Dagur - 02.10.1957, Blaðsíða 4

Dagur - 02.10.1957, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 2. oktúber 1957 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa i Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Sjötti hver íslendingur á skólabekk „LAUFVINDAR ÞÝÐIR“ hafa leikið um vanga síðustu daga. Þeir bera með sér fullþroskuð fræ okkar fáu og smáu skóga og veita nýju lífi tæki- færi til vaxtar og landnáms í norðurátt. Og þessa dagana hefst nýtt skólaár og fjölmennustu menntastofnanir landsins taka til starfa. Þótt nákvæmar tölur séu ekki fyrir hendi, má búast við að sjötti hver íslendingur setjist nú á skólabekk, samkvæmt núgildandi fræðslulögum, og eru þau þó ekki komin til framkvæmda í dreif- býlinu að fullu. Hin bókelska og fróðleiksfúsa þjóð, sem fyrrum skóp sígild, bókmenntaleg listaverk, sem öllu öðru fremur stuðlaði að viðgangi og síðan fullveldi hennar sjálfrar, fær nú svalað fróðleiksþorsta og námslöngun í hinum mörgu menntastofnunum landsins. Þúsundir ungmenna hefja skólagöngu í fyrsta sinn þessa síðsumardaga, með tilhlökkun og eft- irvæntingu. Heimili þessa unga fólks vænta sér góðs af hinu fjölmenna kennaraliði, sem nú tekur að nokkrum hluta við handleiðslu og uppeldis- störfum. Ef að vanda lætur hefst kapphlaup milli kenn- aranna og skólanna um árangur kennslunnar. Minnisatriðum úr fjölmörgum fræðigreinum og þekkingarmolum er miskunnarlaust troðið í hina ungu nemendur, sem þeir svo síðar eiga að hafa á takteinum við prófborðið. Á prófblöðunum gefur svo að líta menntun barnanna og hæfni kennar- ans. í þessu kapphlaupi eru þau sígildi sannindi oft ekki í heiðri höfð, að trú og siðgæði eru traustustu hornsteinar einstaklingsins í „æfinnar gæfuleit“. VÍSINDI 20. ALDARINNAR gerðu menn í upp- hafi bjartsýna á framtíðina. í krafti þeirra átti að vera hægt að leysa flest vandamál. Þau tóku nátt- úruöflin í þjónustu sína og nú á síðustu árum i risaskrefum. Trúin á hvers kyns framfarir og tröllauknar framkvæmdir eru tákn okkar tíma og víst er það, að möguleikarnir eru víðast ótak- markaðir til friðsamlegra nota. En þrátt fyrir allt það vald, sem mennirnir hafa öðlast með vísinda- legum hætti, einkum á síðustu árum, þrátt fyrir efnalega hagsæld manna og lífsþægindi og þrátt fyrir það að herfilegustu sjúkdómar hafa látið í minni pokann fyrir þekkingunni og að við getum daglega veitt okkur þann munað, sem forfeður okkar létu sér nægja að flétta í furðulegustu æv- intýrasagnir, erum við ekkert hamingjusamari en áður og höfum sízt meiri öryggiskennd. Óttinn við kynngikraft þeirrar þekkingar, sem þegar er fyrir hendi í atómvísindum grefur um sig meðal milljónanna. í þessu andrúmslofti hefja skólarnir starf sitt að þessu sinni. Fullskipaðar skólastofur bergmála af spurningum og svörum um ótrúlegustu hluti, sem lögskipaðar kennslubækur segja fyrir um. Það er þó á valdi kennaranna, að nokkru lcyti, að „laufvindar þýðir“ nái hjörtum hinna ungu borg- ara og með þeim þau