Dagur - 10.12.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 10.12.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGU DAGUR kemur næst út laugar- daginn 13. desember. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 10. desember 1958 61. tbl. Tilraun til myndunar ríkissf jórnar Forseti Islands fól í gær Olafi Thors form. Sjálf- stæðisfl. að gera tilraun til stjórnarmyndimar Síðan Hermann Jónasson for- sætisráðherra baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 4. des. sl., hefur mörgum getum verið leitt að næsta kapítula stjórnmálanna. Forsetinn, herra Ásgeir Ás- geirsson, hafði óformlegar við- ræður við formenn stjórnmála- flokkanna fyrir og um helgina. Seinnipaitinn í gær kvaddi hann svo Ólaf Thors, formann Sjálf- stæðisflokksins, á sinn fund og fól honum að géra tilraun til myndunar meirihlutastjórnar. — Olafur bað um frest til að svara málaleitun forsetans. Forsetinn lagði áherzlu á, að ekki yrði langur dráttur á svari. Viðræður eru nú hafnar milli kjörinna nefnda frá Sjálfstæðis- flokknum, Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum um kjör- dæmamálið. Hvort það mál leiðir til samstöðu þessara flokka í nýrri ríkisstjórn, skal ósagt látið. D A G U R kemur næst út laugardag- inn 13. desember. Auglýs- ingar þurfa að berast fyrir hádegi á föstud. Mikið efni bíður næksta blaðs. Kýju togskipin koma í vetur Hið fyrsta þeirra komið til landsins Atvmnutækjanefnd, skipuö Gísla Guðmundssyni, Birgi Finnssyni og Tryggva Helgasyni, gerði tiilögu um það til ríkis- stjórnai-innar, að hún beitti sér fyrir kaupum 6 fiskiskipa 240— 250 tonna, og var það samþykkt í ríkisstjórninni um ái'amót 1956. Eftir tillögum sömu aðila var samið um önnur 6 skip. Þessi skip eru öll smíðuð í Austur- Þýzkalandi og er hið fyrsta þeirra, Guðmundur Péturs, fyrir nokkru komið til heimahafnar í Bolungai-vík. Til Reykjavíkur kom það í gær og vakti mikla athygli. Síðan munu þessi 12 skip koma hvert af öðru í vetur og væntanlega öll fyrir vorið. Atvinnutækjanefnd lagði til að til Vestfjarða færu 4 skipanna, 3 til Norðurlands (eitt þeirra mun vera á leiðinni hingað til Akur- eyrar), 2 til Norð-Austurlands og 2 til Austfjarðar. Nýju skipin auka mjög atvinnuh'fið. Þessi mynd var tekin á stofnfundi „Sjálfsbjargar". S"i Í'f 1 ¦¦¦¦¦¦ . jalfsbjorg íí Nýlega var stofnað á Akureyri félagið „Sjálfsbjörg". Það hefur farið svo myndarlega af stað, að blaðinu lék hugur á að fá af því sem nánastar fregnir. I trausti þess að hið fatlaða fólk í sveitunum hér í nágrenninu, auk alls almennings í bæ og héraði, sé með því greiði gerður að fá helztu fréttir af þessum félagsskap, sneri blaðið sér til formanns félagsins, Em- ils Andersens og fékk hjá honum ýmsar markverðar upplýs- inaar, sem hér fara á eftir. EMIL ANDERSEN, formaður félagsins. Vatnsmagnið aukið um helming - Nægir fyrir nokkra framtíð - Nægilegt vatn er frumskilyrði til búsetu - Gott vatn er ómetanlegt Fyrir helgina var hin nýja vatnsleiðsla Akureyrarkaupstað- ar tengd við bæjarkerfið, nánar tiltekið kl. 2 aðfaranótt laug- ardagsins 6. desember. Þarf nú ekki að óttast vatnsþurrð í næstu framtíð, ef engin sérleg óhöpp koma fyrir, sagði Sig- urður Svanbergsson vatnsveitustj. í viðtali við blaðið í fvrrad. SIGUKÐUR SVANBERGSSON, vatnsveitustjóri. Ökuslys í Ljósavatns- skarði Á laugardaginn varð það slys á þjóðveginum skammt frá Kambsstöðum, að fólksbifreið frá Húsavík lenti út af veginum, er hún var að mæta jeppa. — Einn maður af þeim fjórum, sem í bif- reiðinni var, meiddist í baki og var fluttur í sjúkrabíl til Akur- eyrar, þar sem hann liggur enn- þá. Hálka var á veginum. Hvað mikið hefur neyzluvatnið aukizt? Hin nýja vatnsleiðsla, sem áð- ur var getið um hér í blaðinu, og liggur að lindunum í Glerárdal, getur flutt 100 lítra vatns á sek- .