Dagur - 24.05.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 24.05.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Laugardaginn 24. maí 1958 DAGUR Aðalritstjóri og ábyrðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurint kostar kr. 75.00 Blaðið kemur 6t á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Landhelgin og stjórnarsamvinnan MARGAR BLIKUR eru á lofti í heimi stjórn- málanna þessa síðustu daga. Frumvarpið um Út- flutningssjóð og fleira, sem ríkisstjórnin lagði ný- lega fram, hefur verið aðalumræðuefni blaðanna og alls almennings, og mjög að vonum. Þegar for- sætisráðherra, Hermann Jónasson, fylgdi frum- varpinu úr hlaði á Alþingi við fyrstu umræðu, sagði hann meðal annars, að það væri einkum tvennt, sem hefði orðið til þess að koma efnahags- lífi þjóðarinnar úr skorðum. í fyrsta lagi sjálf- krafa breytingar á verðlagi og kaupgjaldi í kjöl- far framfærsluvísitölu, og í öðru lagi að útflutn- ingsframleiðslan var komin á vonarvöl árið 1946, þannig að ríkið varð síðan árlega að taka á sig rekstrartöp útflutningsframleiðslunnar. Forsætis- ráðherrann sagði að íslendingar myndu vera nær einir þjóða um það skipulag, að láta kaupgjald, vöruverð og þjónustu hækka á víxl í samræmi við framfærsluvísitölu. Vísitölureglan væri eins og nokkurs konar vonlaus sjálfhreyfivél. Hann benti og á, að hin svokallaða stöðvunarleið, sem margir tala um, væri ekki það úrræði, sem hægt væri að byggja á í raunveruleikanum með nú- verandi vísitölukerfi. Vísitölukerfið væri tiltölu- lega auðvelt í framkvæmd fyrst í stað, en yrði með tímanum óframkvæmanlegt. Meiri gjöld hlytu að koma á nauðsynjavörur eftir því sem bilið breikkaði milli framleiðslukostnaðar og er- lends markaðsverðs, jafnvel þótt allar hugsanleg- ar leíðir séu farnar til að sem minnst af álögun- um komi á allra brýnustu lífsnauðsynjar fólks. Frumvarp stjórnarinnar miðar einkum að því þrennu, að stuðla að hallalausum rekstri útflutn- ingsatvinnuveganna og ríkisbúskaparins. Enn- fremur að jafna aðstöðu þeirra atvinnugreina, sem afla þjóðarbúinu gjaldeyris, frá því sem ver- ið hefur og gera aðstoð við þær einfaldari. — Þá miðar frumvarpið einnig að því að draga úr mis- ræmi í verðlagi, sem skapazt hefur undanfarin ár innanlands, mílli erlendrar og innlendrar vöru og milli erlendrar vöru innbyrðis. MARGIR ERU UGGANDI yfir hinum nýju gjöldum, sem taka verður til Útflutningssjóðs ig ríkissjóðs vegna framleiðslunnar og telja þær of háar. Þeim mönnum má benda á, að ef ekki er hægt að- komast af með minni uppbætur til út- flutningsatvinnuveganna, þá er heldur ekki hægt að komast af með minni gjöld, sem taka vei'ður af landsfólkinu. Allir munu sammála um það, að uppbótarkerfið svokallaða, sem menn eru fyrir löngu oi'ðnir þreyttir á og vilja feigt, vei'ður mun einfaldara í framkvæmd samkvæmt hinu nýja frumvarpi, en það gamla var. En hvort það er nú samt það sem koma skal, munu fáii' ætla, en er þó eftir atvikum viðunandi, á meðan ekki næst sam- komulag um mjög djúptækar aðgerðir í efnahags- málunum yfirleitt. En þrátt fyrir umræður um efnahagsmálafrum- varpið, mun nú annað sett ofar á dagskrá allra síðustu dagana. En