frækorn siðgæðis og sannrar menningar, sem þar verða umfram allt annað að festa rætur. Brúin milli heims og heljar Smá-þættir úr harmsögu Ungverja V. MENNTA-ÆSKAN OG KOMMÚNISMINN. Fyrirbrigði þau í ungversku byltingunni, sem mesta ofboðs- furðu hljóta að hafa vakið í Rússlandi, eru sá raunveruleiki, að hér var það æskan sjálf, — sem kommúnisminn hafði hossað hæst, — er nú snerist gegn komm únismanum af mestri hörku og hatri. Það var úrvalalið komm- únista, sem stjórnaði byltingunni gegn þeim sjálfum. Þrátt fyrir allan áróður urn stéttlaust þjóðfélag er stjórnar- kerfi kommúnista raunverulega byggt á kænlega skipulagðri stéttagreiningu. Viss hluti „fé- laganna“ fær öll hlunnindin, góðu íbúðirnar, góðu útvarps- tækin, beztu matvælin og bezta fatnaðinn. — Það er með þessari stöðugu mútugjöf að kommún- isminn tryggir sér innri kjarna trúnaðarmanna. Hinn hluti fólks- ins má gjarnan svelta, því að það er ekki úrvalalið; og þar sem það er valdalaust, getur það ekki unnið félagshreyfingunni neitt tjón. Nú skýrir sagan frá tveimur ungum kommúnistum í Ung- verjalandi, sem flokkurinn hafði kjörið og ætlað að gera að æðstu flokks-burgeisum, en brugðust er á reyndi að velja á milli komm- únisma og ættjarðarástar. Saga þessara tveggja ungu mennta- manna mun eflaust hafa valdið rússnesku foringjunum erfiðra drauma. Og ungir menntamenn frjálsu þjóðanna, sem þykir gam- an að gæla við kommúnismann, gætu héi' séð hvernig þeir senni- lega myndu bregðast við, ef hið rauða einveldi hefði raunveru- lega gleypt þá. Saga Istvans Bologh, fátæks unglings 16 ára, og kommúnisks uppeldis hans til 22 ára aldurs, er of löng í þennan smáþátt. En þá átti hann vissa háskólagöngu sem „afar efnilegur unglingur‘“. Þá vakti pólska stúdentauppreistin ungversku stúdentana og þjapp- aði þeim saman. Og þá hrifning- ar- og frelsisöldu stóðst Istvan ekki til lengdar. Kvöldið 23. október 1956 var hann einn í hópi 80,000 Ungverja, sem safnast höfðu saman fyrir framan þinghöllina á bökkum Dunár, eina glæsilegustu bygg- ingu álfunnar, til að biðja um stjórnarfarslegt réttlæti. Istvan ungi sá hundruð nýrra fána, — kommúnistafáninn með sovétmerkið var horfinn. Hann sá menn tryllta af innilegri hrifni við tilhugsunina um sjálfstætt Ungverjaland, og konur kölluðu hátt: „Niður með foringja okkar! Lengi lifi frelsið! Við viljum fá Imré Nagy aftur!“ Þetta gladdi Istvan Bologh, því að Nagy var tryggur kommúnisti, sem lengi hafði stjórnað, en var vikið frá völdum fyrir nær tveimur árum, sakaður um of mikið frjálslyndi. Hann myndi stjórna Ungverja- landi vel, fengi hann að ráða. Istvan varð forviða, er Nagy birtist á svölum þinghússins og ávarpaði mannfjöldann: „Kæru félagar.“ — En mannfjöldinn æpti þegar hátt og andmælti: „Við er- um engir „félagar“! Kallaðu okkur ekki því nafni!“ Gamli kommúnistinn Nagy tók ávítun- inni stillilega. „Kæru vinir,“ mælti hann, og mannfjöldinn rak upp fagnaðaróp. Nagy lýsti yfir hverri tilslök- uninni eftir aðra, og Istvan stór- furðaði sig á, hve langt gamli kommúnistinn teygði sig. Hjá mannfjöldanum spratt upp gam- alt, ungverskt vísustef: „Nú eða aldrei! Nú eða aldrei!