þess, sem
í eðli sínu er frjálst. Þess vegna
vei’ður vandi hins frjálsa manns
aldrei leystur endanlega, aldi’ei
með stæi’ðfræðilegri nákvæmni.
Kver einstaklingur verður að
leysa vandann daglega, við hvert
fótmál, svo að segja. í þessu er
fólginn mikilleiki mannsins. Þess
vegna er hvei’jum einstaklingi,
sem vill heita maður, fengið það
veglega hlutverk, að bera ábyi’gð
á sjálfum sér. Hvernig sem heim-
urinn veliist, þó að þið áx’ið 2000
verðið farin að bregða ykkur til
annai’ra hnatta í sumai'leyfinu,
eða hvaða undur önnur sem
kunna að gerast í mannheimi,
vei’ður aldrei af ykkur létt vand-
anum að lifa. Þær stefnur og þau
ríki, sem kunna að láta sér detta
í hug að taka af mönnum þann
vanda, gei’a manninn minni og
eru fyrr eða síðar dauðadæmd, af
því að þau vinna gegn eðli lífsins.
Vandinn er og vex’ður um fram
allt einstaklingsins.... “
Heimreiðin
Sveitabæir, þeir sem metnað
hafa, snyrta heimreiðina. Akur-
eyrai’kaupstaður á marga fagra
staði þegar komið er inn í bæinn.
En gleymzt hefur að snyi’ta
heimreiðina.
Vegfax-endum að nox-ðan heilsa
ruslahaugai-nir í Gleráx’þoi’pi.
Þeim sem velja loftleiðina, heils-
ar firna mikill ruslahaugur á
krossgötunum vestan flugvallar-
ins, þar sem ekið er í bæinn frá
flugstöðinni. Sjóleiðin ein getur
forðað bænum frá þeirri minnk-
un, sem óþi’ifnaðurinn að sunnan
og nox’ðan veldur.
En með því að hér var ekki
ætlunin að mæla með einu farar-
tæki öðru fremur og líklegt er að
bifreiðir og flugvélar verði not-
aðar eitthvað fyi’st, á svipaðan
hátt og verið hefur, væri athug-
andi hvort bærinn treystist ekki
til atlögu við nefndan ófögnuð og
það heldur fyrr en seinna.
í tímaritinu „The Norse-
man“, sem gcfið er út í Bret-
landi og einkum fjallar um
málefní Norðurlanda og skipti
þeirra við Bretland, birtist sl.
vetur athyglisverð grein eftir
brezkan mann, Llewllyn Chan-
tei’. Færir höfundur rök að
því, áð litlu hafi munað, að
Bretar hafi tekið yfiráðin yíir
Islandi af Dönum. Áhrifamikill
Breti vann að því öllum árum
og gekk til velvild til íslend-
inga, sem liarm hélt að myndu
eiga betri ævi undir brezkri
stjórn en danskri.
Brezkur aðalsmaður, Sir Jo-
seph Banks, náttúruskoðari og
landkönnuðui’,. hafði verið félagi
og samferðamaður hins heims-
fræga landkönnuðar James
Cook, er hann fann ýmis lönd á
suðurhveli jarðar og aflaði mik-
illar þekkingar á þessum hluta
heims, svo sem frægt er orðið.
Cokk fór sína fyrstu ferð suður
þangað 1768, en er hann undir-
bjó næstu fei’ð sína á svipaðar
slóðii’, urðu þeir ósáttir Banks
og hann. Sir Jaseph fór því ekki
með Cook, heldur venti sínu
kvæði í kross og fór rannsóknar-
för til íslands. Þetta var 1772.
Með Banks fóru í íslandsleið-
angurinn sænskur grasafræðing-
ur, ungur læknir og 3 myndlist-
armenn, sem máluðu og teikn-
uðu mikið í ferðinni.
Það er skemmst frá því að
segja, að ferð Sir Joseph Banks
hingað og dvöl hans hér á landi
vai’ð til þess, að hann fékk mik-
inn velvildai’hug til lands og
þjóðar, hann reyndist íslending-
um hinn mesti haukur í hox’ni
seinna á ævinni ,eins og alkunna
er af sögunni, en hitt er síður
kunnugt, að hann barðist fyrir
því eindi’egið, að Bretar tækju
ísland af Dönum, því að honum
þótti sem þá rnundi fyrst í’ofa til
hér á laixdi, er fslendingar væru
lausir úr böndum einokunarinn-
ar og hefðu fengið milda, brezka
stjói'n yfir sig. Er þetta mál var
mest á döfinni, áttu Danir í stríði
við Bi’eta, svo að jai’ðvegurinn
var góður til slíkrar sáningar,
en ekkert spratt upp af sæðinu.
