Dagur - 10.12.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 10.12.1958, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 10. des. 1958 Ferðabók Þorvaldar Thoroddsens Ferðabók 1. bindi efíir Þorvald Thoroddsen.Snæ- björn Jónsson & Co. gaf út. Ferðabók Þorvaldar Thorodd- sens er tekið með fögnuði, enda var fyrri útgáfa löngu ófáanleg, en mjög eftirsótt, þar sem til fréttist að hún v'æri fáanleg hjá einstaklingum. Jón Eyþórsson veðurfræðingur bjó bókina undir prentun og segir m. a. svo í for- mála þessa fyrsta bindis: ,,Því hefur verið haldið fram að rann- sóknir Þorvaldar Thoroddsens séu víðtækar að vissu marki, en grafi ekki djúpt. í þessu er að vísu nokkuð hæft. Hann hafð.i sialdan tíma eða tækifæri til að sökkva séi' ofan í afmörkuð svæði eða einstök. atriði. Samt er því svo varið, að enginn jarð- fræðingur eða náttúrufræðingur yfirleitt, innlendur eða erlendur, byrjar rannsóknarstarf sitt hér á landi, án þess að taka sér fyrst í hönd eitt af verkum Þorvalds og segja við sjálfan sig: Hvað skyldi Þorvaldur Thoroddsen segja um þetta?“ Hér er réttilega frá sagt, en ferðabækur Þ. Th. eru miklu meira. Þær eru líka hreinn skemmtilestur, auk vísindalegs gildis. Það er þess vegna, sem rifist er um hverja bók. af fyrri útgáfu og þess vegna, að fróð- leiksfús almenningur í þessu landi fagnar hinni nýju útgáfu. Septembermánuður Scptembermánuðui'. Höf- undur F. Hérbard. Bóka- forlag Odds Björnssonar á Akureyri. Bókin Septembermánuður er fyrsta skáldsaga franskrar konu, Frédérique Hébrard, og færði hún höfundi bókmenntaverðlaun þar í landi árið 1957. Mjög stingur þessi saga í stúf við hinar frægu frönsku Sag- an-sögur, sem Bókaforlag Odds Björnssonar hefur gefið út und- anfarin ár. Septembermánuður segir frá skáldi nokkru og konu hans, sem er listmálari. Þau unnast heitt. Þá kemur ítölsk, stórglæsileg kvikmyndadís fram á sjónarsvið- ið. Skáldið tekur að fást við þýð- ingu á sögu hennar og hafa þau mikið saman að sælda af þeim sökum. Þessi ævintýralega, fagra leikkona hrífur hvers manns hjarta. Nú skyldi maður ætla, að eitthvað sögulegt færi að gerast. Að minnsta kosti gerir kona skáldsins sér ýmislegt í hugar- iund um samband manns síns og binnar fögru konu. Skáldið og' eiginmaðui'inn hefur skrifstofur sínar í París og dvelur þar alla daga, en heimili hjónanna er rétt fyrir utan höfuðborgina. Og septemberdagarnir líða hver af öðrum. F. Sagan, vinkona okkar frá bókunum Sumarást, Eins konai' bros og Eftir ár og dag, hefði verið fljót að drífa söguhetjurnar úr mestu dúðunum við slíkar að- stæður. En höfundur hinnar nýju bókar, sem hér um ræðir, hefur þar annan hátt á og held- ur svo fimlega á efninu, að nökt- ustu- frásagna er engin þörf til að halda lesandanum við efnið til söguloka. Yfir sögunni hvílii' fágætur, töfrandi þokki, sem gef- ur henni skáldskapargildi. Hinn náni kunningsskapui' skáldsins, konu hans og leikkon- unnar fögru leiðir til óvæntrar niðurstöðu, en lyftir sögunni, sem hér verðúr ekki nánar rakin. lr.ngt yfir meðalmennskuna. Gísli Jónsson menntaskóla- kennari annaðist þýðinguna, og er það nokkur trygging fyrir því, að sagan hefui' ekki orðið fyrir meiri háttar misþyrmingum við það að fæðast á íslenzka tungu. æ s.