Dagur


Dagur - 03.07.1957, Qupperneq 7

Dagur - 03.07.1957, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 3. júlí 1957 D AG U R 7 Skroppið fil meginlandsins í boði F. I, (Framhald af 5. síðu). —100 km. hraða og fórum fram úr öllum farartækjum, og ýmist hægra eða vinstra megin. Heyrð- ist þá hlátur mikill í framsætinu, og var þessum orðum beint til H. B.: „Eg sé að þú munir kunna á bíl. Þú ert alltaf að bremsa.“ — Þctta var heldur engin lygi, ‘því að bakið á framsætinu svignaði í áttina til okkar þriggja, sem sát- um aftur í. Eg var sannarlega feginn að ferðin tók stutta stund og að enginn varð til þess að spana ökuþór þennan meira. Töfraprik úr Eyjum. Maður einn úr Eyjum átti töfraprik. Það sáum við í annað sinn, þá varð örlítill árekstur, án skemmda eða meiðsla þó. Við vorum í það skipti líka í leigubíl og snertum mótorhjól. Á því var sá kjaftforasti maður, sem til er. Hann reif sig ofan í rass. Bílstjór inn, þótt ekki væri mállaus, dugði ekki til. Þá hófst stafurinn á loft eins og sjálfkrafa eða af kynngikrafti hins mergjaðasta máls, íslenzks, sem heyrzt hefur. Dignaði mótorhjólsmaðurinn þá fyrst, er hann heyrði hið tæpi- tungulausa Eyjamál. Líklega hefði jörðin gleypt hann alveg, ef hann hefði skilið, þótt ekki væri nema helming' Tæðunnar. Þau undur skeðu síðar um staf þennan, að hann týndist og eng- inn vissi hvar. Næsta morgun var hann kominn, eftir ótrúlegustu krókaleiðum. Slíkur stafur er ekki á hverju strái og önnur eins skilsemi ekki heldur. Á skemmtisiglingu um höfnina. Fararstjórinn okkar hefur dvalið í Hamborg. Hann hefur cinnig lengi verið í siglingum og þekkti því hvern krók og kima hafnarinnar. Þetta kom sér eink- ar vel. Við leigðum okkur skemmtibát og stýrimann, og undir ágætri leiðsögn fararstjór- ans nutum við „sjóferðarinnar“ í ríkum mæli. Dýragarðurinn._ Við brugðum okkur síðdegis í hinn mikla og ágæta dýragarð borgarinnar. Þar er margt fyrir íslendinga og aðra þá sem ekki eru vanir fjöilskrúðugu dýralífi, að sjá og heyra. Og þar mætti eyranu mörg framandi tungumál. Fyrstan skal nefna konung dýranna, ljónið, tígulegt og svip- mikið, með konur sínar tvær. Fremur var það letilegt, og lá það löngum og lét sólina sleikja sig. Tígrisdýrin léku sér af mikilli fimi, pardusdýrið var grimmdar- legt, en púmahjónin voru hroða- lega ástfangin. Fílarnir voru eins og steingerf- ingar, þar sem þeir stóðu í sand- inum, hárlausir og húðþykkir. En þeir komu brátt að girðingunni og tóku með þökkum sykurmola og kökur, fimlega með rananum, úr lófa manns og stungu upp í sig. Umsjónarmaðurinri rak hópinn í bað. Hlýddu fílarnir treglega þangað til svipunni var beitt. En þegar þeir stóðu í rúmlega hné- djúpu vatni (á fíl), skipaði hann eldri fílunum að baða þá litlu. — Auðséð var að þeir skildu hvað gera átti, en þrjóskuðust við að nokkru. ísbirnir, rostungar, sæljón og selir höfðu aðgang að vatni og notuðu sér það í hitanum. Fugl- arnir voru mjög margir og hinir furðuelgustu sumir hverjir, slöngurnar ógeðslegar og naut- peningurinn allskrítinn. Gír- affarnir voru tígulegir á velli og tilhaldslegir í