Hefur það reynzt örlagaríkt fyr-
ir oss íslendinga. Þó telur gi’ein-
ai’höfundur, að brezk stjórnar-
völd hafi verið komin á fremsta
hlunn með að taka ísland oftar
en einu sinni, og eitt sinn hafi
það vei’ið ráðið, en í það sinn
hrökklaðist forsætisráðherran frá
völdum áður en af þessu vax’ð.
Sauðburður erlendis. í norsku
blaði var nýskeð sagt fi-á á, er
bar 6 lömbum, og lifðu öll lömb-
in. Einnig var þar sagt frá sex-
fættu lambi og öðru þrí-fættu, og
lifðu bæði!
Til er bréf, sem Sir Joseph
Banks í’itaði Magnúsi Stephen-
sen 1801, en hann var þá mesti
valdamaður hér á landi'. Er hann
þar harðoi’ður í garð Dana og býr
Magnús undir hertöku landsins,
ef íslendingar ákveði ekki sjálf-
ir í skyndi að gerast brezkir
þegnar. Talið er fullvíst, að bréf
þetta hafi verið skrifað með fulli’i
vitund og að undii’lagi brezku
ríkisstjórnarinnar. En bréf þetta
var aldrei sent, því að rétt um
það leyti lét foi’sætisráðherrann,
William Pitt yngi’i, af völdum,
eins og áður er sagt, og þá var
hætt við allt saman.
Árin 1807 og 1808 mun ekki
hafa munað miklu að Bretar létu
verða af sinni fyrri ætlun um ís-
land, en einhverx-a hluta vegna
varð aldrei úr framkvæmdum. —
Banks hélt málinu vakandi. í
einu bréfi sínu til brezks ráð-
herra leggur hann eindregið til,
að Bretar gefi íslendingum kost
á því að gerast brezkir þegnar til
þess að forðast allar blóðsúthell-
ingai’. Hefur hann auðsýnilega
vei’ið viss um, að hollusta ís-
lendinga við Danakonung mundi
ekki vei’a svo mikil, að fyi’ii’staða
væri í, heldur myndi fólkið fagna
því að komast undan dánskri
stjói-n. Hælir hann íslendingum í
bréfinu, segir að þeir séu „trú-
aðir, siðugir, heiðarlegir og
hraustir." Hann bætir því við, að
dansleikir og aðrar skemmtanir
séu óþekktir meðal íslendinga og
þeim stökkvi' aldrei bros. En
Bretar hikuðu enn og ekkert
vai’ð af töku íslands, ekki einu
sinni þegar Jörundur hundadaga
konungur hafði sýnt þeim, hve
létt vei’k það var, en reyndar
mun ekki hafa munað miklu í
það sinn, að Bretar tækju ís-
land.
Það er dálítið gaman að gei’a
sér í hugai’lund, hver oi’ðið hefðu
örlög lands okkar og þjóðar, ef
Bi’etar hefðu tekið landið af
Dönum, þó að slíkar tilgátur og
hugsanir séu auðvitað vita gagns
lausai’. Líklegt þykir mér, að
verzlunarmálin hefðu færzt í
betra horf fyrir íslendinga og
velmegun vaxið hér á landi fyrr
en ella, en hætt er við, að Bretar
hefðu reist hér strandvirki, sem
enn stæðu, og vafalaust hefðu
fiskimenn þeii’i’a notað sér að-
stöðuna hér miklu fi’emur en
Danir og ekki er líklegt, að leið-
in út úr brezka heimsveldinu
hefði orðið okkur jafngreiðfær og
út úr danska í’íkinu.
Að öllu samanlögðu þui’fum
við íslendingar ekki að harma,
hvernig fór. Ur því að við þurf-
um að vera undir annari’a stjórn
um aldabil, þá höfum við líklega
verið lánsamir, að það voru Dan-
ir en ekki Bretar eða Norðmenn,
sem við þurftum að sækja sjálf-
stæði okkar í hendurnar á að
lokum.
Ö. S.