Dagur


Dagur - 14.05.1958, Qupperneq 2

Dagur - 14.05.1958, Qupperneq 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 14. maí 1958 Stefán Lárus Thorarensen Fæddur 2. ágúst 1903. - Ðáinn 24. janúar 1958 / Fáein minningarorð Hér vil og una ævi minnar daga. Að vísu styðst listaskáldið við sögnina og söguna, er það leggur Gunnari þessi orð á tungu. Hitt er þó víst, að hér gaf það skáld- inu jafnframt sýn, að kærleiks- hönd og órofa tryggð við átthaga, bemskuheimili og ættaróðal, hafa oft á tíðum oi'ðið sterkir þættir, er samofizt hafa innsta eðli góðs manns, Svo að úr hefur orðið sá stcrki örlögþáttur, er verulega rnarkaði brautina á mannlífsgöngunni. Þessi sannindi verða mér rík í huga, er rita skal nokkrar línur að. Stefáni Lárusi í Langahlíð látnum. — Einstök ræktarsemi og trúfesti, er honum var í bióð borin — ættarfylgja — haslaði honum þann völl og ákvarðaði þær meginskyldur, er hann taldi sig eigi geta undanvikizt, enda í samræmi við eðli hans og hon- um ljúft að gegna þeim. Að Stefáni Lárusi stóðu inn- viðamiklar, eyfirzkar ættir og á suma grein hinar göfugustu. Búseta ættar hans að Langa- hlíð hófst með því, að langafi ha’ns, Jón ríki Bergsson frá Rauðalæk á Þelamörk, flutti þangað búferlum fyrir röskum hundrað árum (1854). — Hafði hann þá keypt jörðina. Jón !Bergsson var mikill atorku- og ráðdeildarmaður og græddist fé, svo að hann eignaðist 20 jarðir. Nokkrum árum síðar hlaut Rósa dóttir hans nokkurn hluta jarðarinnar í móðurarf og hóf, -— þá á unga aldri, — búskap á jörðinni móti föður sínum. Bar það vott um skörungsskap henn- ar og búhyggju. Þá kom til sögu nýr ættmeiður og mikils hóttar. Það var Jóh. Stefán Thorarensen Olafsson læknis á Hofi Stefánssonar kon- lerenráðs og amtmanns á Möðru- völlum Þórarinssonar sýslu- manns á Grund. Kona Olafs læknis, móðir Stefáns, var Hall- dója Þorláksdóttir frá Skriðu Hallgrímssonar. Má segja, að þar komu samán ættir kostaríkár. — Árið 1868 kvæntist Stefán Thor- arensen Rósu í Langahlíð. Fyrr var' hann kvæntur Margrétu Pét- ursdóttur Hjaltesteð. — Þeirra sonur var Þórður gullsmiður á Akureyri, einn hinn tignarlegasti máður, sem eg hef séð. Stefán og Rósa Jónsdóttir bjuggu síðar fyrirmyndar stórbúi í Langahlíð, unz Stefán andaðist (1904). Þau höfðu eignazt 5 börn, er komust til fullorðinsára. Eitt þéirra, og það eina, sem enn er á lífi, er Jón Thorarensen, faðir Stefáns Lárusar. Kona Jón's í Langahlíð, móðir Stefáns Lárus- ar, var Elín Sigurðardóttir bónda á Kjarna á Galmarsströnd Kon- ráðssonar og konu hans Valgerð- ar Magnúsdóttur bónda áKjarna. En kona Magnúsar var Þorgerð- ur Hallgrímsdóttir bónda á Há- mundarstöðum Þorlákssonar frá Skriðu. Þau Jón Thorarensen og Elín hófu búskap að Langahlíð að föður hans látnum og bjuggu þar nær hálfrar aldar skeið. -Veturinn 1919—20 kom eg að L.angahlíð til nokkurrar dvalar sem farkennari í dalnum. Þangað var viðkmmanlegt að lcoma og gott þar að vera. Yfir heimilinu hvíldi heillandi blær þrifnaðar og snyrtimennsku,. jafnt utan bæjar sem