Dagur - 02.10.1957, Blaðsíða 2

Dagur - 02.10.1957, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudagiiin 2. október 1957 UM DAGINN r r r Litið í Politikens Ugeblad. - Vikan 15.-21. sept. OG YEGINN FRÉTTIR í STUTTU MÁLI Fegm’ðin er arðvænleg. Sýningar og fegurðarsamkeppni einstaklinganna er að færast í vöxt hjá mannskepnunni sjálfri á síðustu mánuðum og vikum. Fegurðarsamkeppni kvenna hneykslaði margan góðan mann- inn, svo að jafnvel hinir orðvör- ustu í prestastétt gátu ekki orða bundist. En hvað sem um þá ný- lunau mátti segja með réttu og röngu, sigraði þessi nýja grein og er orðinn fastur, árlegur liður og mjög eftirsótt skemmtiatriði í höfuðborginni. Fegurðardrottn- ingin fær gull og græna skóga, auk nafnbótarinnar, ferðalög til fjarlægra og sólríkra landa og aðstöðu til að keppa um enn meiri frama, þar sem kvenleg fegurð er lögð til grundvállar. — Okkar fegurðardrottningar hafa fallið í ,,meiraprófinu“, þótt of fótstórar, krangalega vaxnar í 'samanburði við aðrar fegurðar- dísir. Fallegar eru þær nú samt eins og allur fjöldi íslenzkra kvenna og kvenleg fegurð hefur enn sem fyrr hið alkunna og geipimikla aðdráttarafl og því vel fallin til fjáröflunar. Nú í haust var hin karlmann- lega fegurð sett á svið, einnig í höfuðstaðnum, til styrktar slysa- vörnum í landinu. Var góðum verðlaunum heitið, auk nafnbótar. Aðsókn var mjög mikil og fjölmenntu sérstaklega ógiftar eldri konur og stúlkur á „stertaldrinum11. Flest blöðin fylltust lieilagri vandlætingu, sérstaklega Morg- unijlaðið, sem hvergi lét hjá líða að minna á hrúta- og nautgripa- sýningar í sömu andrá og fegurð- arsýningu karlmanna. Birti það stóra mynd af nauti en litla af sigurvegara keppninnar, hlið við hlið, þegar úrslit voru kunn. Fegurðarkeppnir kvenna og karla eru of líkar til að hægt sé að lofa aði’a en lasta hina. Þótt í viðtali, sem Sigurður Nordal ótti nýlega við Aftenbladet í Kaupmannahöfn, benti hann Dönum á, að þeir skyldu hafa það hugfast, er þeir heyrðu um fjár- hagsörðugleika okkar íslendinga, að við hefðum á undanförnum áratugum eytt geysimiklu fé í byggingu húsa og annarra óarð- bærra hluta. Enginn efast um sannleiksgildi orða þessara, en allir vita líka, að húsbyggingar eru nauðsynlegar í hverju þjóð- félagþekki sízt þeim,. sem léleg eiga húsin fyrir og eru í örum vexti. Það er dýrt að reisa hús, en um það tjáir ekki að tala ,liús verðum við allir að fá yf'ir höfuð- ið. En hitt er auðvitað skylda, bæði einstaklings og þjóðfélags, að hússbyggingar séu gerðar af viti, í hófi en ekki óhófi, því að á lúxusnum höfum við ekki efni. Um þaö má líka deila, hvort þessi kynslóð á að reisa hús svo járn- bent og sterk, að; þau séu hrein- ustu loftvarnabyrgi, óbreytanleg og órífandi. Verða næstu kyn- slóðir okkur þaldclátar fyrir það? Og á þessi kynslóð að borga á tiltölulega fáum árum húsin, sem hún reisir fyrir margar kyn- slóðir? Ef við göngum hérna upp á ytri brekkuna, þá blasa við okkur fjölmörg einbýlishús í byggingu. Þar vinna eigendur oft fram á nótt og draga ekki af sér. Þeir svartsýnismenn, sem oft tönnlast á því, að Xslendingar séu orðnir latir, og ekkert sé unnið lengur af kappi hér á landi, ættu að líta á handatiltektir þeirra mörgu, sem nú brjótast í því að byggja sér yfir höfuðið. En það er annað, sem um má deila. Hér í bæ er nú mest reist af einbýlishúsum. Hefur bæjar- félagið efni á, að svo sé fram haldið sem hingað til? Allir er- um við einstaklingshyggjumenn, og engum skal lá það, að hann vill búa einn í húsi, en verður slíkt ekki of dýrt fyrir hvern ein- stakan og þó einkum fyrir bæj - arfélagið? Eru ekki stór sam- býlishús framtíðarlausnin hér sem annars staðar, og verða ekki bæjaryfirvöldin að hafa hér for- göngu um? En svo er það eitt vandamál, sem verður að ræða, fyrst farið er að