© n.c.K Frækilegt sjúkraflug Höfundur Ármann Kr. Einarsson. — Bókaforlag Odds Björnssonar á Akur- eyri. Frækilegt sjúkraflug er sjötta Árnabókin hans Ármanns Kr. Einarssonar og hafa hinar fyrri í þessum bókaflokki hlotið fá- dæma vinsældir. Svo mun einnig verða um þessa. Höfundinn þekkja flestir. Börnin biðja um bækur hans ef þau hafa lesið eina Árnabók, og fullorðna fólkið kaupir þær af þeirri einföldu ástæðu, að GOÐAR barnabækur eru öllum hið hugþekkasta les- efni. í þessari nýju bók, Frækilegt sjúkraflug, verða enn mörg æv- intýri í sveitinni, þar sem Árni dvelst. Og auðvitað er Árni aðal- söguhetjan. Þegar komin eru ísalög er farið á skauta, líka er búinn til seglsleði og jeppinn endastingst á svellinu, af því að steinnibba stendu upp úr því og heima í Hraunkoti er jólum fagnað með kertaljósum og barns legri gleði. Þyrilvængjan hans Árna er geymd inni í skúr í Hraunkoti. Hennar verður þörf til sjúkraflugs. Veður eru vá- lynd, en Árni sigrast á öllum erfiðleikum. Það er stærsta æv- intýrið í bókinni. Árni verður 'sjónarvottui' að því, hvernig gömul og slyng skytta leikur á rebba og Árni eignast fallegan fola og þannig mætti lengi telja. Þessi nýja bók, Frækilegt sjúkraflug verður lesin aftur og aftur eins og hinar fyrri, ann- að er ekki hægt. Árnabæk- urnar hafa auðgað þær bók- menntir íslenzkar, sem beztar hafa verið ritaðar fyrir ung- menni. Eyjan góða Eyjan góða er eftir Bengt Danielsson og þýdd af Jóni Helgasyni. Þetta er ferðabók og höfundurinn sænskur ferðalang- ur. Á eyjunni góðu, Raroía, býl' frumstætt og hamingjusamt fólk. Börnin byrja snemma að vinna og láta það heldur ekki dragast lengi úr 10—12 ára aldrinum að taka upp aðra háttu fullorðinna. Vandamál kynþroskans eru furðu lítil. Krakkarnir stofna til reynsluhjónabanda, oft mörgum sinnum áður en báðum aðilum líkar. Á því skeiði eru þeir nýju borgarar, scm af því spretta feðraðir eftir því hverjum þeir líkjast mest. Þykir það mun ör- uggara en heilsufræðilegir út- reikningai'. Au.k þess. skiptir þetta svo sem engu máli, því að þar eru öll börn velkomin í þennan heim. Atvinnuhættir eyjarskeggja eru fremur fábreyttir. Á landi gefur kókospálminn flest, sem fólkið þarf, kókoshneurnar eru eini gjaldeyririnn. Fiskur er nægui' uppi í landsteinum. Hann er skutlaður með oddhvössum spjótum og jafnvél stunginn með löngum sveðjum, veiddur í heimagerð net úr pálmablöðum eða veiddur með höndum á grynningunum. Allir hafa nóg að bíta og brenna og enginn hefur áhyggjur af morgundeginum. — Mörgum mun þykja gaman að fylgja höfundi til hinnar suðlægu evjar og kynnast fólkinu þar, í hinu stéttlausa þjóðfélagi, þar sem trúarbrögð valda engum heilabrotum, stjórnmálaágrein- ingur er óþekkt fyrirbæri, þar sem allir eru fiskimenn og allir rækta kókoshnetur og fábrotin siðalögmál stjórna athöfnum hinna glöðu barna náttúrunnar. E. D. Fjórar barna- og ungl- ingabækur frá Iðunni Fimm í