Dagur - 30.10.1957, Blaðsíða 5

Dagur - 30.10.1957, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 30. október 1957 D A G U R 5 Rógurinn um „skaftlríðindin" „Íslendmgur“ uppvís að ósannindum Tveir af liðsmönnum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, rit- stjóri blaðs þeirra og hjálparmaður hans, fyrrverandi þing- maður bæjarins, leggja saman í svör til Dags út af skattamál- um. Fullyrða þeir að ekki sé greitt af olíu sem Olíudeild KEA seiur á Akureyri. Algerlega falsaðar fullyrðingar. í síðasta tölublaði íslendings stendur þetta m. a. orðrétt: „Hvað því viðvíkur að KEA gefi félagsmannaarð af olíusölunni, þá sannar það aðeins, sem haldið hefur verið fram hér í blaðinu, að ekkert veltuútsvar er greitt af olíusölu Esso hér í bænum.. . . “ Og á öðrum stað segir: „Það er fáheyrð ósvífni og blekking, að ekki megi leggja á Esso....“ Þessar staðhæfingar eru ekki aðeins grununfær áróður, heldur helber ósannindi, sem íslending- ur ætti ekki að telja samboðið virðingu sinni að bera á borð fyrir lesendur sína. Niðurjöfnunamefnr Akureyr- arkaupstaðar leggur veltuút- svar á alla sölu Essoolíanna hjá Olíusöludeild KEA á Akur- eyri. Sú upphæð niun vera um kr. 100.000.00 — hundrað þús- nnd krónur. — Þetta eru dá- lítið aimarleg „sakttfríðindi“. íslendingur hefur mjög reynt til að gera sér mat úr því, að Olíufélagið h.f. hefur ekki verið útsvarslagt sérstaklega hér í bænum og haft tilburði í þá átt að gera með því forráðamenn KEA og Olíufélagsins tortryggi- lega. Það mætti þó íslendingi vera Ijóst, að slík málfærlas er alveg út í hött. Kjarni málsins er nefnilega sá, að hvorki einstaklingar eða fyrirtæki eru hið minnsta að því spurð, hvar þau eru sett á útsvarsskrá. Þar er ckki um neitt samningsatriði að ræða. Fyrir tekjur bæjarsjóðs skiptir það auðvitað engu máli, hvort veltuútsvarið er innheimt hjá KEA eða Olíufélaginu. En telji niðurjöfnunarnefnd það heppi- legra, að leggja útsvarið á OI- íufélagið, er það hennar mál. Það er svo ekki úr vegi að bæta því við, að Olíusöludeild KEA hefur veitt og veitir meiri og fullkomnari þjónustu en nokkur annar aðili, sem selur ol- íur á Akureyri. Á það sérstak- lega við um olíusöluna til togar- anna. Fyrir þá, ef einhverjir eru, sem vilja skipa sér í neðstu tröppu almennrar þekkingar á bæjar- málum og við hlið þeirra sem skrifa í íslending, er ennfremur hollt að athuga, að togarar Ú. A., allir með tölu, væru nú bundnir við hafnargarðinn eða búið að taka þá upp í skuldir, sem hverjar aðrar þrotabúseignir, ef Olíu- söludeild KEA hefði ekki lánað þeim olíur fyrir milljónir króna á undanförnum árum. Ólíkt hafast þeir að. Þannig hafa samvinnumenn mætt vandanum í einu þýðingar- mesta hagsmunamáli bæjarfé- lagsins. Má segja, að ólíkt hafizt þeir að, sámvinnumenn annars vegar og í hinn stað þeir, sem reyna með blekkingum og bein- um ósannindum 'að gera þjóðnýt uppbyggingarstörf samvinnusam takanna tortryggileg í augum borgaranna. Tóbakið enn. „íslendingur“ segist ætlast til að Tóbakseinkasala ríkisins greiði útsvar til bæjarins, en Dagur sé mjög hneykslaður yfir þeirri hugmynd og