úndu. í sumar voru virkjaðir 50 sekl. og bætast þeir nú við það vatnsmagn, sem áður rann til bæjarins. Neyzluvatnið er því samtals 100 lítrar á sekúndu og hefur aukizt um helming, segir Sigurður og hann bætir því við, að lindirpar í Glerárdal séu í 5450 metra fjarlægð frá kaup- staðnum. Þá sé miðað við safn- geymi þann, er leiðslur hinna 6 virkjuðu linda sameinast í, áður en vatnið fer inn í nýju stofn- kiðsluna. Milli lindanna 6 eru v.m 700 metra vatnslagnir sam- tals. Fremsta lindin er í 463 m. hæð yfir sjó. Hvenær hófust framkvæmdir? Sumarið 1956 samþykkti bæj- arstjórn að hefja framkvæmdir. Rannsakaðir voru staðhættir og urðu fyrrnefndar lindir í Gler- árdal fyrir valinu. Árið Í957 var efni pantað og hafnar fram- kvæmdir. Það sumar var ve_gur lagður fram Glerárdal og lindir grafnar í lokræsi og sameinaðar, til flýtisauka. í sumar hófst svo vinna við þessar framkvæmdir á ný um mánaðamótin júní—júlí, en fyrr var ekki hægt að byrja sökum ótíðar. Tvær skurðgröfur voru að verki og jarðýta til að jafna landið fyi'ir gröfurnar og 30 (Framhald á 7. síðu.) Hver er tilgangur Sjálfs- bjargar? Tilgangurinn er sá, að efla samhjálp hinna fötluðu, vinna að auknum réttindum þeirra og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu, eins og stendur í lögum félags- ins. Sjálfsbjörg vill styðja fólk til ^að afla sér menntunar, bóklegrar og verklegrar. Ennfremur að að- stoða fatlað fólk við að fáatvinnu við sitt hæfi og efla félagsleg kynni þess og skemmtanalíf. Voru stofnendur margir. Á stofnfundinum að Hótel KEA 8. okt. voru yfir 50 manns, sem ýrhist gengu í íélagið eða gerðust styrktarfélagar. En stofn endur teljast þeir, sem ganga í í'élagið fyrir næstu áramót og undanfarið hefur félögum alltaf verið að fjölga. Til dæmis bætt- ust 40 við á framhaldsstofnfund- inum 10. nóv. sl., svo að nú eru félagsmenn yfir 100 talsins. Hver gekkst fyrir félagsstofn- uninni? Það vildi nú svo einkennilega til, segir Emil, að Sigursveinn D. Kristinsson kom eins og af himni sendur, því að hvort tveggja var, að hann kom fljúgandi og þó var hitt merkilegra, að hann ætlaði alls ekki hingað, en flugvélin bilaði lítils háttar í lendingu á Siglufirði, svo að sjór rann inn í hana. Tók hún sig þegar upp og flaug hingað, án þess að afgreiða farþega. Svo stofnaði Sigur- sveinn félagið Sjálfsbjörg með áhugamönnum bæjarins og var koma hans því hin ákjósanleg- asta. Og eg vil bæta því hér við, sagði Emil ennfremur, að mér ifinnst fyrirgreiðsla Jakobs Frí- mannssonar yel þess verð, að hennar sé getið. Hann léði okkur bezta húsnæði að Hótel KEA endurgjaldslaust og lét bera öll- um viðstöddum rausnarlegar veitingar að fundinum loknum. Skilningur þessa manns og svo ótal margra annarra, hefur gert okkur margt auðveldara í fram- kvæmd. Hverjir geta orðið félagar í Sjálfsbjörg? Félagsmaður getur sá orðið, sem vegna líkamlegrar fötlunar hefur misst nokkuð af starfsorku sinni, greiðir árstillag sitt hverju sinni og er samþykktur af félag- inu. Svo geta allir orðið styrkt- arfélagar og er félaginu mikill styrkur að þeim. Styrktarfélag- ar greiða sama lágmarks-árs- gjald og venjulegir félagar, en hafa ekki atkvæðisrétt. Ævifé- lagar geta þeir orðið, sem greiða tvítugfallt árgjald, eins og það er þegar ævifélagi er skráður. 1 fé- laginu eru nú 20 styrktarfélagar og 1 ævifélagi. Hvað gerir félagið nú fyrir fé- laga sína? í fyrsta lagi má nefna fjársöfn- unardaginn 26. okt. sl. Bæjarbú- ar sýndu þá félaginu hvert við- horf þeirra var til hins nýstofn- aða félags og eg vil nota tæki- færið og senda þeim mínar beztu þakkir. Þetta varð mikill, fjár- hagslegur stuðningur og vinar- hugurinn, sem maður fann hvar- vetna, var ekki minna virði. í öðru lagi var ákveðið, að koma upp tómstundaheilmili fyrir félagsfólk. Nú er þetta föndur- eða tómstundaheimili tekið til starfa og er það til húsa (Framhald á 5. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.