Dagur - 02.10.1957, Blaðsíða 1

Dagur - 02.10.1957, Blaðsíða 1
Fylgist .með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 116G. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 9. október. XXXX. árg. Akureyri, miðvigudaginn 2. október 1957 45. tbl. Imyndunarveikin var frumsýnd á laugardag, (Ljósm.: Edvard Sig.). Nýr báfur frá Skipasmíðaslöð KEA Eigendur ungir bræður í Grenivík Á þriðjð þúsund nemendur í skólum á Akureyri - Ös í bókabúðum Þessa dagana hefja skólar bæjarins göngu sína, ös er í bóka- búðunum, og æskumenn sjást varla töskulausir á gangi. Á föstudaginn var afhenti Skipasmíðastöð Kaupfélags Ey- firðinga ungum sjómönnum í Grenivík nýjan 8 tonna mótorbát. Hinir nýju eigendur eru bræð- urnir Grimur og Knútur Bjarna- synir og hafa þeir þegar byrjað róðra. Nýi báturinn hlaut nafnið Uggi TH 99 og er búinn talstöð og dýptarmæli, svo sem venja er. — Eru vinnuskilyrði hin beztu við fiskverkunina og afköstin hafa aukizt að mun frá því að húsið tók til starfa. Þykir hann fallegur bátur og þarf ekki að efa að smíði hans er vönduð, svo sem annarra báta og skipa frá þessari skipasmíðastöð. —o—v Innan fárra daga mun 13 tonna bátur, eign Gunnars Níelssonar og sona hans á Hauganesi, verða afhentur frá skipasmíðastöðinni. í smiðum er 8 tonna bátur, sem enn hefur ekki verið ráðstafað. draumamannsins voru uppfylltar og hinir fornu munir' látnir á sinn fyrri stað og munu þeir vera þar enn. Tvö innbrot Um síðustu lielgi voru fram- in tvö innbrot hér í bæ. Annað í gullsmíðavinnustofu þeirra Sigtryggs og Eyjólfs við Hafn- arstræti og var þar stolið niiklu af skartgripum, sumum mjög verðmætum. Hitt inn- brotið var gcrt í Blómabúð Kaupfélags Eyfirðinga og þar stolið nokkru af skrautvörum. Mál þessi eru í rannsókn lijá lögreglunni. Slys í göngum Ungur piltur, Sveinn Krist- dórsson frá Akureyri, hrapaði í göngum í Öxnadal. Var hann fluttur í sjúkrahús og gerður á honum uppskurður. Hafði annað nýrað marzt, en talið að það muni heilt verða, og er Sveinn á góðum batavegi. Happdrætti Sambands ungra Framsóknarmanna er í fullum gangi um land allt. Það á að gefa flokksstarfi og útbreiðslustarfsemi byr undir báða vængi. Sú eftirtektarverða nýbreytni er viðhöfð, að 10% af brúttósölu happdrættismiða fellur í hfut Framsóknarfélaganna á hverjum stað og einnig 20% af hrcinum ágóða happdrættisins. Mun þessi háttur mjög auka áhuga fyrir að vel takizt um söluna. Vinningarnir eru góðir, Opel Kapitan-fólksbifreið 1957 og hnattferð með línuskipi. Flokksmenn og trúnaðarmenn á hverjum stað eru minntir á Klukkan rúmlega 11 á sunnu- dagskvöldið gaf að líta fagra og óvenjulega sjón. Eldrauður, sterkur bjarmi færðist upp á himingeiminn í suðaustri, líkt og af eldum miklum. Upp frá þess- um sterka, rauða bjarma gengu ljósar rákir, líkt og eftir þrýsti- loftsflugvélar. Stóð sýn þessi 7— 8 mínútur en dofnaði síðan. Ekki hefur heyrzt að eldar séu uppi suðaustur á hálendi lands- ins, sem orsakað gætu þetta fyr- irbæri. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar mun hér hafa verið um að ræða hin sjaldgæfu „rauðu norðurljós". Norðurljós MENNTASKOLINN. í Menntaskólanum verða nem- endur á þessu skólaári tæplega 340 — eða fleiri en nokkru sinni áður, og af þeim verða í heima- vist 185. Breytingar vei'ða ekki á kennaraliði. GAGNFRÆÐASKÓLINN. Nemendur Gagnfraxðaskólans vei'ða 385, einnig fleiri en nokkru sinni. Þeim er skipt í 15 deildii'. Kennarar eru 23, af þeim 17 fast- ráðnii’. — Nýr kennari: Sigur- sveinn Jóhannesson. IÐNSKÓLINN. í Iðnskólanum verða 90—100 nemendur. Af þeim eru 28 í 4. bekk og útskrifast í vetur. Kenn- nauðsyn þess að vel takizt um’ þessa fjáröflunarleið ungra Fram sóknarmanna. Dregið verður 1. nóvember n.k. Byggingaframkyæmdir Fiá byrjun ái'sins 1957 til 1. október er hafin