Dagur - 03.07.1957, Blaðsíða 2
2
DAGUR
Miðvikudaginn 3. júlí 1957
I Herðubreiðarlindir að Jónsmessu
Þar sem allt er villt að irátturunnar eðli
og skaparans geðþótta
Það er ekið austur á bóginn úr
Reykjahlíð í harðsnúinni Vípon-
bifreið, sem herinn á Vellinum
hefur átt, í samfloti við jeppa, og
stefnt í áttina að Lindunum við
Herðubreið. Eg hafði svo ótal oft
séð leirhverina í Námaskarði og
landið þar í kring, sem kunningi
minn, Bretinn, hafði sagt, að
minnti sig á Sýrland, að eg
nennti tæplega að gjóa augunum
út um gluggann, og þá minntist
eg amerísku hermannanna af
Keflavík, sem verið höfðu í or-
lofi í fyrra-sumar og eg hafði
túlkað fyrir í fex-ðinni þangað:
Þeir höfðu ganað með rolleiflex-
myndavélar sínar beint inn á
hættusvæðið til þess að Ijós-
mynda þetta kynjafyrirbæri eins
og hernaðarleyndarmál óvinar-
ins, rússneska úranium-námu
eða eitthvað þvíumlíkt.
Farþegar í Víponum sitja langs-
um í vagninum, sitt til hvorr-
ar handar, fjórir og fjórir, snú-
andi bökum í bílrúðurnar; einn er
frammi í hjá eklinum. Af þeim
sökum veitist örðugt að horfa á
landið nema að vinda sig og
teygja í hálsliðunum, svo að auga
nemi sýn af umhverfi út um
framgluggann. En þetta hefur
flestum þegar veitzt tóm til að
sætta sig við, síðan lagt var af
stað frá Akureyri. Það er
sterkjuhiti óg sólin smýgur inn
um hvern skjá og hverja smugu
á bifreiðinni, en ferskur andvari
af öræfunum berst inn um gal-
opinn stafngluggann. Það hefur
verið ekið greiðlega vegarspöl-
inn að Jökulsá á Fjöllum, þar
sem vegvísirinn bendir í suður
fram með fljótinu og telur fjöru-
tíu og níu kílómetra inn í Lind-
irnar. Og nú knýr ekillinn enn
ferðina yfir sanda og hraunflæmi,
á meðan drottning öræfanna,
Herðubreið, rís í sinni hátign,
sveipuð hillingum, stök og stór-
snúðug og lokkandi eins og þess-
ari lafði íslenzkra fjalla samir.
Liðið er að náttmálum, og nú
er aðeins níu kílómetra spotti á
áfangastað um torfarið hraun og
þaðan yfir Lindá og enn yfir
hraun. Nóttin fer að síga yfir
Ódáðahraun, og tjaldað er á
grösugum lækjarbakka í jökul-
svölu háfjallaloftinu. Á meðan
færist lognmjúkur hljóðleikur
um andrúmsloftið og magnar sál-
ina til kyrrlátrar hrifni eins og
snerting við eilífðina. Þetta er
kvöldið fyrir Jónsmessu, tjaldið
er steinsnar frá skúta Fjalla-Ey-
vindar, og niðurinn í litla fossin-
urú í læknum berst okkur til
eyrna. Og Herðubreið .... þar
gnæfir hún og brosir til okkar,
þar sem við lútum að fótskör
hennar eins og meistarans, svo
nærri, að leikur einn virðist að
krækja í sólroðinn faldinn með
hendinni út um tjaldopið.
Snemma urn morgxuimn reik-
um við að kofa Eyvindar og
minnumst hans, þegar við horf-
um niður í þrönga gjótuna og
lítum þaðan til byggða og hugs-
um um veturna hans og vega-
léngdina til mannanna. Síðan
stefnum við í áttina að Herðu-
breið og göngum fram með
svanavötnum, þar sem álftahjón
sigldu með unga sína, þar sem
fjallagolan þaut í sefinu við
bakkana, og kjarrið og mosinn og
hvönnin spruttu í lundunum og
ilmuðu. Og svo tók hraunið við,
endalaust hraun á alla vegu í
ótrúlegri margbreytni. Við rætur
fjallsins er vatn, sem hefur þorn-
að að nokkru og sigið. Þar í
skorþuiini sáum við hófspor....
greinilega strokuhests — skag-
firzks gæðings vitnaðist síðar —
sem hafði auðsæilega hlaupið
tryllingur í, því að förin voru
óvanalega djúp. Maður lifði þar
aftur söguna eftir Þorgils Gjall-
anda um Stjörnu. Hún hefur að
líkindum gerzt á sömu
slóðum. Við klífum nokkra faðma
upp fjallið og hvílumst í mó-
'bergsslakka. Við horfum yfir
ödáðáhráunið og til fjallanna úti
við sjóndeildarhringinn. Að lifa
þá stund var eins og að berast
langt aftur í aldir, burt frá fánýti
og nýjum siðum. Hér var upp-
raunaleikinn, sem ríkjum réð,
móðir nóttúra, sem veitir tilver-
unni inntak og fylling.
