Dagur


Dagur - 12.11.1958, Qupperneq 8

Dagur - 12.11.1958, Qupperneq 8
8 I Bagum Miðvikudaginn 12. nóv. 1958 Mjólkursamlag KEA vífamínbætir skvriS Neytendum cr þetta að kostnaðarlausu Stjórn Mjólkursamlags KEA á Akureyri hefur um nokkur und- anfarin ár haft áhuga fyrir að neytendur hér ættu kost á að fá keypta mjólk, sem blönduð væri með hinum svokölluðu D3 bæti- efnum á líkan hátt og almenn- ingur í bæjum og borgum margra menningarlanda heims á Auglýsingaverð liækkar . Auglýsingaverð Akureyrarblað- anna hefur nú um skeið verið drjúgum lægra en annars staðar, eða 12.50 kr. dálksentimetrinn, meðan verð Reykjavíkurblaða hefur stigið í 18—20 krónur og ísafjarðarblaða að sögn í 20 kr. Verulegar hækkanir hafa orð- ið á prentkostnaði, síðan hækk- unin varð síðasta á auglýsinga- taxta blaða hér, og hafa þau því séð sig tilneydd að hækka taxta sinn frá 15. þ. m. að telja í kr. 15 dálksentimetrann. 20% afsláttur er veittur sem fyrr á 10 sm. aug- lýsingum og stærri, en fastir við- skiptavinir njóta og þess afslátt- ar, þótt um smærri auglýsingar sé að ræða. Af hálf- og heilsíðuauglýsing- um verður veittur 25% afsláttur. Þakkarávörp og dánartilkynn- ingar verða 70 kr. nú kost á að kaupa til daglegrar neyzlu. Samkvæmt gildandi lögum hér á landi er óheimilt að blanda í neyzlumjólkina, sem seld er, bætiefnum eða öðrum efnum, nema með leyfi heilbrigðismála- ráðuneytisins, er getur veitt und- anþágu í þessu efni. Mjólkursamlag KEA keypti fyrir þremur árum síðan full- komnustu tæki til ao fitujafna og bætiefnablanda neyzlumjólk hér á Akureyri, en fékk ekki leyfi ráðuneytisins til að gera þetta, nema aðeins í „tilraunaskyni“, en þar sem uppsetningu og notkun slíkra áhalda fylg'ir mikill kostn- aður, þótti naumast fært að gera slíka ,,tilraun“ og féll málið þá niður að sinni. Níels Dungal, prófessor við rannsóknarstofu Háskólans í Reykjavík er sá maður hér á landi, sem mest hefur að undan- förnu hvatt til, að neyzlumjólkin, sem mjólkurstöðvarnar hér á landi selja, verði bætt með D3 vítamíni og með allt að 1.000 vítamíneiningum á hvern lítra. — Telur hann, að hvei't barn og hver kona eða maðui', þurfi að fá að minnsta kosti um 1.500 ein- ingar á dag af D-vítamíni, en þar Næsti bændaklúbbsf. mánudaginn 17. nóv. — Frum- mælandi: Pétur Gunnarsson tilraunastjóri, og talar um fóð- urgildi og fóðrun. Samið um kayp og kjör á Vesífj. I fyrsta sinn, sem samningar hafa verið gerðir á Vestfjörðum milli atvinnurekenda og verkalýðs- samtaka, án þess til uppsagna hafi komið A nýafstöðnu þingi Alþýðu- sambands Vestfjarða var samþ. að óska eftir því við Vinnuveit- endafélag Vestfjarða, að hlið- stæðar kauphækkanir og til- færslur milli launaliða, auk ann- arra breytinga á kjaraákvæðum, verði gerðar á samningi milli að- ila um kaup og kjör landverka- fólks á Vestfjörðum frá 31. maí 1955, eins og samið var um fyrir skömmu milli Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar í Rvík og Vinnuveitenda sambands íslands, án þess að til uppsagnar samn- ingsins komi. En samkvæmt upp- sagnarákvæðum hans gilti hann til 1. desember næstk. Vinnuveitendafélag Vestfjarða tók þessari ósk vestfirzku verka- lýðsfélaganna mjög vel, og hófust