Dagur - 17.09.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 17.09.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 17. sept. 1958 DAGUR - Breik blöð og landhelgismálin (Framhald af 5. síðu.) Hvers vegna ætti fsland að hafa þess þörf að ræða enn á ný hinar alkunnu staðreyndir um sögu- legan rétt sinn og brýna nauð- syn á stækkaðri landhelgi? . . . ." „. . . . Eg sendi yður einnig til athugunar og fróðleiks stutta skrá yfir sögulega landhelgi ís- lends í full þúsund ár, sam- kvaemt íslenzkum lögum, og eru sum þeirra allmiklu eldri en hin merka og fræga lögbók Breta Magna Charta frá 12. júní 1215." Nefni eg síðan og lýsi í stuttu máli Úlfljótslögum, Grágás o. fl. Þarnæst tók eg saman „]and- helgis-annál" þann, sem Alþýðu- blaðið birti 31. ágúst sl. með smábreytingum og viðaukum, frá söguöld til vorra daga. „ • . . . Síðan hélzt þessi forna landhelgi fram til 1901, er Bretar töldu Dani til að gera málamiðl- unarsamninga um landhelgi ís- lands með 3 sjómílna takmörkun, en gegn andmælum íslendinga, sem þá þegar höfðu kynnzt miskunnarlausum togveiðum Breta á fjörðum inni og hvar- vetna með landi fram, þrátt fyrir hina fornu, aldagömlu landhelgi. — Þessa dansk brezku landhelgi hafa íslendingar aldrei viður- kennt, þótt hún stæði að nafninu til fram til 1951____" Er síðan „Annállinn" rakinn á enda fram til þessa dags. —¦ '..... Eg vona að þessi fáu, sögulegu atriði geti ef til vill sannfært yður og aðra sann- gjarna Breta.um það, að hingað til hafi íslendingar smám saman fært sig upp á skaftið, og enn aðeins krafizt hluta af sinni aldagömlu, sögulegu land- helgi. . . ." „Hvernig er þá viðhorf máls- ins í dag? — Með beitingu her- skipa í lögboðinni landhelgi ís- lands hefur ríkisstjórn Breta sennilega lokað að fullu og öllu vinsamlegum samskiptum þess- ara tveggja þjóða___Eg harma hennar tiltektir ríkisstjórnar Breta og tel, að hér hafi hún stigið hraparlegt og örlaga- þrungíð glappaspor og ósæmi- legt. ..." Samninga-málefni nefnist síð- pri greinin, sem er aðeins smá- ^rein, en viroist þó vei-a rit- stjórnargrein. Sneri eg því máli mínu aðallega til ritstj. blaðsins og sendi honum enda bréf mitt. Skýrði eg honum í stuttu máli fra hlutlausri afstöðu minni, þar sem eg sjálfur'ætti hvorki neina batsskel né nein ítök í fiskiveið- um 0g fiskiðnaði o. s. frv. Og á hinn bóginn hefði eg lengi haft einkegan áhuga á vinsamlegum og menningarlegum tengslum þjóða yorra. — Sagði eg honum siðan m. a. frá persónulegum kynnum mínum af togveiðum Breta hér við land frá fyrstu ár- um þeirra hérlendis..... „ • • .. Á bernskuárum mínum síðasta áratug fyrri aldar höfðu brezkir togarar hafið veiðar sín- ai" við íslandsstrendur, þar sem þá var enn 16 milna landhelgi eftir nær þriggja alda löghelgi. Þratt fyrir þaS hófu Bretar veið- ar sínar frá öfugum enda allra rettinda og „ruled the waves" frá innstu fjarðarbotnum vorum og út á haf með þverrandi veiðinni. Fjörðurinn minn (Loðm.fj.) er með minnstu fjörðum á Austur- landi, grunnur og gróðurríkur, og var um þær mundir ætíð full- ur af fiski, svo aS viS strákar og unglingar hlóðum og stundum tvíhlóðum bát okkar á handfæri af þorski, ýsu, ufsa, og stundum einnig lúðu og skötu____" „Hér urðu skjót umskipti: Eft- ir að brezkir togarar höfðu skafið fjarðarbotninn niður í bera möl- ina í 2—3 vikur, var aldeySan ein eftir, og engu kvikindi þar lífvænlegt um langan aldur! — Sömu sögu er að segja um flesta firði íslands. Hér var um þær mundir, og fram að þeim tíma, er íslendingar tóku sjálfir við land- helgisgæzlu, aðeins eitt fremur vanbúið' danskt eftirlitsskip með fiskveiSum