innan,' og sérstök rausn og rnyndarskapur var á allri fram- reiðslu húsfreyjunnar. Prúð- mennska og einlæg hjartahlýja þeirra hjóna, Jóns og Elínar, glaðlegt viðmót og hógværð í öll- um orðræðum var aðlaðandi óg veittu þeim, er þar dvöldu, svo og gestum og gangandi, þann un- að og ánægju, er allar þessar göfugu eigindir sameinaðar fá skapað og veitt. Hér hófust kynni mín af Stef- áhi Lárusi syni þeirra hjóna og einkabarni. Urðu þau kynni brátt allnáin. Hann var þá 14 ára að aldri. Hann hafði tæpan meðalvöxt og svo var um hann fullorðinn, fríð- ur sýnum, með dökkblá, geisl- andi augu, snyrtilegur, háttprúð- ur og kurteis og algjörlega til- gerðarlaus í allri fi'amgöngu, stillilegur, en þó glaðlegur. Þessir fögru kostir entust hon- um og prýddu hann allt til ævi- loka. En hér kom meira til. — Svo réðist, að eg skyldi nú lesa með honum á kvöldin undir skóla, — eins og kallað var. Varð eg þess þá brátt áskynja að hann var stórvel greindur; námshæfileikar - hans framúr- skarandi og fór allt saman: mikið næmi, minni, skilningur og ástundun. Eg kynntist allmörgum ungl- ingum á þessum árum ágætlega grelndum ög gæddum ljómandi námsgáfum. Stefáni Lárusi jafna eg ætíð til hinna allra fremstu á þessu sviði, er eg konist í kynni við. Aðeins eitt nafn skal nefnt í því sambandi til glöggvunar, þar sem var Guðm. eldri, sonur Guð- mundar kennara Benediktssonar ó Ásláksstöðum og Unnar Guð- mundsdóttur frá Þúfnavöllum. (Andaðist í Þýzkalandi, er hann stundaði þar háskólanám og hafði getið sér frábæran orðstír á öllum sínum námsferli.) Stefán Lárus settist í Gagn- fræðaskóla Akureyrar og út- skrifaðist þaðan 1923. í skólanum skipaði hann stöð- ugt efsta sæti ásamt öðrum náms garpi, er þar var þá, (Árna Kristjánssyni, nú píanóleikara.) Að gagnfræðanáminu loknu settist hann að heima hjá for- eldrum sínum og stundaði með þeim búskapinn æ síðan. Eg hafði allnáin kynni af honum enn nokkur ár, og varð þess áskynja, að hann hafði tekið fasta ákvörð- un um það, að hverfa þaðan eigi ótilneyddur. Og þessi næmgeðja, hlédrægi maður undi hag sínum hið bezta í ró og kyrrð sveitalífsins. Hann hafði mjög yndi af margbreytt- um fyrirbærum náttúrunnar. En hann var einnig mikill unn- andi fagurra fræða og kunni sér- staklega vel að greina snilld í kveðskap, máli og stíl. Var mjög svo skemmtilegt að ræða við hann um slík efni. Sjálfur mun hann nokkuð hafa fengizt við ljóðasmíð. Nokkur smákvæði sá eg eftir hann í tíma ritum fyrir allmörgum árum. Verið getur að fleira finnist, sem nokkurs er vert. í þessu sam- bandi minnist eg atviks frá fyrri árum. Það var, er við nokkrir Hörgdælir gerðum okkur það til dundurs, meðal annars, að gefa út blað nokkrum sinnum í eina tvo vetur, er látið var ganga milli bæja. Fékk eg þá Stefán Lárus til að annast ritstjórn í tvö skipti. Þá birtut í blaðinu stökur og gamankvæði, fjörug og skemmtjleg, — mjög vel ort í þeim stíl, — og grunaði menn sízt að þetta væri eftir Stefán; svo var þó. En þannig vár það, að fáir þekktu hann til nokkurrar