Dagur


Dagur - 03.07.1957, Qupperneq 4

Dagur - 03.07.1957, Qupperneq 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 3. júlí 1957 D AGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Simi-llBö. Árgangurinn kostar kr. 75.00, Blaðið kemur út á núðvikudöguia. ■* Galddagi er 1. júlf. Prentverk Odds Björnssonar h.f. SÍLÐ OG IIEYSKAPUR SÍLDVEIÐARNAR hófust að þessu sinm nokkru fyrr en sl. ár. Fyrsta síldin barst til Siglu- fjarðar 21. júní. Síldveiðiflótinn er stói’ og m.ikl- urn fjármunum hætt að þessu sinni. Bjartsýni manna um vaxandi síldargöngur byggjast ein- göngu á síldarvertíðinni í fyrra og nýlega birtar niðurstöður síldarrannsóknanna staðfesta nokkr- ar hagstæðar breytingar á hafinu. Og eftir lélega vertíð sunnanlands eru vonir manna enn bundn- ari síldinni. Hvert einasta mannsbarn í landinu fylgist af áhuga með veiðunum, og fagnaði af al- hug fyrstu veiðihrotunni. Gott síldarár myndi færa þjóðinni ómetanlegan, fiárhagslegan stuðning, og er þess hin mesta þörf. Ekki er því að leyna, að erlendur floti sækir fast á miðin kringum landið, úr öllum áttum. Minnir það enn einu sinni á, hve lífsnauðsynlegt það er þjóðinni að eiga sín beztu fiskimið í friði. Sú nauðsyn verður æ ríkari með vaxandi flotá lands- manna og aukinni tækni við hinar margháttuðu veiðar. Þótt við stillum vonum okkar í hóf, býr þó sú einlæga ósk í allra brjósti, að hinn fríði floti á síldveiðunum norðanlands megi færa mikla björg í bú á þessu sumri. Því er ekki að leyna, að líkur benda til, samkvæmt áliti fjölmargra sjómanna, að þáttaskil kunni að verða á þessu sumri, og hið lengi þráða síldarár sé þegai' upp runnið. Næstu vikur munu fá úr því skorið, hvort það reynist j’étt. Jakob Karlsson - Minningarorð - Akureyri var hvorki stór né glæsifögur borg fyrir síðustu alda mót í augum þeirra, sem margt höfðu séð og víðar farið- En hitt er engu síður víst, að í augum okkar, sveitadi'engjanna austan fjarðarins, var hún einna merki- legust allra staða. Margt bar til, svo sem verzlunarbúðirnar, fólks fjöldinn og timburhúsin, sem báru langt af lágreistu moldar- bæjunum okkar, þó áð eigi myndu þau þykja borgarprýði nú. Eitt var enn, sem heillaði mig og fleiri jafnaldra mína, en það vai' barnaskólinn. Okkur langaði öll til að læra eitthvað frám yfir „kverið“. Drengir af Akureyri, sem voru í sumardvöl handan við fjörðinn, sögðu okkur margt og merkilegt af skólanum. Þéir vissu líka svo margt, sem við höfðum enga hugmynd um. — Sii ham- ingja féll mér í skáut, að ferm- ingarveturinn minn fékk eg að vera einn mánuð í barnaskólan- um á Akureyri, sem þá var hald- inn í gamla Havsteenshúsinu, sem enn stendur. Eg fékk vist hjá þeim hjónum, Halldóru Guð- mundsdóttur, frænku minni, og Friðbirni Jósefssyni, en þau leigðu í stóru húsi inni í fjöru. í húsi þar skammt frá bjó þá Guð- ný, ekkja Karls, bróður Magnús- ar alþm. og ráðherra Kristjáns- sonar. Jakob, sonur hennar, var þá í barnaskólanum og í sama bekk og eg var settur. Þar kynnt umst við svo vel, að aldrei bar skugga á vináttu okkar, þó að leiðir skildust. Eg var illa að mér, en hann var „dúx“ bekkjar- ins. Við urðum alltaf samfei'ða úr skóla og í. Hann var verndarandi minn og honum jafnan að mæta, ef á mig var ráðizt. Það tóku allir svo mikið tillit til hans, — þessa afburða gáfaða og góða drengs. Eg get sagt likt og Jón Hólabisk- up sagði forðum um ísleif fóstra fóstra sinn: Mér koma svo oft æskuminningai' mínar um Jakob Karlsson í hug, „er eg heyri góðs manns getið.