Á leiðinni til baka fann eg
hraunflögu, sem eg bar eins og
hvítvoðung heimleiðis. Það eru
ýmsar fallegar myndir á hraun-
grjótinu mínu. Nú hangir það á
vegg heima hjá mér eins og afguð
hússins, minning um pílagrímsför
að Jónsmessu inn í Iierðubreið-
arlindir.
Það er búizt til brottferðar að
nóni hallanda í sól og veðurblíðu.
Skömmu áður borða eg góðan
bita af hvannanjóla, sem fjalla-
garpur á áttræðisaldri flysjar
kunnáttusamlega fyrir mig með
vasakutanum sínum. — Hvönnin
er bezt um þetta leyti, segir
garpurinn, áður en knappur-
inn nær að springa og stöng-
ullinn að tréna. — Mér finnst
hvönnin bragðast eins sætlega og
góðaldin, keimur hennar minnir
á millibragð næpu og agúrku, og
þess vegna fæ eg mér tvær til
viðþófar,.sem hors d’ æuvre, áð-
ur eg neyti flatkökunnar og
hangikjötsins.
Áður en stigið er upp í Vípon-
inn, sem virðist bíða hlakkandi,
fagnandi eftir vegleysunum á
bakaleiðunum eins og stríðshest-
ur fyrir orrustu, seytlar vinar-
þelið frá þessum sælunnar reit
inn í hugskot allra. Á leiðinni til
Akureyrar er myndin í huganum
ljóslifandi allan tímann, mynd af
þessu hljóða veldi íslenzkra ör-
æfa, þar sem drottning fjallanna
er alltaf jafn-fögur, þar sem
hraunið flytur mann aftur í aldir,
þar sem allt er villt að náttúr-
unnar eðli og skaparans geðþótta,
þar sem hvönnin, mosinn, kjarrið
anga í lundunum, þar sem fjalla-
golan þýtur í sefinu við bakkana
og álftir synda alls óáreittar á
vötnunum, þangað sem stroku-
hestur flýr með sorgina og heim-
þrána og Fjalla-Eyvindur leitaði
friðar fyrir mönnum.
Akureyri, 28. júní 1957.
Steingrímur Sigurðsson.
Ljósmynd: Höfundurinn.
Grænlandsmálið þolir enga bið
segir dr. JÓN DÚASON í stuttu viðtali við blaðið
Dr. Jón Dúason var nýlega hér á
ferðinni, og greip blaðið tækifærið
og ræddi við hann um stund.
Ekki þarf að kynna hann lands-
inönnum með mörgum orðum, svo
þekktur vísindamaður er hann.
Fæddiir er hann í Fljótum árið
1888 og af gagnmerkum bændaætt-
um kominn, og meðal annars af
Hvassafellsætt í Eyjafirði.
Hann stundáði nám við Gagn-
fræðaskólann á Akureyri frá 1907—
1909. Stúdentsprófi lauk hann árið
1913, og við framhaldsnám lagði
hann stund á þjóðfélagsvísindi við
Hafnarháskóla, með bankávísindi
óg peningamál áð sérgrein. Hann
varð doktor í liigum við Óslóarliá-
skóla árið 1928.
Frá barnsaldri luicigðist hugur
Jóns mjög að Grænlandsmálum, og
þeim hefur liann helgað krafta sína
meira en nokkur annar maður fyrr
eða síðar.
Dr. Jón Dúason hefur skrifað
óhemjumikið í formi bóka, bæk-
linga, ritgerða og blaðagreina urn
áratugi um rýttarstöðu Grænlands
í fornöld og fornhelgan rétt íslend-
inga á Grænlandi. Af tveim fræg-
ustu bæklingum hans má nefna:
„Die koloniale Stellung Grönlands"
(= Nýlendustaða Grænlands), sem
þjóðaréttarstofnun háskólans í Göt-
tingen gaf út 1954, og ritgerðina
„Die neueste Gestaltung der Grön-
landsfrage" í ‘ „Europa-Archiv", að-
altímariti Þjóðverja um utanríkis-
mál, 1955, sérprentuð.
Ennfremur hefur hann tvær stór-
ar bækur í undirbúningi: Land-
könnun og landnám íslendinga i
Vesturheimi, og Réttarstaða Græn-
lands, nýlendu íslands. Hefur hann
unnið að því undanfarin ái, að búa
bækur þessar undir prentun.
Urn livad' fjalla þessar bcekur?,
I þessum ritum er dregin saman
saga og réttur íslcndinga til Græn-
lands, svarar dr. Jón, og hinn aldr-
aði maður geislar af áhuga, er hann
í fáum og skýrum drátlum rekur
söguna.
En hvað iim dýrrnœta mtílma á
Greenlandi?