vilji láta Reykjavík eina njóta útsvars- teknanna. Þetta eru mjög rætin Qsannindi. Dagur hefur alltaf barizt fyrir velferðamálum Norðurlands, sem höfuðmálgagn Sjálfstæiðsflokks- ins orðaði svo á sínum tíma, að væri sjúkleg barátta við’ ímynd- aðan yfirgang höfuðstaðarins. Dagur fagnar því, ef íslendingur vill skipa sér við hlið hans í bar- áttumálum Akureyringa og ann- arra Norðlendinga. Nærtækasta málið, vegna yfirstandandi um- ræðna, er þá að sjálfsögðu Tó- bakseinkasalan og Viðtækja- verzlunin. Væri unnt að fá ríkis- valdið til að setja upp sérstök útibú með þessar vörutegundir, hliðstætt Áfengisverzluninni, væri góður tekjustofn fundirin fyrir okkar bæjarfélag og mun sízt af veita. Hvers vegna ekki? En eins og nú er, er ófram- kvæmanlegt fyrir Akureyrarbæ að leggja útsvar sérstaklega á Aðalfundur Landssambands ís- lenzkra rafvirkjameistara var haldinn í Reykjavík 28. sept. sl. Á fundinum voru rædd ýmis hagsmunamál rafvirkjameistara, svo sem innflutningur á efni til rafvirkjunar og erfiðleikar er or- sakast af vöntun á nauðsynlegu efni. Var stjórninni falið að eiga viðræður við innflutningsyfir- völdin u mþetta efni. Þá va rrætt um framtíðarstarf- semi LÍR. Fundarmenn voru á einu máli um að efla og auka starfsemina, m. a. með því að hafa opna skrifstofu í Reykjavík í Félagi við Félag löggiltra raf- virkjameistara í Reykjavík. Samþykkt var á fundinum áskorun á Rafmagnseftirlit rík- isins um að’ hrað’a svo sem verða má endurskoiðun og útgáfu nýrrar reglugerðar um raforku- virki. Skýrsla stjórnar fyrir sl. ár ber með sér, að nú eru 88 starfandi rafvirkjameistarar í LÍR, þar af 34 búsettir utan Reykjavíkur. þessi fyrirtæki, heldur aðeins umboðslaunin sem hér eru greidd. Það er jafn óframkvæm- anlegt og að Akureyri skattlegði Rafha í Hafnarfirði á þeim for- sendum, að kaupmaður hér í bænum seldi Rafhaeldavélar. Sama gildir um svo ótalmargar vörutegundir, og má nefna sem dæmi: Ölgerðin Egill Skalla- grímsson, Vinnufatagerð íslands, sælgætisgerðirnar og ótal margt fleira. Hvers vegna heimtar ís- lendingur ekki að þessir aðilar allir og margir fleiri hliðstæðir, séu gerðir að sérstökum útsvars- greiðendum á Akureyri? Fyrirtækin eru útsvarsskyld, þar sem þau hafa aðsetur og lög- heimili, en vörur þeirra, sem seldar eru í umboðssölu annars staðar á landinu, eru ekki skatt- skyldar, heldur aðeins umboðs- launin á sölustað. Aðstoð vel þcgin. Af því, sem nú hefur verið sagt, ætti öllum að vera það ljóst, að bæjarsjóður er ekki krónu ríkari, né heldur fátækari af þeirri ástæðu, að KEA annist umboðssölu á tóbaki og viðtækj- um. Umboðslaunin eru hin sömu og veltuútsvarið hið sama á þeirn, hver svo sem umboðið hef- ur. Hitt er svo annað mál, sem ætti a’ð vera áhugamál allra Ak- ureyringa, hvort hægt væri að koma því til leiðar við hið opin- bera, að sett yrðu upp sérstök og skattskyld útibú fyrir tóbak og viðtæki, hliðstæð útibúi Áfeng- isverzlunar ríkisins. Þar væri vissulega fundið fé fyrir bæjar- sjóð og mun ekki standa á Degi í þeirri sókn. En af því að róðurinn kann að verð’a erfiður, verður það þegið með þökkum, ef íslendingur