Dagur - 07.05.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 07.05.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 7. maí 1958 D A G U R 5 Jón Haraldsson á Einarsstoðum Kveðjuorð Jón Haraldsson, bóndi og póstafgreiðslumaður á Einars- stöðum í Reykjadal, varð bráð- kvaddur í Einarsstaðakirkju föstudaginn 18. apríl sl., á sjötug- asta aldursári, og var jarðsung- inn 29. sama mánaðar að við- stöddu fjölmenni. Jón hafði kennt sér vanheilsu um nokkurt skeið og gekk þess ekki dulinn, að skjótt kynni yfir að ljúka, svo sem raun varð á. Bar það til er hann var að flytja kveðjuræðu við kistu nágranna síns, er borinn var til grafar. Jón var af gömlum bænda- karllegg á Einarsstöðum. Faðir hans, Haraldur, var Sigurjónsson Jónssonar, er allir bjuggu þar, Jónssonar umboðsm. á Breiðu- mýri Sigurðssonar. Móðir Jóns var Ásrún Jóns- dóttir bónda á Rifkelsstöðum í Eyjafirði Olafssonar. En móðir Ásrúnar og kona Jóns Ólafssonar var Halldóra, systir Einars í Nesi. Reykjadalur er sumal'fögur Stefán Jónsson í Skjald- arvík sjötugur Stefán Jónsson í Skjaldarvík varð sjötugur á laugardaginn var. Hann er klæðskeri að iðn og rak lengi þekkta klæðskera- vinnustofu hér á Akureyri. En 1943 urðu þáttaskil í lífi hans og ■starfi. Þá hóf hann starfrækslu elliheimilisins í Skjaldarvík, er hann hafði byggt upp og sem hann hefur síðan rekið fyrir eig- in reikning. Þetta framtak Stef- áns er einstakt í sinni röð og þrevirki, sem mun halda nafni hans á lofti meðan merkra manna á Akureyri er að ein- hverju getið. Líklega hefur fátt verið ólíklegra til að skila gróða en þetta fyrirtæki hans. Hins vegar mun fátt hafa fullnægt betur sérstæðum og göfugum eðlisþætti í honum sjálfum en þetta líknarstarf. Stefán í Skjaldarvík lætur lítið yfir sér og er mannkostamaður. Dagur sendur honum árnaðar- óskir í tilefni afmælisins. DAGUR kemur næst út laugardag- inn 10. maí. — Auglýsing- um sé skilað fyrir hádegi á föstudag. sveit með Fljótsheiði á aðra hönd en Laxárdalsheiði á hina. Þessar heiðar eru fagurskrýddar blómstóði og runnurn og mynda eina þá fegurstu og hlýlegustu umgerð, sem til er um norð- lenzka sveit. Sveitin er grösug, veðráttan mild og ókunnugum sýnist lognsamt, jafnt hjá fólk- inu, sem býr þar, og í náttúrunni sjálfri. í félags- og sveitarmál- um eru þó jafnan þungir straum- ar, sem ekki liggja allir í sömu átt. Norðan við miðjan Reykjadal, þar sem hann breikkar til vest- urs, stendur höfuðbólið Einars- staðir. Þar hafa oft orðið strauma skil. Jón Haraldsson og kona hans, Þóra Sigfúsdóttir, hafa bú- ið þar í meira en hálfa öld og alið þar upp 11 börn sín. Þar hefur löngum verið gestkvæmt og mikil umsvif auk búsýslunn ar. Við fráfall Jóns, ber nokkurn skugga á andlegt líf sveitarinnar, svo mikinn hlut átti hann í fé- lagsmálum, og þó hafði hann meiri áhrif á menn og málefni daglegum samskiptum við sveit unga sína og aðra vini nær og fjær. Einarsstaðabóndinn var um margt sérstæður og hinn merk- asti maður. Vel var hann búinn andlegu og líkamlegu atgerfi, fjölhæfur íþróttamaður var hann á yngri árum og annálaður glímumaður, skáldmæltur vel og oi ðhagur í ræðu og riti, gleði- maður mikill og svo skemmtinn í viðræðum, sagnafróður og fyndinn, að mönnum gleymdist svefn heilar nætur í návist hans og hugðu enn kvöld þegar dagur rann. Þá var orðsins list í önd- vegi og gamanmál efst á baugi. í meðferð Jóns voru atvikin dregin upp á svo listrænan hátt, að un- un var á að hlýða. Hin frábæra irásagnargleði mótaðist þó jafnan af nákvæmri mannþekkingu og í'íkri samúð og var alls ólík ut anlærðum kaffihúsabröndurum Þrátt fyrir gamansemina var al- vara hins margreynda manns næsta leiti, enda hafði lífið sízt farið um