viðræður milli fulltrúa félagsins og samninganefndar A. S. V. og stjórnar Verkalýðsfél. Baldurs á ísafirði 21. okt. sl. Árangur þeirra viðræðna varð gá, að samkomulag náðist um nýjan kaup- og kjarasamning, er gekk í gildi 1. nóvember sl., og nær samningurinn til allra félaga á sambandssvæði A. S. V., en innan verkalýðsfélaganna á Vestfjörðum eru um 1850 með- limir. Eins og fyrr segir gekk hinn nýi samningur í gildi 1. nóvem- ber sl. Þetta er í fyrsta sinn, sem samningar hafa verið gerðir á Vestfjörðum milli atvinnurek- enda og verkalýðssamtakanna, án þess að til uppsagnar hafi komið á fyrri samningi. Heildarsamn- ingur um kaup og kjör landverka fólks hefur verið í gildi milli A. S. V. og Vinnuveitendafél. Vest- fjarða síðan 1949. Ennfremur hefui' A. S. V. samið um kjör vélbátasjómanna síðan árið 1952, og ná þeir samningar til síld- veiða, botnvörpuveiða og línu- veiða. JÓNAS KRISTJÁNSSON, samlagsstjóri. sem við íslendingar lifum við meira skammdegismyrkur en aðrar þjóðir, muni ekki veita af að bæta hvern mjólkurlítra með 1.000 D-vítamíneiningum, og geti menn á þann hátt fengið 2/3 hluta af vítamínþörf sinni full- nægt með því að drekka einn slíkan mjólkurlítra á dag'. Prófessor Níels Dungal segir ennfremur, að heilsufari manna verði veitt mikilsvert lið með því að bæta D3 vítamíni í neyzlu- mjólkina; möi'g börn muni þá losna við beinkröm og fá meira mótstöðuafl gegn ýmsum kvill- um, einkum kvefsótt og lungna- bólgu. — Við efumst ekki um, að prófessorinn hefur þarna rétt fyrir sér, enda er þetta álit hans í fullu samræmi við álit fjöl- margra erlendra vísindamanna í þessum efnum. Mjólkursamlag KEA hefur því miður ekki ennþá fengið fullnað- arleyfi fyrir að mega á þennan hátt vítamínblanda neyzlumjólk- ina, sem hér er seld. Hins vegar (Framhald á 7. síðu.) Laugamenn heimsækja G. Á. Nemendur kepptu í knattspyrnu og sundi Laugardaginn 8. þ. m. kom 36 manna hópur nemenda og kenn- ara frá Laugum í heimsókn til Gagnfræðaskóla Akureyrar í kynningai'- og keppnisferð. Jóhann Frímann skólastjóri Gagnfræðaskólans bauð gesti velkomna með góðri ræðu að Hótel KEA, er snæddur var há- degisverður. Ef'ir hádegi var keppt í knatt- spyrnu á Þórsvellinum. Leikar fóru svo, að G. A. vann með 2 : 1. Dómari var Haukur Jakobsson. Klukkan 2 hófst sundmótið. — Jóhann Frimann setti mótið, hvatti til dáða og drengskapar í leik og starfi, og taldi góða kynn- ingu sigi'i betri. Hófst svo keppn- in og fór sem hér segir: 100 metra bringusund karla. Stefán Oskarsson Laugum 1,25,7. Oalfui' Atlason Laugum 1,25,8. Júlíus Björgvinsson G. A. 1,28,3. (Framhald á 4. síðu.) Á aðalfundi Bændafélags Þing- eyinga, sem haldinn var að Hólmavaði 1. nóvember síðastl. Jón Sigurðsson bauð gesti vel- komna, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnarinnai'. í upphafi fundarins var Jóns Haraldssonar minnzt. En hann var frá upphafi til dauðadags í stjórn félagsins. Fundarstjóri var Baldur Baldvinsson. — Eftirfarandi var samþykkt: Landhelgismál. „Fundur í Bændafélagi Þing- eyinga þakkar ríkisstjórninni og öðrum þeim, sem unnið hafa að útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 12 mílur. Einnig þakkar fund- urinn landhelgisgæzlunni