Dagur - 25.10.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 25.10.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 25. október 1958 / Nokkrar ályktanir frá ársfundi þingsins Sarnb. dýraverndunarfél. sfofnað Fimm félög með yfir 300 félaga Laiidhelgismál. „Fjórðungsþing Austfirðinga, haldið að Egilsstöðum 6. og 7. september 1958, lýsir ánægju sinni yfir þeim mikilvæga ár- angri, sem náðst hefur í land- helgismáli þjóðarinnar með út- íærslu fiskveiðilögsögunnar í 12 sjómílur og þakkar ríkisstjórn- inni og öilum þeim aðilum, sem að því máli hafa unnið fyrr og síðar. Skorar þingið á ríkis- stjórnina og alla íslendinga, að standa sem einn maður í móli þessu og hvika hvergi frá settu rnarki. Þá vill þingið bera fram sérstakar þakkir fyrir hinn mik- ilsverða stuðning, sem fraendþjóð vor, Færeyingar, hafa svo drengi lega veitt oss í þessu mikla velferðarmáli þjóðarinnar. Þingið virðir og mikils hinn óbeina stuðning, sem margar aðrar fisk- veiðiþjóðir hafa veitt í málinu :með því að virða í verki hina :nýju fiskveiðilandhelgi. Loks getur þingið ekki látið hjá líða, að lýsa vanþóknun sinni á framferði hins brezka herveld- :is í landhelgismálinu, en þakkar hins vegar óhöfnurn íslenzku varðskipanna einarða framgöngu við gæzlustörfin. Treystir þingið ríkisstjórninni, að hún haldi framvegis á máli þessu með fullri einurð, gætni og Æestu.V Samþykkt með öllum atkv. Ycgamál. „1. Fjórðungsþing Austfirðinga Ælytur vegamálastjóra þakkir fyr- :ir, hve vel hann hefur brugðizt við áskorun um viðgerð á !Eyvindarárbrú. Telur þingið við- gerð þá, sem fram hefur farið góða úrlausn til bráðabirgða. 2. Fjórðungsþing Austfirðinga ’beinir því til alþingis'manna af Austfjörðum, að þeir vinni á .næstu árum að því, að eftnrfar- andi framkvæmdir í vegamálum yerði af hendi leystar: a. Að vegur frá Reyðarfirði um Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð til fBreiðdalsvíkur verði fullgerður. b. Að lokið verði vegargerð frá Hallormsstað að Hrafnkelsstöð- 'um. c. Að Vopnafjörður verði tengdur vio Fljótsdalshérað með vegi um Hellisheiði. d. Að lagt verði svo ríflegt fé iil Austurlandsvegar, frá Víðidal að Jökulsárbrú hjá Fossvöllum, að þeirri vegarlagningu verði lokið á 8 árum. e. Að tekinn verði í vegalög vegur frá Seyðisfirði um Loð- mundarfjörð og Húsavík til Borg aríjarðar. f. Fjórðungsþingið lítur svo á, áð vegur yfir Oxi verði mikil samgöngubót fyrir byggðarlög sunnan Berufjarðar og skorar á Alþingi, að veita fé til þess, að ruddur verði vegur þessa leið og koma þannig til móts við þá, sem heima fyrir safna fé til þessarar framkvæmdar." Stafliðirnir e. og f. viru sam- þykktir með 8:2 og 7,1 atkv. Að öðru leyti var ályktunin sam- þykkt samhljóða. Flugmál. „Fjórðungsþing Austfirðinga bendir Flugfélagi íslands á, að mjög er óheppilegt, að flugvélum skuli að jafnaði ætlað að lenda á Egilsstöðum eftir kl. 4 á daginn. Margir farþegar eiga langa leið heim til sín frá flugvelli, og auk þess er veðri þannig farið á Fljótsdalshéraði, að oft þyngir í lofti eða leggur yfir lágþoku sío- degis, og vcrður þá ekki lend- andi fyrir flugvélar, þó að bjart sé fram undir miðaftan.1 Samþykkt samhljóða. Kornrækt. „Fjórðungsþing Austfii-ðinga vill vekja athygli alþjóðar á hin- um merkilega árangri, sem Sveinn bóndi á Egilsstöðum hef- ur náð í kornrækt, en hann hef- ur nú í byrjun september nær því fullþroska bygg á fimm hekturum lands, og mun það vafalaust vera stærsti kornakur á landi hér, utan tilraunastöðva. Um leið og Fjórðungsþingið þakkar Sveini bónda Jónssyni framtak hans í þessu efni, beinir það eindreginni áskorun til þeirra bænda í landinu, sem hafa aðstöðu til þess, að þeir feti í fótspor hans, og hefji sem fyrst ræktun á byggi og höfrum í hæfi Iega stórum stíl til fóðurbætis- öflunar