ævintýraleit. Þetta er önnui' bókin í flokki bóka um félagana fimm eftir Enid Bly- ton, höfund Ævintýrabókanna, sem öll börn og unglingar þekkja. Fyrsta bókin um félagana fimm heitir Fimm á Fagurey, og þriðja bókin, sem kemur út fyrir jólin, heitir Fimm á flótta. — Bækur þessar eru prýddar fjölda mynda, og þær eru mjög vinsælar hjá börnum og unglingum. Táta tekur til sinna ráða heitir bók handa telpum. Fjallar hún um duglega og tápmikla telpu, sem er gjörn á að fara sinu fram, en er hjartagóð og eðallynd og vill alls staðar koma fram til góðs. Staðfastur strákur eftir Kor- mák Sigurðsson. Þetta er sag'an af Jóni Óskari, sem búinn var að (Framhald á 5. síðu.I Prakkarar á ferð í sumum bæjarhlutum hafa ungmenni iðkað jjann ljóta sið, að skera niður javottasnúrur. — Leggst lítið fyrir kappana og mætti hugsa sér, að piltar á 15— 17 ára aldrinum fyndu sér verð- ugra tómstundagaman. Bækur og höfundar á Akureyrí STEINGRÍMUR SIGURÐSSON Frú kennari við Menntaskólann á GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Akureyri gaf í haust út „Sjö frá Toríufelli í Eyjafirði, nú hús- sögur“ og er sú bók þriðja í röð- móðir hér í bæ, sendi í haust frá inni eftir þennan unga höfund. sér hina umtöluðu bók „Leiðin Hann hefur áður vakið á sér at- til þroskans“. Það er fyrsta bók hygli með greinum í blöðum og híifundar. Bókin er um dulræn i tímaritum. efni. Hlutur þeirra er nokkur sem oft áður Sex Akureyringar hafa nýlega sent frá sér frumsamdar bækur og hefur flestra þeirra verið gctið hér í blaðinu áður. Auk þeirra hafa svo ýmsir fengist við þýðingar og að sjálfsögðu margvísleg önnur ritstörf. Eins og sjá má hér að neðan, leyfir blaðið sér að birta myndir af þessum höfundum, sem sumir hverjir eru lítt þekktir, og vill það jafnframt vekja athygli á bókum þeirra. Meðal þeirra er ungur höfundur, sem skrifaði unglingabókina Strókur á kúskinns- skóm undir dulnefni. HANNES J. MAGNÚSSON skólastjóri á Akureyri hefur enn skrifað bók, er hann nefnir „Á hörðu vori“ og mun það vera 10. bók hans, auk þýðinga og marg- víslegra annarra ritstarfa. Hann- es er Skagfirðingur að ætt frá Torfmýri í Akrahreppi og er hátt á sexugsaldri. SIGURÐUR SVEINBJÖRNSS. verkamaður á Akureyri sendi nýlega frá sér fyrstu ljóðbók sína „I dagsins önn“. Allmörg ljóð hafa birzt eftir þennan höf- und áður í blöðum og tímaritum. Sigurður er rúmlega sextugur að aldri, ættaður frá Syðri-Bakka í Hrafnagilshreppi. HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON lét endurprenta bók sína „Vor- drauinur og vetrarkvíði“ í sum- ar. Það er þriðja ljóðabók höf., en auk þess hafa mörg kvæði lians birzt annars staðar. Heið- rekur er kaupinaður á Akureyri, ættaður frá Sandi í Aðaldal, son- ur skáldbóndans Guðmundar Friðjónssonar. VIGFÚS BJÖRNSSON. Nýlega er komin út bókin „Strákur á kúskinnsskóm“ undir dulncfninu Gestur Hanson. Var mörgum getuin leitt að höfundi Blaðið hefur nú fengið leyfi til að birta hið rétta nafn. Höfund- urinn er enginn annar en Vigfús Björnsson bókbandsmeistari á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.