Dagur - 24.05.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 24.05.1958, Blaðsíða 5
Laugardaginn 24. niaí 1958 D A G U R 5 Snjóflóðið á Ánastöðum er féll 18. janúar 1871 ómeiddir, nema lítið eitt á hönd- um og andliti af glerbrotum, sem voru í snjónum, úr gluggum bað- stofunnar. Að þessu búnu, og þegar svona var komið, þótti mönnum við- bjóðslegt að halda til í þessu snjóhúsi um nóttina; var því af- ráðið að komast yfir að Drafla- stöðum, þó áin, sem er á milli, væri ótraust, gilið bratt og illt yfirferðar og ófærðin, sem nærri má geta, þar sem flóðið náði alla leið niður í gil. Samt lagði eg út í stórhríðina með allt fólkið: kon- una, föður minn á áttræðisaldri, alveg sjónlausan, barn á fjórða ári, annað á áttunda ára, þriðja 11 ára og þrjár stúlkur frum- vaxta. Vinnumaður minn var ekki heima. Gekk ferðin seint, en slysalaust yfir um og voru allir á fyrrnefndu heimili yfir nóttina við góða aðhjúkrun. Þannig urðu allir frelsaðir úr hættunni og sannast það hvað Davíð segir: „Guð er minn hjálpari. Drottinn er sá, er viðheldur mínu lífi.“ Daginn eftir var hríðarlaust, var þá farið að vitja um kotið og sent á bæi eftir mönnum. Þegar ’að var komið sást strax, að snjó- flóðið hafði verið stórkostlegra og gjört meira að verkum en nokkrum gat í hug komið. Bær- inn var allur í kafi nema þilin, 2—3 álna þykkur snjór á allri austurhlið baðstofunnar, en fast að alin á mæninum sjálfum. Þó að baðstofan væri nýbyggð og með sterkari húsum en nú tíðk- ast, hefur það óefað verið al- mættis kraftur guðs er því hefur afstýrt, að hún ekki skyldi brotna inn, eða sópazt burt með viðum og veggjum, þar sem hún er austast af bæjarhúsunum og þess vegna hlitið að verða mest fyrir snjóþunganum og hinu óttalega afli flóðsins; bærinn var því að öllu leyti óskaddaður og það sem í honum var. í bænum voru af lifandi peningi 3 nautgripir og nokkrar kindur. Nú var farið að vitja um fjár- húsin, og var það allt hörmulegri sjón, húsin voru að sönnu uppi- standandi, en meira og minna brotin og sliguð, meiri hlutinn af ánum óskaddaður. Þekjuna alla tók af hlöðunni, austur hliðar- vegginn og norðurstafninn allt að jarðvegi. Kastaði sumu fram á húsin og yfir þau; hér um bil SO hestar af heyi voru í hlöðunni, en hvað mikið af því hefur tapazt veit eg ógjörla, en bæði var það til muna, sem sópaðist burtu og spilltist, en það er eftir var. Lambhúsið stóð lítið eitt austar og norðar. Það sneri austur og vestur og heyið þvers fyrir aust- an húsið, sem var eitthvað rúmir 30 hestar. Því sópaði burt allt að jarðvegi, svo að það varð litlu af því íbjargað. í húsinu voru 22 lömb. Húsið var fallið inn á parti. Þar urðu 4 lömb undir en 18 náðust lifandi. Sauðhúsið var lít- ið utar og hlaða við það. Því og henni sópaði alveg bu'rt með við- um og veggjum. I húsi þessu voru 19 sauðkindur og að líkind- um allar taldar af. Þó grófust upp úr dyngju þessari 6 kindur lifandi en 13 voru dauðar. Hér um bil 6 fet austur frá efri hliðarvegg hússins hafði sprungið jörðin út og suður, það sem húsið og hleðslan tók. Sprungan var 2 fet á breidd um miðju og þar hafði ýtt jarðveginum og hliðar- vegg hússins fram á króna allt að grundvelli, tekið annan stafnvegg hlöðunnar nálega í heilu líki og kastað langt niður á túnið. Skaða þann, sem af þessu leiðir er ekki hægt að meta að sinni, því að það er enn óséð að nokkru leyti, og kemur ekki glögglega í ljós fyrr en allan snjó tekur. Einnig er ekki hægt að sjá hvað miklar skemmdir eru á túni og engjum. Snjóflóðið var 540 faðmar á breidd. — Ólafur Stefánsson.