Dagur - 12.11.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 12. nóv. 1958
D A G U R
5
Frumsýning Leikfélags Akureyrar
Gasljós, eftir Patrick Hamilton í jiýðingu Ingu
Laxness. - Leikstjóri Guðmundur Gunnarsson
Á föstudagskvöldið frumsýndi
Leikfélag Akureyrar sakamála-
sjónleikinn Gasljós eftir enska
höfundinn Patrick Hamilton. —
Þessu fyrsta verkefni Leikfélags-
ins á þessu leikári var ágætlega
tekið og það þakkað með lófataki
og blómum í ieikslok.
Leiklistin er verulegur þáttur í
menningar- og skemmtanalífi
bæjarins, og því nokkurs um vert
hversu til tekst hverju sinni.
Jafnan orkar tvímælis um val við
fangsefna og vill þá svo fara, að
sitt sýnist hverjum og mörg sjón-
armið koma til greina. Leikhús-
gestir eru vandfýsnir og eiga að
vera það, en smekkur þeirra og
almennt viðhorf til leikhúsmála
er svo gjörólíkur að sjaldan eða
aldrei verður öllum gert til hæf-
is. Reynsla fyrirfarandi ára sýn-
ir, að gamanleikirnir gefa meira
í aðra hönd. Þorri fólks vill fyrst
og fremst fara í leikhús til að
hiæja og skemmta sér og á það
sinn þátt í því, hve oft er gripið
til gamanleikanna, bæði hér og
annars staðar.
Gasljós er þó enginn gaman-
leikur. Hann fjallar um sakamál
og er það nýjung hér. Húsbónd-
inn á því heimili, þar sem leik-
urinn er látinn fara fram, er
hreint enginn öðlingsmaður. —
Hann sker gamla kerlingu á háls,
þó ekki fyrir augum áhorfenda,
konu sína er hann að kyrkja,
þegar að cr komið, fjölkvænis-
maður er hann og þjófur. Um
glæpi hans snýzt leikurinn, og
er hann í senn spennandi frá
upphafi til enda og hrollvekjandi
á köflum.
Leikstjórn Guðmundar Gunn-
arssonar fór honum mæta vel
úr hendi, hraðinn eðlilegur og
bláþræðir ekki teljandi. Leik-
sviðið betra en oftast áður og hin
nýju leiksviðsljós, sem nú voru
notuð í fyrsta sinn, eru mjög til
bóta, þótt ekki sé búið að ná því
samræmi milli þeirra og leikar-
anna, sem síðar mun verða. Og
enn munu vanta sterk hliðarljós.
Guðmundur leikur auk þess eitt
aðalhlutverkið, Rough leynilög-
regluþjón. Gerfi hans er mjög
gott, leikur hans frjálsmannlegur
og skemmtilegur. Guðmundur
hefur oft gert vel, en sjaldan
betur.. í stöku stað mætti hann
tala skýrar. Að tala hátt og tala
skýrt er sitt hvað.
Frú Björg Baldvinsdóttir leik-
ur húsmóðurina og konu glæpa-
mannsins. Það hlutverk er mjög
erfitt. En hún nær þeim tökum á
því, sem beztu leikurum einum
er fært. Þó kann að orka tví-
mælis, hvernig hún kveður
bónda sinn.
Jóhann Ögmundsson leikur
glæpamanninn, Manningham. —
Líklega er hann á rangri hillu í
slíjj.u hlutverki. Þó gerir hann
þ\d góð og jafnvel ágæt skil á
köflum.
Freyja Antonsdóttir leikur
eldabusku og ráðskonu að nafni
Elisabet. Sagt er, að engin hlut-
verk séu svo lítil, að þau séu ekki
þess virði að leggja rækt við þau.
Þetta mun rétt vera og undir-
strikar hin margreynda leikkona
einmitt þetta sjónarmið með því
að taka að sér þetta litla, og að
því er virðist, vandræðahlutverk.
Með því lyftir hún leiknum.