tala um húsbyggingar hér í bæ, og það eru neðanjarðar- 'íbúðirnar. Á undanförnum árum hefur jverið reistur fjöldi húsa, ein hæð og kjallari, og hefur kjailara- hæðin verið grafin í jörðu niður, stundum að hálfu, stundum enn meira, og nema gluggarnir víða við jörð. Eigendur margra þess- ara húsa hafa viljað hafa báðar hæðirnar ofanjarðar, því að það hefði ekki orðið miklu dýrara, en það hafa þeir ekki fengið fyrir iþeim, sem ráðið hafa. fbúðir hafa iverið innréttaðar í því nær öll- um þessum kjöllurum, og nú er svo komið, að mikill hluti Akur- evringa býr í neðanjarðaríbúðum í nýjum húsum. Þetta er líldega einsdæmi í veröldinni, að inn- réttaðar skuli vera neðanjarðar- íbúðir í nýjum húsum á 20. öld — með drjúgri aðstoð yfirvalda. Ef Akureyringar vilja ekki verða að viðundri um allar aldir, þá verð- ur að fara að lyfta húsum þeim, sem reist eru, upp á yfirborð jarðar. X. ekki sé málsháttui’inn „oft er flagð undir fögru skinni“, tekinn alltof hátíðlega, þá er hitt víst að kvenleg og karlmannleg fegurð segir lítið um fólkið sjálft, lítið rneira en fallegur bókaikjölur segir um innihald bókarinnar. En nú er nýr þáttur tekinn í þessum fegurðarkeppnum, sem bendir til þess að fegurðin, a. m. k. hin kvenlega fegurð, hafi orðið fremur arðvænleeg. Samkomu- hús í Reykjavík hefur nú auglýst að það velji fegurðarkvendi kvöldsins og vikunnar og síðan vetrarins. Er ekki trútt um að farin sé að verða heldur mikil peningalykt af fallegu fólki. Misrétti beitt. Því er haldið fram, og ekki að ástæðulausu, að Reykjavíkur- blöðin haldi mjög fram málefnum höfuðstaðarins og sjóndeildar- hringur þeirra sé á ýmsan hátt takmarkaður við þann stóra stað Reykjavík. Á þessu hefur orðið mikil breyting í sumar í einu eíni: Að- alblöðin hafa keppzt við og þrá- stagast á ólánsömum unglingi no'rðan frá Akureyri, 17 ára pilti, sem er fangi syðra, og gert hon- um hærra undir höfði en glæpa- lýð höfuðstaðarins samanlögðum. Er þó af nógu að taka þar og engin vöntun á þjófum og mein- særismönnum, skjalafölsurum, opinberum rónum, eiturlyfja- sölum, kynvillingum og álitleg- um hópi glæpa- og vandræða- manna í öðrum greinum. Er næsta undarlegt að sjá hversu sunnanblöðin leggja Akureyring- inn í einelti, og eitt þeirra lét sér ekki frásögnina eina nægja, heldur birti mynd af honum, og er slíkt ekki vanalegt nema um fræga og helzt stórliættulega glæpamenn sé að ræða. Síðasta atvikið af þessu tagi mátti sjá i sunnanblööunum fyrir helgina. — Fangar sluppu frá Litla-Hrauni, og er tæplega í frásögur færandi í fangahúsum syðra, svo hriplek sem þau eru og laus við þann eiginleika að vera mannheld. — Tilnefndur var aðeins „pilturinn frá Akureyri". Því fer víðs fjarri að mæla bót verknaði þeim er þessi fangi eða aðrir fangar hafa unnið sér til óhelgi með. En hafa blöðin ekki ofurlitlar skyldur gagnvart föng- um, eins og öðrum, sem þau láta sig varða? Geta þau með góðri samvizku elt ólar við einn öðrum fremur í óvirðingarskyni? Þeir ólánsmenn, sem hið opinbera geymir bak við lás og slá hegn- ingarhúsanna þola það sízt betur öðrum þjóðfélagsþegnum, að þeim sé sýnt misrétti á jafn aug- Ijósan hátt og gert hefur verið að þessu sinni . Danskir froskmenn hafa fundið tvö víkingaskip á botni Hróars- keldufjarðar. Talið er að þau muni vera frá þvf kringum alda- mótin 1100. Þau eru full af grjóti og hefur verið sökkt í firðinum, líklega til þess að hindra siglingu óvinaskipa. Byrjað er að rann- saka skipin og taka- úr þeim grjótið, en síðan verður reýnt að ná þeim upp. Eru fornfræðingar mjög hrifnir af fundi þessum og vonast til að hann verði mikil- vægur fyrif rannsóknir á háttum víldnga og skipum þeirra. Þegar hafa froskmennirnir komið með upp á yfirborðið útskorið skraut frá skipshliðunum. Enn á að reyna að bora eftir olíu á Jótlandi. Undanfarin