tek- ur líka á árinni. Höfðu bætzt í sambandið á ár- inu 15 nýir meðlimir er starfa utan Reykjavíkur. Stjórn Lí Rer nú þanni gskip- uð: Formaður Gísli Jóhann Sig- urðsson, Reykjavík . Varaformaður: Aðalsteinn Gísla- son, Sandgerði. Ritari Örnólfur Örnólfsson, Reykjavík. Gjaldkeri Gissur Pálsson, Reykjavík. Meðstjórnendi Viktor Krist- jánsson, Akureyri. Nobelsverðlaun veitt Sænska Akademian tilkynnti nýlega að hún hyggðist veita franska skáldinu Albert Camus bókmenntaverðlaun Nobels, eink um vegna þeirra ritverka hans er snerta samvizku manna. Ein af skáldsögum hans, La Peste (Plágan), kom út í ís- lenzkri þýðingu árið 1947. ÁðaEfundur rafvirkjameisfara SKÓLALEÍKUR M.A.: Það bcrast margar jólagjaíir, m. a. kakkalákkar og mörgæsir. (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.) Höfundar, Georue Kaufman 02 Moss Hart ' O KJ Lcikstjóri: Jónas jónasson Á sunnudagskvöldið var menntaskólaleikurinn frumsýnd- ur í Samkomuhúsi bæjarins við mikinn fögnuð áheyrenda. — Er þetta amerískur gamanleikur, sem ekki heíur verið sýndúr hérlendis áður, svo að blaðinu sé kunnugt um. Hlaut hann í þýðing unai nafnið Gest- ur til mið- d e g isverðár. — Þýðinguna gerðu nem- endur skól- ans sjálfir í fyrravetur og skipuðu þá niður í hlut- verkin. Hingað kom svo í liaust Jónas Jónasson, sem ekki þarf að kynna fyrir bæjarbúum og æfði leikinn með nemendum á 3 vik- um. Miðað við það, að þetta mun vera erfiðasti skólaleikur, sem hér hefui' verið settur á svið og Jónas Jónasson, Ieikstjóri. þrotlausar æfingar. Þar gaf að líta hversu góður leikstjóri mót- ar persónur leiksins og mun það ekki alltaf auðvelt verk. En ný- liðarnir lögðu sig alla fram af áhuga og starfsgieði og gekk furðu vel að leggja nokkuð af sjálfum sér til hliðar og tileinka sér hinar nýju manngerðir. En snúum þá aftur að frum- sýningunni. Þegar flestir leik- húsgesta voru gengnir til sæta sinna og skólameistarahjónin birtust í dyrunum, færðu nem- endur frúnni blóm og leiddu þau til sætis. Að því búnu var risið úr sætum og skólasöngurinn sunginn af miklu fjöri. Síðan var tjaldið dregið frá og skólafólkið gekk undir leikprófið. Það var strangt, og „upplestrartíminn11 stuttur. Úrlausnin var þó betri en eg hef áður séð í skólaleik. Laglega af sér vikið, verður maður að segja. , tíminn svo stuttur, verður að telja árangurinn góðan, jafnvel undraverðan. Þar á leikstjórinn eflaust stærstan hlut að ináli. —o— Hér verður efni leiksins ekki sagt eða um það rætt, og ekki verður heldur skorað á bæjarbúa að sækja leikhúsið og sjá menntaskólaleikinn. Þess mun ekki þuría í þetta sinn. Sá, sem þessar línur ritar var eitt kvöldið á æfingu hjá leik- fólkinu og kynntist þá vinnu- brögðunum. Vakti það mesta at- hygli hvað leikstjóri og leikend- ur voru á svipuðu aldursskeiði og skemmtu sér konunglega við —o— Tryggvi Gíslason fór með stærsta hlutverkið og lék Sheridan Whiteside. Var hann nær alltaf á sviðinu og mest í (Framhald á 7. síðu.) Tryggvi Gíslason í aðalhluívcrk- Rcnata KristjánsdóUir inu. — (Ljósmynd: Edvard Sig.). í hlutverki sínu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.