Elín Guðmundsdóttir er eini
nýliðinn að þessu sinni og leikur
hún Nancy, þjónustustúlku. Þar
hefur leikstjórinn syndgað og
ekki veitt henni nægilega athygli
og tilsögn. Elín kemur vel fyrir á
leiksviðinu og sýnist ætla að fara
sigurför. En henni bregzt boga-
listin þegar kemur að nánum
samskiptum við húsbóndann og
kemst ekki yfir þann þröskuld að
láta sína cigin persónu víkja fyr-
ir léttúðar- og frekjudósinni
Nancy.
Ný leiksviðsljós hafa verið sett
upp í Samkomuhúsinu, undir
Landssíminn var aðeins tveggja
ára þegar Páll Bjarnason sím-
virki á Akureyri fæddist og eru
þeir því nálega jafngamlir. Mikl-
ar fæðingarhríðar fylgdu Lands-
símanum og þær voru á lands-
vísu og því ærið stórbrotnar. —
Tæplega voru þær um garð
gengnar þegar sveinn sá fæddist
á Kambsstöðum í Ljóstavatns-
hreppi, 10. nóvember 1908, sem
síðan er á Akureyri meira
kenndur við símann en flestir
menn aðrir og þeirra vinsælast-
ur. Þessi maður er Páll Bjarna-
son.
Nú er þróun símans svo á veg
komin, að flest heimili landsins
hafa hann til afnota. En hann
getur bilað eins og önnur mann-
anna verk og þá gerist það und-
arlega, að allt ætlar af göflunum
að ganga, rétt eins og síminn
hefði verið líftaug kynstofnsins á
liðnum öldum. Og þegar sam-
(Framhald af 8. síðu.)
flokkinn „Frauen, liebe und Le-
ben“ eftir Schumann, sjö spænsk
þjóðlög eftir de Falla, einnig mun
hún syngja nokkur gömul ítölsk
lög og loks lög eftir fjögur ís-
lenzk tónskáld. Fritz Weisshapp-
el verður við hljóðfærið.
Guðrún Tómasdóttir hélt söng-
skemmtun í Reykjavík í haust og
sögðu tónlistargagnrýnendur
blaðanna þar m. a. um söng
hennar:
..... Söngurinn kemur frá
hjartanu og túlkunin er vönduð
cg fáguð, enda er söngkonan
músikölsk, eins og hún á kyn til,
og er auk þess ágætlega menntuð
og framkoman öll hin geðfelld-
asta. Alls þessa gætir í list Guð-
rúnar. — Með Guðrúnu Tómas-
Frcyja Antonsdóttir og Guð-
mundur Gunnarsson.
(Ljósm.: Edvard Sigurgeirsson.)
stjórn Ingva Hjörleifssonar raf-
virkjameistara. Þau munu verða
að ómetanlegu liði, þegar frá
þeim hefur verið gengið að fullu
og lært að nota þau til hlítar við
leiksýningar. Ingvi er Ijósameist-
ari, Oddur Kristjánsson leik-
sviðsstjóri, hárgreiðslu og bún-
inga annast María Sigurðardóttir
og Margrét Steingrímsdóttir. —
Leiktjaldamálari er Aðalsteinn
Vestmann. — E. I).
bandið rofnar vita Akureyringar
hvert þeir eiga að hringja. Þá er
gott að leita til símvirkjans Páls
Bjarnasonar.
Guð gaf honum dvergaliendur
og vaskleika í ríkum mæli og við
þökkum báðum. Um þrjátíu og
tveggja ára skeið hefur Páll unn-
ið við símann, fyrst við línulagn-
ir og viðgerðir, en síðan sem
starfandi símvirki hér í bænum.
Hann á því góðan hlut að því, að
viðhalda hinu nauðsynlega sam-
bandi, sem allir þurfa að hafa við
náungann og umheiminn í nú-
tíma samfélagi, gegnum símann.
Nú er Páll Bjarnason fimmtug-
ur. Gott er það hverjum manni
að fá góðar óskir og vinarkveðjur
á merkum tímamótum ævinnar.
Betra er þó að hafa vel til þéirra
unnið. Það hefur Páll gert og
þess vegna fylgja hamingjuósk-
irnar honum um ófarinn veg og
létta honum gönguna. — E. D.
hóp íslenzkra einsöngvara og
hygg eg, að hennar bíði bráðlega
hlutverk á sviði Þjóðleikhúss-
ins. ..." (P. . í Morgunblaðinu.)