einarð- lega og gætilega framkomu og hvetur ríkisstjórnina til að hlut- ast til um, að áhöfnum varð- DAS-bifreið til Akureyrar Á laugardagsmorgun tók Guðmundur Aðólfsson, Akureyri, á móti góðum vinningi, sem hann hlaut í DAS-happdrættinu, og sézt hann hér á myndinni ásamt hinni nýju Moskovitschbifreið. ("Ljósmynd: E. D.). Giíðrún Tómasdóttir syngur á Ak. Næstkomandi laugardagskvöld mun ung, íslenzk söngkona halda fyrstu söngskemmtun sína hér í bæ. Heitir hún Guðrún Tómas- dóttir og ei' dóttir Tómasar Jó- hannssonar, sem var kennari við Bændaskólann á Hólum. Guðrún er af söngelsku fólki komin, en föðursystir hennai' ei' Jóhanna Jóhannsdóttir, söngkona, sem margir hér í bæ munu minnast frá því að hún átti hér heima, Móðurbróðir Guðrúnar er Olafur Magnússon frá Mosfelli, einnig þekktur söngvari. Guðrún var stúdent frá M. A. vorið 1948 og dvaldi hér í bænum 3 síðustu skólaár sín, starfaði hún þá á sumrin við símaafgreiðslu á Hó- tel KEA, Guðrún söng hér með Karlakór Akureyrar m. a. á Luciuhátíðum. Þá söng hún og nokkur ár með útvarpskórnum í Reykjavík. Undanfarin 5 ár hef- ur Guðrún verið við söngnám í New Yoi'k hjá einkakennara, Júgóslavanum Mirko Pugelj, er var á sínum tíma kunnur söngv- ari víða í Evrópu. Einnig söng Guðrún með Robert Shaw kórn- um í New York. Á hljómleikunum á laugardag- inn mun Guðrún syngja laga- (Fratnhald á 5. síðu.) skipanna verði greidd rífleg áhættuþóknun meðan hið alvar- lega óstand helzt.“ Landgræðslumál. „Fundurinn telur landgræðslu- mál, þ. e. varnii' gegn uppblæstri og græðslu öi'foka lands, þess eðlis, að hverjum vinnufærum, íslenzkum ríkisborgara ætti að vera skylt að veita því beinan, fjárhagslegan stuðning, eftir ástæðum a .m. k., nokkurt árabil á meðan verið er að stöðva stór- fellda eyðingu í byggðum og af- réttum. Fyrir því leggur fundur- inn það til, að Alþingi tryggi máli þessu, auk hlutfallslegs framlags á fjárlögum við önnur ræktunarmál, ákveðið brot dags- verkavirðis, einn fjórða til þrjá fjórðu miðað við nettotekjur hvers gjaldanda, með sérstökum lögum.“ Lífeyrissjóður bænda. „Aðalfundur Bændafél. Þing- eyinga, haldinn að Hólmavaði 1. nóv. 1958, fagnar þeirri hugmynd um lífeyrissjóð bænda, sem fyrst var rædd opinberlega á fundi bændafélaganna á Norður- og Austurlandi og gerð samþykkt um. Felur fundurinn stjórn Bænda- félagsins að hafa samband við stjórn Búnaðarfélags íslands og væntanlega milliþinganefnd í þessu máli og sjá til þess, að þetta mál — lífeyrissjóður bænda — verði vel útskýrt fyrir öllum búnaðarfélögum í landinu. Félagsheimili. „Fundururinn lítur svo á, að það sé röng stefna, að einstök sveitarfélög reisi félagsheimili, sem rúmað geti margfaldan mannfjölda þeirrar sveitar, þar sem byggingin er reist. Telur fundurinn að eðlilegt sé, að hver sveit byggi að vísu fé- lagsheimili, sem sniðin séu fyrir fólksfjölda viðkomandi sveitar. Jafnframt sé að því stefnt, að hvert hérað sameinist til félags- legra átaka um stofnun héraðs- heimila, sem tekið geta á móti verulegum mannfjölda og að- fengnum skemmtikröftum þegar henta þykir. Fundurinn sam- þykkir að kjósa þriggja manna nefnd til athugunar á þessu máli.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.