Dagur - 17.09.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 17.09.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 17. sept. 1958 DAGUR HELGI VALTÝSSON: Brezk blöð og landhelgisinálin Hvert er viðhorf íslenzkra blaðamanna og blaða- fulltrúa? - Rangar fréttir, ýkjur og lygasögur I. Stendur nokkur á verði? Brezk blöð hafa undanfarið flutt allmiklar fréttir af átökun- um á vettvangi landhelginnar ís- lenzku. Sumar sennilega frá fréttamönnum blaðanna, sem hér hafa verið staddir, og aðrar frá fréttamönnum brezka flotans. Margar hafa fréttir þessar verið beinlínis rangar, aðrar ýktar mjög og afskræmdar, og sumar blátt áfram lognar. Manni verður því spurn: Hvert er viðhorf íslenzkra blaðmanna og blaðafulltrúa til brezkra blaða og fréttaflutnings þeirra? — Eru þeim opnar leiðir — eða lókaðar — til að koma á framfæri í brezkum blöðum nauðsynlegum leiðréttingum og sjálfsögðum? — Sennilega eiga ýmsir ísl. blaðamenn einhverja kunningja meðal brezkra blaða- manna, er nota mætti sem milli- göngumenn, beinlínis eða að krókaleiðum: — „samtöl, bréfa- skipti" etc. Sum brezk blöð rita af sæmi- legri sanngirni um málin, og ætti að mega senda þeim ýmsar upp- lýsingar og athugasemdir, sem ef til vill hefðu einhver áhrif á um- mæli blaðanna og afstöðu til málsins. En víðast hvar gægist fram gamla tr'llatrúin á yfirráð og eignarrétt Breta á höfunum. — Það var eg hafði hárið! mælti kerlíngin! — Og Bretum mun ganga erfiðlega að skilja, að nú er af, sem áður var, er þeir „ruled the waves" (réðu á höfunum) um víða ver- öld. Þess vegna mun þeim senni- lega virðast svo óskiljanlegt, að smáþjóð hyggist að skáka þeim á „eigin taflborði" og vilji ekki við þá mæla. II. Tvær blaðaúrklippur. Fyrir skömmu fékk eg í bréfi frá brezkum góðkunningja mín- um í Lundúnum tvær „úrklipp- ur" úr einu stærsta íhaldsblaði Breta, „Daily Telegraph". Var önnur frá 13., en hin frá 21. ágúst. Sú fyrri rituð af blaða- manni, sem eg hygg að muni hafa verið með einu herskipi Breta hér við land undanfarið. En sú síðari virtist helzt vera ritstjórnargrein. Báðar voru greinar þessar fremur hógværar og sæmilega sanngjarnar á brezka vísu. Er þar m. a. ýmis- legt athyglisvert, og fer hér á eftir lauslegt hrafl úr þeim báð- um. Llewellin Chanter drepur fyrst á, að innan skamms haldi brezkir togarar á veiðar innan 12 mílna landhelgi íslenzku ríkisstjórnar- arinnar. Þeir muni vefengja rétt íslands til að færa út landhelgi sína úr 4 mílum án alþjóða sam- þykkis. Muni því brezk herskip fylgja þeim til að sjá um, að þeir geti stundað veiðar sínar trufl- unarlaust. — Síðan segir hann á þessa leið: — Með einhliða tiltektum sín- um að krefjast stórra svæða af úthafinu (a large area of the high-seas) til einkaumráða og hagnýtingar frá 1. sept., hefur Island ýft upp gegn sér gremju margra beztu vinaþjóða sinna í N.A.T.O., og þá sérstaklega Breta, Frakka og Vestur-Þjóð- verja. — Það er léttvæg staðhæf- jng, að þetta sé eingöngu gert gem brýn nauðsyn, þar eð tilvera þjóðarinnar hvíli nær eingöngu á fiskveiðum, og hafi því landið rétt til að leggja undir sig þenn- an hluta af úthafinu í eigin hags- muna skyni. — — Það er óneitanlega rétt, að mjög mikill fjöldi erl. fiskiskipa sækir að ströndum Islands. Land grunn þess eru einhver langauð- ugustu fiskimið í öllum Norður- höfum. Og í náinni framtíð mun fiskveiðiflotinn verða enn fjöl- skipaðri, þegar hinn hraðvaxandi togarafloti Rússa tekur að sækja ákafara á þessi hafsvæði. Og það er einnig jafnrétt, að nýtízku veiðitækni, — frá haf- rannsóknum til sjálfra veiðanna, — mun högggva alvaiiegt skarð í fiskstofninn. íslendingar eru því með tiltektum sínum jafn háðir morgundeginum sem deginum í dag.-------— Siðan skírskotar höf. til mis- munandi skoðana og ráðlegginga fiskifræðinga, en telur, að þrátt fyrir það myndu einmitt þeir geta komist að vinsamlegri lausn máls þessa. Þar næst drepur höf. á stjórnmálaástandið hér heima, þar sem skollanum sjálfum hafi verið hleypt úr sauðarleggnum með þeim afleiðingum, að ekki sé eygjanleg nein úrlausn, sem eigi myndi draga erfiðan dilk á eftir sér. Bendir hann einnig á, hve löndunarbann Berta á ísl. fiski um árið olli því, að ísland tengd- ist Sovétríkjunum allnáið. Telur hann m. a. að tilkynning (hótun) Bretastjórnar um herskipavernd togaranna hafi brætt saman sundurleita stjórnmálaflokka ís- lands, svo að nær algerlega muni girt fyrir samningaumleitanir og samkomulag af nokkru tagi. Að lokum virðist höf. þó vona, að nást muni eins konar mála- miðlun frekar en að