göngulagi, aparnir, allt frá stærð við rottur og upp eftir, léku listir sínar. Þeir leit- uðu hvor öðrum lúsa og voru mjög hamingjusamir þegar þeir urðu varir, og voru fljótir að stinga upp í sig. Síðasta kvöldið. En nú er bezt að fara að slá botninn í þetta rabb. — Síðasta kvöldið vorum við í vernd og skjóli Birgis sem fyrr. En nótt ina áttum við sjálfir. Margir fóru „út á lífið“, og fengu sér ölglas á nokkrum stöðum, áður en far- ið var í „háttinn“. Hvarvetna var ijs og ölið freyddi. Víða gengu kerlingar um beina ásamt ein- kennisklæddum þjónum og voru ekki viðkvæmar fyrir árekstrum. Þær gengu beint af augum og varð hver að víkja, sem fyrir þeim varð. Smá skemmtiatriði fóru fram, söngur, dans og töfra brögð. Hljómsveitir léku fyrir dansi, en víðast var ekkert rúm til að dansa. Hvergi var rokkað en mikið sungið og dansaður tango, vals o. fl. Á leiðinni heim til hótclsins okkar varð ekki hjá því komist að sjá hina ömurlegu atvinnu vændiskvenna. Á mánudagsmorguninn héldum við til Dússeldorf og þaðan til London og vorum komnir þangað laust eftir hádegi. Lítill tími var til stefnu, en fárra stunda dvöl þar í borg mun þó verða minnis- stæð. Jóhann Sigurðsson, forstj. skrifstofu Flugfélags íslands í London, reyndist okkur ekki síðri en starfsbræður hans í Hamborg og Höfn, og bækistöðv- ar félagsins og búnaður, meðal ! annars hið lýsta líkan af íslandi, vekur eftirtekt. Við ókum nokk- uð um, nutum gestrisni félagsins enn á ný í ríkum mæli og börðum síðan að dyrum hjá dr. Kristni Guðmundssyni sendiherra. Þar var hlýlega á móti ökkur tekið og áttum við hina ánægjulegustu stund í móttökusalnum. Þar hélt Iielgi Benediktsson stutta ræðu og sendiherrann ávarpaði okkur og bað fyrir kærar kveðjur til íslands. Einhver var svo kankvís að spyrja, hvort hann, þ. e. dr. Kristinn, og drottning skryppu ekki í kaffi hvört til annars, svona öðru hvoru, þar sem ekki væri nema spölur á milli. Sendi- herrann svaraði því svo, að ekki væri hægt að segja, að mikið ráp væri miíli bæja, en hitt væri víst, að nágrannakritur væri enginn. Við ókum um lilaðið hjá drottn jingu á leið til flugvallarins. — Á flugvellinum fór, eins og fyrri daginn, að hvar sem trúnaðar- menn Flugfélagsins knúðu dyra með gesti sína, voru allar hurðir opnaðar á gátt. Stefni var snúið til Akureyrar, með viðkomu í Reykjavík, eða á maður heldur að segja að stefnan hafi verið tekin til Reykjavíkur, og vegna sérstakrar heppni höf- um við náð í flugvél til Akureyr- ar um kvöldið. Norður yfir hálendið var feg- urst útsýn á allri okkar reisu. Sólin gyllti sæinn fyrir norðan. Bændabýlin eru strjál, en græni bletturinn um hvert einasta þeirra er fagurgrænni en nokkur annar, sem við sáum í ferðinni. E. D. - Aðalfundur S.