það er landhelgismálið. Þjóðin hefur staðið einhuga saman í því máli um langt skeið og enginn ágreiningur verið milli stjórnar- flokka. Landhelgin er mesta núverandi sjálfstæð- ismál þjóðarinnar. Víkkun hennar er lífsskilyrði hennar, en aðrar þjóðir hafa líka hagsmuna að gæta í sambandi við hana. Stórveldi, bæði í austri og vestri, hafa ekki enn stutt íslend inga í útvíkkun upp í 12 mílur og fyrirfram er vitað um harða gagnrýni á hendur ríkisstjórn ís- lands vegna fyrirhugaðra breyt- inga landhelginnar. Kominn er upp ágreiningur innan stjórnar- flokkanna um framkvæmd þessa máls. Allir stjórnmálaflokkar landsins hafa verið algerlega sammála um, að íslendingum bæri að færa landhelgina upp í 12 mílur og láta reglugerð um það efni taka gildi 1. september í haust. Hins vegar er ágreining- urinn aðeins um það, hvort gefa eigi út reglugerð um þetta strax eða eftir nokkrar vikur og nota þann tíma til að gera tilraunir til að draga úr þeim ágreiningi við aðrar þjóðir, sem reglugerðin sennilega veldur. Sýnist það skynsamlegt, af því að reglugerð- in á ekki að taka gildi fyrr en í haust. Alþýðubandalagið hefur krafizt þess að nefnd reglugerð verði gefin út þegar í stað, en fyrir því hefur ekki verið þing- meirihluti. — Framsóknarmenn munu geta fallist á þessa af- greiðslu, að því tilskildu að þing- meirihluti náist um þetta þýð- ingarmikla spor en munu vinna að því að alger samstaða náist. Jafnist þessi ágreiningur ekki, má búast við að hann geti leitt til stjórnarslita. í gær voru þessi mál enn í deiglunni þegar blaðið fór í pressuna. Horft um öxl í efnahagsmálum Þegar efnahagsmálafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur nú séð dagsins ljós í þingsölunum, er vissulega ekki úr vegi að rifja upp ýmislegt, er varðar sögu efnahagsmálanna undanfarin ár og skyggnast ofurltíið um öxl til þeirra ára, sem liðin eru. Stað- reyndin er sú, að mest af þeim erfiðleikum, sem nú herja á okk- ur í efnahagsmálunum, er að rekja alllangt aftur í tímann, eða allt til fyrstu styrjaldaráranna, þegar dýrtíðarskriðan tók að renna og fékk að renna árum saman, án þess að nokkuð veru- legt væri gert af ríkisvaldsins hálfu til þess að stöðva hana. — Sjálfstæðismönnum er ákaflega illa við, að þessara ára sé minnzt, vegna þess, að þeir vita upp á sig skömmina, að því er tekur til efnahagsstjói'narinnar á styrjald- arárunum, bæði hvað snertir endemisstjórn Olafs Thors árið 1942, þegar hann sveik gefin lof- orð um að vinna að varanlegri lausn dýrtíðarmálanna með Framsóknarflokknum og hagaði stjórnarstörfum þannig, að vísi- talan hækkaði um 00 stig, og eins hvað snertir þátt nýsköpunar- stjórnarinnar 1944—47, sem frægust er allra ríkisstjórna fyrir lýðskrum sitt og fáráanlega eyðslu. Framsóknarmenn bentu á það strax í upphafi heimsstyrjaldai'- innar, að ef ekki yrði með sér- stökum efnahagsráðstöfunum unnið að því að hamla gegn verðbólguþróuninni, meðan hún var enn aðeins á byrjunarstigi, myndi síðar reynast ókleift að halda nauðsynlegu jafnvægi og myndi það fyrr eða síðar enda með algerri kreppu, þegar gróða- möguleikarnir væru úr sögunni. Framsóknarflokkurinn átti aðild að ríkisstjórn