Dagur - 30.10.1957, Blaðsíða 4

Dagur - 30.10.1957, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 30. október 1957 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á rniðvikudögum Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Atvinnustöðvar í sveitum Á HVERJU HAUSTI fer fjöldi fólks úr sveit- um í atvinnuleit til annarra staða og sveitaheim- ilin verða fámenn verulegan hluta ársins. Margt af þessu fólki kemur ekki aftur, en annað með mismunandi gildan sjóð. Nú getur það verið eðlilegt að nokkur fólksstraumur verði árlega til og frá tímabundinna vinnustaða við sjávarsíðuna. En engu að síður verða margar sveitir hart leikn- ar í þessum sveiflum. Sveitaheimilin verða of fá- menn eftir, jafnvel svo að til vandræða horfir ef eitthvað ber út af. Jafnframt þreytist eldra fólkið, sem heima situr, og drungalegur blær leggst yfir þau byggðarlög, sem unga fólkið yfirgefur. Þetta, meðal annars, leiðir til örðugleika í félagslífi og nauðsynlegu skemmtanalífi og slær á viðkvæma strengi fólksins yfirleitt um atvinnu og ævintýra- leit á fjarlægum stöðum. SAMVINNUMENN í ÞINGEYJARSÝSLU hafa tekið mál þetta til umræðu og hyggjast gera til- raun til að leysa það að nokkru. Fyrir tveim árum fjallaði aðalfundur Kaupfélags Þingeýinga um þetta vandamál, og nefnd, sem kosin var af þessu tilefni, skilaði áliti. Leggur hún m. a. tií: „Að komið verði upp atvinnustöðvum í sveitum og hafi Kaupfélag Þingeyinga forgöngu um málið á sínu félagssvæði, eigi stöðvarnar og stjórni þeim. Á atvinnustöð verði aðstaða til iðnaðar, svo sem við trésmíðar, steinsteypu, pípugerð, vélaviðgerð- ir, sauma, prjón, vefnað, bókband o. fl. Þátttak- endur, sem vildu notfæra sér þessa aðstöðu, beri úr býtum það, sem framleiðsla stofnunar fram- ast gefur. Er hér um algert nýmæli að ræða, sem verð- skuldar eftirtekt, og ekki sízt það atriði, að menn leggi inn vinnu sína og fái hana greidda því verði, sem hún gefur af sér. En það er mjög í anda sam- vinnustefnunnar. Með hinni miklu vélvæðingu í dreifbýlinu við alla framleiðslu og ennfremur innanhúss, þar sem rafmagnið hefur haldið innreið sína, skapazt áður óþekkt þörf fyrir viðhald og viðgerðir hinna margvíslegu véla. — Á nokkrum stöðum hafa risið á legg nauðsynleg vélaverkstæði í sveitum. Sem dæmi má nefna viðgerðaverkstæðið á Ytri- Tjörnum í Ögnulsstaðahreppi og Yztafelli í Kinn. Hafa þau verið til ómetanlegs hagræðis fyrir fjölda sveitamanna. Slíkar stöðvar þyrftu að koma á mörgum stöðum og gætu samvinnu- menn eflaust hlaupið þar undir bagga, á þeim grundvelli, sem að framan greinir, bæði til hag- ræðis fyrir fjöldann og til að veita viðnám í öldu- falli fólksflutninganna. Síðar gætu aðrar iðn- greinar komið í kjölfarið. Iðnstöðvar þyrftu að vera miðsvæðis í þeim byggðarlögum, sem þær eiga að starfa í, vera nátengdar heitum uppsprett- umj ef hægt er, rafmagni að sjálfsögðu og rækt- unarskilyrðum. Mjög er athugandi, hvort ekki sé rétt að nota hluta þess fjár hins opinbera, sem varið er til atvinnujöfnunar í landinu, til að koma upp eða styðja atvinnustöðvar í sveitum. Brúin milli heims og heljar Sraá-jiættir ur liarmsögu Ungverja X. BARDAGINN UM KII.ÍAN- SKÁLANN. Hermennirnir þyrptust óðar saman og bjuggu sig undir árás AVO-manna. Hefðu þeir orðið fáeinum mínútum seinni, myndi hafa vei-ið úti um Kilían-skála, en nú gátu þeir stöðvað framrás 150 AVO-manna, sem voru á leiðinni til að hremma skálann og vopnabirgðir hans. Þarna hófst nú grimmilegur bardagi, því að AVO-menn voru þrautþjálfaðir í miskunnarlausri sókn. En Csokí og félagar hans hrundu samt sókninni. „Við drápum marga þeirra með sprengjum,“ sagði liðþjálf- inn. Suma tókum við höndum, og væri eitthvert þrælmenni, sem einhver kannaðist við í þeim hóp, var sá barinn duglega í við- bót. En margir þeirra komust undan á flótta. í þessum svifum varð Kilian- skáli fyrir innrás fjölda óboð- inna gesta. Hópur óbreyttra borgara, sem hörfað höfðu undan átökunum við útvarpsstöðina, þusti nú inn í skálann og hróp- aði: „Það geisar hörkubardagi þarna fyrir handan. Við verðum að fá vopn!