Dagur - 30.10.1957, Blaðsíða 7

Dagur - 30.10.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 30. október 1957 D A G U R 7 - RAFHEILINN OG VEÐURSPÁRNAR Aldarafmæli (Framhald af 4. síðu.) eins viS um 1—3 daga spár. Með spár til lengri tíma standa Rúss- ar í sérstöðu. Þeir liafa einir þjóða unnið að reiknuðum veð- urspám fyrir lengri tíma (1—8 vikur) og virðast hafa náð dá- góðum árangri. Það er þó enn sem komið er of snemmt að gera sér fulla grein fyrir gæðum þess- ara spáa. f Peking hafa kínverskir veð- urfræðingra unnið dálítið að reiknuðum veðurspám síðan 1954 en eru stutt á veg komnir. Eg vil ljúka þessari stuttu skýrslu um veðurfræðingamótið í Stokkhólmi með nokkrum orð- um um reiknaðar veðurspár al- mennt og framtíðarhorfur í þess- um málum. Fyrst og fremst vil eg taka það fram, að þrátt fyrir rafheila og aðrar tæknilegar framfarir, ná ekki reiknaðar spár, enn sem komið er, til allra þátta veðurs. Til dæmis hafa úrkomu- og veð- urspár aðeins verið gerðar í til- raunaskyni. Hins vegar hafa reiknaðar spár fyrir loftþrýsting og vind verið gerðar reglubund- ið, bæði fyrir jarðaryfirborð og háloftin. Auk þess hefur upp- streymi loftsins verið reiknað í aðaldráttum. Spár þessar hafa sýnt sig sambærilegar beztu veð- urspám gerðum á venjulegan hátt. Hvað snertir framtíðarhorfur má nefna, að þegar á þessu ári munu verða gerðar spár fyrir vind og loftþrýsting tvisvar á dag fyrir allt norðurhvel jarðar. All- ar athuganir, sem þörf er á fyrir þessar spár, fara beint inn í raf- heilann og eru aðgreindar þar, villur uppgötvaðar og leiðréttar. Að því loknu dregur vélin veð- urkort (greinir veðurathuganirn- ar), prentar það og gerir svo spá til allt að þriggja daga. Á næstu tveim árum er það sennilegt, að handunnin veður- kort, eins og nú tíðkast, verði mikið til lögð niður í Bandaríkj- unum og þess í stað gerð í vél- um. Það er einnig sennilegt, að á næstu fimm árum muni flestir þætitr veðurs verða teknir með í reiknuðum veðurspám, — fyrst og fremst hiti og úrkoma. Nú- verandi aðferðir hafa staðið í stað í mörg ár, og ekki sýnilegt, að þær verði bættar að nokkrum mun. Hins vegar eru allar líkur til, að reiknaðar veðurspár séu langt frá fullkomnun og munu meir og meir koma í staðinn fyr- ir þær, sem nú eru gerðar. Það er óhjákvæmilegt, að alþjóða- samvinna hefjist í þessum mál- um, því að smáþjóðum er fjár- hagslega ekki hægt að halda uppi veðurþjónustu, sem notar stóra rafheila. Það er sennilega, að vélreiknaðar veðurspár fyrir allt norðurhvel jarðar, bæði jarðar- yfirborð og háloftin, verði gerðar á mjög fáum stöðum, en spárnar svo sendar þeim, sem þurfa. Ná- kvæmari spár fyrir smærri svæði mætti svo gera með minni vélum og mannafla, þar sem þörf er. Ef vel tekst um samvinnu, munu veðurfræðingar losna við mikið af leiðindastörfum, sem nú eru nauðsynleg, en gera má bæði fljótar og betur í vélum. Á þann hátt gefst veðurfræðingum meiri t,ími og tækifæri til rannsókna, sem leiða til almennra bóta í veðurfræði.