“ Magnús Kristjánsson. Kynningarkvöld Náftúrulækninga- félagsins á Akureyri Alíslenzkt brauð meðal annarra "óðra rétta í gömlum Norðanfara, sem gef- inn var út á Akureyri í marz 1871, er sagt frá þeim viðburða- ríka atburði er skeði á Ánastöð- um í Sölvadal 18. jan. 1871. Þá féll afar stórt snjóflóð á bæinn og öll útihús, sópaði sumu burtu, en braut önnur niður. Þegar þetta skeði, bjó á Ána- stöðum Ólafur Stefánsson, afi minn, og kona hans, Hólmfríður Benjamínsdóttir frá Björk í Sölvadal. Börn þeirra hjóna, sem öll voru heima, 5 að tölu, og eitt fósturbarn á fjórða ári, er hét Halldóra Benediktsdóttir, er síð- ar giftist Kristjáni Friðbjarnar- syni. Börn þeirra voru þessi: Sigríður, Guðlaug, Margrét, Ólöf Októlína og Jóhannes, sem var yngstur systkinanna. Hann tók við jörðinni þegar faðir hans hætti að búa árið 1890, bjó þar í 15 ár, flutti þá í Melgerði árið 1905 og til Akureyrar árið 1930. í Sölvadal, þegar þetta gerðist, voru 9 jarðir byggðar, að austan- verðu 4 jarðir, en vestan 5. Þetta voru taldar búsældarjarðir, að minnsta kosti góðar til útbeitar fyrir sauðfé. Margar jarðirnar voru vel setnar. Þegar eg man fyrst eftir mér, þá heyrði eg að sumir bændurnir voru taldir stórbændur. Eg held að þessi nafngift hafi verið miðuð við fjáreign manna og vinnufólks- hald, þeir þurftu að eiga 100 ær, 30 gemlinga og 40 sauði. Hinir, sem minni fjárstofna áttu, voru kallaðir kotbændur. Þessir bænd ur bjuggu í Sölvadal þegar þetta slys kom fyrir á Ánastöðum. Að austanverðu í dalnum: Björk: Benjamín Stefánsson. (Nú í eyði.) Finnastöðum: Jónas Guð- mundsson. (Nú í eyði.) Kerhóli: Jón Benjamínsson. (Nú í eyði.) Ánastöðum: Ólafur Stefánsson. (Nú í eyði.) Að vestan: Þormóðsstaða-Seli: Kristján Tómasson. (Nú í eyði.) Þorrnóðsstöðum: Bjarni Bjarna son. Draflastöðum: Gunnlaugur Sig urðsson. Eyvindarstöðum: Páll Tómas- sin. Sölvahlíð: Stefán Sigurðsson. Flestir af þessum bændum höfðu góð bú. Margir þeirra áttu töluverða sauðaeign, allt að 40—50 2ja vetra. Var þetta aðal- innlegg þeirra í sláturtíðinni. — Mörg lömb voru sett á fóður, hinum slátrað heima. Afi minn átti gott bú og var talinn vel stæður, en ekki átti hann nema 19 sauði, 13 þeirra fórust í snjóflóðinu. Nú vil eg minnast á landslagið og alla stað- hætti í kringum Ánastaði. Fyrir framan Illagil, sem skil- ur lönd Kerhóls og Finnastaða, eiga þessir 2 bæir, að Sandá, sem fellur í Núpá heiman við afrétt- arlöndin, sem tilheyra Möðru- völlum. Fjallið fyrir ofan þessa 2 áðurnefndu bæi, er því nokkuð bratt og hátt. Undirlendið frem- ur lítið. Efst í fjallsbrúninni eru allháir klettar, en beint upp al bænum á Ánastöðum er gríðar- stór skál, sem kölluð er Ytriskál. Þannig hagar til í skálinni, að hún er dýpst upp við klettana, en fremst við skálarbrúnina er há hæð eða hóll. Sunnan við þessa hæð er dálítill skorningur, sem vatn rennur eftir, en framan í brúninni eru uppsprettur er sameinast í þessum skorningi og mynda dálítinn læk, sem rennur niður hlíðina heim að bænum á Ánastöðum og nefndur er Bæj- arlækur. Að þefesu athuguðu þótti mörg- um mjög kynlegt, hvernig snjó- flóð gæti hlaupið fram yfir skál- ina eins djúp og hún var. Eg heyrði afa minn skýra frá þessu á þann veg, að fyrir jólin hefði drifið niður mikinn snjó og hefði verið umbrotafæri í dalnum, kom þá oft fyrir, að hengjur úr fjallsbrúninni hlupu fram, en vanalega svo kraftlitlar, að þær námu staðar í skálinni eða á bi-eiðum stalli, er lá frá þessari skál alla leið norður á Kerhóls- öxl. Nú hafði gert hláku rétt fyr- ir jólin, er stóð stutt, var því mikið hjarn í allri fjallsbrúninni, en nokkru eftir nýárið brast í norðaustan stórhríðar, og síðustu vikuna, áður en snjóflóðið hljóp, var stórhríð alla daga, og birti ekki upp fyrr en daginn eftir. Réði hann af framansögðu, að skálin upp af bænum hefði verið orðin full og hún þar af