bygging 62 íbúð ai'húsa á Akureyri. í þessum húsum eru alls 77 íbúðii'. Auk þess eru enn 36 íbúðai'hús í byggingu, sem byrjað var á fyrir ái'amót 1956 og ’57. Átta iðnaðarhús eru í byggingu auk flugstöðvar við Akureyrar- flugvöll og 48 kúa fjós, sem Sam- band nautgripai'æktarfélaga Eyja fjat'ðar reisir að Lundi. eru mjög vísindalega rannsökuð á yfirstandandi jarðeðlisfræðiári. En þau hafa einmitt verið óvenju mikil og margbi'eytileg að und- anförnu. — Utvarpstruflanir og norðurljósin eru af sömu ox'sök- um og talin stafa af hinum miklu sólgosum, sem mjög eru umtöluð um þessar mundir. Eldsvoði á Siglufirði Á sunnudaginn brann nóta- geymsla Síldarverksmiðju ríkis- ins til kaldra kola. Þar brunnu 25 síldarnætur og tjónið milljóna- virði. arar eru 11 auk skólastjói’a. — Kennt verður í Húsmæðraskóla- húsinu. BARNASKÓLI AKUREYRAR. f Barnaskólanum á Brekkunni verða 800 nemendur í vetur í 29 bekkjardeildum. Kennarar ei'u 25 auk skólastjóra. Nýir kennarar: Elín Sigurjónsdóttii', Jens Sum- arliðason, Jón Gunnlaugsson og Sigurður G. Jóhannesson. BARNASKÓLI ODDEYRAR. í Eyrarskólanum verða 235 nemendur í 10 deildum. Kennar- ar eru 5 auk skólastjói'a. Kennt verður í Leikvallax-húsinu og Verzlunai’mannafélagshúsinu þar til nýja húsið verðúr tekið í notkun. lí ARN ASKÓLiN N í GLERÁRÞORPI. í Glerárþorpsskólanum verða 100 börn í vetur. Fastir kennarar eru 2 auk skólastjóra. Margt verður kennl og mikið lært í öllum þessum skólum, og óskar Dagur nemendum og öllu stai'fsliði góðs gengis í vet- ur. Friðrjk Ólafsson sigraði Á stói-móti Taflfélags Reykja- víkur sigraði Friðrik Ólafsson og hlaut 8Víx vinning. Næstur vai'ð Ungverjinn Benkö með 8 vinn- inga, Pilnik og Stálbei'g skiptu með sér þriðju veerðlaununum og hlutu 7% vinning hvor. Hefur enn vaxið frægðarferill Friðriks Ólafssonar af þessu mikla og skemmtilega skákmóti. Beinafundur að Heliu á Árskógs- sfrönd fyrir fáum dögum Þegar verið vat' að grafa fyrir vatnsleiðslu að nýju íbúðarhúsi að Hellu á Árskógsströnd, nú fyi'ir fáum dögum, fundust nokkrar heillegar beinagrindur. Var þjóðminjav.erði þegar gert aðvart, en hann lét staðsetja forn leifarnar og gefa um þær skýi’slu. Vatnsleiðsluskurðui'inn lá suður frá gamla íbúðarhúsinu til þess nýja, en beinagrindurnar sneru frá vestri til austurs, þvert á TOGARAR Ú.A. .Kaldbakur er á veiðum, Harð- bakur landaði á Akureyri á mánudag og þi'iðjudag, Sléttbak- ur er væntanlegur af veiðum á föstudagsmorgun. Svalbakur fer á veiðar síðar í vikunni eftir viðgérð. í gæi' var fyrstu vörunum frá nýja hraðfrystihúsinu á Akureyri skipað um fcorð í flutningaskip og fara þær á Rússlandsmarkað. Er það hraðfrystur karfi. Mikil vinna hefur verið við hraðfrystihúsið að undanföx'nu. skurðinn, og voru þær mjög heil- leg'ar og um eins metra þykkt jarðvegslag ofan á þeim. Voru þær 5 eða 6 talsins, misstórar og ein þeirra af mjög stórvöxnum manni, að því er virtist. —o— Ekki sást glögglega, hvoi-t líkin hafa verið sett í kistur, þó sýnd- ist einhver umbúnaður hafa vei'ið um hinn stórvaxna mann er þarna hvíldi. Handleggii' lágu niður með síðum, en ekki í kross á brjóstinu, eins og ætla má aö hafi verið gjört eftir siðaskiptin. Fyrr í sumar fundust höfuðbein af manni, þarna skammt frá. Talið er að á Hellu hafi verið bænahús til forna og getur þarna verið um stóran grafreit að ræða. —o— Við þennan beinafund á Hellu í'ifjast upp atvik fx-á því um alda- mót. Þá var litlu sunnar og aust- ar á túninu unnið að „þakslétt- un‘‘. Fundust þá nokkrir munir, meðal annars nælur og fleira. En næstu nótt höfðu jax-ðabótamenn- irnir þunga drauma. Óþekktur maður krafðist muna sinna. Óskix' Happdrætti ungra Framsóknarm. Opel Kapitan bifreið og hnattferð Hin rauðu norðurljós og sólgosin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.