Dagur - 14.05.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 14.05.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 14. maí 1958 DAGUR ASalritstjóri og ábyrðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hvers vegna vilja þeir ekki „hlunnindi“? ENN ERU SKATTAMÁL samvinnufélaga á dagskrá. Málgögn íhaldsins halda uppi skæru- hernaði gegn SÍS og kaupfélögunum í skattamál- um og vilja íþyngja þeim frá því sem verið hefur. Andstæðingar samvinnufélaga hafa aldrei getað borið fram þau rök í þessu máli, sem nokkuð hef- ur kveðið að, en þeir hafa hins vegar þrástagast á orðum eins og „skattfrelsi", „skattaívilnanir" og fl. slagorðum, sem í krafti endurtekninganna eiga að ná eyrum fólksins. Sú skylda hefur hvílt á samvinnufélögum að leggja 1% af veltu sinni í varasjóð og eru 2/3 hlutar þess skattskyldir til ríkissjóðs. Þetta ákvæði hefur verið baggi á fé- lögunum í seinni tíð. Hins vegar hefur engin slík skylda hvílt á hlutafélögum og ráða þau því sjálf enn í dag, hvað mikið þau leggja í varasjóð. Þeg- ar núna er lagt til að þessi skylda samvinnufélaga, sem þau ein allra félaga bera, sé breytt á þann hátt, að þau þurfi aldrei að leggja meira í vara- sjóð en nemur hagnaði af utanfélagsmannavið- skiptum, ætlar íhaldið að ærast. Og þegar sam- vinnumenn hafa verið svo ónærgætnir að leggja þá spurningu fram, hvort íhaldið vilji sömu ákvæði hlutafélögum til handa, fást engin svör. Sú regla er viðurkennd í flestum löndum, að ekki sé hægt að skattleggja það fé, sem sam- vinnufélög endurgreiða félagsmönnum sínum heint í reikninga þeirra eða á þeirra nafn í stofn- sjóð. Þetta viðurkenna líka margir Sjálfstæðis- menn, og yfirleitt allir þeir, sem eitthvert skyn- bragð bera á samvinnumál og skattamál. Nú er því haldið fram af hinum óprúttnari andstæðingum, að það séu „skattfríðindi“ að sainvinnufélögum sé ekki gert skylt að greiða skatta af því fé, sem þau endurgreiða félags- mönnum sínum. Þetta er hinn mesti mis- skilningur og sitja bæði önnur félög og ein- staklingar alveg við sama borð í þessu efni. Ef kaupmcnn t. d. vilja skila viðskiptavinum verzlunarhagnaðinum, ætlast enginn til þess að þeir greiði skatta af því fé. En með því að gera það nytu þcir hinna umtöluðu „hlunn- inda“ og „skattaívilnana“ og samvinnufélög. En eiiunitt liér skilja leiðir samvinnumanna og kaupmanna. Fram að þessu hafa kaup- menn frcmur tckið þann kostinn að stinga gróðanum í eigin vasa. Og hvernig stendur á því að hlutafélögin vilja ekki fara að dærni samvinnufélaga og gcra þau hreinlcga að samvinnufélögum og njóta með því allra fríðindannaa“? Ef þau endurgreiða tekjuaf- ganginn til þess fólks, sem hann er tekinn af, cins og samvinnufélögin gera, þá er öðrum atriðum auðbreytt að íslenzkum lögum og þau eru komin í paradís „skattfríðindanna", svo að notuð séu orð íhaldsins. En þegar svarað er árásum um skattamál, er ekki úr vegi að minna íhaldið á, að til skamms tíma greiddi Eimskipafélagið enga skatta. Inn- kaupasamband heildsala í Rvík, Impuni, greiðir enga skatta. SÍF lagði fé í Morgunblaðshöllina á ólögmætan hátt í stað þess að greiða ríkinu það, sem ríkisins er. Þessum fyrirtækjum stjórna Sjálfstæðismenn. Ávarp frá Skógrækfarféíagi Ak. Þar sem vér teljum þjóðþrifa- mál, eins og skógræktarmálin, engum góðum borgara, eða góð- um félagsskap óviðkomandi, mælumst vér til þess, að þér, fé- lag yðar eða starfsmannahópur sá, er þér teljist til, leggi skóg- ræktarmálinu lið, með því að mæta a. m. k. einu sinni til gróð- ursetningarstarfs á þessu vori. 1 því trausti, að þáttakan verði almenn höfum vér raðað niður vinnuferðum, sem hér segir: Fimmtudaginn 15. maí: Skátar. Mánudaginn 19. maí: Starfs- menn Akureyrarbæjar. Þriðjudaginn 20. maí, Kennar- ar og skógræktardeild barna- skólanna. Fimmtudaginn 22. maí: Starfs- menn SÍS. Þriðjudaginn 27. maí: Æsku- Iýðsfélag Akureyrarkirkju. Fimmtudaginn 29. maí: íþrótta- félögin. Mánudaginn 2. júní: Skátar. Þriðjudaginn 3. júní: Zonta- klúbburinn. Fimmtudaginn 5. júní: Starfs- fólk POB. Jón Skrifar blaðinu eftirfar- andi: „ALDREI HEF EG skilið, hvernig á því stóð, að Reykvík- ingar skyldu glopra Sements- verksm.