“ * Foringjar Kilían-skála voru auðvitað fremur tortryggnir við alla venjulega borgara, því að það var sem sé þeirra hlutverk að halda uppi ró og reglu meðal almennings í borginni. og þeir höfnuðu því beiðni aðkomu- manna. En gamall maður, blóð- ugur í andliti, mælti hörkulega: „AVO-nienn eru að drepa okk- ur.“ Ungur drengur smaug gegnum mannþröngina og greip í hönd- ina á Csokí. „AVO-mennirnir hafa fallbyssur uppi á stöðvar- þakinu," sagði hann ákafur. Enn hikuðu foringjarnir við að verða við þessari beiðni, en létu að lokum undan áskorunum her- manna sinna og afhentu vél- hyssur og skotfæri. Og er því var lokið, hélt mannfjöldinn á brott, og skálabúar fengu nú tóm til að velta fyrir sér rás viðburðanna. Hjá þeim var engin hreykni né barnalegur fögnuður yfir því að hafa hrundið árás AVO-anna. — „Við vissum að Rússar myndu gera árás á okkur á ný með morgninum,“ sagði Csokí, „og foringjar okkar sögðu: „Og þá koma þeir á skriðdrekum.“ Hinn rússneski yfirforingi ung- versku kommúnista-sveitanna hafði ekki látið þá fá nógu öflug vopn til að vinna á skriðdrekum. Og nú kepptust þeir Csokí og menn hans' við alla nóttina að búa til „Mólótov-hristing" (,,Molotov-cocktails“.) — Þeir fylltu flöskur benzíni og settu sterkar hettur á þær. Gegnum þröngt gat á hettunni drógu þeir síðan grannan bendil, 8 þml. langan, og átti það að duga sem kveikiþráður. Enginn skálabúa gerði sér neinar glæsivonir. — Þetta yrðu eflaust hörð átök. Klukkan 4 um nóttina kaliaði vörður á fjórðu hæð: „Nú koma þeir! Skriðdrekar!“ — Þetta var nú samt misgáningur. Hér var ekki um fleiri skriðdreka að ræða, heldur aðeins einn. Og það var ekki venjulegur skriðdreki, heldur þungvopnaður könnunar- bíll, vel brynvarinn, vopnaður vélbyssum, á sex gúmbarða-hjól- um. Er þessi brynvarði bíll nálgaðist í skímunni af ljósi frá einstöku gluggum næstu húsa, líktist hann helzt ferjubáti, sem leitað hefði á land upp úr Duná. En þetta var dauðans háskaleg- um bátur, mannaður Rússum, sem höfðu ásett sér að bæla al- gerlega niður hverja mótspyrnu, er hér léti á sér bæra í Kilían- skála. Þegar bíllinn nálgaðist skál- ann, stóð Csokí liðþjálfi og sex af mönnum hans í myrkrinu uppi á skálaþaki og biðu óþreyjufullir með Mólótov-hristinga sína í höndum, að bíllinn kæmi rétt fyrir neðan. Á síðasta, eirðar- lausu augnabliki hvíslaði svo Csokí: „Nú baunum við á þá!“ Þeir kveiktu í bendlunum, héldu augnablik á sprengjunum og vörpuðu þeim síðan útí myrkrið. Fyrsta sprengjan féll niður á gangstéttina, og var sem geysi- mikil eldblóm sprytti skyndilega upp úr malbikinu. Það hlýtur að hafa blindað rússneska bílstjór- ann, því að bíllinn hrökklaðist alveg upp að skálaveggnum og fékk þar þrjár sprengjur beint ofan í sig, hverja eftir aðra, sem kveiktu í öllum bílnum. Og rétt á eftir sprakk benzíngeytnir hans. Þetta var talið fyrsta áfall Rússa. Csokí bjóst við aukinni sókn með aftureldingunni, og kl. 9 um morguninn þann 24. okt. hófst fyrir alvöru árásin á Kilían- skála. Næstu tvær klst. komu 15 könnunarbílar og herjuðu á skál- ann, en árangurslítið. „Við skild- um ekkert í, að þeir skyldu ekki beita skriðdrekum,11 sagði Csokí, „því að við eyðilögðum bílana jafnóðum. Með æfingunni gátum við varpað sprengjum okkar beint niður á bílana, og áður en tvær stundir voru liðnar, höfð- um við eyðilagt níu þeirra. Brezk freigáta bjargar Brezk fregáta bjargaði trillubát fyrir nokkru á reki skammt suðvestur af Grímsey. — Skipstjórinn af eftirlitsskipinu fékk þær upplýsingar eftir að hann hafði sett sig í samband við landhelgisgæzluna, að bátur þessi hefði losnað út frá Sandvík í Grímsey. Að, fengnum þeim upplýsing- um sigldu Bretarnir með bátinn til Grímseyjar og afhentu hann réttum eiganda, sem varð þessu feginn. Hann spurði Bretana, hvort hann ætti ekki að greiða björgunar- og fundarlaun, en Bretinn neitaði að taka við laun- um. Það