“ — Leiðir okkar Jakobs sem fullþroskáðra manna lágu ekki saman, svo að nokkru næmi. Eg fluttist í annan lands- fjórðung. Hann lifði og starfaði á æskustöðvunum. Þar gjörðist hann eirin meðal hinna merkustu borgara bæjar síns. Hann var áreiðanlega maður ráðsvinnur, gætinn og glöggskyggn, en um störf hans á betur við, að kunn- ugir skrifi, enda eiga þessi fá- tæklegu orð aðeins að vera per- sónuleg minning um æskuvin minn, sem nú er látinn. Eg sagði: „æskuvin“. Já, víst er það rétt og satt, en hann var meira: Hann var tryggðavinur til æviloka. — Það fann eg bezt, er eg fluttist aftur hingað í héraðið. — Eg þakka vináttuna og bið guð að blessa hinn þreytta, sem nú hef- ur hvíld hlotið. Blessuð sé minning Jakobs Karlsssonar. Vald. V. Snævarr. Elinrós Eiðsdóttir F. 3. des. 1919. — D. 9. júní 1957. j HEYSKAPURINN er þegar hafinn, og þó ekki af fullum krafti. Að þessu sinni hefur sprettan i verið hæg vegna kulda og þurrka, en ekki hafa : tún kalið að ráði. — Hætt er við í slíkum þurrk- um að efnavöntunar verði vart í heyfóðrinu. En hitt er þó miklu mikilvægara, að í þessum þurrk- um, þegar heyið þornar eftir hendinni, er hægt að fullnægja ströngustu kröfum um heyverkun á auðveldan hátt. Hver bóndi metur það fyrir sig, hvenær hæfilegt sé að hefja sláttinn. Reynslan ■ hefur sýnt og sýnir enn, að yfirleitt er of seint byi'jað. Taðan sem fyrst er slegin ei' oftast bezta fóðrið að vetrinum. Hitt er líka staðreynd, að ræktunarlöndin eru orðin svo stór, víðast hvar, 1 miðað við vinnuaflið, að mikill hluti þeirra verður úr sér sprottinn, sérstaklega þegar þurrkar eru * stopulir en sprettan ör. Hér í Eyjafirði, og reynd- ! ar víðar, hefur mikil breyting orðið til bóta í i þessu efni hin síðari ár. Reynslan er góðui' skóli, ' en stundum sækist þó námið seint. Takmarkið í ' mjólkur- og kjötframleiðslunni hlýtur að miðast ' við innlenda fóðuröflun að mestu leyti. Nokkuð ■ af eldri túnunum þarf að endurrækta og verka i uppskeruna betur, m. a. með súgþurrkun. En engin heyverkunaraðferð getur þó gert ofsprottna eða á annan hátt lélega töðu að góðu fóðri. Kyn- ■ bætur búfjárins þarf að sveigja í ríkara rriæli inn á hreysti og afurðagetu af heyfóðri einu saman, en gert hefur verið. 1 Næstu vikurnar verður síld og heyskapur aðal- nmræðuefnið. Við erum enn þátttakendur í síld- | arhappdrættinu og höfum aldrei keypt fleiri miða. ! Ævintýraljómi er yfir síldveiðum. Hinu mætti þó ' sízt gleyma, að landið okkar, vaxtarmáttur mold- ' arinnar í ræktarlöndum og langt til heiða og ^ fjalla, er lífgjafi þjóðarinnar í þúsund ára sögu. „Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, heilsast og kveðjast það er lífsins saga.