Dagur - 11.06.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 11.06.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 11. júní 1958 D AGUR 7 1958 17. JUNI 1958 háfiðahöld Akureyrarbæjar Kl. 8 f. h. Fánar dregnir að hun. Kl. 9—10 f. h. Blómabíll ekur um bæinn. Kl. *10.30 f. h. Hátíðarguðsþjónusta. (Báðir Akureyr- arprestarnir þjóna) Kl. 1 e. h. Lúðrasveit Akureyrar leikur á Ráðhús- torgi rneðan bæjarbúar safnast saman til skrúðgöngu. Kl. 2 e. h. Skrúðganga frá Ráðhústorgi út á íþróttasvæði bæjarins. Lúðrasveitin leikur fyrir göngumli. Kl. 2.30 e.h. Á íþróttaleikvanginum: 1. Fánahylling. 2. Hátíðahöldin sett. 3. Ávarp Fjallkonunnar. 4. I.ýðveldisræða: Mágnús E. Guðjóns- son, bæjarstjóri. 5. íþróttir. 6. Minni ]óns Sigurðssonar: Þórir Sig- urðsson, M. A., stúdent. 7. Lúðrasveit Akureyrar leikur milli 8. íþróttakeppni. (Seinni hluti 17. júní mótsins. Kl. 8.30 e. h. Á Ráðhústorgi: 1. Lúðrasveit Akúreyrar leikur. 2. Upplestur. 3. Gamanvísur. 4. Skemmtiþáttur. ]óhann Ögmundsson og Ragnhild- ur Steingrímsdóttir. 5. Kaidakórar bæjarins syngja. Dansað á Ráðhústorgi til kl. 2 e. m. ATr.ÁNTIC KVARTFTTINN leikur. ANNA MARÍA og ÓÐIN'N syngja. Þar sem dagskráin var ekki að fullu raðin þegar blaðið fór í prentun munu e. t. v. verða smávegis breytingar á henni. Garðeigendur! Tek að.mér alls konar vinnu við garða, svo sem: Standsetningu á görðum. Úðun, með „Hormcna“-lyfi, gegn illgresi Tætun með Clifford Rottary Kultivator |ENS HOLSE, garðyrkiufræðingur, Byggðaveg 107, sími 2044, Akureyri. T BARNAFÖT |. t f rauð, blá 02; hvít t Verð frá kr. 59.40 f 0 f t f NÝKOMNAR: f Ljósar töskur t f <3 Verzl. Asbyrgi h.t. DOMUR Hin marg eftirspurðu FEYSU-SETT tekin upp í dag. Hvít, bleik, blá, gul, rauð og drapp. Verzluiiin DRÍFA Sími 1521. Áskriftars. Tímans á Ak. er 1166 Nýr skólastjóri Gagn- fræðaskóla Ilúsavíkur Frétt frá Húsavík. Á síðasta hausti réðst nýr skólastjóri að Gagnfræðaskóla Húsavíkur, Sigurjón Jóhannes- son, cand. mag., áður skólastjóri í Bolungarvík. Sigurjón er Hús- víkingur, sonur Jóhannesar Guð mundssonar, kennara við barna- skólann hér. Þykir fengur að hinum nýja skólastjóra. Skólanum var slitið hinn 18. maí sl. Nemendur voru 72 að tölu. Heilsufar nemenda var gott í vetur og félagslíf öflugt og fjöl- breytt. Árshátíð fór fram 8. febrúar. Ársprófi hafa lokið 63 nemendur, en 7 nem. þreyttu landspróf miðskóla. Tíundi hver maður 65 ára Danskur læknir, Mogens Fel- bo, hefur ritað bók, sem nefnist: „Aldur og vinna“.Er hún doktors ritgerð, sem hann varði við Hafnarháskóla í gær. Um það bil hálf milljón manna, eða um 1/8 hluti dönsku þjóðar- innar, er nú 65 ára og eldri. Með rannsóltnum sínum hefur lækn- irinn komizt að þeirri niðurstöðu, að um 10% þessa fólks hafi enn fullt vinnuþrek, og 75% séu enn vinnufærir. Þriðjungur hinna 65 ára gömlu og því nær helmingur hinna sjötugu segjast vel hafa getað hugsað sér að halda áfram starfi sínu — við eitthvað breyttar að htæður og skilmála. Allmiklu meira en þriðjungur þessa fólks saknar síns fyrra starfs, og 15% karlmannanna segjast vera ein- mána; þeim finnst þeim vera of- aukið alls staðar. Samkvæmt rannsóknum lækn isins þá halda karlar að jafnaði fullu vinnuþreki miklu lengur en konur. ; Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju næstlt. sunnudag kl. 10.30 f. h. — Sálmar: 8 — 377 — 147 — 260 — 14. — P. S. Messað í Ak- ureyrarkirkju 17. júní kl. 10.30 f. h. — Sálmar: 664 — 671 — 675 — 1. — Báðir sóknarprestarnir jjóna í guðsþjónustunni. Áttræður er í dag Jón Guð- mundsson, Munkaþverárstr. 27, Akureyri. Skíðmenn Akureyri! — Mjög áríðandi fundur í íþróttahúsinu kl. 8 í kvöld. — Fjölmennið. SRA. Templarar á Akureyri fara í skógræktarferð laugardaginn 14. júní kl. 3 e. h. Farið verður frá Hótel KEA. Væntanlegir þátt- takendur gefi sig fram við æðstu- templara stúknanna. Næturlæknar. — Miðvikud. 11. júní: Bjarni Rafnar. — Fimmtud. 12. Erl, Konráðsson. — Föstud. 13. Stefán Guðnason. — Laugard. 14. Ólafur Ólafsson. — Sunnud. 