Dagur - 10.12.1958, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 10. des. 1958
DAGUR
Ritstjóri:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingastjóri:
Þorkell Björnsson
Skrifstofa i Hafnarstræti 90 — Sími 1166
Árgangurinn kostar kr. 75.00
Blaðið kemur út á miðvikudögum og
laugardögum, þegar efni standa til
Gjalddagi er 1. júlí
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
WSS5555555SÍ555SÍ5S5555ÍS5555555555Í5555555Í55Í555?
Stjórnarkreppan
NÚVERANDI stjórnarkreppa er mál málanna
þessa daga og margar blikur á lofti. Flokkar þeir,
sem standa að fráfarandi ríkisstjórn, urðu ekki
samferða í efnahagsmá:lunum. Þær tillögur, sem
ráðherrar Framsóknarflokksins lögðu til að farn-
ar yrðu og miðuðust við stöðvun verðbólgunnar,
fengust ekki samþykktar af fulltrúum Alþýðu-
bandalagsins og Alþýðuflokksins í ríkisstjórn,
nema Alþýðubandalagsþing léði þeim samþykki
sitt. Allir vita hvernig það. fór. Tilmælum forsæt-
isráðherra um nokkurra vikna frest til róttækra
aðgerða gegn verðbólgunni, var hafnað. Á ríkis-
ráðsfundi 4. des. sagði Hermann Jónasson m. a.:
„. .. . í ríkisstjórninni er ekki samstaða um
nein úrræði í þessum málum, sem að mínu
áliti geta stöðvað hina háskalegu verðbólgu-
þróun, sem verður óviðráðanleg, ef ekki næst
samkomulag um þær raunhæfu ráðstafanir
scm lýst var yfir að gera þyrfti þegar efna-
liagsmálafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt
fjuár Alþingi á síðasta vori.“
Tillögur þær, sem ráðherrar Framsóknar-
flokksins lögðu fram í ríkisstjórninni og ekki
fengust samþykktar, kváðu meðal annars á um,
að halda uppi sem mestri framleiðslu og atvinnu
fyrir vinnandi fólk í landinu, að halda kaupmætti
launa eins og hann var 1. okt. sl., leitað sé til
stéttarsamtakanna í landinu um að framkvæma
nauðsynlegar aðgerðir til að ná þessu marki, og
að kaupvísitalan færi ekki yfir 185 stig. Útflun-
ingssjóði yrði aflað tekna með hækkun á yfir-
færslu- og innflutningsgjöldum. Komið yrði á
varðtryggingu sparifjár, þar á meðal lífeyris-
sjóða. Til þess að ná þessu marki væri víxlhækk-
anir kaupgjalds og verðlags stöðvaðar og þrótt-
mikilli framfarastefnu haldið áfram til sjávar og
sveita.
Andstæðingar þessara tillagna, og þó einkum
pólitískir andstæðingar Framsóknarflokksins,
hafa ausið upp furðulegu moldviðri í sambandi
við þær og stjórnarslitin. Þeir hafa fyrst og fremst
hrætt fólk með hreinum blekkingum, og í öðru
lagi líta þeir undan og þora ekki að horfa framan
í þær staðreyndir, að ef fólkið í landinu vill
f^yggja framtíð sína, er örlítil fórn í bili eina
leiðin til að halda lífskjörunum eins góðum og
þau voru 1. október í haust.
Engri ríkisstjórn VAR betur trúandi til að
halda áfram hinni stórkostlegu uppbyggingu og
margþættum framkvæmdum tilatvinnuaukningar
um land allt, en ríkisstjórn Hermanns Jónasson-
ar. Engri ríkisstjórn ER betur trúandi fyrir mál-
efnum fjöldans, en þeirri ríkisstjórn, sem hefur
náið samstarf um lausna vandamála við fjöl-
mennustu starfshópa stéttarfélaga í landinu. Þetta
hefur vinstri stjórnin sannað tvö síðustu og
hálft ár.
Rógburður stjórnarandstæðinganna um að allt
sé í kalda koli, fellur dauður niður af þeirri
ástæðu, að atvinnulífið hefur aldrei verið meira á
íslandi en undanfarin ár, uppbygging sjaldan eða
aldrei meiri, stórframkvæmdir, svo sem sements-
verksmiðjan og rafvæðingin er gott vitni um
stórhug og framfarir, útgerðin hefur blómgazt,
bátaflotinn stóraukizt og ræktai'löndin stækkað.
