Dagur - 12.11.1958, Side 4

Dagur - 12.11.1958, Side 4
4 D A G U R Miðvikiidaginn 12. nóv. 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Argangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hjáróma kór ÞEIR, SEM LESA MORGUNBLAÐIÐ og hafa það fyrir sína biblíu, ættu að vera farnir að kunna óhróðurssönginn um ríkisstjórnina. Blaðið ætlast líka til þess að áhangendur þess séu farnir að kunna viðlagið og taki undir. Viðlagið er eitt- hvað á þessa leið: Ríkisstjórnin, sem lofaði öllu fögru, hefur svikið öll sín loforð, dagar hennar eru taldir, lengi lifi íhaldið. En það hefur víða komið í ljós, að rógurinn um ríkisstjórnina á ekki mikinn hljómgrunn. Núverandi ríkisstjórn hefur setið tvö ár að völdum og nokkrum mánuðum betur. Enginn mun neita því, að á tveggja ára tímabili bar við- ná mhennar gegn verðbólguþróuninni mikinn og raunhæfan árangur. Það var mikils virði fyrir þjóðina alla, þótt dýrtíðardraugurinn sé ekki nið- ur kveðinn. Þann draug vakti íhaldið upp á sín- um tíma, sem kunnugt er, og síðan hafa margar ríkisstjórnir við hann fengizt og gengið misjafn- lega. Ólafur Thors gerði gælur við þennan upp- vakning sinn fyrst í stað og færði hann jafnvel í hinar geðslegustu flíkur og sagði um hann, að hann jafnaði lífskjör manna og dreifði fjármagn- inu. Síðar afneitaði hann þessu misheppnaða af- sprengi með stóryrðum. Nú hefur aftur á móti brugðið svo við, eftir að Ólafur vék úr ráðherra- stólnum og hans flokksbræður eru ltomnir í stjórnarandstöðu, að íhaldið hefur verið með kukl, gert sér dælt við drauginn á ný og því mið- ur með nokkrum árangri. Þetta er einn af hinum Ijótu leikjum þessa óhappaflokks og hefur hann þó margt borið við síðustu tvö árin. í því sam- bandi má nefna það, að hann reyndi að spilla lánstrausti þjóðarinnar erlendis, strax og hann hröklaðist frá völdum. Iiann hefur líka unnið að því með öllum tiltækum ráðum að gera efnahags- löggjöfina, um Utflutningssjóð o. fl., sem tor- tryggilegasta í augum almennings og það hefur hann einnig gert gegn betri vitund. í landhelgis- málinu lýsti aðalblað flokksjns, Morgunblaðið, því yfir vikur og mánuði, næstum daglega, hve mikið ósamkomulag ríkti í þessu stórmáli. Lævíslegast í þeim áróðri var það, að þetta blað stjórnarand- stöðunnar ól á því, að kommúnistar réðu því, sem gert var. Þetta féll auövitað í hinn ágætasta jarð- veg hjá Bretum, sem voru andvígir hinni nýju reglugerð um útfærslu landhelginnar og hata auk þess kommúnista eins og pestina. Togaraeigendur og Morgunblaðið tóku þannig höndum saman gegn réttmætum aðgerðum íslendinga. Enginn getur sagt um það með fullri vissu, hvern j)átt þetta átti í þeirri ákvörðun brezku íhaldsstjórnarinnar að stunda verndaðan veiði- þjófnað á landgrunninu við íslandsstrendur. Hér skal svo tekið fram, að Morgunblaðið og öll stjórnarandstaðan sneri við blaðinu fáum dögum fyrir hinn eftirminnilega dag, 1. september. Fyrir nokkrum dögum féll það í hlut íslenzks þing- manns úr Sjálfstæðisflokknum, á erlendum vett- vangi, að bera til baka og mótmæla því, að út- færsla landhelginnar væri eins konar skemmdar- starfsemi íslenzkra kommúnista. Það kom sannar- lega vel á vondan að fyrirhitta eigin rógburð, þ. e. Morgunblaðsins, úr munni brezks fulltrúa á þess- ari ráðstefnu. hann hugleiðir, að aldrei hefur atvinna og athafnalíf verið blóm- legra á landi hér. Og hætt er við að söfnuðurinn verði hjái'óma þegar hann veit, að á síðasta ái'i og því, sem nú er að líða, bætast 60 fiskiskip í veiðiflotann, og að nú hefur verið aflað um 20% meira en á sama tíma í fyrra og hver uggi seldur jafnóðum, með- al annars fyrir öflun nýrra mark aða. Ríkisstjórnir ráða að sjálf- sögðu ekki um fiskigöngur. En það mikla aflamagn, sem komið er á land, hefði auðvitað verið langtum minna, ef hinar árlegu stöðvanir frá stjórnartíð íhaldsins væru enn við líði. Málvöndun „íslendings“. BLAÐIÐ „íSLENDINGUR“ á Akureyri birtir 7. þ. m. klausu í „Þankabrotum