ðjunni úr höndum sér alla leið upp á Akranes. Það hlýtur að hafa verið einhver slysni. Þeir urðu ókvæða við, er Vilhjálmi Þór datt í hug hér á árunum að staðsetja Áburðar- verksmiðjuna hér á Akureyri. — Svæfðu þeir þá hugmynd ræki- lega og nutu til þess aðstoðar ýmissa góðra manna, sem kosnir voru á þing utan af landsbyggð- inni. Stendur nú verksmiðja þessi eins nálægt höfuðborginni og unnt var að setja hana, og greiðir Reykvíkingum kaup. HÚSMÆÐRAKENARASKÓLI ÍSLANDS hrekst milli húsa í húsa í Reykjavík og á eiginlega hvergi inni. Þessari góðu stofnun hefur verið boðið hús og ágæt aðstaða hér á Akureyri, en auð- vitað dettur Reykxíkingum ekki í hug, að slíkur skóli geti átt annars staðar heima en undir handarjaðri þeirra, blessaðra, og heldur munu þeim líklega láta reka hann í hænsnahúsi í einu úthverfinu í Rvík, en þiggja gott boð um gott húsnæði á Akur- eyri. — Ekki hef eg heldur mikla trú á, að þeir samþykki með glöðu geði, að biskupinn flytji frá þei mupp í Skálholt, en vera má þó, að sterkt almenningsálit utan af landi geti beygt þá í þessu máli, og hollt væri þeim að beygja sig. Aðeins eina stofnun vilja þeir hingað, og það er geð- veikrahæli. ÍELENZAR FERÐ ASKRIF - STOFUR beina skemmtiferða- skipuum og ferðamönnum til Reykjavíkur eingöngu, og reyk- vískir bílstjórar • aka fólkinu austur í sveitir. Margt og merki- legt er þar auðvitað að sjá, en ekki væri til einskis unnið að Mánudaginn 9. júní: Starfsfólk KEA. Þriðjudaginn 10. júní: Skóg- ræktarfélag Tjarnargerðis. Fimmtudaginn 12. júní: Iðnað- armenn. Mánudaginn 16. júní: Stúk- urnar. Þótt þessi áætlun sé gerð, ér aðstoð allra kærkimin, hverra sem er. Allar þessar ferðir verða farnar í Kjarnaskóg (skógrækt- arland Akureyrar). Lagt af stað frá Hótel KE Akl. 7.20 e. h. Mjög gott væri að fá upplýs- ingar um þátttöku hverju sinni daginn áður en farið verður. Þurfa þær að berast til Ármanns Dalmannssonar, sími 1464, eða til undirritaðs. Vinnuferðir út í héraðið verða á: laugardögum og munu þær auglýstar sérstaklega í blöðum bæjarins. Með þökk fyrir góða aðstoð við skógræktina á undan- förnum árum og fyrirfram þökk fyrir aðstoð á þessu vori. Virðingarfyllst. F. h. Skógræktarfél. Akureyrar. Tryggvi Þorsteinsson, sími 128Í. skipuleggja ferðir þessa fólks flugleiðis hingað og svo til Mý- vatnssveitar, því að ísland er víðar en í grennd við Reykjavík. En gerið ykkur þó engar vonir um slíkar ökuferðir, Akureyrar- bílstjórar. Reykvíkingar munu sjá um, að þeir missi ekki þennan spón úr askinum. OG SVO ER NÚ TEKIÐ AÐ ATHUGA, hvar heppilegast muni vera að framleiða þungt vatn við hverahita. Hvert var farið með hina erlendu sérfræð- inga? Til Hveragerðis og Krýsu- víkur. Engir frambærilegir staðir voru til nær höfuðborginni. En var þeim sýnt Námaskarð eða hverasvæðið í Reykjahverfi? Ekki svo að vitað sé. Á Suðvest- urlandi skal verksmiðjan standa. Að mínu áliti ætti þessi verk- smiðja reyndar að standa sem lengst frá mannabyggðum, t. d. á Hveravöllum við Langjökul, því að í styrjöld yrði kapp lagt á að jafnajafna hana við jörðu. Eg vil Reykvíkingum ekki svo illt, að þeir staðsetji hana í grennd við sig, og ekkert hefur hún að gera norður. Upp á Hveravelli með hana!