„. . . . Framburðurinn er fá-
gætlega skýr og greinilegur á
hvaða tungumáli, sem hún syng-
ur... . Þá söng Guðrún sjö þjóð-
lög eftir spænska tónskáldið
Manuel de Falla, og hefur ís-
lenzkur söngvari vart heyrzt
syngja hin blóðheitu sönglög
Spánar af jafnmikilli nærfærni
og innlifun og Guðrún gerði að
þessu sinni.“ (audit Vísir.)
„. . .. Guðrún Tómasdóttir
virðist hafa fyllstu skilyrði til að
komast í allra fremstu röð söng-
kvenna vorra... .“ (B. F. í Þjóð-
viljanum.)
FIMMTUGUR:
Pál! Bjarnason slmvirki
~ Guðrún Tómasdóttir syngur á Akureyri
dóttur bætist góður liðsmaður f
Hitaveita Akureyrar
Svanasöngur Helga Valtýssonar og 20 ára kveðja
Að hugsa það, óska þess,
já, cnda vilja það.
En — gcra það sjálfur, —
nei, — skrattinn má slcilja það!
(Pétur Gautur.)
I.
Ollu er útvarpað nú á tímum.
Og nú heimta þeir sjónvarp líkai
Þá verður nú gaman að lifa! Þá
sézt og heyrist hver „hringa-
vitleysan“ samtímis, svo að mað-
ur nýtur hennar tvígildrar í
stólnum sínum heima og þarf
ekkert að hugsa. Já, þá verður
gaman að lifa! — Og 20 ár verða
þá ekki lengi að líða!
En einu útvarpinu gleyma þeir
enn: Utvarpi hugans. — „Sef-
varp“ verður það sennilega nefnt.
Eða þá „geimvarp“, þegar tekið
vei’ður að útvarpa frá tunglinu.
Og það er fallegt nafn! — Þetta
er óefað elzta útvarp heims.
Hclgi Valtýsson rithöfundur.
Tilefni þessara hugleiðinga er
einmitt það, að hér virðist vera
um eins konar sefvarp eða geim-
varp að ræða....
Fyrri hluta septembermánaðar
sl. var Helgi Valtýsson þrásinnis
að velta því fyrir sér, hvort hann
ætti nú ekki — sennilega í síð-
asta sinn — að stinga niður
penna og ljúka fullum 20 ára
áróðri sínum fyrir hitaveitu Ak-
ureyrar! — Vildi hann þá minna
háttv. bæjarstjórn á, að enn væri
sólbjart sumar liðið hjá um
nóttlausa voraldar veröld, án
þess að hafizt hafi verið handa á
þessum vettvangi í okkar elsku-
lega bæ, Akureyri.*) En víðs
vegar út um sveitir lands séu
borar ríkis og bæja önnum kafn-
ir, — og jafnvel hcimasmíðaði
borinn á Sauðárkróki séhlaupinn
undir bagga með Olafsfirðingum,
eftir að hafa reynzt þarfur þjónn
heima fyrir!
Því miður mun bæjarstjórn
Akureyrar ekki hafa hlotnast sú
ágæta „hugdetta“, að vélsmiðir
og aðrir völundar bæjarins gætu
ef til vill „framleitt" (nú er sem
sé allt „framleitt"!) einn for-
kostulegan tilraunabor, sem þá
gæti leitt bæjarstjórn í þann
furðulcga sannleika, að sjálfs er
höndin hollust, og eins hitt, að þá
mætti leita af sér allan grun, eins
og ‘ hann sagði maðurinn, sem
leitaði að merinni sinni i búr-
skápnum. — Og hver veit, nema
*) Eftir að þetta var skrifað,
las höf. af tilviljun í frétt af bæj-
arstjórnarfundi (sbr. „Alþýðu-
m.“ 28. sept. sl.), að hr. bæjar-
stjórinn hafi skýrt frá, að athug-
anir þær, sem Jarðhitadeild rík-
isins hafði dregist á að gera hér í
sumar, hefðu farizt fyrir, senni-
lega sökum annríkis við hinar
miklu boranir syðra í sumar,
bæði austan fjalls og sunnan. —
Hafði hr. bæjarstjórinn átt tal
við yfirverkfræðinginn (hr.