Jóns í Grófinni“, um nýyrði, sem tvívegis í haust hafi sézt í Degi í sambandi við auglýsingar á hrútum, en þar eru þeir kallaðir „fjárhrútar“. Höf- undur reynir að gera sér mat úr þessu nýnefni, kann því illa og telur það óþarft. En þó að klausa þessi sé ekki fyrirferðarmikil, virðist mér hún bera með sér, að höfundur hennar hafi takmark- aða þekkingu á móðurmáli sínu. Þetta nýstárlega orð: „fjárhrút- ur“, er notað fyrir tilstilli undir- ritaðs, sem vissi ekki þá, að það er lítt þekkt um Norðurland. Hér er ekki um nýyrði að ræða. f báðum Múlasýslum er „fjárhrútur" eina nafnið á hrút- um þeim, sem valdir eru til kyn- bóta og viðhalds á fjárstofninum. Gildir þetta, hvort sem um heimaalda eða aðkeypta hrúta er að ræða. Við athugun kemur í Ijós, að nafnið er mjög bundið Múlasýslum, þótt einstakir menn í öðrum landshlutum kannist við það. Engu að síður á það fullan rétt á sér. Á söguöld er talað um sauði og sauðamenn. Hrafnkell Freysgiði ræður Einar smalamann til að: „reka heim fimmtigu ásauðar.“ Hér eru kvíaær kallaðar ásauðir. Eg hef ekki getað athugað, hvaða heiti hrútarnir hafa þá, en sennilega heita þeir „brundsauð- ir“, og svo er allt fram um 1800. í hinu fyrsta fjárræktarriti, sem út kom hér á landi, laust fyrir 1800, eru hrútarnir oftast kallaðir „brúndsauðir“. Þó er í riti þessu svo tekið til orða, að vel beri að vanda val þeirra hrúta „seni á að nota til fjárins“ — þ. e. fjárhrúta. Svo vill til, að fyrstu samtök, sem vitað er um, að bændur hér á landi gerðu til að kynbæta fé sitt í félagi, eru gerð á Jökuldal í Norður-Múlasýslu um .1830. Á þessu svæði kemur svo fram hið fræga Jökuldalsfé, sem þótti bera af fyrir afurðamagn, beitarþol og útlitsfegurð. Fé af þessum stofni breiddist mjög út, einkum norð- ur á við óg varð uppistaðan í hinu ágæta fé Mývetninga. Eg get ekki kastað steini að þessum gömlu fjárræktarmönn- um, þó að þeir þá þegai', er þeir fóru að bæta fjárstofn sinn, legðu niður hið ljóta nafn hrútanna (brundsauður, brundhrútui') og tækju upp annað smekklegra og betra — nafnið fjárhrútur. — Hversu gamalt orðið er eystra, verður ekki sagt um með vissu. Eg þekkti ungur marga gamla Jökuldælinga, m. a. afa minn, f. 1846, og heyrði eg þá ekki hafa annað heiti á þeim. Mér þykir nafnið ,,fjárhrútur“ gott og vel myndað orð. Svipar til orðanna: ásauður, sauðkind. En klausuhöfundur „Islendings“ er á öðru máli, tekur hrossin til dæmis og segir: „Illa kynni mað- ur við orðið „hrosshestur“, sem myndað væri á jafn rökrænan hátt og fjárhrútur.“ Hann virðist ekki þekkja orðið „stóðhestur“, sem myndað er al- veg á sama hátt og „fjárhrútur11, en svo munu beztu kynbótahest- ar landsins kallaðir í dag — og ekkert amast við því. Að endingu þetta: Það væri vel, ef Norðlendingar færu að dæmi Austfirðinga og tækju að kalla hrúta sína „fjárhrúta" en ekki verðlaunahrúta, kynbóta- hrúta eða lífhrúta. Þorkell Björnsson. - Laiígamenn heimsækja Gagnfræðaskóla Ak. (Framhald af 8. síðu.) 100 metra bringusund kvenna. Helga Haraldsdóttir G. A. 1,38,3. Sigríður Arnþórsd. G. A. 1,46,0. Alma Möller G. A. 1,46,2. 50 m. skriðsund karla. Björn Þórisson G. A. 29,7. Björn Arason G. A. 31,4. Helgi Þórisson G. A. 32,1. 50 m. skriðsund kvenna. Erla Hólmsteinsdóttir G. A. 35,0. Guðný Bergsdóttir G. A. 37,5. Rósa Pálsdóttir G. A. 38,4. 10x50 m. boðsund karla. G. A. 6,04,4. Laugar 6,51,3. 