“ Næturfrost Utan-kuldi andar inn að hverjum bæ. Gróðurnálum grandar > grimmdarfrost í mæ. * Máttug maí-frostin margra nótta í röð, setja mark á sveitir. Svellar lind og tröð. — Verður vor í lofti varla ennþá greint. Liggur hjarn á landi. Leysing kemur seint. G. S. H. Hvers vegna nöldrar konan? Eftir dr. BRIAN WELBECIv. Nú á dögum virðast allir beina skeytum sínum að nöldrunarsömum eiginkonum. Þær eru af mörg- um taldar ein versta plága mannkynsins um þessar mundir, enda fá þær margar sneiðar vel útilátnar hjá hjónabandssérfræðingum — og gamanvísnahöf- undum. Það er líka ótrúlegt, hvað nöldrunarsöm eiginkona getur leitt illt af sér. Enskur dómari, Mr. Wilmer, sagði eigi alls fyrir löngu í réttarsal í skilnaðarmáli: „Nöldur er það orð, sem oftast hefur verið nefnt hér í þessum dómsal. Það merkir, að sífellt er ver- ið að jagast, kvarta, gagnrýna og deila daginn út og daginn inn, allan ársins hring, þar til fó.rnarlambið, hvort heldur sem það er eiginmaðurinn eða eigin- konan, er algerlega búið að missa heilsuna." Eg er sammála dómaranum. Jagandi eiginkona getur að lokum gengið svo nærri taugakerfi eiginmannsins, að hann breytist úr grandvörum og skikkanlegum manni í hreint villidýr, sem veit ekkert hvað hann gerir. Oft endar með því, að hann ræðst á konuna og beitir hana líkamlegu ofbeldi, eða hann flýr heimilið og krefst skilnaðar. Eigi að síður er mér farið að leiðast þetta nöldur hjónabandssérfræðinganna um, að konur eigi ekki að nöldra. Mér virðist miklu eðlilegra að reyna að leita orsakarinnar fyrir því, að konur jagast. Sannleikurinn er sá, að konan gerir sig að ill- virkjanum í leiknum, án þess að vita af því sjálf. Og þó er hún alltaf fús til þess að viðurkenna sinn hlut, því að hún veit, að tunga hennar er hvöss og vill í raun og veru ekki beita henni á þann hátt, sem hún gerir, en hún fær ekki við það ráðið. Allir ámæla henni fyrir hegðun hennar, og, enginn hefur samúð með henni, og hún ásakar sig hvað mest sjálf. Það er því gagnslaust að vera að ámæla konun- um fyrir nöldrið. Þær hefðu aldrei byrjað á að jag- ast, ef þær hefðu haft það á valdi sínu að láta það ógert. Nöldrið er ekkert annað en viðbrögð ör- væntingarfullrar konu. Þess vegna hvílir sú ábyrgð á eiginmanninum, öllum öðrum fremur, að leita uppi orsakirnar fyrir örvæntingu konunnar, hvern- ig stendur á því, að konan er hætt að hafa trú á hjónabandinu og hætt að virða eiginmann sinn. Nöldrandi eiginkona er búin að missa alla von og getur ekki af sjálfsdáðum bætt úr því, sem aflaga fer. Það hættulega við örvæntinguna er það, að þeir, sem henni eru haldnir, grípa oftast til þess, sem síður skyldi. Þegar kona nöldrar um eitt og annað við eiginmanninn, t. d., að hann eigi úð koma fyrr heim á kvöldin eða fara oftar út að skemmta sér með henni o. s. frv., þá er það raunar ekkerí annað en ytri merki þess, að hún sé farin að óttast, að hann sé hættur að sýna henni ást, umhyggju og samúð. Þessu blandast auðvitað að meira eða minna leyti óvild og hefnigirni, sem stafar af því að viðkomandi finnst hún vera afrækt. Eg hef talað við þúsundir hjóna, sem voru komin að því að skilja, en yfirleitt hef eg aldrei orðið var við, að aggið og nagið, sem allt var að keyra út í ófæru, væri algerlega að ástæðulausu. Það er óþarfi að taka það fram, að margar konur sýna eiginmönnum sínum fullkomið miskunnarleysi með jagi og ónot- um, og hið sama er að segja um marga eiginmenn. En undir niðri er þó ætlunin með þessum óskapa- ganga, að gera fórnarlambinu skiljanlegt, að ör- væntingin hefur haldið innreið sína. Og sá, sem fyrir þessu verður, bindur sig fyrst og fremst í orð- in, sem sögð eru, en reynir ekki að geta sér til um það, sem viðkomandi ætlaði að segja. Kona, .sem jagast og nöldrar, meinar raunveru- lega ekkert annað en það, sem felst í þessum orð- um: „Eg vildi, að eg gæti gengið út frá því sera vísu, að þér þyki vænt um mig, — jafnvel þótt það væri ekki nema örlítið!“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.