Í.S. (Framhald af 1. síðu.) vinnumenn til aukins starfs og áhuga um málefni hreyfingar- innar. Síðdegis fluttu framkvæmda- stjórar hinna ýmsu deilda skýrsl- ur sínar, þeir Helgi Pétursson fyrir útflutningsdeild, Helgi Þor- steinsson fyrir innflutningsdeild Hjalti Pálsson fyrir véladeild, Hjörtur Hjartar fyrir skipadeild og Harry Frederiksen fyrir iðn- aðardeild. Aðalfundurinn samþykkti að endurgreiða til kaupfélaga 3.7 millj. kr. af tekjuafgangi Sam- bandsins 1956. Auk þess voru 381.000 krónur lagðar í varasjóð, en tekjuafgangur að öðru leyti yfirfærður til næsta árs. Síðari fundardaginn lögðu þeir Bjarni Bjarnason skólastjóri, EL- ríkur Þorsteinsson aljringismaður og Finnur Kristjánsson kaupfé- lagsstjóri fram eftirfarandi til- lögu, sem var einrómi samþ.: „Aðalfundur SÍS, haldinn að Bifrös.t 26. og 27. júní 19(57, 'labtur í ljósi ánægju sína yfir því glæsi- lega átaki og þeirri miklu fram- kvæmd ~ að kaupa olíuskipið Hamrafell. Jafnframt lýsir fund- urinn undrun sinni á J)eim órétt- mæta áróðri og þeirri furðulegu árás, sem Jretta merkilega Jojóð— þrifafyrirtæki hefur mætt.“ Þá kom til umræðu á fundin- um fræðslumál samvinnusamtak- anna og hafði Benedikt Gröndal, forstöðumaður fræðsludeildar SÍS, framsögu, en umræður urðu miklar um þessi mál. Litlu fyrir fundarlok samþykkti fundurinn, samkv. tillögu frá stjórn þess, að Sambandið legði til byggingar yfir Árnasafn 100 þús. krónur. — Lýsti fundurinn ánægju sinni yfir því, að hand- ritamálið er aftur komið á dag- skrá. Kosningar. Sigurður Kristinsson var end- urkjörinn formaður SÍS og Þórð- ur Pálmason og Skúli Guð- mundsson einnig endurkjörnir í stjórnina. í varastj. voru kjörnir Eiríkur Þorsteinsson, Finnur Kristjáns- sin og Bjarni Bjarnason. — End- urskoðandi Páll Hallgrímsson. Kirkjan. Messað á Akureyri n.k. sunnudag kl. 10.30 f. h. — Sálmar: 18 — 60 — 278 —272 — 289. — K. R. — Messað í Lög- marinshlíðarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. — Sálmar: 18 — 60 — 290 — 278 — 282. — K. R, Guðsþjónustur í Gruridarþinga- prestakalli. Af sérstökum ástæð- uni verður breyting á messu- tíma frá því sem áðuf var aug- lýst og verða guðsþjónustur sem hér segir: Möðruvöllum, sunnud. 14. júlí kl. 1 e. h. — Munkaþverá, sama dag kl. 3 e. h. Kvöldferðir F. í. og F. F. A. — Leyningshólar miðvikud. 3. júlí kl. 8 e. h. — Vaglaskógur, Goða- foss föstudag 5 .júlí kl. 8 e. h. — Upplýs. á Ferðaskrifstofunni. — Sími 1475. Sextugur. Jón Júl. Þorsteins- son, kennari á Akureyri, er sex- tugur í dag. — Hann er Olafs- firðingur að uppruna, en hefur búið hér í bænum alllengi, tekið ríkan þátt í málefnum kirkjunrT- ar og æskulýðsstarfsemi og er hinn nýtasti borgari. Kvcnnadeild Slysavarnafcl. hér bárust 500 kr. frá frú Jónínu Sigurjónsdóttur, Hafnarstræti 2, Akureyri, 25. júní sl., en þá varð hún áttræð. Um leið og deildin árnar henni allrar blessunar á æfikvöldinu, þakkar hún þessa gjöf, einnig 1000 kr. gjöf á sjö- tugsafmælinu, ásamt öllum hennar áhuga fyrir slysavörnum. Hjúskapur. — 29. júní sl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ásta Sigurlásdóttir frá Vest- mannaeyjum og Gunnar Berg Gunnarsson, prentnemi. Heimili þeirra er að Grænugötu 8. — Ungu hjónin brugðu sér í brúð- kaupsíerð til Spánar sl. mánudag. 