10x50 m. boðsund kvenna. G. A. 7,06,8. Laugar 8,50,2. Gagnfræðaskóli Akureyrar vann mótið með 45 stigum. Lauga menn hlutu 18 stig. Keppt var um tvo bikara, sem Esso og Vátryggingadeild KEA gáfu. Essobikarinn var fyrir knattspyrnuna og hinn fyrir sundið. Báðir eru bikarar þessir Bókaforlag Oöds Björnssonar á Akureyri gaf Gagnfræðaskólan- 12 góðar bækur til að veita sem verðlaun fyrir beztu afrek ein- staklinga. Bækur þessar eru: Fornar grafir og fræðimenn, Or- lög orðanna, Sú nótt gleymist aldrei, Við leiðarlok, Heyrt og séð erlendis, Sumarást, Eins kon- ar bros, Eftir ár og dag, Egyptinn, Stofublóm, flogið um álfui' allar, tvö eintök af einni bókinni. Eftir sundmótið var drukkið kaffi í Húsmæðraskólanum og verðlaun afhent. — Stúlkur úr fjórða bekk verknáms sáu um framreiðslu undir leiðsögn Þor- bjargar Finnbogadóttur kennslu- konu. Þar talaði Jón Sigurgeirs- son skólastjóri Iðnskólans og Oskar Ágústsson kennari og far- arstjóri Laugamanna. Um kvöldið var Laugamönn- um boðið á dansleik í Gagnfræða skólanum og stóð hann til mið- nættis. Heimsókn þessi var mjög ánægjuleg. Þóttu Laugamenn hinir ágætustu gestir og góðir Söfnuður íhaldsins verður ófús til söngs þegar farandbikarar. fulltrúar skóla síns. ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR Viktor Borge. Hinn heimsfrægi danski gamanleikari og brand- arasmiður Viktor Borge er nú alfluttur til Banda- ríkjanna. Undanfarin ár hefur hann haldið skemmt anir aleinn í stærstu samkomusölum vestra fyrir fullu húsi og rakað saman fé. Fyrir skömmu hélt hann skemmtun í borg einni í Miðríkjunum, og var meira en helmingur sætanna auður. Þessu var Borge ekki vanur, en hann lét það ekki á sig fá. Um leið og hann kom inn í salinn og sá alla auðu bekkina, sagði hann við áheyrendur: „Það hlýtur að vera ákaflega mikið af auðmönn- um hér í borginni. Eg sé, að hvert ykkar hefur keypt sér tvö til þrjú sæti.“ ------o------ Auðvitað! Hann leit út tim gluggann og kallaði til konu sinnar: „Nei, sko, þarna er konan, sem hann Guðmundur Jónsson er ástfanginn af.“ Hún grýtti frá sér bollanum, sem hún var að þurrka af frammi í eldhúsi, þaut inn úr dyrunum og skellti um lampa, teygði sig og skimaði. „Hvar?“ spurði hún og blés mæðinni. „Þarna,“ sagði hann og benti. „Konan þarna í gráa frakkanum." „Asni ertu, maður,“ sagði hún. „Þetta er konan hans!“ „Já, auðvitað,“ svaraði hann. ------o------ Vertu dygðugur, og þá verðurðu hamingjusam- ur? Vitleysa! Vertu hamingjusamur, og þá muntu fara að verða dygðugur. — J. G. Cozzens. ------o------ Eg og maður minn eiðum góða vini, sem eiga heima í annarri borg. Þetta eru hjón, sem eiga eitt barn. Við höfum haft það fyrir venju í allmörg ár að borða með þessum vinum okkar einu sinni í mánuði á hóteli, sem er um það bil mitt á milli borganna okkar, og sonurinn hefur auðvitað verið með foreldrum sínum. Síðast þegar við hittumst, var sonurinn, sem orð- inn er 13 ára, ekki með. „Hvar er Bill?“ spurði eg. „Hann er heima og sér um sig sjálfur,“ svaraði móðir hans. „Þegar hann er loks oi'ðinn svo stór, að við getum þolað hann, þá getur hann ekki þolað okkur.“ — Frú E. Lenz. ------o------- Á hverju myndi stranda? Bandarísk auglýsing frá 1875. DÁSAMLEGT TÆKIFÆRI TIL AÐ VERÐA RÍKUR. Við erum að stofna kattabú í Lacon með 100 þúsund köttum. Hver köttur mun að meðaltali eignazt 12 kettlinga á ári. Við munum selja kattar- skinnin á 30 sent hvert. Hundrað menn geta flegið 5 þús. ketti á dag. Við búumst við 10 þús. dollara daglegum gróða. Nú, hvað á að gefa köttunum að éta? Við ætlum að stofna rottubú rétt hjá með milljón rottum. Rottunum fjölgar 12 sinnum hraðar en köttunum, svo að hver köttur getur fengið 4 rottur að éta á dag. En hvað á að gefa rottunum að éta? Við ölum rotturnar á kattarskrokkunum, eftir að skinnin hafa verið flegin af. Takið eftir þessu: Við ölum rotturnar á kattakjöti og kettina á rottu- kjöti og fáum skinnin fyrir ekki neitt! ------o------- Auðskilið mál. Ung kona kom inn í strætisvagninn. Hún hélt á litlu barni og mörgum bögglum, og um leið og hún fór fram hjá vagnstjóranum, lét hún á sér skilja, að hún kæmi að vörmu spori til að greiða fargjaldið. Hún staðnæmdist í miðjum vagninum, leit í kring um sig og skellti svo barninu í kjöltuna á manni einum. Maðurinn leit upp, hólfundrandi, og sagði: „Hvað kemui' til, að þér veljið mig, frú mín góð?“ „Það er vegna þess,“ sagði hún og brosti blíðlega til hans, „að þér eruð sá eini, sem eruð í regn«; - kápu.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.