Dagur - 07.05.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 07.05.1958, Blaðsíða 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagu DAGUR kemur næst út laugar- daginn 10. maí. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 7. maí 1958 25. tbl. ¦/_¦¦¦¦¦¦¦¦........ „-.,,¦¦¦¦ ' Þessi 20 tonna ketill á leið um borð í 11 vassafell. Mun það stærsta stykkið, sem þar hefur verið tekið um borð. Myndin tekin á Dagverðareyri. (Ljósmynd: E. D.). Skíðamól Norðurlands í Hlíðarfialli Mikill s»jórf skíðaf æri gott og glampand i sól Skíðamót Norðurlands var háð í Hlíðarfjalli við Akureyri um síðustu helgi á vegum Skíðaráðs Akureyrar, svo sem auglýst hafði verið.Hófst það klukkan 4,30 á laugardag með setningarræðu Hermanns Stefánssónar, form. S. K. í. Mótstjóri var Svavar Otte- sen. Fyrst fór fram keppni í stór- svigi, en gangan, sem einnig átti að fara fram þá, féll niður vegna þess hve margir þátttakenda, sem skráðir höfðu verið, heltust úr lestinni og mættu ekki til leiks. Á sunnudaginn var keppt í 4x5 km. boðgöngu. Vegna vanhalda lá við að hún félli niður, en Þing eyingar, sem þó voru ekki skráð- ir til leiks í þessari grein, drifu upp göngusveit á síðustu stundu og björguðu þannig málinu. Síð- an var keppt í stökki og að síð- ustu í svigi. Skíðafæri var gott, snjór firna mikill í fjallinu og veður svalt en glampandi sólskin. Veitingar voru seldar í skála Ferðamálafél. Akureyrar og fóru allar keppnis- greinar fram í nágrenni hans. En þar er mjög fjölbreytt aðstaða fyrir skíðamenn. Áhorfendur voru allmargir síðari daginn. — Mótið fór vel fram. Gestir mótsins voru: Haraldur Pálsson, Marteinn Guðjónsson og Ásgeir Úlfarsson, Reykjavík. — Gestirnir náðu góðum árangri í mótinu. Haraldur varð 4. í stökki og svigi, Marteinn varð 2. í stór- svigi og Ásgeir Úlfarsson 1. í svigi. Marteinn og Ásgeir eru B- flokksmenn. Úrslit urðu sem hér segir: Stórsvig. Norðurlandsmeistari Magnús Guðmundsson A. 1.10.9 mín. B-flokkur: 1. Hákon Ólafsson S. 1.05.7 mín. C-flokkur: 1. Hallgrímur Jónsson A. 51.3 sek. 4x5 km. boðganga: 1. Sveit Akureyringa 1.35.32 klst. Fjörutíu ára aímæli Samvinnu- skólans að Bifröst í Borgarfirði Skólaninn var slitið a& Bif röst vi& hátíðle«a aí- höfn li wm. JénasJónssoir fyrmitt ráðhernr og skólastjóri Samvinnuskólans var heiðursgestur í sveit Akureyringa voru: Guðmundur Þorsteinsson, Hauk- ur Jakobsson, Stefán Jónasson, Kristinn Steinsson. Skíðastökk. Norðurlandsmeist ari: Kristinn Steinsson A. 209.8 stig. 15—16 ára flokkur: 1. Jón Halldórsson E. 208.2 stig. Svig. A-flokkur. Norðurlands- meistari: Hjálmar^Stefánsson A 226.5 sek. B-flokkur: 1. Hákon Ólafsson S. 125.7 sek. - C-flokkur: 1. ívar Sigmunds- son A. 78.6 sek. Frá Laugaskóla í Reykjadal 122 nemendur í skólanum í vetur Sunnudaginn 13. apríl var' stjórinn, Sigurður Kristjánsson, handavinnusýning kvenna haldin afhenti prófskírteini og flutti í Laugaskóla fyrir gesti og heima skólaslitaræðuna. Hann lagði út menn. Var þar margt fagurra muna. Sungu kórar skólanna við það tækifæri. 27. apríl var sýning á smíðisgripum pilta í smíðasal skólans. Smíðisgripirnir voru mjög margir og verðmæti þeirra geysimikið. Þar gaf meðal ann- ars að líta skápa, stóla, borð, hefilbekki, mörg skrifborð og margt fl. Fimleikasýning var og haldin í skólanum um svipað leyti. Setti hver sýning sinn sérstaka svip á þessa sýningardaga og margir voru gestkomandi, því að Lauga- skóli er tengdur traustum bönd- um við sveit sína og sýslu. Alls stunduðu 122 nemendur nám í skólanum í vetur. 