umhverfis allt ís- land____" „Á þennan hátt hafa togara- eigendur í Hull og' Grimsby öSl- ast þau „réttindi" og „hefð- bundna friðhelgi" á úthafinu við strendur íslands, sem þeir nú krefjast langt inn fyrir mitt Grímseyjarsund, og brezka ríkis- stjórnin hefur nú staðfest með vopnavaldi! — Þetta er sárbitur sannleikur, sem segjast verður umbúðalaust. ..." Þetta er hrafl úr bréfi mínu til ritstjórnar Daily Telegraph. Og þótt ekkert af þessu komist á al- mennt framfæri, tel eg þó nokk- urs virði, að ritstjórn jafn merks blaðs sé það kunnugt, sem hér hefur vérið drepið á. - FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu.) var og þar_ af margt folaldsmera. Folöldin gengu hart að mæðrum sínum. Virtist honum hagar þar nærri, rótnagaðir og þörf á aS koma hrossum þessum á gras- lendi. Er ábendingum þessum hér meS komiS á framfæri við eigendur hrossa á þessum slóð- um. Stutt er til rétta og munu hrossin þá komast í góða haga. En sagan um hrossahópinn við Valagilsá hefur endurtekið sig ár eftir ár til tjóns fyrir hrossaeig- endur og álitshnekkis í augum þeirra, sem um veginn fara. - Réttarreglur á liafinu (Framhald af 1. síðu.) og er því þýðingarlaust að vísa málinu til frekari sérfræðinga- ráðstefnu. Við höfum talið og teljum, að þingi Sameinuðu þjóð anna beri að komast að niður- stöðu varSandi þau atriSi, sem GenfarráSstefnan gat ekki kom- ið sér saman um. Það mun því verða tillaga íslands, að þing Sameinuðu þjóðanna, sem nú er að hefjast, vísi málinu ekki til sérscakrar ráðstefnu, heldur af- greiði það sjálft. Þessi skoðun íslenzku ríkis- stjórnarinnar var sett fram á ráðherrafundinum íKaupmanna- höfn. Hins vegar var málið ekki rætt efnislega á þeim fundi. (Fra utanríkisráðuneytinu.) - Verðhækkanir (Framhald af 8. síðu.) tegundum sem hér segir: Nýr þorskur, slægður með haus, kostar kr. 3.15 kílóið og slægður en hausaður kr. 3.80 pr kg. Verð- hækkunin er 10—30%. Ný ýsa, slægð með haus, mun kosta kr. 3.60, en afhausuð kr. 4.30 kílóiS. Fram til 15. október n.k. er þó leyfilegt aS selja nýja bátaýsu hærra verði vegna erf- iðleika á, öflun, og nemur við- bótarhækkunin kr. 0.50 á slægðri ýsu með haus, en 0.60 á hausaðri. Ekki er leyfilegt að selja fiskinn dýrara pr. kg., enda þótt hann sé skorinn í stykki. Nýr fiskur (þorskur og ýsa), flakaður, án þunnilda, kostar kr. 8.50 kílóiS. Stórlúða kostar kr. 14 kílóið; sé hún beinlaus kr. 16.00 pr. kíló. Smálúða, heil, kostar kr. 9.00 kílóið, en sundurskorin kr. 11.00. Smásöluverð á saltfiski verður kr. 9.06 pró kíló, og er þá miSaS viS 1. 'flokks, fullþurrkaSan fisk, að frádreginni niSurgreiSslu rík- issjóðs. Verðið helzt óbreytt, enda þótt saltfiskurinn sé af- vatnaður ogsundurskorinn.Fisk- fars kostar kr. 12.00 kílói'ð. Þá var auglýst nokkur verð- hækkun á brauðum, en hún er þó nokkru minni en á þeim vör- tegundum, sem hér hafa verið taldar. - Landhelgismálið (Framhald af 1. síðu.) 4. Laganefnd Sameinuðu þjóð- anna taldi, að 12 mílna land- helgin bryti ekki í bága við alþjóðalög. Fiskimálaráðherra Breta lofar mjög stillingu og þolinmæSi brezkra togarasjómanna við ís- land!! 12 landhelgisbrjótar að veið- um. 13. september. Brezka herskip- ið Eastbourne kom í nótt upp undir Keflávík og skilaði íslend- ingunum 9, sem voru þar fangar frá 2. sept. Voru þeir settir í léttibát cg skipað að róa til lands. íslendingar höfðu krafizt að þeir yrðu settir um borð í Northern Foam, þar sem þeir voru teknir með valdi við skyldustörf. Her- skipið fór langt inn fyrir 3ja mílha landhelgisa. Ríkisstjórn íslands hefur harðlega mótmælt því að herskipið fór inn í land- helgina og braut þar með alþjóða reglur. Landhelgismálin ennþá helzta umræðuefni blaða og fréttastofn- ana. ' 14. september. 