leiðandi ekki getað veitt neina mót- spyrnu. Ennfremur sagði Ólafur, afi minn, að hann áliti að flóðið hefði tekið sig upp í einu eftir allri brúninni. Hann sagðist ekki hafa heyrt nema einn hvin, enda hefði verið ein hjarnbreiða eftir allri brúninni eftir fyrri snjóa. Fyrir norðan bæinn á Ánastöðum er landslagið töluvert læra, er því nokkur brekka frá bænum að mýri, er nær alla leið norður að Kerhóls-merkjunum. Þegar flóð- ið féll lenti það fyrst á sauðahús- unum, sem stóðu stutt austan við bæinn ásamt hlöðu norðan við þau, tók flóðið hlöðuna og fjár- húsið að mestu og hefur þá senni lega dregið nokkuð úr krafti þess og vent því norður af brekkunni. Ef það hefði ekki mætt þessari mótspyrnu, hefði það óefað tekið bæinn og fært hann fram af brekkunni eða niður fyrir tún, jafnvel alla leið niður í Núpárgil, hefði þá enginn komist lifandi úr flóðinu. Þegar flóðið skall á baðstof- unni, braut það stærri baðstofu- gluggann, en við þann glugga sat Jóhannes sonur hjónanna, varð honum mjög illt við og stökk upp á borð er hann sat við, lenti hann því ofan á krapinu. Hólmfríður sat með Halldóru litlu á rúminu norðan við gluggann, féll flóðið yfir hana og knúsaði hana aftur á bak upp í rúmið og fóru þær í kaf. Við suðurstafninn voru 2 rúm, á austara rúminu sat móðir mín og var að spinna, en Margrét systir hennar sat í stól þar rétt hjá og var að prjóna. Stefán, langafi minn, sat á vestara rúm- inu ,stutt frá dyrunum, og hurðin var opnuð fram í göngin. Guð- laug, elzta systirin, og Októlina, yngsta systirin, voru báðar fram í bæ við frammiverk. Krapið náði upp að lausoltum í norður- enda baðstofunnar, en í suður- hlutanum, 60 sm. frá gólfi, náði krapið upp yfir kálfa á blinda manninum, Stefáni langafa mín- um, varð hann því alveg fastur. Baðstofuhurðin hrökk opin og' lítið eitt af krapi fór fram í göng- in. Systurnar brugðu fljótt við, köfuðu yfir krapstelluna til að bjarga móður sinni og barni. Náðu þær fljótlega barninu upp og gátu hreinsað snjóinn frá and- liti móður sinnar, svo að hún gæti andað, meira gátu þær ekki gert nema fá verkfæri. Komu þær, Guðlaug og Októlína, fljótt á vettvang framan úr bænum, því að þær höfðu heyrt þegar flóðið fór yfir bæinn. Báðu þær Guðlaugu að fara út og vitja um föður þeirra, hvort hann væri lif- andi. Nú vil eg lýsa hér dularfullu ævintýri, sem eg heyrði oft talað um. Það gerðist daginn eftir að snjóflóðið hljóp. Menn komu frá flestum bæjum úr dalnum til að hjálpa til við að moka, bæði ofan af bænum og einnig að leita að þeim skepnum, sem lentu í flóð- inu. Afi minn átti ágætan for- ystusauð, ekki man eg hvernig hann var á litinn. aginn áður en snjóflóðið hljóp hafði afi minn verið að tala um það við fólkið, að Fori væri svo órólegur, hann hefði hætt að éta og hlaupið fram að dyrum hvað eftir annað, eins og hann vildi hafa sig út. — Sauðurinn var æfinlega í norður- krónni og át þar innst á garða. Þegar menn fóru að grafa í húsa- rústirnar, stóð Fori innst í suður- krónni og 3 sauðir þar hjá hon- um. Var talið víst, að hann hefði fundið þetta á sér. Þetta var eini veggstöpullinn sem stóð eftir af húsinu. Framar í krónni náðust 2 sauðir lifandi en illa farnir. — Aldrei fékkst Fori til að koma nærri þessum húsarústum eftir þetta. Ef féð var rekið þarna ná- lægt tók Fori til fótanna og hent- ist upp í brekkur. Eftirfarandi bréf afa míns hljóðar þannig: „Guð er minn hjálpari.“ „Drottinn er sá, sem viðheldur mínu lífi.