um þessar mundir og átti drýgstan þáttinn í því, að fyrstu dýrtíðarlögin voru sam- •þykkt 1941, og flokkurinn vann að því heill og óskiptur í ríkis- stjórninni, að tekin yrði upp á- kvæð stöðvunarstefna í dýrtíðar- málunum. Sjálfstæðismenn hétu því að vinna að þessu máli í sama anda, en þegar á hólminn kom, brast þá kjarkinn, enda hafði lýðskrumsstefnan og ábyrgðarleysið þá náð þeim tök- um á flokknum, sem æ síðan hefur við hann loðað. í stað þess að halda eiða sína um stöðvunar- stefnuna í dýrtíðarmálunum, kaus Sjálfstæðisflokkurinn að rjúfa heit sitt og ganga í opinbert bandalag við kommúnista um breytingar á kosningalögunum og bíta höfuðið af skömminni með því að mynda minnihluta- stjórn, sem studdist við hlutleysi Moskvumanna. Sú stjórn var að- eins stutt við völd, en svo laglega héldu Sjálfstæðismenn á málum þessa réttnefndu hundadaga árið 1942, að dýrtíðin óx þeim alger- lega yfir höfuð, og urðu þeir að hrökklast frá völdum við lítinn orðstír eftir fáa mánuði. Upp úr því var gripið til neyðarstjórnar, sem aðallega var skipuð embætt- ismönnum, og studdist ekki við þingmeirihluta, enda fékk hún litlu áorkað í dýrtíðarmálunum. Mátti segja, að spádómar Fram- sóknarmanna rættust fyrr en bú- ast mátti við, en þingið bar ekki gæfu til þess á þessum árum að gefa viðvörunarorðum ábyrgra manna neinn gaum. Og nýsköp- unarstefna Olafs Thors og komm únista varð engin frægðarsigling um það er lauk, því að hún end- aði með strandi og uppgjöf. Stríðsárin voru liðin hjá með sínum gullnnu gi'óðamöguleikum og þjóðin stóð andspænis efna- hagslegri kreppu inn á við og út á við. Allt, sem síðan hefur gerzt í efnahagsmálunum, ber merki þessara óstjórnarára. Það fór, sem Framsóknarmenn höfðu sagt fyrir, að jafnskjótt sem slaknaði á spennunni, er stafaði af styrj- aldarorsökum, myndi samdrátt- urinn í efnahagslífinu ^egja til sín. Allt, sem Framsóknarmenn höfðu haldið fram frá upphafi dýrtíðarflóðsins, var siðar stað- fest af sérfræðingum, sem á hlut- lausan hátt rannsökuðu fjár- mála og efnahagsstefnuna á valdaárum Sjálfstæðismanna og kommúnista. Nú sáu menn, en bara of seint, að það voru Fram- sóknarmenn, sem höfðu haft hina ábyrgu stefnu og ef þeirra ráða hefði notið, hefði ástandið ekki (Framhald á 7. síðu.) Gjörbreyting í kemisluháttum Aukin þýðing náttúrufræðinnar og tæknikunnáttu í daglegu lífi manna vcldur því, að nauðsynlegt hefir reynst að breyta gjörsamílega hinu liefðbundna kennslufyrirkomulagi, sem tíðkast hefir við æðri menntastofnanir í Evrópu um. aldaraðir. Vaxandi fjöldi stúdenta við æðri menntastofnanir krefst einn- ig, að breytt sé um kennslufyrirkomulag. l’að var ráðstefna kcnnara og fulltrúa menntamála- ráðuneyta frá 24 þjóðuni, sem kom saman í Sévers á Frakklandi í fyrra mánuði, scm komst að }>essum niðurstöðum. F.ngin stöðnun i kennslumálunum. J. A. Lauwerys, prófessor við Lundúnaliáskóla, var einn þeirra fuultrúa á ráðstefnunni, sem liélt ræðu, sem vakti niikla athygli. Hann sagði, að það væri rangt, þgar því væri luddið fram, að stögðnun hefði átt sér stað í kennslumálum Vestur-Evrópulanda og þarmeð væri Bretland ekki undanskilið, sagði Itann. Miklar breytingar