“ Gamli Nagy rétti upp höndina sem þagnarmerki. Og til ólýsan- legs fagnaðar fyrir mannfjöldann hóf hann með skjálfandi röddu gamla, ungverska sálminn, sem kommúnistar höfðu bannlýst fyrir löngu og heyrðist aldrei sunginn opinberlega: „Guð varð- vciti okkar Ungverjaland!“ Mitt í fagnaðarvímunni barst ískyggileg frétt, er fór sem kliður um mannþyrpinguna: „Það er skothríð við útvarpsstöðina!11 Istvan hélt þegar að þetta myndu vera AVO að bæla niður götu-upphlaup. En svo bárust nánari fréttir og æsandi: „Stú- dentar og verkamenn eru að gera út af við AVO!“ SKÓLASÖNGUR cftir STUCKENBERG í þýðingu MAGNÚSAR ASGEIRSSONAR. Yndisdraumur, æskuvíma endist skamma hríð. Ævi manna alla tíma er og verður stríð. Einungis með völdum vopnum verður sundum haldið opnum, og á lífsins böl og blekking bítur aðeins þekking. Hvort að sigri hrósa máttu, hvort þín bíður tap, skiptir litlu, ef aðeins áttu andans höfðingsskap. Tíminn heimsins hnossum eyðir, hugsun mannsins ekkert deyðir. Kynslóðanna kumlpm yfir kjarni hennar lifir. Bak við letrið löngu skrifað lærðu að heiðra spor manna, er hafa líka lifað, litið sól og vor, manna er ruddu, manna er skýldu, manna er stríddu og þreyttir hvíldu, vonarglaðir morgnum mættu, moldir tárum vættu. Lærðu af horfna hópsins striti, hvers þín iðja er verð, sjóddu úr þínu og þeirra viti þér og öðrum sverð. Neyttu snilli eigin anda, ekkert mun þá fyrir standa, langt þótt sé á hæsta hólinn, — heill þá gefur skólinn. "t 1 Þegar þysinn hljóðnar | I I VALD. V. SN.LVARR: I „Sjá, eg stend við dyrnar og kný á. Ef ein- hver heyrir raust mína og lýkur upp dyr- unum, þd mun cg fara inn lil lians og neyla hvcldverðar með honum og hann með mér.“ Op. 3, 20. I I EITT SINN las eg smásiigu, sem er eittlivað á þessa leið: Rikur kaupmaður i Þýzkalandi félik presti sinurn 50 mörk i peningum og fól honum , að koma þessari gjöf sinni til einhverrar fátœhr- , © ar, þurfandi ekkju. Svo stóð á, að presturinn © þekkti ekkju, sem um þessar mundir átti við ^ mikla fáteekt og fjéirhagsörðugleika að striða, og ^ £ henni retlaði hann þessa gjöf kaupmannsins. ^ Hún vœri vel að henni komin og liefði liennar ^ 1 fulld þörf. En þctta fór nú öðruvisi en cctlað var. f Hann hraðaði sér rncð peningana þangað, sem Ý j. ekkjan bjó, en kom þá að lokuðum dyrum. ® ¥ Hann kv.addi oftar en einu sinni dyra, en eng- ¥ © inn lauk uþþ fyrir honum. Presturinn kom oft- ö i! ar en i þetta skipti heim til ekkjunnar, en jafn- sfí an hafði hann erfiði fremur en erindi. Enginn g Íi lauk upp fyrir honum. Hann náði ald.rci tali áj ý af ekkjunni. Hann áleit þvi, að rcctzt myndi ý f hafa fram úr fyrir henni á þann hált, að hún f hefði fengið fasta vinnu eiríhvers staðar. Hann ® fór því með peningana til annarrar ekkju, sem 'r eifitt átli uppdráttar. — Nokkrum dögum siðar t kom