“ Þegar eg, stórhríðardaginn þann 18. jan. 1871, var úti við skepnuhirðingar og búinn að gefa sauðum til fulls, en lömbum hálfa gjöf og nýkominn í ærhús, sem eru tvö til samans og ein hlaða við bæði, bú;inn að gefa eitt fang í öðru húsinu, og rétt inn fyrir hlöðudyrnar eftir öðru, heyrði eg óttalegar dunur og dynki úti, og í sama vetfangi lagðist hey á mig með svo mikl- um þunga, að eg varð að leggjast flatur niður undir heydyngjunni, vissi eg strax hvað valda mundi, að snjóflóð hefði tekið ofan af hlöðunni og líklega brotið niður húsin. Eg gat fljótlega losað mig og skriðið fram í garðann: var húsið lítið brotið. Þegar eg var kominn út fyrir húsdyrnar var kallað til mín heiman frá bænum að koma sem bráðast, því að snjó flóð hefði farið á baðstofuna og inn í hana; væri eitthvað af fólk- inu undir eða innan í snjónum. Var það Guðlaug dóttir, sem til mín kallaði. Þegar eg kom heim og í baðstofuna, spurði eg hvort fólkið væri lifandi, og var því játað. Var þá brugðið upp ljósi, því að dimmt var í húsinu. Sást þá, að baðstofan var óbrotin, nema einn gluggi á austurhlið hennar, eða þeim megin, sem að fjallinu sneri; hafði snjóflóðið streymt þar inn um með svo miklum krafti, að tvö stafgólf baðstofunnar fylltust upp að lausoltum. Var það kona mín og barn á fjórða ári, er hún sat með, sem voru í mestu hættunni. Var þeim með naumindum bjargað áður en köfnuðu og var búið að því áður en eg kom að, af dætr- um mínum Sigríði og Margréti, er strax hlupu til og rifu snjóinn ofan af andlitum móður þeirra og barnsins. Drengurinn á áttunda ári sat undir glugga þeim er snjóflóðið fór um, en lítið eitt á hlið við hann, kastaði honum fram á gólfið, en varð það til lífs, að hann lenti ofan á því eða í röðinni og varð því laus og komst upp á borð er stóð á hlið við gluggann. Faðir minn, sem sat á öðru stafnrúminu eða nær vest- urhlið, var fastur með fæturna, en var fljótt losaður. Varð því erfiðast að bjarga konu minni ómeiddri, því að snjórinn var þéttur um hana sem hjarn. Mátti til með að pæla snjóinn frá henni með verkfærum, sem þó var mjög varhugavert; þó tókst það um síðir og var hún og aðrir Náttúrulækningafélagið á Ak- ureyri hafði kynningarkvöld 18. þ. m. í Húsmæðraskólahúsinu. — Þar voru fram bornar ríkulegar og ágætar veitingar þeirra teg- unda, sem náttúrulækningamenn telja holla fæðu. Jón Kristjánsson setti sam- komu þessa, sem var fjölmenn, bauð gesti velkomna og kynnti sérstaklega Úlf lækni Ragnars- son í Hveragerði, sem var gestur fundarins og flutti ræðu og svar- aði fyrirspurnum um heilsurækt. í erindi sínu lagði hann áherzlu á, að saman yrði að fara líkam- leg og andleg heilbrigði til þess að menn gætu notið sín fyllilega og orðið hamingjusamir. Hollt fæði væri einn þátturinn og ekki sá veigaminnsti, sem heilbrigt líf yrði að byggjast á. Þótti erindi þetta hið fróðlegasta, sem vænta mátti. ~»írrrB»ii’»-8’ríi Meðal rétta, er fram voru born- ir, var brauð úr byggi frá Dag- verðareyri og bragðaðist það vel. Á þessu og öðrum kynningar- kvöldum Náttúrulækningafélags Aukreyrar, hefur fólki gefizt kostur á að kynnast nýjungum í matargerð, sem miða að því að saman fari hollusta og bragð- gæði, og er sannarlega mikið land ónumið á þeim vettvangi. Stjórn félagsins skipa: Jón Kristjánsson, Ragnheiður O. Björnsson og Páll Sigurgeirsson. Mcðstjórnendur Jónína Stein- þórsdóttir og Margrét Antons- dóttir. í boðsferð Brczka utanríkisþjónustan bauð tveimur ísenzkum starfandi sam- vinnumönnum til stuttrar dvalar í Englandi nú í vor. Fyrir valinu urðu þeir Gunnlaugur Kristinsson, KEA, Akureyri, og Örlygur Hálf- danarson, SÍS, Reyk javík. Fóru þeir utan 8. maí og komu heim 21. maí. Kom Gunnlaugur hingað til bæjar- ins í gær. Lét hann liið bezta af ferðinni allri og þeim framúrskar- andi viðtökum og fyrirgreiðslu, er þeir fengu titi. Mun hann síðar scgja lesendum blaðsins nánar frá þessari boðsferð. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.