15. Sami. — Mánud. 16. ErL Konráðsson. — Þriðjud. 17. Sami. Miðvikud. 17. Einar Pálsson. Gróðursett verður að Miðháls stöðum næsta laugardag. Farið frá Hótel KEA kl. 3 e. h. Kvenfélag Akureyrarkirkju. — Aðalfundur í kapellu kirkjunnar fimmtudaginn 12. júní kl. 9 e. h. Stjórnin. Akureyrardeild Ræktunarfélags Norðurlands heldur aðalfund sinn í íþróttahúsinu uppi sunnu- daginn 15. þ. m. Fundurinn hefst kl. 9 e. h. Kosnir verða fulltrúar á aðalfund Ræktunarfélags Norðurlands. Piltar og stúlkur sem fóru með barnakór Akureyrar til Álasunds eru beðin að mæta til viðtals í Barnaskóla Akureyrar næstk. föstudag kl. 8.30 e. h. Hjónaefni. 24. maí sl. opinber- uðu trúlofun sína vrngfrú Elsa Hildur Óskarsdóttir, Bragagötu 24, Reykjavík, og Jón Ragnar Björgvinsson, garðyrkjufræðing- ur, Hlíðargötu 3, Akureyri. Þingstúka Akureyrar heldur vorþing sitt í kirkjukapellunni í kvöld (miðvikudag 11. júní) kl. 8.30. Kosningar embættismanna o. fl. venjuleg þingstúkustörf. Stúkan Byrnja heldur stuttan fund á sama stað að afloknu vor- þinginu. — Inntaka nýliða. Rætt um sumarstarf. Ferðaáætlun Ferðafél. Akureyrar TIL SOLU Stór og góð eldavél (Svend- borg) með miðstöð. Tæki- færisverð. Einnig Iiefi ég lítið herbergi til leigu. Stefán Stefánsson. Sími 1114. HANZKAR, hvítir og drapplitir. Mjög ódýrir. Verzl. SKEMMAN MINERVA-BLUSSUR Nýjar gerðir. Með ermum og crmalausar. ANNA & FREYJA Ferðanefnd Ferðafélags Akur- eyrar hefur gert svofellda áætlun um ferðir á vegum félagsins í sumar. 2. ferð, 14.—17. júní: Herðubreið- arlindaför. Ekið um Mývatnsöræfi í Herðu breiðarlindir. Gengið á Herðu- breið. Kannað umhverfið, Upp- typpingar, Kollótta dyngja o. fl. Fjögra daga ferð. 3. ferð, 21.—22. júní: Skagaför. Ekið um Skagafjörð, Göngu- skörð, Laxárdal, út Skaga að austan en inn að vestan að Skaga strönd. Heim um Kolkufjall. — Einnig kemur til greina t að aka að Giljá og heim um Reykja- braut. í leiðinni verður stanzað í Glaumbæ og byggðasafnið skoð að, ennfremur Ketubjörg o. fl. Tveggja daga ferð. 4. ferð, 5.—6. júlí: Þeistareykja- för. Ekið um Húsavík, Reykjaheiði, og að Þeistareykjum. Gengið að Vítunum. Ekið suður til Mývatns sveitar og heim, • með viðkomu hjá Laxái-virkjun, ef tími vinnst til. Tveggja daga ferð. 5. ferð, 11.—13. júlí: Hólma- tunguíör. Ekið um Húsavík og hina nýju leið umhverfis Tjörnes í Ásbyrgi. Þaðan að Hljóðaklettum, í Hólmatungur og heim um Mý- vatnssveit. — Tveggja daga ferð.í Þó er ráðgert að ferðin hefjist eftir vinnutíma á föstudagskvöld. 6. ferð, 19.—26. júlí: Austurlands öræfi, hreindýraslóðir. Ekið að Brú á Jökuldal, um Hrafnkelsdal, suður á öræfin. Gengið á Snæfell, ef veður leyfir. f bakaleið verður ekið frá Brú suður Laugavalladal að Kring- ilsá og Vatnajökli. — Heim um Arnardal og Möðrudal. Sjö-átta daga ferð. 7. ferð, 30. júlí til 4. ágúst: Öskjuför. Ekið í Herðubreiðarlindir og suður til Dyngjufjalla. Gengið í Óskju og dvalizt þar, eftir því sem tími vinnst til. — Heim um Dyngjufjöll, Suðurárbotna og Grænavatn. Til mála getur kom- ið að fara leiðina öfugt, ef það væri talið heppilegra. Sex daga ferð. 8. ferð, 9.—10. ágúst: Þorvalds- dalsför. Ekið að Fornhaga. Gengið um Þorvaldsdal að Kleif. Á sunnu- dag kemur bifreið þangað. Heim um Árskógsströnd. Tveggja daga ferð. 9. ferð, 30.—31. ágúst: Flateyjar- dalsför. Ekið um Fnjóskadal og Flat- eyjardal að Brettingsstöðum og Jökulsá. Til athugunar er, hvort ferð þessi gæti ekki jafnframt orðið berjaferð. Tveggja daga f erð. Ferðanefndin áskilur sér rétt til að breyta farardögum, ef það skyldi reynast heppilegra eða nauðsynlegt einhverra hluta vegna. Þá er væntanlegum þátttak- endum Bent á, að láta formann ferðanefndar, Jón D. Ármanns- son, vita með góðum fyrirvara, í hvaða ferðum þeir hyggjast taka þátt, þar sem farkostur getur orðið mjög takmarkaður. Þátttakendur leggi sér til tjöld og séu að öðru leyti vel búnir með nesti, föt og skó Hver ferð verður auglýst á sín- um tíma í blöðum bæjarins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.