leita á náðir Rússa um herskiparvernd gegn samherjum sínum í N.A.T.O. o. s. frv. Samninga-málefni nefnist síð- ari greinin, og segir þar m. a.: — Það eru ískyggilegar horfur fyrir báðar þjóðirnar, ef Bretar skyldu neyðast til að beita her- skipum togurum sínum til vernoter gegn þeirri ákvörðun fs- lendinga að banna fiskveiðar erl. togara innan 12 sjómílna frá ströndum landsins. Vér erum ekki þeir einu, sem fyrir þessu verða, en sú hætta sem yfir oss vofir á þessum hefðbundnu fiski- miðum, knýr oss til að beita vörn gegn þessu yfirlætislega gerræði íslendinga. ísland getur sjálfu sér um kennt horfur þessar sökum þrá- látrar neitunar sinnar að^ koma til móts við hlutaðeigandi þjóðir og ræða málið opinberlega. Það vinnur ekkert, en gæti aftur á móti tapað öllu með því að stofna þannig til deilu við beztu vini sína í N.A.T.O. Og vér höfum enga hneigð til að stofna til deilu, sem aðeins myndi stuðla að því að efla Kommúnistaflokk íslands og áhrif Sovétríkjanna á íslandi. Síðan er farið nokkrum orðum um flokkaskiptinguna í ríkis- stjórn íslands og á Alþingi, og lýkur svo smágrein þessari með nokkrum frómum óskum um góða lausn ig æskilega. III. Nokkur andmæli og athugasemdir. Þar eð eg gat alls ekki búizt við, að brezkt stórblað stæði opið fyrir athugasemdum og andmæl- um íslenzks höfundar, tók eg mig til og skrifaði ritstjórn Daily Telegraph all-langt bréf (4 vél- ritaðar arkir) og kvaðst aðeins æskja þess að fræða ritstjórn blaðsins um nokkur atriði minn- ar eigin reynslu og þekkingar á umræddu máli, og einnig leyfa mér að bera fram nokkrar einka- skoðanir mínar. Fer hér á eftir hrafl úr þessu bréfi mínu, mjög stytt og samanþjappað. Eru þá fyrst aths. í tilefni af grein L. Chanter's, en honum sendi ég kort-riss það með landhelgis-lín- unum þremur, sem birzt hefur í flestum blöðum okkar undan- farið. „... . Eg sendi yður ofurlítið íslandskort, þar sem dregnar eru þær 3 landhelgislínur, sem hér er um að ræða, svo að þér getið gengið úr skugga um það af sjálfsýn, hvort ísland hafi raun- verulega hafizt handa um „ein- hliða og óbilgjarnar aðgerðir til að leggja undir sig stór svæði út- hafsins" (a large area of the high-sea) — eða ekki. Persónu- lega virðist mér við nána athug- -un, að hið nýja landhelgissvæði sé hlálega lítill hluti „úthafsins", þar sem það nær áðeins liðlega út á mitt sundið milli megin- landsins og Grímseyjar, sem er nyrzta byggð íslands. . . ." „.... Auðvitað hefði ríkis- stjórn íslands getað tekið áskor- un Bretlands um að ræða málið við ríkisstjórn þess og aðrar rík- isstjórnir V.-Evrópu, sem hér telja sig eiga hlut að máli. — Og það er persónuleg skoðun mín, að ríkisstjórn vor hefði átt að gera það'. .... En á hinn bóg- inn: — Hver nýmæli og rök- studdar kröfur hefði ríkisstjórn íslands getað borið fram aðrar en þær, sem hreyft hefur verið allrækilega á þingi SÞ þegar fyrir 10 árum, og nú fyrir skömmu rökrætt mjög ýtarlega á ráðstefnunni í Geneve, eins og ríkisstjórn Breta er bezt kunn- ugt? — Og í hreínskilni sagt: — (Framhald á 7. síðu.) Á ÍSLANDSMIÐUM. Erjusamt gjörist um íslandsmið, engelskir komu með harðskeytt lið þorsk vorn í fjöru að finna. Stríðskempur hennar hátignar hervæddum drekum stýra þar, — það getur munað um minna. — Þar toga þcir ensku með enskri ró, þótt ekki fái þeir bein úr sjó, cr komi að nokkrum notum. Og þorskurinn, sem er þrautheimskt grey, þesskonar háttu skilur ei, — að veitt sé með vígbúnum flotum. I»að flotastríð er ei föndur eitt, fornum og nýjum vopnum beitt: Kústum, keflum og fleinum, krókstjökum, fiski, kartöflum, kylfum, öxum og fallbyssum, rófíum og — ritningargreinum. Hið síðastncfnda í sögum er sérdeilis frægt á landi hér í viðskiptum voma og manna. Sæmundur fróði átti Saltarann, og Sæmundur kunni að nota hann, það mátti selurinn sanna. Það virðist þó æði ójafnt lið er Odda-presturinn þreytíi við víkinginn sálna-veiða. En því gat klerkurinn keppt við hann, að Kölski var mesti „gentleman" og gekk hvorki á orð né eiða. Frá upphafi sami styrinn stóð, við steinrunnin nátt-tröll glímir þjóð, sem oft mátti andbyr þola. Enn eiga Sæmundar aríar mátt, enn er Saltarinn reiddur hátt, — því er beygur í „Bola". DVERGUR. Myndin hcr að ofan birtist þ. 5. þ. m. í blaðinu SAN FRANCISCO CHRONICLE í Bandaríkjunum, og skýrir hún sig sjálf. — Grcinar um ísland og landhelgisdeiluna birtast nú fjölmargar víða um heim ásamt ljósmyndum eða teikningum, og er hlutur Breta ekki alls staðar gerður stærri en okkar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.