alls staðar á landinu, þar sem ætla má, að skilyrði séu fyr- ir hendi. Jafnframt beinir þingið þeirri áskorun til Alþingis, að lóta ekki dragast lengur að sam- þykkja lög um eðlilegan og full- nægjandi fjórhagsstuðning til þeirra bænda, sem vinna vilja brautryðjendastarf á sviði korn- ræktarinnar." Samþykkt samhljóða. Stjórnarsferármálið. „Fjórðungsþing Austfirðinga minnir ríkisstjórn og Alþingi ó, að enn hefur ekki verið samin stjórnarskrá fyrir lýðveldið. Tel- ur þingið enn sem fyrr, að þá stjórnarskrá eigi að setja á sér- stöku stjórnlagaþingi og skorar á Alþingi og ríkisstjórn, að hefja þegar undirbúning að kosningu slíks stjórnlagaþings." Samþykkt samhljóða. Síma- og útvarpsmál. „Fjórðungsþing Austfirðinga lýsir ánægju sinni yfir þeim fyr- irætlunum, sem stjórn Lands- símans og Ríkisútvarpsins hafa nú á prjónunum og miða eiga að því, að stórbæta símasamband frá Reykjavík til Austurlands og flutning á útvarpi hingað austur. Væntir þingið þess, að þessar fyrirheittnu umbætur komizt sem allra fyrst í framkvæmd og heitir á fyrirsvarsmenn þessara stofnana, að vinna sleitulaust að framgangi þeirra. Þingið telur enn sem fyrr, að taxtar fyrir símtöl séu óþarílega margir og væntir þess, að með fjölgun símasambanda út um land skapizt möguleikar til þess, að einn og sami gjaldtaxti gildi fyrir símtöl um allt land.“ Samþykkt samhljóða. (Meira.) Kjötát. í Frakklandi neytir hver íbúi landsins að meðaltali um 71 kg. af kjöti á ári hverju, og eru þeir methafar Norðurálfu á þeim vettvangi. Danir eru næstir í röðinni ásamt Bretum með 60 kg. Hvorugt þessara landa getur þó staðið Argentínu, Úruguay og Nýja Sjálandi á sporði, þar sem hver íbúi hámar í sig um 100 kg. kjöts árlega að meðaltali. — Minnstu kjötæturnar eru Ind- verjar með 1 kg. og Japanir með 5 kg. kjötneyzlu að meðaltali ár- lega á hvern landsmann. Geysimikil smásíldveiði hefur undanfarið verið með vest- urströnd Noregs, og hafa þús- undir „lása“ staðið með strönd- um fram allt fram til september- loka. En þá tók móttökugeta verksmiðjanna að þveiTa. En smásíld þessi er mjög eftirsótt niðursuðu-hráefni. í Noregi er smásíld þessi kölluð mússa og er af áþekkri stærð og norskur brislingur („sardínur"). Ljót skýrsla. Opinber sakamálaskýrsla í Noregi birtir um 24% aukningu afbrota og glæpa í fyrra. Vél- hjólastuldur jókst um 180%, og bílastuldur um 180%. Af glæpum alls nam þjófnaður 65%. Og af sakborningum voru 52% undir 21 á:rs aldri, og af þeim 24% innan fermingaraldurs (14 ára). Norðri hefur nýlega sent frá sér tvær góðar bækur: Virka daga eftir Guðmund G. Ilagalín og Eiðasögu eftir Benedikt Gísla- son frá Hofteigi. Eiðasaga Benedikts Gíslasonar kom út í tilefni af 75 ára afmæli Eiðaskóla. Þetta er mikil bók og ýtarleg. Ilún skiptist í þrjá aðal- kafla: Sögu stóls og kirkju, sem er um 80 bls., og segir þar m. a. frá því er Eiðar voru goðasetur og með kirkjuskyldu eftir að kristni var lögtekin. Höf. skýrir það, hvers vegna kirkjuvaldið náði ekki öllum kirkjustöðum á sitt vald, er Staðarmálum lauk um 1300. Kirkjan á staðnum varð bændakirkja „og staðurinn stóll, sem er heill, og óbrotinn enn í dag, þótt allir kirkju- og bisk- Sunnudaginn 28. sept. sl. komu saman í Reykjavík fulltrúar þeirra fimm dýraverndunar- félaga, sem nú eru starfandi hér á landi, til þess að stofna sam- band sín á milli. Til þessa stofnfundar boðaði stjórn Dýraverndunarfélags Is- lands, samkvæmt ákvörðun síð- asta aðalfundar félagsins. For- maður Dýraverndunarfélags -ís- lands, Þorbjörn Jóhannesson, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna. Gat formaður þess, að allt frá stofnun félagsins, 1914, hefði það verið markmið þess, að stuðla að stofnun samtaka meðal landsmanna um dýravernd, og þar sem litið væri oft á Dýra- verndunarfélagið