Gunnar Böðvarsson) um þessi
mál, og má sennilega góðs af
honurn vænta í náinni framtíð. —
Þetta er gleðileg frétt, svo langt
sem hún nær.
heimagerður bor gæti komið að
góðu haldi á réttum stað í slíku
návígi!
Sennilega hefur þessum heila-
brotum H. V., sem héldu vöku
fyrir honum marga nóttina, verið
útvarpað á einhvcrri geimstöð,
þar sem góður Akpreyringur er
stöðvarstjóri. Enda virðist þá
hafa verið brugðið við hart og
títt: Stórfrétt birtist í einu eða
fleirum Reykjavíkurblaðanna:
Rætt um hitaveilu fyrir Akur-
eyri á fundi Ilúseigcndafélags
Akureyrar.
Blaðamennirnir syðra hljóta að
hafa haldið, að hér væri um afar
merkilegt nýniæli að ræða! Ak-
ureyringar væru svei mér karlar
í krapinu! Þeir væru ekkert að
núlla við svona smámuni, heldur
myndu framkvæma þá í hvelli!
Og H. V. hitnaði undir ugga, þótt
honum væri málið iítið eitt
kunnara:
Guði sé lof! Akureyilngar eru
þá glaðvakandi, og teknir að tala
um hitaveituna á fjölmennum
fundi! — Þá ætti nú heldur en
ekki að færast líf í tuskurnar!
Því miður höfðu tilkynningar
um fund -þennan 27. sept. farið
algerlega fram hjá H. .V., og þyk-
ir honum mjög fyrir því. Og
gaman hefði honum þótt að fá að
sitja fund þennan og „heyra
verkin tala“, eins og strákurinn
sagði foröum að Laugarvatni. —
Þar hlytu ýmis nýmæli að hafa
verið á ferðinni, auk hinna
„ýmsu merkilegu upplýsinga,
sem fram komu í umræðun-
um. . . ."
II.
Þetta ætti að nægja sem for-
máli. „Greinargerð“ myndi það
sennilega vera nefnt á Alþingi.
— Skal nú vikið að aðalefni
máls og í sem stytztu máli. —
Við athugun á fréttinni í Reykja
víkurblöðunum kemur brátt í
ljós, að engin nýmæli hafa verið
rædd á fundi þessuni. Aðeins hin
gamla, tvítuga saga er.durtekin,
eins og alloft hefur gert verið
síðustu 20 árin, og liðlega þó. M.
a. hefur Helgi Valtýsson ekki
getað setið á strák sínum, frá því
er hann kom til Akureyrar. Hvað
eftir annað hefur hann hnippt í
háttv. bæjarstjórn, stundum all-
harkalega, svo að sumar ádrepur
lians hafa verið allt að því
ósvífnar! Enda hefur þá háttv.
bæjarstjórn stundum tekið smá-
fjörkippi eftir á. En þeir hafa
brátt hjaðnað, og svo hefur lygnt
á ný. Og Akureyri er afar veður-
sæll bær.
í Degi 8. og 12. sept. 1956 rakti
H. V. í allýtarlegri grein Annál
Laugarveitu Akureyrar u m 25
ára skeið og rökstuddi, að þar
bæri fyrst að leita undirstöðu
hitaveitu Akureyrar. Og 30. júlí
1957 skrifaði hann í sama blað
stutta skopgrein í fyllstu alvöru
í tilefni af lagafrumvai-pi á Al-
þingi: 8. gr. laga um jarðhita, þar
sem lagt er til, „að Ríkið eigi all-
an rétt til umráða og hagnýtingar
jarðhita, sem dýpra liggur, eða
sóttur er dýpra en 100 m. undir
yfirborð jarðar.“ — Taldi H. V.
ólíklegt, að Akureyri væri að
bíða eftir samþykkt slíkra laga!
Þessa 20 ára sögu ætti ekki að
þurfa að rifja upp. En þó vlrðist
hún einmitt hafa verið undir-
staða umræðna og aðalefni á
fyrrnefndum fundi húseigenda-
fél. Akureyrar. Og þar virðist
hafa gætt sama skilningsskorts
og athuganaleysis sem hjá háttv.
bæjarstjórn undanfarin ár um
langt skeiö. Öðru hvoru hefur
(Framhald á 7. síðu.)