væri ekki nema sjálfsagt að aðstoða náungann. Rafheilinn og veðurspárnar GEIRMUNDUR ÁRNASON veðurfræðingur frá Glerárþarpi við Akureyri hefur vakið á sér mikla eftirtekt fyrir vís,indastörf á sviði veðurfræðinn- ar. Hann er gamall nemandi Menntaskólans á Ak- ureyri, en nam síðan veðurfræði í Stokkhólmi á stríðsárunum. Hann starfaði síðan sem kennari í Svíþjóð og gerðist starfsmaður, veðurfræðilegur ráðunautur SAS, en sneri sér þá áð tilraunum með „reiknaðar veðurspár“ — rafheila veðurþjónust- unnar. — Geirmundur vann 2 ár á Veðurstofunni í Reykjavík, en vinnur nú vestan hafs. í tímariti íslenzkra veðurfræðinga birtist eftir- farandi grein eftir Geirmund, sem blaðið tekur traustataki: „Veðurfræðingamót í Stokkhólmi 3.—8. júní 1957. Mót þetta var haldið á vegum veðurfræðideildar háskólans í Stokkhólmi, og mættu þar veðurfræð- ingar frá fjórtán löndum. Flestir fulltrúanna voru frá Vestur- og Norður-Evrópu, því að þaðan var auðveldast að sækja, en þarna voru einnig þátttak- endur frá Ráðstjórnarríkjum Rússlands og Kína, Bandaríkjum Norður-Ameríku, Júgóslavíu og Suður-Afríku. Verkefni fundarins var að ræða það, sem á ensku kallast Numerical Wcather Predicíion og á íslenzku má nefna reiknaðar veðurspár. Alþjóðafundir um þessi efni hafa verið haldnir tvisvar sinnum áður, í Stokkhólmi 1952 og í Frankfurt a. M. 1955, en í þessum mótum höfðu hvorki Rússar né Kínverjar tekið þátt. Þátttaka þeirra í ár þótíi því miklum tíðindum sæta, þar eð lítt var vitað, hvað þeir hörðu gert í þessum efnum hingað til. Reiknaðar spár eru nýmæli innan veðurfræð- innar. Síðustu tíu árin hefur lítill hópur veður- fræðinga í Bandaríkjunum, Englandi, Noregi, Rússlandi, Svíþjóð og Þýzkalandi unnið að reikn- uðum veðurspám í tilraunaskyni, og í Bandaríkj- unum hafa rafheilar verið notaðir að staðaldri síð- ustu tvö árin í sambandi við útreikningana. Það er ekk itilgangur þessa greinarkorns að fara ýtarlega út í skýrslur á mótinu í Stokkhólmi, en drepið skal á það helzta. í Bandaríkjum Norður-Ameríku hófst undir- búningur að reiknuðum veðursspám árið 1948" við Instiíute for Advanced Study, Princeton, undir for- forustu veðurfræðingsins J. G. Charney. Árið 1950 voru fyrstu veðurspárnar gerðar með rafheila, og var þessu haldið áfram í tilraunaskyni um nokkur ár. Árangurinn var talinn það góður, að árið 1953 ákvað flugher, floti og veðurstofa Bandaríkjanna að koma sameiginlega upp deild fyrir vélreiknaðar veðurspár. Deild þessi hóf starf sitt í júlímánuði 1954, byrjaði að gefa út daglegar veðurspár í maí- mánuði 1955 og hefur haldið því áfram óslitið síð- an. Deildin heitir Joint Numerical Weather Predic- tion Unit og er í höfuðborg Bandaríkjanna, Was- hington. I öðrum Iöndum hafa veðurfræðingar yfirleitt ekki haft rafheila til umráða og hafa þess vegna lagt aðaláherzlu á fræðilegar rannsóknir og hand- reiknaðar veðurspár í tilraunaskyni. Þetta á sér- staklega við Rússland (Sjá síðar), Kína, Þýzkaland og Bretland. í Svíþjóð, þar sem unnið hefur verið að reinknuðum veðurspám síðan 1951, hafa veður- fræðingar háft takmarkaðan aðgang að rafheila síð- an í byrjun árs 1954 og gert daglegar veðurspár á þennan hátt annað slagið. Innan tveggja ára munu veðurfræðingar Bret- lands, Japans, Rússlands og Þýzkalands (og ef til vill ráðstjórnarríkja Kína) hafa nægilegan aðgang að rafheilum til þess að gefa út daglegar veður- spár, ef svo þykir æskilegt. Skýrsla rússnesku fulltrúanna leiddi í ljós, að undii'búningur að reiknuðum veðurspám hófst þar í landi fyrir um það bil 15 árum. Aðaláherzlan var lögð á fræðilegar rannsóknir, því að rafheilar voru ekki fyrir hendi. Síðustu 2—3 árin hafa þó rúss- neskir veðurfræðingar haft einhver afnot af raf- heila, en svo takmörkuð að aðeins örfáar veðurspár hafa verið reiknaðar. Enn sem komið er, standa þeir því framkvæmdalega talsvert að baki stéttar- bræðrum sínum í Bandaríkjunum. Þetta á þó að- (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.