hlítar, sökum hlédrægni hans og fá- skiptis. Töldu hann jafnvel þumbaralegan sérvitring. Hann var hvorugt, eftir hinni eiginlegu merkingu orðanna. Hann var þvert á móti mjög víðsýnn um menn og málefni og sinnisglaður að eðlisfari. Um skeið dvaldi Stefán í Reykjavík á vetrum og stundaði verzlun með blóm, blöð og bæk- ur. Eigi mun það hafa verið út- þrá er dró hann til Reykjavíkur. ; Hitt er mér í grun, að hann hafi með þessu viljað þreifa fyrir sér um fjáröflun til nokkurra fram- kvæmda heima. Eitthvað mun hann hafa úr býtum borið hvað þetta snerti. En nú var hvort tveggja, að mikils þurfti með orðið til framkvæmda og hitt, að foreldrar hans voru nú mjög teknir að lýjast við búskapinn og bú þeirra hafði gengið saman. — Það eitt varð því fyrir, að huga að því, að þau hefðu nóg fyrir sig meðan þeim entist aldur. Þannig fór fram unz móðir hans andaðist (1953). Höfðu þá foreldrar hans haft vetrardvöl að elliheimilinu í Skjaldarvík. Stefán Lárus var nú einn eftir heima í Langahlíð og vildi sig ei þaðan hræra. Sjálfsagt vissi hann að hverju dró nú með hann sjólf- an, því að allmörg hin síðari ár mun hann engan dag hafa gengið heill til skógar. Ævisaga Stefáns Lárusar verð- ur ekki talin viðbur^arík né stór (Framhald á 7. siðu.) Gwen Terasaki: Þitt land 16. (Framhald.) Næstu daga ráfuðum við um sljó og vönkuð og nágrönnunum var eins farið. Við gátum ekkert gert en gengum til og frá í of- væni og biðum einhvers, sem við vissum ekki hvað var. Öll andlit, sem við sáum, báru svip sorgar og uppgjafar — en einnig hugar- léttis. Einn morguninn heyrðum við flugvélagný. Við flýttum okkur út og þekktum þá, að flugvélarn- ar voru bandarískar. Þær sveim- uðu yfir stríðsfangabúðum í grenndinni og tóku að kasta nið- ur mat og meðölum í fallhlífum til bandarísku fanganna. Þessu var þá lokið í raun og veru. Stríðið var búið. Við heyrðum flugvélagný nokkra daga í röð, og við gátum ekki að því gert, að okkur langaði til að einn matar- skammtur eða svo lenti í garð- inum okkar. Dag nokkurn fékk eg bréf frá bandarískum hermanni úr land- gönguliðinu í Tókíó. Hann var bróðir einnar gamallar vinkonu minnar og hafði haft upp á heimilisfangi mínu með aðstoð utanríkisráðuneytisins. í bréfinu stóð, að öllu fólki mínu í Banda- ríkjunum liði vel, og hann skyldi með ónægju senda því fréttir af mér. Eg vissi, að ættingjar mínir höfðu óttazt um mig og hugsa'ö til mín oft á hinum löngu styrj- aldarárum, og eg greip áköf þetta tækifæri til þess að koma til þeirra boðum um, að við þrjú værum enn á lífi. Terry vildi endilega gera sitt til’ þess, að bandaríska hernámið yrði framkvæmt í samvinnu við Japana. Dálítið af hinum forna ákafa hans og bjartsýni ljómaði í augunum, er hann lagði af stað er miit land til Tókíó til þess að reyna að út- vega okkur einhvern verustað. Viku seinna kom hann aftur með tvo kexpakka. Honum hafði líka tekizt að útvega okkur lítið, gamaldags hús í Tókíó. Þegar eg sá loks höfuðborgina, varð eg skelfd. Eyðileggingin var ægileg. Skörðótta veggi brunninna