“ Oft verður manni hugsað til þessara orða skáldsins, þegar æsku eða mið- aldra fólk fellur í valinn. Rétt fyrir síðustu hvítasunnu vorum við kátar og glaðar, við biðum hátíðarinnar með eftir- væntingu, þá voru svo miklar líkur til að geta glaðzt með vin- um og kunningjum. En brátt dró ský fyrir sólu. Mágkona og vin- kona okkar, Elinrós Eiðsdóttir, er látin. — Harmafregn sem þessi fyllti hug okkar djúpri hrygð, vonir og framtíðardraumar okkar urðu að engu, við sem hugðum að mega njóta návistar Ellu svo lengi, hún sem var svo góður fé- lagi, kæti hennar og tilsvör hrundu ævinlega burtu öllum skuggum úr hugum og hjarta, sál manns varð svo hress, og fékk nýtt gildi, lífið sást í öðru og skærara ljósi eftir að hafa talað við hana. Dugnaðui’ hennar örf- aði okkur til nýrra dáða, við sóttum all.taf eitthvað nýtt og hressandi fyrir sálina til hennar, glaðlyndið, dugnaðurinn, prúð- mennskan, lipurðin, allt verkaði þetta svo vel á félagsskapinn, vinskapinn, kærleikann. Þegar þú ert horfin, elskulega mágkona og vina, erum við fá- tækari, hryggar, eirðarlausar, og þráin eftir að þetta sem orðið er, sé ekki raunveruleiki, heldur draumur, hrópar móti okkur sem sár sannleikur. En sólargeislinn í sorgarhúmi þessu er: vonin um endui'fundi bak við móðuna miklu, þá birtist kærleikur þinn á ný, enn fullkomnari en áður. Við þökkum þér allt þitt góða og blessunarríka, við eigum gullnar endurminningar, sem enginn tekur frá okkur, við höld- um í heiðri þeirri göfugu mynd, sem lífsbreytni þín mótaði hér á jörð, myndinni um göfuga, góða, hjálpsama og dugmikla konu. En þótt okkar hryggð sé mikil, er sorg og söknuður eiginmanns þíns og barnanna og annarra nánustu ættingja og vini meiri. Drottinn sendi þeim styrk og blessun að bera harm hjartans og finna frið í kærleikanum. Við hiðjum algóðan Guð um líkn og ljós, og hann leiði þig inn á land friðar og kærleika, þar sem sorg er ekki til né skuggi. Og drottinn leggur líkn með þraut, og tíminn strýkur burtu tárin. Kveðjustundin er þung- bær, en ljós kærleikans og mátt- ur trúarinnar dreifir skuggum veraldar og eyðir sorgarstundum. Far þú í friði, elskulega mág- kona og vina, hafðu þökk fyrir allt og allt. Mágkonur. Vinkonur. ÞANKAR KOLBEINS Blessuð síldin er enn úti í hafsauga, en vonandi færist hún nær allt hvað líðui' og fyllir allar þrær og tunnur á landi hér áður en sumarið er liðið.Ekki veitir okkur af. Annars má segja, að nýting þessara auðæfa hafsins sé enn á hálfgerðu frumstigi hjá okkur enn. Við'flytjum síldina enn út til annarra þjóð, sem nota hana sem hráefni til iðnaðar og út- fluíning’.:. Margt sænskt iðnaðarfyrirtæki kaupir nokkra tugi af tunnum íslandssíldar, lætur svo frá sér fara smáar dósir af t. d. gaffalbitum, sem seldar eru dýru verði víða um heim. Þetta þyrftum við sjálfir að gera. Koma þyrfti upp stórri og fullkom- inni verksmiðju hér norðanlands til að fullvinna síldina.. Vélar til þess hljóta að vera til nú á öld tæxninnar, og við þurfum að taka þæi' til notkunar. Á ýmsum stöðum á