1. júlí voru ennfremur gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Guðbjörg Þórðar- dóttir og Stefán Magnús Jónsson. Heimili þcirra er að Gránufé- lagsgötu 29. Ilandknattleilisæfingar pýj^Skvenna hefjast í kvöld kl. 8.30. á handknatt- leiksv. við íþróttahúsið. Mætið vel og stundvís- lcga. — K. A. Fíladelfía, Lundargtöu 12. — Fimmtudag: Almenn samkoma kl. 8.30 e .h. — Sunnudag: Al- menn samkoma kl. 8.30 e. h. — Margir ræðumenn. Söngur og hljóðfærasláttur. — Allir vel- komnir. Fcrðir, ársrit Ferðafélags Ak- ureyrai', er nýkomið út. Eru fé- lagar beðnir að vitja þess hið fyrsta hjá form. félagsins, Kára Sigurjónssyni, eða Birni Þórðar- syni KEA og Karli Hjaltasyni, Hafnarstræti 85. Leikflokkur frá norska ríkis- leikhúsinu sýnir Brúðuheimilið í leikhúsinu á Akureyri 11. og 12. júlí. n.k. — Aðgöngumiða má panta í síma 1639. Girðingastaurar Skðgræktarinnar Samtök um sendingar íiafin í Noregi Það mun hafa verið rétt eftir i að skógræktarmennirnir norsku ■ komu hingað síöast í verkaskipt- um fyrir nokkrum árum, að prest urinn Harokl Hope tók að beita sér fyrir, að bændur og skógar- eigendur í sókn hans og ná- grenni, í nærsveitum Björgvinjar, sendu íslenzku- - skógræktinni nokkrar birgðir. af gjrðingastaur- um. En Jrað væi'i ein brýnasta nauðsyn og hin erfiðasta að afla sér fyrir skógrækt íslands, rneðan ekki fengjust girðingastaurar í landinu sjálfu. Var séra Haraldur einn í þeim flokki þessa leiðang- urs, sem vann að skóggræðslu sunnanlands að þessu sinni. Síðan hafa allmiklar staura- sendingar komið með „Heklu“ frá Björgvin einum tvisvar sinn- um í sumarferðum hennar til Norðurlanda. Og nú hafa tvder grannsveitir séra Haralds gert samtök um að senda 3000 girð- ingastaura til Skógræktarfélags íslands með næstu ferð „Heklu“, um miðjan júlí. Nú er í ráði að skipuleggja þessar sendingar í vissri röð inn- an Vesturlands-fylkjanna, t. d. eitt árið frá Hörðalandi, þar næst Sygna- og Firðafylki, síðan frá Rogalandi o. s. frv. Er þetta gert í þeim tilgangi að lyfta undir starf skógræktarinnar íslenzku, unz úr rætist. Telja forgöngu- menn, að sé gert ráð fyrir 10 m. bili milli staura, muni þurfa a. m. k. 7500 staura árlega næstu 15 árin. Það er formaður skógræktar- félagsins í Fanabyggð,*) Mons Flcsland, sem er aðal-hvatamað- urinn að þessu, og hann var for- göngumaður að sendingunni 1955. — Alls hafa verið sendir 6500 girðingastaurar frá Hörða- landi, — og einnig frá Harðangri. Er augljóst, að mikill áhugi og almennur ríkir meðal frænda vorra á þessum slóðum. *) Fana er allstórt hérað sunn- anvert í Björgvinjardalnum og nær yfir fleiri sveitir. Aðalfundor Sjómanna- félags Akureyrar í stjórn félagsins voru kjörnir: Tryggvi Helgason, formaður, Lórenz Halldórsson, varaform., Ólafur Daníelsson, ritari, Jónas Tryggvason, gjaldkeri, Jón Helgason, meðstjórnandi. Varastj.: Sigurður Rósmunds- son, ritari, Jóhann Malmquist, gjaldkeri, Höi'ður Frímannsson, meðstjórnandi. Trúnaðarmannaráð: Ragnar Árnason, Hermann Sigurðsson, Guðmundur Ólafsson, Kristmund ur Björnsson. Varamenn í trúnaðarmanna- ráð: Tómas Kristjánsson, Vigfús Vigfússon, Jóhann Valdimarsson, Óskar Helgason. Eignaaukning’ sjóða félagsins á fyrra ári varð kr. 19.059.32, og cru eignir félagssjóðs nú kr. 29.583.49 og Styrktarsjóðs kr. 36.067.33.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.