húsa og sviðna trjástofna bar við bláan himininn, eins og væru það svartar beinagrindur. Þar sem áður hafði verið þéttbyggt við fjölfarin stræti, var nú auðn og rústii’, og maður gekk eftir gangstéttum, sem fjarri voru mannabyggðum. Annars hafði fólk á ýmsum stöðurn í borginni hrófað sér upp skúrum úr járn- plötum og múrsteinum hinna hrundu húsa. Sums staðar hafði það líka setzt að í dálitlum hell- um, sem engum daít í hug, að væru mannabústaðir, fyrr en marglitir sloppar sáust á snúrum utan við hellismunnana. Eg hafði álitið, að íólkið í fjallahéruðun- um hefði þjóðst af næringar- skorti, en nú sá eg, að það var bókstaflega blómlegt útlits, borið saman við þá grindhoruðu vesal- inga, sem eg sá í Tókíó. Það var ógerningur að fá (Framhald á 7. síðu.) Spurt og svarað í blaði í nýdegu bandarísku blaði eru eftirfarandi spurningar og svör: Er minni hamingju að finna í hjónaböndum en nú áður fyrr? SVAR: Aukinn fjöldi hjóna- skilnaða virðist benda á, að svo sé, en annars getur orsök hans verið sú, að við krefjumst meira af hjónabandinu nú en áður. — Rannsóknir sýna, að eiginmenn og konur hafa ætíð rifizt meira og minna og oft ekki komið sér saman. Slíkum hjónaböndum var haldið óslitnum af aðilum utan frá, trúarbrögðum, lögum og al- rnenningsáliti. Ef til vill eru þessir aðilar nú ekki lengur færir um að koma í veg fyrir, að slitið sé óhamingjusömum hjónabönd- um. Langar flesta feður til þess, a$ fyrsía barnið sé sonur? SVAR: Almennt er álitið, að þessu sé þann veg farið, en ekki hefur það verið sannað með töl- um, svo að vitað sé. Ekki er heldur gott að vita, hve lengi álit þetta hefur ríkt, því að það var gomul venja viturra heimil- islækna að segja tilvonandi for- eldrum, að fyi-sta barn þeirra yrði dóttir. Klókindin voru þessi, og þau voru eins konar stéttarleyndar- mál: Ef forsögnin reyndist rétt, fékk læknirinn hól fyrir og óx í áliti, en reyndist spáin röng, urðu for- eldrarnir svo ánægðir með son- inn, að þeir hirtu ekkert um röngu spána og gleymdu henni í gleði sinni. Með klökkum huga á kirkjugólfi þínu þú kvaddir margan þreyttan ferðamann, og skildir liversu þá er margs að minnast og mæltir falleg þakkarorð við hann. Nú er þitt eigið far til ferðar snúið, þinn ferjuniaður leiddi þig uni borð. Nú er það okkar hinna þér að þakka, við þig að mæla okkar kveðjuorð. Á miðju vori er gott og greitt til ferðar og gott að sigla úr vör í hlýjum blæ, að liðnum vetri sjá í heiðan himin, hækkandi sól um ltæran dal og bæ. En þegar svanir fljúga aö Vestmannavatni og vitjaö kærra æskustöðva skal og þrestir syngja um vorsins auð og yndi er einni söngrödd færra í Reykjadal. En gott er þreyttum manni heim að lialda og hafið slétt og kyrrt og ströndin græn, og gott að vera kvaddur heitum liuga með hjartans þökk og góðri fyrirbæn. Ein er sú þökk, sem þó er stærst og heitust og bekkust kveöja, stíluð beint til þín, og engin kveðja kemst í nánd við hana: á kistulokið aprílsóSin skín. ; p.h. j.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.