sem heildar- félags allra landsmanna, en önn- ur dýraverndunarfélög væru starfandi, þá vildi félagið afnema þennan misskilning og taka upp náið samstarf við hin félögin, til þess að efla dýraverndunar- störfin. Borið var undir atkvæði, hvort það væri vilji fundarmanna að stofna samband dýraverndunar- félaga. Samþykktu allir fulltrúar félaganna að stofna sambandið. Var þá kosinn fundarstjóri Þor- björn Jóhannesson og ritari Þor- gils Guðmundsson. Ritari Dýra- yerndunarfélags íslands, Þor- steinn Einarsson, las og skýrði drög að lögum sambandsins, sem hann og ritstjóri Dýraverndarins, Guðmundur Gslason Hagalín, höfðu samið að tilhlutan stjórnar Dýraverndunarfélags íslands. Við umræður um lagauppkast- ið komu fram ýmsar breytingar- tillögur. Fundurinn samþykkti lög fyrir sambandið. í lögunum er gert ráð fyrir að dýraverndunarfélög séu starfandi í hverju sveitar- og bæjarfélagi, en meðan svo er, að í flestum þeirra eru engin slík upsstólar séu nú úr sögunni, að því er var í hinum fornu liáttum kristnihalds í landinu." Næsti kafli er um búnaðar- skólann og nær hann yfir tíma- bilið frá 1885—1918, sem síðar breyttist í alþýðuskóla. Þessi kafli er hinn fróðlegasti og sýnir mikla þrautseigju við að halda uppi merki menntunar og menn- ingar með almennri fræðslu og búmenntun að Eiðum. Þriðji kaflinn er svo saga al- þýðuskólans, og er frásögs sú nútímasaga og fleirum kunn en hinir kaflar bókarinnar. Margar myndir prýða bókina. Eiðasaga er stór bók og mikið verk og gildi hennar varanlegt. Virkir dagar eru mörgum kunnii' ,því að þeir komu út í tveim bindum fyrir 20 árum og félög, þá geti einstaklingar í byggðarlögum, þar sem dýra- verndunarfélög starfa ekki, ver- ið félagar í sambandinu. Sam- þykkt var að sambandið léti einnig náttúruvernd til sín taka. Nafn félagsins var samþykkt að skyldi vera Samband Dýra- verndunarfélaga íslands. í stjórn sambandsins voru kosnir sjö fulltrúar. Þótti fundinum rétt, að fyrst um sinn, meðan störf sam- bandsins væru að mótast, ætti öll stjórn Dýraverndunarfélags ís- lands sæti í stjórninni, ásamt tveim fulltrúum úr nágrenni Reykjavíkur. í fyrstu stjórn Sambands Dýraverndunarfélaga íslands eiga sæti: Þorbjörn Jóhannesson, Þorsteinn Einarsson, Björn Gunnlaugsson, Þorbjörg Bjarnar, Skúli Sveinsson, Þórður Þórðarson, Vagn Jóhannsson. í varastjórn voru kosnir: Tóm- as Tómasson og Björn Jóhanns- son. í lok fundarins viru rædd ýmis málefni dýraverndunar. Þau félög, sem standa að stofn- un Sambands Dýraverndunarfé- laga íslands, eru: Dýraverndunarfélag Akureyrar, Dýraverndunarfélag Garðahr., Dýraverndunarfélag Hafnarfj., Dýraverndunarfélag Rvíkur, Dýraverndunarféilag Skagafj. Félagar í þessum dýravernd- unarfélögum eru alls rúml. 300. Happdrætti Fram- sóknarflokksins Þeir, sem liafa fengið senda miða til sölu í happdrætti Framsóknarflokksins, eru vin- samlegast beðnir að gera ski! til Ingvars Gíslasonar í skrif- stofu Framsóknarflokksins fyr ir mánaðainótin nóv.-des. juku fi-ama Hagalíns, sem með þessu verki lagði inn á nýjar brautir og tókst með ágætum. — Virkir dagar er ævisaga Sæ- mundar skipstjóra Sæmundsson- ar frá Stærra-Árskógi á Ár- skógsströnd og rituð eftir frásögn hans sjálfs. Bókin er íslendinga- saga í nýjum stíl. Fer þar saman viðburðarík ævi hinnar kunnu sjóhetju, einstök frásagnarlist höfundar og hinir sögulegu tím- ar í atvinnuþróun og lífsvenju- breytingum. Bókin Virkir dagar er mjög skemmtileg aflestrar, hefur mik- ið, bókmenntagildi og er jafn- framt ágæt heimild um sjósókn og aðra atvinnuhætti við Eyja- fjörð og á Norðurlandi á dögum Sæmundar skipstjóra. Bæði Eiðasaga og Virkir dag- ar eru prentaðar með góðum frágangi í Prentsmiðjunni Eddu, Reykjavík. ívær góðar Norðrabækur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.