fyrrnefnda lionan lil prestsins og kvartaði f mjög um bágan hag sinn og mceltist til fjárhags- y legrar hjálpar i neyð sinni. Presturinn sagði £ hcnni þá sem var, að hann liefði komið sinn cftir sinn heim til henriar með peningagjöf, sem hann -g hefði cetlað henni, en jafnan kornið að lokuðum dyrum og orðið að hverfa þaðan við svo búið. Nú hefði hann gefið annarri bágstaddri konu þessa gjöf, sem hann hefði í fyrstu cctlað henni. ,3 Hún hlyti að hafa verið fjarverandi að undan- v förnu, áleit prestur. Nei, það hafði hún ekki ý t> verið. Hún liafði verið heima hjá sér og alllaf © éji inni. Hún hafði. svo scm heyrt, að oft og mörg- * um sinnum hafði verið drepið á dyr hjá henni, jþ en hún hafði ekki þorað eða viljað ganga til ðj. ^ dyra. ldún þóttist alveg viss um, að þetta vœri ^ f huseigandinn, sem vceri að koma. til að krefja f ‘í sig um vangoldna húsaleigu. if! § Þannig lýkur þessari smásögu. Hún segir frá § * sjálfskaþawíli hrœddrar og umkomulausrar & © ekkju, sem forðast vildi óþcegindi mcð þyi, að © éj* lolta sig inni, án þess að njósna.um, hverra er- sjj inda sá fceri, sem dyra kveddi. Þélia er svo sem 3, ,j! ekkert einsdcemi. Svona ferst oss mörgum — ý mörgum. Ekki sizt þó á andlega svið- ý f i n u. Menn útiloka svo oft þ.ann e ina. sem f fjj hjálpað getur, hvernig sem á stendur, F r e l s- X § ar a n n s j á I f-a n. Það er H a n n, sem slcnd- 5 ¥ ur við hjartadyr sérhvers manns, ekki sizt þeirra, ■ ¥ © sem eru skuggamegin i lifinu. Það er H a n n, S st sem knýr á. Margir Ijúka að visti upp fyrir hon- * g, um og bjóða liann velkominn, en því miður jíy ckki allir. t ^ Lésandi minn! Enn i kveld stendur hann við ý f dyrnar og knýr á lijá þeim, sem hingað til hafa k hegðazt við að taka við honum af ýmsum á- X S stceðum. Eg veit ekki, hvort þú ert i þeim hóþi. ? ¥ Hitt veit eg, að hann gefst ekki upp, meðan ¥ © hann veit, að inni fyrir er „h j ar t a m ce 11 o g © * h ö f u ð þ r e y 11,“ sem hann vill „h a 11 a a ð % g, brjósti sér“. Láttu hann ckki bíða lengur g, ,t. úti fyrir. Það er þér sjálfum fyrir beztu. Taktu t_ t vitnisburð þeirra t r ú a n l e ga n, e r s j á I f- + f i r h a f a o p n a ð J e s ú h j ö r t u s i n. Lestu f £ í Itvelcl sálminn fagra: „E g heyrði Jesú £ % h i m n e s It l o r ð“. í öðru hvoru versinu er ® ® lilboð Jesú, en i hinu vitnisburður ¥ .v k á I d s i n s, sem reynt hefur f y ll i n g f y r- ® i r h c i t a h a 11 s. t Eg leil til Jesú, Ijós mér skein, ^ það Ijós er nú min sól, ¥ er lýsir mér um dauðans dal að Drollins náðarstól. ¥ (Sálmab. nr. 136). | é & I & I I 1 Geislavirk efni í Bandaríkjunum er nú m. a. verið að reyna geislavirk efni til að auka geymsluþol ýmsra mat- vörutegunda, meðal annars kartaflna. Nú þegar eru á markaðnum efni, sem varna því að kartöflur spíri, og er óvíst ennþá hvor aðferðin reynist betri. —• Geislavirkar kartöflur tapa ekki bragði og næring- argildi þeirra helzt að mestu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.