Fræðimannleg málmleit er enn
ekki byrjuð á Grænlandi. Þó er vit-
að um lieil fjöll og eyjar úr marm-
ara við Umanakílóann. Sunnaji við
þennan flóa eru mikif aúðæfi í
jörðu. Þar cru kol og járn og jarð-
fög mcð stéinólíu e'ru' 'einnig norð-
vestast í landinu. Mikið ög ágætt
asbest er víða, og hefur verið unnið
bæði syðst í Eystribyggð og norðan
Umanakhéraðs. Koparnámur hafa
ög verið starfræktar á tveimur stöð-
um í Eystribyggð.
llvar cru krýolilnárnurnar?
Þær cru nyrzt í Eystribyggð, og
hafa gefið, í dönskum pcningum
reiknað, um 20 milljónir króna á
ári. Þar í grennd hafa fundizt aðrir
málmar, segir dr. Jón Dúason enn-
fremur. Séra ívar Bárðarson, sem
var um 20 ára bif ráðsmaður í
Görðum (1341 — 1360), segir í Græn-
landslýsingu sinni, að gnéitt af silí-
urmálmi sé í Grænlandi. 1 gamalli
Eskimóahústóft og í bergsprungu
rétt hjá Júlíönuvon liefur fundizt
(úm 1850) heilmikið af óbræddum,
hreinum silfurkristöllúm! — Þetta
hljóta Eskimóar að hafa fundið
ekki mjög fjarri, og lilýtur silfur-
náman að vera auðfundin, strax og
vísindalegar málmleitaraðferðir cru
viðhafðar. Öll Eystribyggð er sund-
urklofin af berggöngum, og þarna
standá vónir til að auðugar námur
finnist.
Er það rétt, að cinnig hafi fund-
izt auðugar úraniumnámur?
Já, fundizt liafa úraníumnámur,
og mun vera í ráði eða ákveðið,' að
Niels Bohr, hinn frægi danski kjarn
orkuvísindamaður, fari í sumar til
Grænlands til að kanna þau svæði,
sem úraníum og thóríum hefur
fundizt á. — Mun skipsfarmur af
grjóti lrá þessum slóðum verða
fluttur þaðan til frekari rannsókna.
Þessar námur eru við Skógarfjörð,
sem liggur inn í Eiríksljörð. Skóg-
arfjörður mun áður hafa heitið
Langeyjarsund.
Ekkert hcfur heyrzt urn gullœði
í Greenlandi?
Fyrrverandi forstjóri fyrir Græn-
landi hélt fyrirlestur í Landfræðifé-
laginu danska í febrúar 1947. Fyrir-
lcslurinn var síðan gefinn út með
viðbót frá hcndi höfundár. — Þar
segir liann m. a. um þetta atriði,
að ástæða sé fyrir því, að Grænland
ha.fi verið lokað land til þessa. A-
stæðan sé sú, að menn liafi búizt
við því, að í Grænlandi fyndust
dýrmætir málmar. Alls konar trant-
aralýður myndi þá flykkjast inn í
landið, ef frjálst væri, svo að stjórn-
in réði ekki við neitt. Þessi ótti hafi
heldur ekki vérið áslléðulaus, því
að enn megi blVast'við‘úrikfum tíð-'
indum á þessu sviði'. Téík hánn sem
dæmi, að í Austur-Grænlandi væri.
mikið af gulli, serii í engu væ'ri lak-
ara en það, scm brotið cr í Alaska.
En néi hcfur' aðstáðan til nýtingar
slórlega batnað, bæði með tilkomu
k jarnorkuvísindanna og einnig með
auknum I lugsamgiriigum.
Er landið þá hvergi narrri rann-
sakað?
Því fcr fjan i._segú. dr. JÓri Dúa-
son. Auðugustu námusvæðin eru
eflaust þau, scm í fornökl voru
kölluð Grærrlandsóbyggðir, norðan
70. gráðu norðurbreiddar. Eftir 2
—3 ár munu Danir búnir að rann-
saka landið svo, - að hin eiginléga
leit að málmum geti hafizt. Og Jiað
verður að sjálfsiigðu gert mcð flug-
vélum, með aðstoð málmleitartækja.
— An nokkurra málmleitartækja cr
vitað um zink, blý og molybdén og
fleiri málma.
Fræðimaðurinn segir enn fremur,
að til Grænlands sé ekki nema dæg-
urs sigling frá Kolbeinsey. Hann
bendir cinnig á hina geysimiklu
fiskigengd, sem sé hin mesta, er
þekkist í heiminu'm. Þessi auðæfi
hafsins bíði íslenzkra sjómannáj en
þau séu nú nytjuð af öðrum.
Ilvað er þýðingarmest nú i Gram-
landsmálinu?
Grænland, auðæfi þess og réttur
íslendinga til landsins er slíkt
stórmál, að enginn má skella við
því skollaeyrum. Málið þolir enga
bið. Annars eigum við á hættu að
svo verði litið á, að við liöfum
geíið Grænland upp og höfum með
aðgerðarleysi afsalað okkur fullum
rétti til Jiess. — Slíkt væri ósegjan-
leg svívirðing og óbætanlegt tjón
og óalmáanleg smán, scgir dr. Jón
Dúason að loktim.
Blaðið þakkar lionum fyrir við-
talið og lætur fylgja mynd af hon-
um, scm tekin var á skrifstofu þess
við þetta tækif'æri.