36 í gagnfræðadeild, 43 í eldri deild, 41 í yngri deild og 12 í smíða- deild. Fæðiskostnaður varð kr. 22.30 á dag fyrir pilta og kr. 17.85 fyr- ir stúlkur. Nemendur þyngdust um rúm 4 kg. yfir veturinn. Enda var heilsufar gott. Hæstu einkunn í eldri deild hlaut Ólafur Ketilsson, Ytra- Fjalli í Aðaldal, 8,97, og í yngri deild Jón Þór Þóroddsson, Syðri- Bakka í Kelduhverfi, 8,39. Að kveldi hins 29. apríl söfn- uðust nemendur og kennarar saman í hátíðasal skólans. Þar fluttu kennarar ávörp og skóla- af orðunum: „Vertu trúr yfir litlu, yfir mikið mun eg setja þig." Próf í gagnfræða- og lands- prófsdeild hefjast 13. maí. Handavinnusýning í Gagnfræðaskólanum Á sunnudaginn var sýning á handavinnu nemenda í Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Var þar gestkvæmt og marga góða muni að sjá. Námsmeyjar hafa unnið alls konar hannyrðir: ísaumaða púða, dúka, borðrenninga, veggmyndir, prjónles, ennfremur fyllir fatn- aður 3 stofur. Ber þar mest á kvenfatnaði. Sveinar hafa unnið að smíðum og bókbandi. Þar er einnig margt góðra gripa. Handavinna er kennd í öllum deildum skólans nema 1. Er hún því mikil og í vexti. Handavinnu kennarar eru Freyja ntonsdóttir, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Mar- grét Steingrímsdóttir, Guðmund- ur Frímann, Guðmundur Gunn- arsson og Oddur Kristjánsson. — Teiknikennslu annastþeir Guð- mundur Frímann og Haraldur M. Sigurðsson. Myndirnar skreyttu veggi sýningardeildanna og vöktu vatnslitamyndirnar sér- staka eftirtekt. ¥í MatlhíasarlélagiS á Akureyri" slofnað síiestliðinn mánudag Jónas Jónsson fyrrum ráðherra kjörinn heiðurs- félagi á stofnfundi. - Formaður félagsins er Marteinn Sigurðsson framfærslufulltrúi Samvinnuskólanum að Bifröst í Borgarfirði var slitið 1. maí sl. í fertugasta sinn. 66 nemendur dvöldu í skólanum í vetur, 31 í yngri deild og 35 í eldri deild. — Sex nemendur annars bekkjar hlutu ágætiseinkunn og 25 fyrstu einkunn. Hæstu einkunn, 9,42, hlaut. Guðríður Benediktsdóttir og einnig verðlaun skólans.— Margir gestir "voru viðstaddir skólaslitin og bárust stofnuninni gjafir frá eldri nemendum. Jónas Jónsson, sem þennan dag varð 73 ára, flutti, ásamt fleiri viðstödd- um, ræðu við þetta tækifæri. Á mánudaginn var nýtt félag stofnað í kirkjukapellunni á Ak- ureyri, „Matthíasarfélagið á Ak- ureyri". Tilgangur þess er sá, að heiðra minningu séra Matthíasar Jochumssonar. Hyggst það beita sér fyrir stofnun safnhúss hér í bænum, er hafi að geyma sem flesta muni hans og minni á starf hans og ritverk. Annað hvort Sigurhæðir, skammt frá kirkj- unni, eða Aðalstræti 50, koma helzt til álita sem væntanlegt Matthíasarhús, því að hann bjó 17 ár í hvoru þeirra, og ekki annars staðar hér á Akureyri. Marteinn Sigurðsson var fund- arstjóri, reifaði mál þetta á fund- inum og var síðan kosinn for- maður hins nýja félags. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi skor- aðist eindregið undan kosningu. Aðrir í stjórn eru: Steindór Steindórsson ritari, Kristján Rögnvaldsson gjaldkeri, Hannes J. Magnússon og Eyþór Tómas- son meðstjórnendur. — Vara- menn: séra Kristján Róbertsson son og Guðmundur Guðlaugsson. Tillaga frá Guðmundi Guð- laugssyni forseta bæjarstjórnar og Jónasi G. Rafnar, fyrrv. al- þingismanni, um að gera Jónas Jónsson, fyrrum ráðherra, að heiðursfélaga í þakklætisskyni og virðingarskyni fyrir forgöngu hans um, að heiðruð verði minn- ing þjóðskáldsins, var samþykkt samhljóða. Stofnendur hins nýja félags teljast þeir, sem láta skrá sig sem félaga fyrir 1. júlí næstk. — Frú Laufey Pálsdóttir, Haukur Snorrason og Steindór Stein- dórsson hafa um skeið starfað að söfnun muna. Bærinn hefur sl. tvö ár lagt nokkra fjárhæð til hliðar í því skyni, m. a. að varð- veita hús skáldsins. Kemur hún sér nú vel, þegar róðurinn hefst af fullum krafti. Söng Þuríðar Pálsdótt- ur vel f agnað Þuríður Pálsdóttir söng í Nýja Bíó á Akureyri á sunnudaginn. Var það fyrsta söngskemmtunin á tónlistarviku Tónlistarfélags Akureyrar. Húsið var fullskipað áheyrendum og söngkonunni ágætlega fagnað. — Undir- leik annaðist Guðrún Kristins- dóttir. Á morgun syngur Guðrún Á. Símonar og á föstudaginn Guð- mundur Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.