Þetta vita menn jafnvel og það, að frá íhaldinu
hefur engin tillaga komið fram í efnahagsmálun-
um í jafn langan tíma. — Síðustu kosingalögunum með það fyrir
dagana er helzta ráð hinna mið- augum að auka þingmannatölu
ur ábyrgu flokka, að breyta Suðvesturlands.
„Hvers ciga bændur að gjalda?“
ÞANNIG SPYR Friðrik Þor-
steinsson á Selá í síðasta tbl.
Dags, og snertir það hækkun þá
á búnaðarmálasjóðsgjaldi, sem
nú er til meðfei'ðar á Alþingi og
ætlað er til húsbyggingar Bún-
aðarfélags íslands og Stéttar-
sambands bænda.
Kallar Friðrik frumvarpið:
árás á bændui', hreint gerræði
og fjárkúgun, að flutningsmenn
þess beiti bændur bolabrögðum
og óumdeilanlegu ranglæti og
furðar sig á að þingmenn skuli
leyfa sér að flytja svona frum-
varp án þess að leita fyrst álits
bændanna um efni þess o. s. frv.
Ekki er nú smátt til orða tekið.
En Friðrik og öðrum þeim,
sem að þessu máli hrópa, virðist
alveg sjást yfir aðalatriði máls-
ins, líta á það hálflokuðum aug-
um og aðeins frá annarri hlið.
Það mun Friðrik vita og við-
urkenna, að skilyrði fyrir starf-
semi B. í. og Stéttarsambands
bænda er, að félögin hafi viðun-
andi húsnæði yfir starfsemina. —
En um það verður ekki deilt, að
húsnæði B. í. er, raunar fyrir
löngu, orðið alveg ófullnægjandi
og lamar verulega starfsemi fé-
lagsins nú orðið.
En er þá starfsemi B. í. og
Stéttarsambandsins, bændum
þess virði, að rétt sé af þeim að
leggja nokkuð á sig til þess að
skapa félögunum starfsskilyrði?
Þetta er aðalatriði málsins og
afstöðu til þessarar spurningar
ættu menn að taka áður en þeir
hugsa og tala eins og Friðrik.
Að athuguðu máli verða varla
margir bændur í landinu, sem
ekki viðurltenna, að starfsemi
félaganna er ómetanleg fyrir
landbúnaðinn.
Og séð í því ljósi, er þessu
tímabundna framlagi til Búnað-
armálasjóðs vel varið, því að það
kemur aftur til bændanna með
ríglegum vöxtum í gegnum
starfsemi félaganna.
Friðrik lætur orð að því liggja
að ef það sé Alþingi að kenna, að
þröngt sé um starfsemi B. f. í
húsi þess, af því að Alþingi feli
félaginu ýmis störf, þá beri Al-
þingi að sjá fyrir því húsnæði til
starfseminnar.
B. í. var í upphafi stofnað af
nokkrum embættismönnum, en
hefur svo færst yfir í það að vera
samband allra búnaðarfélaga á
landinu í gegnum búnaðarsam-
böndin, þ. e. félag allra bænda
landsins. Þessu félagi hefur Al-
þingi og ríkisstjórn treyst til þess
að fara með fjölmörg störf, er
landbúnaðinn varða og ríkið
kostar. Ekki er þó þess að dylj-
ast, að raddir hafa komið fram
um, að leggja B. í. niður og flytja
yfirstjórn þeirra mála, er félagið
hefur farið með fyrir ríkið, í
stjórnarráðið, þar sem allt stai'fs-
fé B. í. er frá ríkinu komið. Mega
bændur gjarnan hugleiða það,
hvort líklegt sé að þessum mál-
um þeirra væri betur borgið á
þann hátt og hvort ekki sé eðli-
legt að þeir leggi þessu félagi
sínu einhvern fjárhagslegan
stuðning þegar á liggur og sýni
þannig í verki, að félagið er
þeirra, en ekki ríkisins. Og hvort
B. í. getur talizt félag okkar
bænda, ef við leggjum ekkert fé
fram til þess.
Minna má á það, að þegar
Búnaðarmálasjóður var stofnað-
ur, var það ætlun þeirra,erbeittu
sér fyrir stofnun hans, að hlut-
verk hans yrði að standa fjár-
hagslega undir félagsmálastarf-
semi landbúnaðarins.
