Dagur - 13.12.1957, Blaðsíða 7

Dagur - 13.12.1957, Blaðsíða 7
Föstudaginn 13. deseinber 1957 D A G U R 7 BÓKAFORLAG ODDS Það er a!!s ekki eins auðvelt og margir lialda, að skrifa bækur fyrir böm, og því síður að seinja ævintýri við bama liæfi. Norska skáldkonan SYNN0VE G. DAHL kann þessa list, það sannar þessi iitla bók. Forráðamönnum Bókaforlags Cklds Björnssonar er Jiað sönn ánægja að fá tækifæri til að kynna íslenzkum foreldrum og börnum Jieirra verk þessarar ágætu, norsku skáldkonu. Þeir foreldrar, sem ekki liafa jafn mikla ánægju af að lesa þessi fallegu ævintýri fyrir börn sín, eins og bömin munu hafa gaman af að lilusta á Jiau aftur, geta skilað bókinni aftur ó- skcmmdri til forlagsins fyrir næstu áramót, OG MUNUM VIÐ ÞÁ END- URGREIÐA KAUPVERÐIÐ! Þessi fallega, myndskreytta bók fæst í öllum bókaverzlunum og kostar að- eins kr. 38.00. BJÖRNSSONAR 0G FLEIRI URVALS ÆVINTYRI Brúin milli Áskriftarsími TÍMANS á Akureyri er 1166. AUGLÝSENDUR ATIILGIÐ! Auglýsingar þurfa að hafa borizt blaðinu fyrir kl. 2 e. h. á þriðjud. Afp06 B£TP/ t//A/A/tíFÖT m\» » •7Þ/JMLFIÐSL4 (Framliald af 4. siðu). líka hinga'ð. En það er ekki víst, að hún komi nokkurn tíma. Vilj- ið ‘þér ekki reyna að fá hann með yður? Það væri eflaust betra fyr- • ir hann að komast burt úr Ung- verjalandi.“ Faðirinn og eldri drengurinn gengu yfir brúna og inn í Aust- urríki, og ungverski vörðurinn sneri sér undan, meðan eg bar grátandi drenginn yfrum til hinna.. Eg hafði aðeins gengið fáein skref, er eg heyrði vél- byssuskothríð glymja að baki mér og sneri mér skelkaður við. Pell hló og sagði: „Vörðurinn vildi aðeins tilkynna AVO- mönnum í turninum, að hann væri að verki. Hann skaut því upp í loftið. Þegar Claiborne Pell og faðir- inn með drengina sína voru farn- ir frá landamærunum, stóðum við kommúnistavörðurinn dálitla stund og horfðum hvor á annan. En svo tók hann í handlegginn á mér og leiddi mig yfir brúna, ör- stutt frá varðturninum með byssur sínar. Hinum megin var kona með tvö börn og önnur smátelpan gat ekki gengið leng- ur. Rússarnir gætu komið á hverri stundu, og mæðgunum væri hyggilegast að flýta sér. Vörðurinn tók því litlu stúlk- una veiku og setti hana á öxlina á mér. Svo ýtti hann hinum mæðgunum út á brúna og fylgdi okkur öllum inn í Austurríki. Á landamærunum hleypti hann aftur af vélbyssu sinni til að láta AVO-menn, húsbændur sína, vita að hann væri svei mér ár- vakur og stæði vel á verði. Og eg bar litlu stúlkuna yfrum til frelsisins.... (Næst lokaorð: Brúin brotin.) I I. O. O. F. 13912138y2 — E. K. KIRKJAN. Messað í Akureyr- arkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 98 — 122 — 115 — 76 — 90. — Síðasta messa fyrir jól. — K. R. — Messað í skólahúsinu í Glerárþirpi á sunnudaginn kem- ur kl. 2 e. h. Sálmar nr.: 30 — 351 — 220 — 4. — Að messu lokinni verður aðalsafnaðarfundur. Auk venjulegra fundarstarfa verða sýndar litskuggamyndir frá III. alheimsþingi lúterstrúarmanna í sumar, ásamt frásögn af þinginu. — P. S. Hjálpræðisherinn. Sunnudag 15. des. kl. 8.30 e. h.: Helgunar- samkoma. Kl. 14: Sunnudaga- skóli. Kl. 20.30: Almenn sam- koma. — Velkomin. Hjúskapur. — Á laugardaginn voru gefin saamn í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Salla Ragna Sigmarsdóttir, Laxagötu 7, og Leon Einar Carlsson, sjó- maður. Heimili þeirra er að Hverfisgötu 66, Reykjavík. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sutnnudaginn kemur kl. 10.30 f. h. — 5 og 6 ára börn í kapellunni, 7—-13 ára börn í kirkjunni. Sálmar nr.: 538 —Lof sé guði, ljómar dagur) — 68 — (Á hendur fel þú honum, 1. og 2. vers) — 73 (í Betlehem, 4. er- indi) — 82 (Heims um ból, 1. er- indi). Byrjendamót í róðri verður haldið sunnudaginn 15. des. kl. 9.30 f. h. hjá bátaskýlinu. Róðr- arklúbbur ÆFAK. Möðruvallakirkja í Hörgardal. Kort af kirkjunni fást þar á staðnum, hjá sóknarnefndinni, á símastöðinni á Hjalteyri og í Rammagerðinni, Brekkugötu 7, Akureyri. Frá Hjálpræðishemum. Föstu- daginn 13. desember verður komið með jólapottinn á hornið hjá verzlunai-húsi KEA við Hafnarstræti. — Munið jólapott Hjálpræðishersins. — Allur ágóði rpnnur til líknarstarfsemi. í fyrra söfnuðust ca. 10 þús. krónur á Akureyri. Með þessu fé var hægt að gleðja 50 fátækar fjölskyldur fyrir jólin, auk þess að börnum og gamalmennum var boðið á j ólatrésskemmtun. Jólafundur hjá drengja-, stúlkna og aðaldeild verður í kapellunni sunnud. 15. des. kl. 8.30 e. h. Fundurinn verður með sama hætti og und- anfarin ár. Sveitarforingjar eru beðnir um að koma með jóla- gjafir félaganna kl. 5 á laugardag í kapelluna. Frá Amtsbókasafninu. Safninu verður loka ðfrá og með 20. des. til 27. des., og frá 29. .des. til 6. janúar 1958. Móðir kona meyja - Konuna vantar viðfangsefni (Framhald af 4. síðu.) ekki krefjast neinnar þekkingar eða reynslu, eru yfirleitt leiðin- leg, og hún heldur áfram að sitja heima, verður döpur og lætur sér leiðast. Ein slík kona leitaði til Hillards læknis fyrir fáum árum. Hún var mjög vel búin, en virtist vera taugaóstyrk og þjást af svefn- leysi. Báðir synir hennar voru við háskólanám, og eiginmaður- inn var önnum kafinn við vinnu sína. „Þér þurfið að fá yður eitthvað að gera,“ sagði læknirinn. „Maðurinn minn hefur góðar tekjur,“ svaraði sjúklingurinn kuldalega. „Þér þarfnist vinnu, sjálfrar yðar veg'na,“ hélt læknirinn áfram. „Hvað kunnið þér?“ Eg er þrjátíu og sex ára, hef stundað háskólanám í tvö ár, verið gift í sextán ár og er sæmi- lega vel gefin. Ætli eg sé ekki hæf til að sitja hjá börnum?“ Þegar svona getur farið, er nauðsynlegt, að konur afli sér einhverrar sérþekkingar, og geri sér það ljóst, þegar á unga aldri, segir Hillard læknir. Flestar þeirra gera sér ljóst, að þær verði að vinna fyrir sér fyrir hjónabandið, en þær gá þess ekki, að það er aðeins byrjunin. Ef hún giftist manni við nám, sem þarf að halda því áfram og ljúka því, eða ef eiginmaðurinn verður frá störfum um lengri tíma vegna veikina, verður kon- an að leita sér atvinnu. Ef hjóna- bandið fer út um þúfur og endar með skilnaði, verður hún einnig að fá sér vinnu. Karlmenn, sem stunda eitt- hvert nám til að sérhæfa sig í starfi, halda því námi jafnan áfram og ljúka því, þótt þeir gangi í hjónaband. Undir sömu kringustæðum hættir konan oft- ast sínu námi. Ef til vill hugsar hún með sjálfri sér, að hún geti haldið því áfram síðar, en það verður sjaldnast svo. Engin kona skyldi halda, að sérmenntun hennar sem kennslukonu, læknis, eða hvað það nú kann að vera, sem hugur hennar stendur til, væri á glæ kastað, ef hún gifti sig Sérþekkingin getur hæglega komið henni að haldi — og ef til vill fyrr en hana grunar. Vinnan er á öllum sviðum mesta stoð og st’ytta konunnar. Ef það kemur í ljós, að eiginmað- urinn hafi brugðizt henni, eða að hún getur ekki eignast börn, eða aðrir erfiðleikar steðja að, gerir hún ekkert skynsamlegra en að rífa sig upp úr áhyggjunum og fá sér eitthvað að gera. Sumar konur þurfa ekki að velta því fyrir sér, hvort þær eigi að segja upp vinnunni, þegar þær giftast. Það eru þær konur, sem giftast bændum, prestum og öðr- um þeim, sem þurfa að halda á óskertum starfskröftum konunn- ar vegna eigin starfa, svo að segja má, að um fullkomið sam- starf sé að ræða. Auglýsingar þurfa að hafa borizt blaðinu fyrir kl. 2 á þriðjudögum ••••••••••••••••••••••••*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.