15 brezkir tog- arar í landhelgi. Bretar hafa brotið allar brýr að baki sér með fyrirgreiðslu og landvar í vetur. Brátt má búast við vályndum veðrum á norðurslóðum, ef að vanda lætur og munu þá hinir erlendu togarar vilja leyta 3and- vars og ennfremur þurfa þeir margháttaðra aðgerða við. Land helgisbrjótar verSa teknir innan 12 mílna fiskveiSitakmarkanna þótt seinna verði, og sóttir til saka. En að sjálfsögðu er þeim greið leið til lands með sjúka menn. I. O. O. F. — 1409198»/2 — I. Kirkjan. MessaS á Akureyri kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. — Sálmar: 68 — 351 — 113 — 447 — 584. — P. S. Kirkjan. MessaS í skólahúsinu, Glerárþorpi, næstk. sunnud. kl. 2 e. h. Sálmar: 26 — 226 — 117 — 114. — K. R. Hjálpræðisherinn. — Deildar- stjórinn, major og frú Nilsen, halda sínar fyrstu samkomur á Akureyri dagana 20. og 21. sept- ember. Laugardaginn kl. 20.30: Hátíðasamkoma, kaffi, happ- drætti og mikill söngur og hljóð- færasláttur. — Sunnudaginn kl. 10.30 f.h.: Helgunarsamkoma. Kl. 16: Ungbarnavígsla. Kl. 20.30: Hjálpræðissamkoma. — Útisam- ur verða bæði kvöldin, ef veður leyfir. — Kapt. Guðfinna Jó- hannesdóttir aðstoðar á öllum þessum samkomum. Allir hjart anlega velkomnir. Stukurnar á Akureyri halda sameiginlegan fund fimmtudag- inn 18. þ. m. kl. 8.30 e. h. í kirkju kapellunni. Vígsla nýliða. Æðsti- templar. Gefið til kynna með stefnu- ljósum, ef þér ætlið að beygja út af aðalvegi. Gangandi fólk sé hægra megin á vegum. Frá UMSE. — Félagar! Muníð sundmótið að Laugalandi á Þela- mörk sunnud. 21. sept., sem hefst kl. 2 e. h. Strandarkirkja. L., Dalvík, kr. 15.00. — Áheit frá konu kr. 25.00. — Áheit frá H. S. kr. 100.00. — Áheit frá G. G. kr. 100.00. — Áheit frá ónefndum kr. 30.00. — Áheit frá M. G. kr. 25.00. — Áheit frá X. kr. 50.00. — Gamalt áheit frá N. N. kr. 50.00. — Gam- alt áheit frá G. B. kr. 50.00. — J. H, áheit, kr. 100.00. Munið að víkja strax til hliðar eða nemið staðar, ef brunabíll eða sjúkrabíll' eru á ferðinni. Á Akureyri hafa bifreiðastjór- ar fulla þörf á þessum áminn- ingu. Friðbjörn Olgeirsson bóndi að GautsstöSum II á Svalbarðsstr. varð sextugur 13. þ. m. ída Þórarinsdóttir, Gautsstöð- um I á Svalbarðsströnd, varð fimmtug 7. þ. m. Sundmót (Framhald af 8. síSu.) 50 m. baksund karla. 1. Eiríkur Ingvarsson KA 36.8 2. Björn Þórisson Þór 37.4 3. Einar V. Kristjánsson L. 37.8 4x50 m. boðsund karla. 1. Leiftlr 2.07.2. 2. KA, A-fl. 2.09.4 — Ak.met ().). 3. KA, B-fl. 2.24.4. 4. Þór 2.33.3. Herhergi vantar fyrir tvo Menntaskólanem- endur, sameiginlega. Uppl. í sinrva 1363. Stúlkur eða unglingar óskast til kartöfluupptöku að Skarði í haust. Hringið í síma 1291. Bíll til sölu Moskwitch 1957 er til sölu. Uppl. i sima 1535. ASSIS ppelsínusafi í flöskum. NYKOMIÐ: TÉKKNESK BARNASTÍGVÉL (reimuð) hvít og brún. BARNABOMSUR Nr. 23-34. GÚMMÍSTÍGVÉL barna o? unolin^a. ATH. Enn hœgt,að fá skó með gamla verðinu. Hvannbergsbræður Harðf ískur °g usinur veskjur MATVÖRUBÚÐIR Bíll til sölu 6 manna bíll í góðu lagi til sölu. — Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Uppl. i Hafnarstrœti 9. Grænn páfagaukur F U N D I N N. Uppl. í sima 1424, eftir hádeaii. RikSing í pökkum. MATVÖRUBUDIR Nýkomið! APASKINN Kr. 35.00 metr. RENNILÁSAR opnir og lokaðir. -o-----~ MOLSKINNSBUXUR á drengi. Allar stærðir. Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar h.f. TIL SÖLU: Svefnsófi og armstólar, borð, karlm.reiðhjól o. fl. í Ránargötu 26 (nppi).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.