í kenslufyrirkomulaginu liafa þegar átt sér stað og ciga sér stöðugt stað. Tökum t. d. liina kunnu bresku „Ppblic Schools“ (sem þrátt fyrir nafn- ið „Almennir skólar" eru einkaskólar), sagði Lauwerys prófessor. Á 18. öldinni var hlutverk þessara skóla fyrst og fremst, að ala upp félagslega og stjórnmála- lega úrvalsmenn, sem áttu að stjórna Stóra-Bretlandi og heimsveldinu. Þá var ekki lagt svo mikið uppúr tæknlegri kunnáttu, heldur var skapgerðin aðalatrið- ið. Þau skapgerðareinkenni, sem mest þótti um vert, voru einbeittur vilji, ákvörðunargáfa, þol, trúmennska og heiðarleg framkoma. Allir þessir eiginleikar voru að jöfnu þroskaðir á íþróttavellinum, í kirkjunni og í kennslustundum í skólunum. En nú stefna margir að því einu, að gera sérfræðinga úr nemendum sínum. ■ Góð frammistaða í skólanum er rneira virði en af- rek á íþróttavellinum. Kunnátta á leyndardómum kjarnorkunnar verður nú þyngri á metaskálum en hlaupahraði, liástökk, líkamsfegurð og mjúk fram- koma. Þjóðverjar draga úr fagasújmnnni. Byltingin í kennsluaðferðum, sem nú er að gerast um öll Evrópulönd og raunar víðar um'héim, kemur fyrst og fremst niður á framhaldsdsskólum, merinta- skólum og háskólum. I sumum löndum er einfaldlega bætt við nýjum fögum við hin gömlu, en í öðrum löndum hallast kennarar að þv.í, að fella niður lög, sem ekki geta lengur talist liafa hagnýta þýðingu fyrir nemendur. Síðari aðferðin hefir t. d. verið tekin upp með góðum árangri í Svíþjóð og Sovét-ríkjunum. Loks eru þjóðir, scm reyna að fara bil beggja, sigla beggja skauta byr í kennslumálunum með því halda gömlu aðferðinni að nokkru leyti, um leið og nýj- ungar'eru tcknar upp. Þetta hefir t. d. vcrið gert i Frakklandi og á Ítalíu, sagði Roger Gal, ráðgjafi Frakka í kennslumálum. í skýrslu frá Sovétrík junum, sem lögð var frani á kennslumálaráðslcfnu UNESCO, segar að í Rússlandi sé aðaláhersla lögð á kennslu í efnafræði og eðlis- fræði í skólum. Árið 1955, segir í þessari skyrslu, voru útskrifaðir 175.000 stúhentar, sem tekið höfðu sér- stakt tæknipróf. Það var 26,8% allra stúdenta, sem útskrifaðir voru það ár frá háskólanum í Sovétríkj- un um. Enn drekka Bretar nianna mest te í ritinu „Monthly Bulletin of Agricultural Econo- micks and Statistics" (efnahagslegar hagskýrslur um landbúnaðarmál), sem gefið er út af Landbúnaðar og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna —FAO—, segir, að 1957 liafi terækt í heiminum náð nýju há- marki. Það ár voru ræktaðar 700.000 smálestir af tei í öllum heiminum á móti 680.00 smálestum árið þar áður. Á árunum 1934—1938 nam teræktin í heimin- um að jafnaði 466,000 smálestum. Bretar eru enn mestu tedrykkjumenn veraldarin- nar. Á árinu 1975 fluttu þeir inn 256.100 smálestir af tei, sem er meira en þeir hafa nokkru sinni fyr flutt inn á einu ári. Þetta svarar til þess, að hvert einasta mannsbarn á Bretlandi noti árlcga um 9 pund af tei. Næstir í tedrykkju koma írar, scm fluttu inn te, sem svara lil álíka neytslu og er í Bretlandi. — Til samanburðar má gcta þess, að í Bandaríkjunum notar liver maður að meðaltali 0.28 kg af tei árlcga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.