hann mildari höndum en almennt gerist. Jón Haraldsson unni sveit sinni mjög heitt og naut fegurðar hennar með viðkvæmum og fagnandi huga. Hann unni þjóð- legum fróðleik og þeim menn- ingarverðmætum, sem hætta er búin á síðustu tímum. Jón á Ein- arsstöðum var athvarf olnboga- barna í sveitinni, og sýnir það eitt út af fyrir sig, hvern mann hann hafði að geyma. Og hvers manns vanda vildi hann leysa. — Hinn sérstæði persónuleiki, orð- snilld, bragðfimi glímumannsins ennfremur hjartahlýja og um- hyggja fyrir þeim, sem minni- máttar voru, munu verða minn- isstæðari en búsýsla og félags- málastörf Jóns á Einarsstöðum. Líf hans var auðugt að gleði og drengskap. Þess vegna er hans sárt saknað og vandfyllt það skarð, sem nú er höggvið í raðir eldri Reykdælinga. Hann átti víðan hugarheim og óteljandi áhugamál, en gaf sig ei allan á vald brauðstrits og búhyggju.Um margra ára skeið var eg nágranni hans og átti við hann nær dag leg samskipti og öll góð. Tel eg mér hilt að hafa kynnzt slíkum manni og kveð hann með virð ingu og söknuði. E. D. MinningarEundur Halldórs Yil- hjálmssonar skólastj. á Hvanneyri Nemendur vilja lieiðra minningu hans með ræktun barrskógar í Borgarfirði Hinn 16. f. m. komu nokkrir nemendur Halldórs skólastjóra Vilhjálmssonar saman á fund í Reykjavík til þess að ræða um, hvernig þeir gætu bezt heiðrað minningu hins ágæta skólastjóra og afreksmanns. Að loknum um- ræðum, sem margir tóku þátt í, var tillaga þessi samþykkt sam- hljóða: „Fundur haldinn í Mjólkui'- stöðinni í Reykjavík af nokkrum nemendum Hvanneyrarskóla, þann 16. marz 1958, samþykkir að leita skuli til sem flestra, er nám hafa stundað á Hvanneyri árin 1907—1936 að báðum með- töldum, um fjárframlög til skóg- ræktar til minningar um Halldór Silhjálmsson, skólastjóra. Skal samið við Skógrækt ríkis- ins um skógplöntun í Skorradal. Byrjað verði strax á næsta vori að planta fyrir það fé, er safnast Farfuglarnir koma KRIAN Nú eru kríurnar komnar og sá eg þær fyrstu hér á Leirugarðin- um 1. maí. Þetta voru 5 kríur, mjög þreyttar, og sváfu þær þarna á garðinum innan um hettumáfana í tvo klukkutíma, en hurfu svo aftur eins og vani þeirra er hér. Á undanförnum árum hafa krí- urnar komið hér á Leirugarðinn oftast 2. maí, en nokkrum sinn- um seinustu dagana í apríl. Hér er það venjan, að fyrstu kríurn- ar, lítill hópur, sem kemur fyrst, sezt á Leirugarðinn, hvílir sig þar í um það bil einn til tvo klukkutíma, og hverfur svo aftur út með firðinum. Svo sjást þær ekki aftur fyrr en eftir nokkra daga, stundum viku, en þá er allt í einu orðið fullt af krí- um hér meðfram öllum fjörun- um. Hér fyrr á árum man eg eftir þegar kríurnar voru að koma hér á Leirurnai' fyrstu dagana í maí. Þá gat það staðið yfir klukku- stundum saman, að óslitin kríu- mergð kom fljúgandi norðan að, og allur þessi skari safnaðist saman í breiður á Leirunum og skipti það þú;sundum. Nú á síð- arfi árum hefur kríunni fækkað allmikið og hef eg ekki séð kríu- hópa hér á Leirunum árum sam- an, þar til í fyrra, að eg sá í eitt skipti nokkra hópa með nokkur hundruð kríum í hér á Leirun um. Sumt af þeim kríum, seni koma hingað til lands, eru á ferðalagi lengra til norðurs, til Norðaustur-Grænlands og dvelja þær hér í nokkrar vikur, meðan snjóa leysir þar norður frá. Heldur er þó kuldalegt þegar þær koma þangað norður, eða svo fannst okkur félögunum Grænlandsleiðangrinum, þegar við sáum fyrstu kríurnar þar vera að sveima yfir endalausri hafísbreiðunni og varla nokkur auður blettur upp úr snjónum og aðeins ein vök opin á gríðarstóru svæði, en þangað sóttu þær fæð- una. Þetta var 11. júní, en úr þv fóru fleiri vakir að myndast og snjó að taka örara. Hér fyrr á árum