En óhappamenn á Alþingi, er
vildu Stéttarsambandbændafeigt
í fæðingunni, höfðu afl til þess
að ráðstafa sjóðnum á annan
hátt, þótt síðar fengist hálf leið-
rétting þar á.
Þá vitnar Friðrik í mótmæla-
samþykkt er gerð var á aðal-
fundi Bændafélags Eyfirðinga og
telur hana sanna, að ekki hafi
Búnaðarþing mælt með hækkun
á búnaðarmálasjóðsgjaldinu að
ósk eyfirzkra bænda.
Hvorki var nú þessi fundur
svo fjölsóttur, né málið það vand
lega reifað, að hægt sé að full-
yrða, að fundarsamþykktin sé
meirihlutavilji bænda í héraðinu,
þótt tillagan væri samþykkt
umræðulaust þegar nokkuð er
liðið á nóttu og menn orðnir
heimfúsir.
Kunnugt er mér það, að sá
maður, er mun hafa átt upptök
að tillögunni sagði, að hann
mundi hafa greitt atkvæði með
hækkun á búnaðarmálasjóðs-
gjaldinu, ef það hefði verið borið
undir bændur. En hann vildi
mótmæla, af því að það var ekki
gert.
Annars er nokkur reynsla af
því, að vísa málum heim til bún-
aðarfélaganna og öll þann veg,
að aðeins lítill hluti félaganna
svarar. Svo var einnig þegar
þessu máli var, fyrir nokkrum
árum, vísað heim til búnaðarfé-
laganna. Þá svaraði minna en
fjórða hvert búnaðarfélag, og
þótt neikvæðu svörin væru þá
heldur fleiri én þau jákvæðu,
var langt frá að um nokkurn
meirihlutavilja væri að ræða
móti málinu.
Þótt svo sé, sem er, að bændur
hafi nóg með sínar tekjur að
gera og þótt meiri væru, verðum
við samt einatt að muna það, að
starfsemi þessara félagasamtaka
okkar, Búnaðarfélags íslands og
Stéttarsambands bænda, er fag-
leg og fjárhagsleg undirstaða
landbúnaðarins og í samræmi við
það, verðum við bændur að búa
að þeim.
7. desember 1958.
Garðar Halldórsson.
- Frá bókamarkaðinum
(Framhald af 8. síðu.)
missa báða foreldra sína, en ólst
upp hjá ömmu sinni í litlum kofa,
sem stóð rétt fyrir ofan flæðar-
málið. Jón Óskar gat verið nokk-
uð einþykkur, en hann var sann-
arlega staðfastur strákur, hug-
rakkur og heiðarlegur og vinur
og hjálparhella þeirra, sem minni
máttar voru. Margar myndir
eftir Þórdísi Tryggvadóttur
prýða bókina.
Síðast, en ekki sízt, er svo
Ævintýri tvíburanna, hörku-
spennandi unglingasaga eftir Da-
víð Áskelsson, prýdd mörgum
myndum eftir Halldór Pétursson.
Saga þessi gerist seint á 17. öld
og segir frá tveimur munaðar-
lausum bræðrum, sem rötuðu í
ósvikin og spennandi ævintýri
innanlands og utan. Bók þessi er
ekki aðeins mikill skemmtilestur
fyrir unglinga, heldur geymir
hún einnig glögga þjóðlífsmynd
frá liðnum tíma.
Nýkomið!
AMERÍSK
Heimilisbox
og
Skraufkassar
fyrir brauð
Enn fremur
„Geyspur"
Véla- og búsáhaldadeild,
Gagnlegar
JÓLAGJAFIR:
ÁVAXTAHNÍFAR
HNÍFAPÖR
TERTUSPAÐAR
GLÓHARKER
VÍNSETT
BRAUÐFÖT
ÖSKUBAKKASETT
KAFFISTELL
MATARSTELL
STEIKARPÖNNUR
með loki
ÁVAXTASETT
BLÓMASKÁLAR
KERTASTJAKAR
KÖKUGAFFLAR
HITAKÖNNUR
BRAUÐIÍISTUR
DISKAGRINDUR
JÓLASKRAUT
BLÓMAVASAR
Véla- og búsálialdadeild