ár hefur danskt-bandarískt félag reynt að finna olíu á Suður-Jót- landi, en ekki tekizt. Nú á að gera tilraunir á öðrum stöðum skagans og bora dýpra, allt niður á 2700 m. dýpi, en svo djúpt hef- ur ekki verið borað í fyrri skipt- in. Kemur borinn til Danmerkur um 20. nóv., og þá verður tekið að bora á nýjan leilc. Kommúnistablaðið „Land og Folk“ er í mestu kröggum. Hefur það verið smækkað mikið og mörgum starfsmönnum verið sagt upp atvinnu. Fyrsta bókin í fyrirhuguðum bókaflokki um hagnýt efni er nú komin út á vegum Kvöldvökuút- gáfunnar á Akureyri. Fjallar bókin um skattframtöl cg skattfrádrátt. Eins og kunnugt er, eru skattframtöl ekki einungis grundvöllur tekju- og eignar- skatts, heldur einnig útsvara, en útgjöld þessi eru veigimikill þáttur í efnahagslegri afkomu hvers heimilis. Hingað til hefur aðeins fræðslu um þessi efni ver- ið að finna í lögum og reglugerð- um, sem almenningur hefur ekki greiðan aðgang að. Allir sem ein- liver kynni hafa af skattamálum vita að mikið skortir á að mönn- um sé ljóst hvaða útgjöld í dag- legu lífi eru frádráttarbær frá skatti. Af þessum ástæöum sézt mönnum yfir að varðveita kvitt- anir og önnur gögn viðkomandi útgjöldum, sem frádráttarbær eru, og hljóta af þeim ástæðum hærri skatt en efni standa til. Úr þessu verður ekki bætt, nema með fræðslu. Kvöldvöku- útgáfan hefur því látið taka sam- an í bókarformi úrdrætti úr gild- andi reglugerð um tekju- og eignaskatt, jafnframt því að birta sýnishorn af landbúnaðarframtali og einstaklings, þannig að menn gætu á sem auðveldastan hátt Heimavistarhús fyrir blaða- menn hefur verið reist í Árósum, það fyrsta sinnar tegundar á NorðuiTóndum. Verður það notað í sambandi við norrænu blaða^ mannanámskeiðin, sem halda á við háskólann í Árósum. R'Iikið af fölskum döllaraseðlum er nú í umferð í Danmörku, og eru þeir svo vel gerðir, að kunn- átt'umenn þarf til að þekkja þá frá ófölsuðum. Hefur danska lög- Teg'lan samráð við alþjóðalögregl- una, ínterpol, um þetta mál, en jhún liefur árangurslaust leitað ;peningafalsaranna síðan í fyrra, að mikið af fölskum dbllaraseðl- um komst í umferð í Ungverja- landi. '—i Danska stjórnarráðið hefur veitt 16 ára lamaðri stúlku undanþágu til þess að aka bíl. þjún má þó ekki aka hraðar en 30 km. á klst. Danir urðu fyrir miklum von- brigðum með þýzku kosningarnar um daginn. Danski minnihlutinn í Suður-Slésvík fékk engan mann kjörinn á ríkisþingið, og atkvæða tala hans lækkaði því nær alls staðar frá síðustu kosningum. Tvær konur hafa verið ákærð- ar fyrir að smygla gulli til Dan- merkur frá Þýzkalandi fyrir um 3V2 millj. d. kr. kynnt sér þessi mál, og gert sjálf- ir framtalsskýrslur sínar ef þeii- óska þess. Útgefendur segja, að um gerð bókarinnar hafi einkum tvennt komið til greina. í fyrsta lagi a5 taka saman bók, þar sem raktar væru ýtarlega allar þær reglur, sem nú g'ilda um álagningu tekju. og eignarskatts, þannig að bókin væri hvort tveggja, handbók fyrir skattgreiðendur og jafnframt leið beiningar fyrir skattanefndir. — Slík bók hefði orðið umfangs- mikil og dýrari en svo, að líkur væru á að hún næði almennri út- breiðslu. í öðru lagi að taka sam- an litla bók, þar sem einkum væri lögð áherzla á þá hlið máls- ins, sem að skattfrádrættinum lýtur, en þó reynt í stuttu máli a5 koma inn á sem flest atriði, sem mestu varða er venjuleg fram- talsskýrsla er gerð. Það, sem réð því að útgáfan valdi þessa leið, var það sjónarmið, að bókin yrði í senn ódýr og handhæg. Verður nú reynslan að slcera úr hvort bókin nær þeim tilgangi, sem henni er ætlað, að aúðvelda mönnum skattframtöl og spara skattanefndum og skattstjórum þá fyrirhöfn, sem tíðar fyrir- spurnir . um einföldustu atriðl valda þeim. Þörf bók um skaffamál

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.