var almennt talið að krían kæmi urn kross messuna og mun hún hafa komið seinna þá en nú á síðari árum og stafar það að líkindum af batn andi veðurfari. Hún verpir vörpum (margar saman), oft æðarvörpum og þar sem endur verpa og gera þá mikið gagn með því að verja varpið. Þær ráðast hópum saman á alla óboðna gesti sem í varpið koma: ránfugla menn og skepnur, garga að þeirn höggva þá með sínu hvassa nefi og láta di'itið rigna yfir þá, o taka flestir þann kostinn að láta undan síga. í byrjun júní fara kríurnar að verpa og eru eggin oftast 2, stundum 3. Klakið tekur rúman hálfan mánuð og skiptast foreldrarnir á að liggja á eggjun- um. Þegar ungarnir fara að skríða úr eggjunum yfii-gefa þeir fljótlega hreiðrið, en foreldrarnir færa þeim smá skordýr, orma og síðar smá fiskaseyði og síli. Mán- aðar gamlir eru ungarnir orðnir fleygir og dreifast þá fuglax-nir meðfi-am ströndum og út á sjó í ætisleit. Ki'ían er mikill flugfugl og afar liðug og létt aá sér, enda veitir henni ekki af, þar sem heita má að hún fljúgi árlega heimskaut- anna á milli, því að á veturna dvelur hún í Suðurhöfum, allt suður til Suðui'skautslandanna. Ki-íurnar fai-a að hverfa héðan um miðjan júlí og eru að mestu horfnar (héðan úr nágrenninu) seinnipart ágústmánaðar. Kr. Geirmundsson. kann nú í vetur og fram á voi'ið. í'yrir það fé, er síðar kynni að innheimtast, væri plantað næsta ár. Til þess að annast fjái'söfnun- ina og annað þessu viðkomandi kjósi fundurinn 5 menn, er starfi ókeypis.“ Þessir menn voi'u kosnir í nefndina: Gunnlaugur Olafsson, ski'if- stofustjóri, Laugaveg 162, Hall- dór Jónsson frá Arngei'ðareyi'i, Rauðárstíg 36, Ingimar Jóhann- esson, fulltrúi, Laugai'ásveg 47, Kristófer Grímsson, héi'aðsi'áðu- nautur, Silfurteigi 4 og Magnús Kristjánsson, gai'ðyi'kjumaður, Eskihlíð D, Reykjanesbraut. Enn fi'emur var samþykkt, að tillag hvei's Hvanneyrings í þessu skyni skyldi vera 300 krónur og að framkvæmdanefndin skyldi að lokum gera grein fyrir starfi sínu og fjái'söfnuninni, annað hvort á fundi eða í fréttablöðum. Til skýringar skal þess getið, að með skógplöntun er átt við ræktun barrtrjáa (nytjaskógar). Skoi'i'adalur var valinn vegna þess, að þar á Skógrækt ríkisins mikið afgirt land, og skógfræð- ingar telja þar samkv. fenginni reynslu einna bezt skilyi'ði til ræktunar barrtrjáa hér sunnan- lands. Þar ei-u líka fyrir tveir skógarreitir, sem helgaðir eru nafni ákveðinna manna. Margir nemendur Halldórs Vilhjálmssonar skólastj. mundu eflaust óska, að minningai'reit sem þessum yi'ði valinn staður á Hvanneyri. Leitað var álits skóg- fi-æðinga xrm það efni. Þeir telja skógræktarstarf þar vandkvæð- um bundið, m. a. vegna næðinga og skjólleysis. Girðing og, við- hald skógaiTeits á slikum stað mundi kosta mikið fé. Og lausleg samtök, lík þeim, sem hér ræðir um, mundu ekki hafa tök á að annast viðhald þess reits í fram- tíðinni, en það ati'iði mun Skóg- í-æktin taka að sér í Skorradal, þar sem hún hefur eftirlit allt Málið hefur nú verið rætt við skógræktarstjóra, og hann hefur tjáð sig fúsan að ljá skógarreit í umi'æddu skyni. Skógræktin leggur til plöntijr ókeypis, en nemendasamtökin greiða vinnu við plöntunina. Sá kostnaður er áætlaður kr. 5.500.00 á ha. Stærð reitsins takmarkast af fjárupp- hæðinni, sem safnast kann. Nú þegar hefur vei'ið ákveðið að planta í 5 ha. á þessu vori. Næsta ár yrði svo plantað fyi'ir það fé, er síðar safnast. Æskilegt er, að sem flestir Hvanneyringar frá umræddum árum taki þátt í framkvæmd þessari með því að senda um- rædda fjárhæð. Síðar vei'ður samin og send skrá yfir alla þátt- takendur. Tillagið má senda til Gunnlaugs Ólafssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.