“ , Eftirfarandi skrítla er sögð af veðurfræðingunum Geirmundi Árnasyni og Birni L. Jónssyni. Geirmundur el' maður dökk- hærður, holdskarpur og mjög vel tenntur. Því kom sá kvittur eitt sinn upp á Veðurstofunni, að Björn, sem er jafnvígur á veður- spár og læknisdóma, hafi orðið næsta hrifinn af tönnum Geir- mundar og þótzt vita, að þar færi náttúrubarn, alið á harð- fiski, hákarli og lýsi, en synd- laust af hvítasykri og hveiti. — Hafi hann því ávarpað náttúru- barnið á þessa leið: „Segðu mér, Geirmundur, á hverju lifðir þú aðallega í uppvextinum?" „Á kaffi og vínarbrauðum,“ svaraði Geirmundur. - Skölaleikur M.A. 1957 (Framhald af 5. síðu). hjólastól. Leikur hans var örugg- ur, tilþrifamikill og skemmtileg- ur og bar sýninguna uppi. Margrét Eggertsdóttir lék einkaritara hans, Maggie, með meiri innileik og öfgalausum til- finningahita, en búast má við af lítt vönum leikanda. Hennar frammistaða var einna bezt. Reneta Kristjánsdóttir lék leikkonuna Lorraina Sheldon. — Skapofsa, ástleitni og örvæntingu sýndi hún eftirminnilega vel. Tefldi nokkuð djarflega á stöku stað, fór alveg á takmörkin, en ekki yfir þau. Rúmsins vegna verður ekki rætt um fleiri einstaka leikend- ur, þótt ástæða hefði verið til. — En alls eru þeir nær 3 tugir tals- ins. —o— Þegar leikendui' og leikstjóri höfðu verið klappaðir fram í leikslok báðu leikendur Þórarin skólameistara að koma upp á leiksviðið, og varð hann skjótt við þeim tilmælum. Þeir færðu honum fagran blómvönd í þakk- lætisskyni fyrir áhuga hans og aðstoð alla við störf Leikfélags Menntaskólans. Flutti skóla- meistari þá stutt og innilegt ávarp til nemenda sinna, leik- húsgesta og leikstjóra, og tjaldið féll. Hafi Leikfélag Menntaskólans þökk fyrir skemmtunina. E. D. Nýleg jeppakerra TIL SÖLLT. Uppl. gefur Hermann Guðmundson, Hótel Varðborg, milli kl. 5.30 til 7, næstu daga. Minnesótaríkis Verður forsætisráðherra fsland boðið? í maí næsta vor heldur Minne- sótaríki í Bandaríkjunum hátíð- legt 100 ára afmæli sitt. í engu ríki Bandaríkjanna eru íbúarnuir eins „norrænir11 eins og í Minnesóta, þ. e. a. s., í því ríki eru fleiri rnenn ættaðir frá Norðurlöndum en annars staðar í Bandaríkjunum, og hafa þeir sett mikinn Noi'ðurlandasvip á þjóðlíf og siði. Eftir því sem danska blaðið Politiken hermir, mun ríkisstjór- inn í Minnesóta bjóða forsætis- ráðherrum Norðurlanda vestur í tilefni afmælisins og hefur H. C. Hansen þegar þekkzt boðið. Salt í stað olíu Á undanförnum árum hefur mjög verið leitað að olíu víðs vegar um Jótland, en hún hefur ekki fundizt enn. Á hinn bóginn fannst við bor- unina mikið af salti á 165 metra dýpi, og standa nú yfir samning- ar um vinnslu þess. Er áætlað að vinna árlega um 50 þús. smálestir af salti ,en það á einkum að nota til klórframleiðslu. ÓDÝRT! Meðan birgðir end- ast seljum við Ullarsokka, hlýja og sterka. ísgarnssokka, svarta, á aðeins 16 krónur parið. Verziunin Ásbyrgi i í’ícS- vN'z'íy'í' • F U N D U R ■verður haldinn í Bilsijórafélagi A kureyrar föstudaginn 1. nóv. kl. 8.30 í Túngötu 2. STJÓRNIN. Nýkomið: Rarnaríim, með lausri lilið. Ríunfataskápar Símahillur Teborð o. m. fl. Bólstruð Húsgögn h.f. Hafnarstr. SS — Sími 1491 I <■ <3 t I f f f t I t I I f R'. □ Run 595710307 — Frl.: I. O. O. F. — 1391118V2 — Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. Allra heilagra messa. — Sálmar: 447 — 219 — 223 — 222 456. — P. S. — Messað í Barna- skólanum í Glerárþorpi næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Allra heil- agramessa. — Sálmar: 482 — 480 — 472 — 451. — K. R. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnudaginn kl. 10.30 f. h. 5 og 6 ára börn í kapellunni, 7—13 ára börn í kirkjunni. Þessir sálmar verða sungnir: 572 — 372 — 645 og 648. — Afhentar verða bækur undir biblíumyndir. — Börn, sem eiga eftir að borga bókina, eru beðin að koma með 5 krónur. ÆFAK. Fundur í stúlknadeild næstk. sunnud. kl. 5 e. h. — Gullbráarsveitin sér um fundarefni. — Fjölmennið á fundinn. Hjúskapur. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sigrún Birna Halldói’sdóttir og Hörður Steinbergsson. — Heimili þeirra er að Lækjarbakka, Ak- ureyri. Guðspekistúkan Systkinaband- ið. Næsti fundur verður haldinn ó þriðjudaginn, 5. nóv., kl. 8.30 e. h. á venjulegum stað. Erindi. Húsmæðraskólafélag Akureyr- ar heldur aðalfund fimmtudaginn 7. nóv. kl. 8.30 e. h. í Húsmæðra- skólanum. Konur, komið og ræð- ið mál húsmæðra, yfir kvöldkaffi félagsstjórnarinnar. Kvöldvökur UMSE. N.k. laug- ardags- og sunnudagskvöld gengst UMSE fyrir kvöldvöku. Meðal skemmti- og fræðsluefnis flytur Vilhjálmur Einarsson íþróttakappi erindi og sýnir kvikmyndir, m. a. frá Olympíu- leikunum síðustu. Kvöldvakan er að Reistará á laugardagskvöld kl. 9 og að Freyvangi sunnudags- kvöldið kl. 9. Áheit á Grcnjaðarstaðarkirkju. Frá Þ. (tvö áheit) kr. 100. — Frá ónefndum kr. 50. — Frá ónefndri konu kr. 100. — Beztu þakkir. — Ásm. Kristjánsson. Kvenfélag Akureyrarkirkju heldur bazar 9. nóvember kl. 5 í kapellu kirkjunnar. Þær konur, sem ætla að gefa muni, komið þeim til eftirtaldi'a kvenna: Að- alheiðar Antonsdóttur, Fróða- sundi 3. — Steinunnar Jónas- dóttur, Helgamagrastræti 50. — Láru Jónsdóttur, Strandgötu 41. — Stefaníu Jóhannsdóttur, Æg- isgötu 12. — Helgu Daníelsdótt- ur, Grænugötu 6. — Þórhildar , Hjaltalín, Grundargötu 6. — Línu Jónsdóttur, Eyrarlandi. Verðlaimahrútur \'il selja 1. verðlauna, 2ja vetra, hrút af góðu kyni. Hallgrimur Sigurðsson, Litlakoti við Dalvík. KVENHATTAR Hefi fengið nýja sendingu af KVENHÖTTUM. Til sýnis kl. 5—7 í Byggða- vegi 94, í dag og næstu daga. Sírni 2297. Kvenfél. Framtíðin heldur fund fimmtudaginn 31. október kl. 8.30 e. h. í Húsmæðraskólanum. Haf- ið með ykkur brauð. Stjórnin. Að gefnu tilefni skal þess get- ið að 3ja umferð mænusóttar- bólusetningar barna, innan við barnaskólaaldurs, verður ekki framkvæmd fyrr en síðari hluta nóvembermánaðar og mun þá auglýst með nægilegum fyrir- vara. — (Samkvæmt viðtali við héraðslækni.) Kristniboðshúsið Zíon. — Al- menn samkoma næstk. sunnudag kl. 8.0 e. h. — Fórnarsamkoma. Þ. e.: Gjöfum til kristniboðs veitt móttaka. — Allir velkomn- ir. Björgvin Jörgensson stjórnar. AUGUÝSIÐ í DEGI Rafpottar 2, 4 og 7 lítra Rafpönnur 22 cm. Véla- og bilsáhaldadeild VERKFÆRS: Klaufhamrar m. teg. Bíttengur m. teg. Rörhaldarar Skrúfstykki m. teg. Steðjar Boltaldippur Sporjárn Skrúfjárn Véla- og búsáhaldadeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.