Dagur - 12.11.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 12.11.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 116G. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 19. nóvember. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 12. nóvember 1958 55. tbl. Tillaga um niSursuðuverksmiðju á Ak. Frá vinstri: Jóhanli Ögmundsson, Björg Baldvinsdóttir, Elín Guð- mundsdóttir. — (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.) fonn Kemur liingað til lands um næstu mánaðamót M.s. Selloss, hið nýja 3500 tonna skip Eimskipafélags ís- lands, fór í reynsluför fyrir nokkrum dögum og var síðan af- hent hinum nýju eigendum. — Ganghraði reyndist nær 15,4 sjó- mílur. M.s. Selfoss fór frá Álaborg 8. þ. m. og fermir vörur í Kaup- mannahöfn og Hamborg. Skipið er væntanlegt til Reykjavíkur síðari hluta mánaðarins. Lengd skipsins er 334’10” eða 102.05 m. (álíka og m.s. Tröllafoss), en brúttó-tonnatala þess er 2339 tonn. Burðarmagn skipsins er um 3500 tonn. Nánari lýsing á skip- inu mun verða gefin eftir að það er komið til Reykjavíkur. Skipstjóri á m.s. Selfossi er Jónas Böðvarsson, 1. stýrimaður er Magnús Þorsteinsson og 1. vélstjóri Jón Aðalsteinn Sveins- son. Vítavert athæfi A laugardaginn var eitt ís- lenzka fiskiskipið staðið að ólög- lcgum veiðum í landhelgi. Það var frá Vestmannaeyjum og heit- ir Víkingur. Varðskipið Albert fór með sökudólginn til lands og mun dómsúrskurður hafa fallið í gær. Þctta atvik cr mjög athyglis- vert og vítaverðara en svo, að því yrði að óreyndu trúað um ís- lenzka sjómamiastétt eins og nú 'stándá sakir. AHir íslendingar hljóta að for- dæma landhelgisbrot íslenzkra sjómanna mjög hart. Getur það veikt málstað okkar í fiskveiði- dcilunni við Breta, ef það sýnir sig að við virðum ekki eigin lög og reglur. — Þetta er harla lítil þjóðhollusta. Norðurlandaráðið á fundi í Osló Norðurlandaráðið heldur fundi í Osló þessa dagana. Hófust þeir á sunnudaginn var og munu standa þessa viku. Fimm íslenzkir þingmenn eiga sæti í ráðinu, en hvert hinna Norðurlandanna hefur 16 þing- menn. Þessir þingmenn eru full- trúar íslands: Emil Jónsson, Ein- ar Olgeirsson, Bernharð Stefáns- Geislavirkni f ífaidast á tveim mán. Þetta eru afleiðingar af kjarnorkutihcaunum stórveldanna. Mæling á strontíum 90 ekki liafin í hvert sinn, sem fréttir berast um kjarnoirkusprengingar í til- raunaskyni, magnast ótti manna við hættuleg, geislavirk efni. — Þeirra hættulegast er strontí- um 90. Prófessor Þorbjörn Sigurgeirs- son hefur skýrt svo frá, að mæl- ingar geislavirkra efna í ryki andrúmsloftsins hefðu farið fram víða í októberbyrjun með nýjum tækjum. Samkvæmt þeim reynd- ist geislavirkni lítil fyrri hluta okt., en tók þá að vaxa ört og er orðin tífalt meiri en í okt.byrjun. En nú í haust er kjarnorkutil- raunum haldið áfram af fullum krafti, eins og fréttir herma og mun hin aukna geislavirkni í beinu samhengi við þær. Talið er að enn sé geislavirkni minni en svo, að tjón hljótist af. En erfða- fræðingar eru þó ekki á einu máli um það atriði. Ef stórveldunum tekst ekki mjög bráðlega að semja um al- gert bann við áframhaldandi til- raunum og notkun kjarnorku- sprengja vofir hin ægilegasta hætta yfir mannkyninu og öllu lífi á jörðinni, að áliti margra sérfróðra manna. son, Bjarni Benediktsson og Sigurður Bjarnason. Talið er, að einkum verði rætt um efnahagsmál, svo og norræna samvinnu. Frækileg björgun Sá atburður gerðist á hafinu milli Grímseyjar og Kolbeins- eyjar, að maður að nafni Guð- mundur Ilólm, féll fyrir borð af mótorbátnum Björgu, EA 212. Sjór var þungur. — Bróðir Guðmundar, og bátsformaður, Ilaraldur að nafni, stakk sér þcgar til sunds og bjargaði bróður sínum. Guðmundur var orðinn meðvitundarlaus, en liresstist brátt. Björn Jónsson og Friðjón Skarphéðinsson fluttu á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að athug- aðir verði möguleikar á byggingu og rekstri nið- ursuðuverksmiðju á Akurevri til nýtingar á smásíldinni hér í Eyjafirðinum Þingsályktunartillagan. Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að skipa 3 manna nefnd til að gera áætlanir um stofnkostnað og rekstur hæfi- lcgrar niðursuðuverksmiðju á Akurcyri, er einkum yrði ætlað að nýta smásíld þá, sem veiðist í Eyjafirði. Einnig skal nefndin gera athuganir á öðrum vinnslu- aðferðum, sem til greina gætu komið til nýtingar á þessari veiði. Leiði athuganir nefndar- innar í Ijós, að hagkvæmt sé að byggja slíka niðursuðuverk- smiðju sem að framan greinir, Björn Jónsson. skal hún cinnig gera tillögur um þá fyrirgreiðslu, sem hún teldi nauðsynlega af opinberri hálfu, ef í frainkvæmdir yrði ráðizt. FF imeus sýndur í Ak.kirkju Þessi helgileikur eftir séra Jakob Jónsson verð- ur fluttur á 18 ára afmælisdegi kirkjunnar þann r 17. þ. m. - Leikstjóri er Agúst Kvaran Hinn 17. nóvember n.k. verður Akureyrarkirkja 18 ára. — Af því tilefni verður sýndur helgi- leikur í kirkjunni þá um kvöld- ið, og ei' það í fyrsta sinn, sem slíkur atburður skeðui' hér í bæ. Leikui' sá, er fluttur verður, nefnist „Bartimeus blindi“ eftir séra Jakob Jónsson. Leikur þessi var fyrst sýndur í Bessastaða- kirkju á síðastl. vori. Hér á Akureyri mun Ágúst Kvaran hafa leikstjórn á hendi, en flytjendur eru alls 12, auk lesara og prests, sem aðstoða við sýninguna. Árni Jónsson mun fara með aðalhlutverk leiksins. — Við sýninguna, sem fram fer í kór kirkjunnar, mun kirkjukór- inn aðstoða með sálmasöng undir stjórn Jakobs Tryggvasonar org- anleikara. Búningar í leikinn eru fengnir frá Þjóðleikhúsinu. Gert er ráð fyrir að aðgangur að þessum sýningum verði annað hvort seldur vægu verði eða fram fari samskot í fordyri kirkj- unnar. Ágóða öllum vei'ður varið til orgelsjóðs kirkjunnar. Allir þeir, er að sýningu þessa helgi- leiks vinna, munu gera það end- urgjaldslaust. Sýningar vcrða sennilega tvær. Þessi helgileikur séra Jakobs Jónssonar, sem hér verður flutt- ur, þótti takast mjög vel í Bessa- staðakii'kju. Þar flutti m. a. biskupinn yfir íslandi ávarp, en höfundurinn fór sjálfur með hlutverk prestsins í leiknum. — Hér mun séra Kristján Róberts- son annast það, en séra Pétur Sigurgeirsson flytur ávarp og skýringar á undan sýningu. — Höfundur verður sennilega við- staddur frumsýninguna. Hér á landi eru helgileikir óþekktir og er þetta fyrsti ísl. helgileikurinn, sem fluttur er. — Erlendis munu þeir tíðkast víða, og eru þeirra kunnastir helgi- leikirnir í bænum Oberammergau í Suður-Þýzkalandi, en þar er píslarsagan sýnd 10. hvert ár. Þess er að vænta að Akureyr- ingar sýni þessu málefni athygli og styrki um leið orgelsjóð kirkju sinnar. Friðjón Skarphéðinsson. Greinargerð: Akureyringar hafa um langan aldur stundað síldveiðar á Eyja- firði. Upphaflega voru veiðar- færin landnætur, en síðar komu herpinætur til sögunnar og þar með hin svonefndu „nótabrúk", en þau hafa um árattuga skeið verið fastur þáttur í atvinnulífi kaupstaðarinns og hafa aflað nær allrar þeirrar beitu, sem ver- stöðvarnar við Eyjafjörð hafa þarfnazt, og einnig að nokkru fyrir fjarlægari staði. Vitneskja manna um árlegar síldargöngur á Eyjafirði er því engan veginn ný. En það er þó ekki fyrr en á allra síðustu ár- um, að ljóst verður, að um mjög mikið síldarmagn er að ræða, og að því er margir telja óbrigðult mestan hluta árs eða jafnvel árið um kring. Með þeim veiðarfær- um, sem bezt þekkjast nú, eru veiðimöguleikar á þessu sildar- magni orðnir mjög miklir, enda öll aðstaða til veiðanna hin ákjósanlegasta. (Framhald á 2. síðu.) Ný málefni kirkjunnar Auk þess að sýna helgileikinn, sem annars staðar er frá sagt hér í blaðinu, mun safnaðarfundur hér á Akureyri, sem haldinn verður á sunnudaginn kemur, fjalla um tvö ný málefni Krists og kirkju. Ráðgert er að hér verði í vetur kirkjuvika, sem felst í því að ræða kirkjuleg og trúarleg mál- efni safnaðarins. Ennfremur verður um það rætt á safnaðar- fundinum á sunnudaginn, að kom námskeiði í helgisiðafræð- um. Verður væntanlega hægt að segja nánar frá þessu síðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.