landinu hafa verið gerðar til- raunir með slíka framleiðslu, það hafa verið smá fyrirtæki af vanefnum gerð, og framleiðslan eftir því. Það hefur t. d. ekki verið hægðarleikur að opna slíkai' dósir. Hef eg stundum komist í tals- verða lífshættu við opnun slíkra íláta. Bezt hefur mér reynzt að nota naglbít, en stundum hefur legið við slysi. Nei, hér má ekkert fúsk vera, heldur allt sem fullkomnast. Við eigum að flytja sem mest af síldinni okkar út í smádósum. Þá fáum við fyrst það verð fyrir hana, sem okkur veitir sannarlega ekki af að fá. * Hvað skyldu annars vera margir Færeyingar á skipunum okkar í sumar? Hún var ánægjuleg á að hlýða tilkynning ríkis- stjórnarinnar um skipakaupin, en til hvers er að kaupa skip, ef ungir menn vilja ekki fara á sjóinn? Er nokkurt vit í því að reka sjávarútveg með er- lendu vinnuafli? Um þessar mundir á hinu ágæti félagsskapur, Ungmennafélag fslands, hálfrar aldar afmæli. Einu sinni áttu ungmennafélögin stefnumál, sem átti að verða til þjóðþrifa, og hefði vissulega orðið það, e£ fram hefði komizt, en það var þegriskylduvinnan. En þá risu upp spámenn margir og gengu að hug- mynd þessari dauðri, liktu henni við þrælahald og pnnað þvílíkt, og hefur verið hljótt um hana síðustu árin. En er nú ekki kominn tími til að .ræða þetta mál aftur í fullri alvöru? Mér hefur dottið í hug, að skylda ætti alla karla til þess að vinna að framleiðslustörfum á sjó eða við hann eða þá við landbúnað 3 mánuði einhvem tíma á aldrinum 17—25 ára, það væri þeirra þegn- skylda. Þetta yrði okkar herskylda, og ef borið væri saman við aðrar þjóðir, þá gætu ungu menn- irnir okkar ekki kvartað. Ekki er ólíklegt, að ungu mennirnir margir yndu sér svo vel við sjávarútveginn eða landbúnaðinn, að þeir gerðu aðra þessa grein að lífsstarfi sínu, svo að manneklan við þessar höfuðatvinnugreinar okk- ar yrði fljótt úr sögunni, og þá væri tilganginum náð. Eins og nú horfir, eru mikil vandræði á ferð- um, og eitthvað verður því að gera, sem dugar. Jæja, þetta er nú tillaga mín, og gjarnan mætti hún verða tekin til athugunai' af þeim aðilum, sem um þurfa að fjalla. Þó að eg segi sjálfur frá, þá hef- ui' margt heimskulegra verið ritað upp á síðkastið. Eg veit, að orðið skylda hljómar ekki vel í eyrum ungra manna, en það er nú samt orð, sem hver verður að heyra og taka tillit til í nútíma þjóðfé- lagi. Skyldan við samfélag okkar allra má ekki gleymast. Kolbeinn grön. Reyndu þennan síldarrétt Ef fjölskyldunni þykir góð síld, fellur þeim sjálf- sagt vel í geð að nokkur fjölbreytni sé í matreiðslu hennar. Reyndu að búa til þennan sænska síldar- rétt: Þú lætur smáskornar saltsíldar, er súrsaðar hafa verið í kryddlegi, á fat. Ofan á þetta leggurðu lag af kartöflusneiðum. Litlar kartöflur, sem soðnar eru á eru ljúffengastar. Ofan á kartöflurnar er látið piparrótarsalt, sem er búið til úr þeyttum rjóma og bragðbætt með piparrót, sykri og ediki. Til skreyt- ingar er gott að dreifa yfir þetta dálitlu af bleikjurt ökarsa) eða saxaðri persilju.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.